Tíminn - 24.12.1964, Qupperneq 2

Tíminn - 24.12.1964, Qupperneq 2
2 Miðvikudagur, 23. desember NTB-Austin. Johnson forseti skýrði frá því í Houston í Tex- as í gær, að Bandaríkin hefðu í hyggju að smíða stærstu flutn- ingaflugvél í heimi, en hún á að geta flutt alls 700 her- menn. Var þetta gert opinbert eftir að forsetinn hafði setið fund með landvarnarmálaráð- herranum um fjárframlög til hervarna. 58 slíkar flugvélar munu kosta USA einn milljarð dollara, að sögn forsetans. NTB-Róm. ítalska þingið gerði í morgun sína þrettándu til- raun til að kjósa forseta lands- ins, en hún mistókst, eins og þær fyrri. Leone hlaut flest atkvæðin, en vantar ein 80 at- kvæði til að ná nægum meiri- hluta. NTB-San Diego. í nótt mældist snarpur jarðskjálftakippur í um 400 km. fjarlægð frá Pasa- dena í Californiu. Kom kipp- urinn fram á jarðskjálftamæli í Pasadena. Ekki er vitað um tjón af völdum jarðskjálft- ans, en hann fannst í mikilli fjarlægð. NTB-W ashington. Starfsmaður bandaríksa utanríkisráðuneyt- isins hefur skýrt frá því, að ekki komi til mála, að Banda- ríkin hætti aðstoð sinni við Suður-Vietnam. Það kom til tals, vegna ósamkomulags þess, sem nú hefur myndast á milli Khanh hershöfðingja og yfii- manna Bandaríkjanna í Suður- Vietnam. NTB-New York. Sovézki njósnarinn, Igor Ivanov, sem dæmdur var í 20 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verður i dag látinn laus gegn 100.000 doll- ara tryggingu, sem sovézka sendiráðið í Washington mun leggja fram. Jafnframt munu yfirvöldin taka fyrir áfrýjunar beiðni Ivanov. NTB-New York. Síðasti starfs- dagur allsherjarþings SÞ fyrir jólaleyfi er í dag. Er vonast til, að í fríinu náist samkomu- lag um vandamálin í cambandi við fjárhag sambandsins, en þá gæti þingið tekið óhindrað til starfa að jólaleyfi loknu. Er þetta eitthvert merkilegasta allsherjarþing SÞ. sem starfað hefur, og ef Sovétríkin og USA komast ekki að einhverju sam- komulagi má segja, að halli undan fæti fyrir SÞ. NTB-Moskva. Sovézka frétta- stofan, Tass, skýrði frá því í gærkvöldi, að Sovétríkin hefðu sent Souvanna Phouma, for- sætisráðherra, skeyti, þar sem stungið er upp á því, að hald in verði ný alþjóðleg ráðstefna um Laos. Forsætisráðherrann er einnig beðinn um að stöðva hernaðaraðgerðir gegn liðsveit um kommúnista. NTB-Briissel. Nefnd úr Efna- hagsbandalagi Evrópu hefur nú verið falið að rannsaka ástæðurnar fyrir' því, að Jap- anir ógna nú evrópskum skipa smíðaiðnaði. Er nefnuinni fai- ið, að gera nákvæma greinar- gerð yfir það tjón. sem hin japanska framleiðsla vinnur Evrópulöndunum. TÍMINN FIMMTUDAGUR 24. desember 1964 Reykholtskirkju berast gjafír í t'ilefni af því að á síðastliðnu áiri voru liðin 70 ár síðan séra Einar Pálsson, sífDast prestur í Reykholti, hlaut prestvígslu, hafa börn hans afhent Reykholtskirkju að gjöf forkunnarfagra kirkju- gripi. Eru það altarisklæði úir rauðu flaueli, gullbaldírað af frú Ingibjörgu Einarsdóttur Eyfells; Styrkur til háskólaliáms í Noregi Norsk stjórnarvöld hafa ákveð ið að veita íslenzkum stúdent styrk til háskólanáms í Noregi næsta skólaár, þ. e. tímabilið 1. septemb er 1965 til 1. júní 1966. Styrkur inn nemur 700 norskum krónum á mánuði, og er ætlazt til að sú fjárhæð nægi fyrir fæði og hús næði, en auk þes greiðast 400 norskar krónur vegna bókakaupa o. fl. Umisækjendur sikulu vera á aldr inum 20—30 ára oig hafa stundað nám a. m. k. tvö ár við Hástóla ísland-s eða annan háskóla utan Noregs. Þá ganga þeir fyrir um styrkveitingu, sem ætla að leggja stund á námsgreinar, er einkum varða Noreg svo sem norska tungu, bókmenntir, réttarfar, sögu Noregs, norska þjóðmenningar- og þjóðminjafræði, dýra- grasa- og jarðfræði Noregs, kynna sér norskt atvinnulíf o. s. fv. Þeir, sem kynnu að hafa hug á að hljóta styrk þennan, sendi menntamálaráðuneytinu uimsókn fyrir 15. febrúar 1965 ásamt afrit um prófskírteina og meðmælum. Umsóknareyðublöð fást í ráðu- neytinu og hjá sendiráðum ís- lands erlendis. Menntamálaráðuneytið, 15. des. 1964. altarisdúkur úr hör, gerður af Gýðu Sigurðardóttur, tveir Ijósa- stjakar úr kopar, mjög vandaðir. Auk þess tólf altarískerti úr bezta fáanlega bíflugnavaxi og skinn- mappa með mynd af kirkjunni þrykkta í skinnið og inniheldur ávarp og gjafabréf með skrá yfir munina. Er mappan gerð af Ragnhildi Briem Ólafsdóttur. Vill sóknar- nefndin færa gefendum innileg- asta þakklæti fyrir þessar höfð- inglegu gjafir og ræktarsemi við sína gömlu sóknarkirkju. Þá hefur verið stofnaður sjóð- ur til kaupa á nýju orgeli í kirkj- una. Er sjóðurinn stofnaður til heiðurs Bjarna Bjarnasyni á Skáney á áttræðisafmæli hans 30. i sept. s.l. Hefur Bjarni verið organ-i isti við Reykholtskirkju frá byrj-l un þessarar aldar. Stofnendur I sjóðsins eru kirkjukór Reykholts- kirkju, sóknamefnd Reykholts- sóknar, kvenfélag Reykdæla, íbú- ar sveitarinnar og aðrir vinir Bjarna, er vildu votta honum þakklæti fyrir vel unnin störf í þágu söngmála sveitarinnar. Tillögum í sjóðinn veitir mót- töku síra Einar Guðnason, Reyk- holti og sóknamefnd Reykholts- sóknar. Myndln er af gjöfunum til Reyk holtskirkju. J0LASYNING 6 LISTA- GB-Reykjaví!k, 23. desemeber. Málverkasýning með myndum eftir sex listamenn, búsetta í Kópavogi verður haldin i salar- kynnum Bókasafns Kópavogs um . jólin, en listamennirnir eru Barb- ara Árnason, Magnús Á. Ámason, Benedikt Gunnarsson, Hafsteinn Austmann Hrólfur Sigurðsson og Sigurður Sigurðsson. Tildrög þessarar sýningar eru þau að ritstjórn bókasafns Kópavogs bauð aldursforseta myndlistar- manna í kaupstaðnum að halda jólasýningu í safninu. Tók hann boðinu og valdi með sér ofan- nefnda listamenn, og verða nú sýnd sex verk eftir hvern þeirra. Sýningin verður opnuð á annan í jólum og lýkur á nýársdag. Hún verður opin daglega kl. 2—10 síi degis, nema á gamlársdag kl. I —6. Bókasafnið er í Félagshein ilinu, gengið inn um dymar sum an við bíódyrnar. Jólagleði og barna- skemmtun stódenta 2. STOFNA TONUSTARFE- LAG í SKAGAFIRÐI í september s. 1. var stofnað Tónlistarfélag Skagafjarðar. For göngumenn að stofnun þess voru ýmsir áhugamenn um tónlistar- mál, bæði af Sauðárkróki og úr Skagafjarðasýslu. Markmið félagsins er fyrst og fremst að stofna og reka tón- listarskóla og vinna að því að glæða áhuga fyrir tónmennt í hér aðinu. Unnið er að því að safna ^latrésfagnaður Framsóknarfélag ^nna í Pf>v!< iavík Framsóknarfélögin i Reykja- vík halda jólatrésfagnað sinn í Glaumbæ 3. janúar n. k. Að- göngumiða má panta i sima 1-55- 64 eða i Tjarnargötu 26, þar sem þeir eru einnig til sölu. félögum og virðist áhugi vera almennur. Ákveðið hefur verið að þeir sem ganga í Tónlistarfélagið fyrir n. k. árarnót sikuli teljast stofnendur. Tónlistarskóli á vegum félags ins telour til starfa á Sauðárkróki upp úr áramótunum og eru þeg ar skráðir allmargir nemendur. Skólastjóri verður Eyþór Stefáns son, tónskáld en aðalkennari við skólann, frú Eva Snæbjörndóttir Kvenfélag Sauðárkróks hefur fært hinu nýstofnaða Tónlistarfé- lagi að gjöf 10 þús. krónur og heitið stuðningi sínum á næstu árum. Jafnframt hefur Skaga- fjarðasýsla styrkt skólastofnunina með 20 þús. kr framlagi, og gert er ráð fyrir að Sauðárkróksbær leggi fram hliðstæða upphæð í sama augnamiði. Stjórn Tónlistarfélagsins er skipuð þessum mönnum: Ólafur Stefánsson, Eyþór Stef- ánsson og Jón Karlsson, Sauðár- króki, Magnús Gíslason, Frosta- stöðum og Jón Björnsson. Haf- steinsstöðuim. Gjafabók AB Gjafabók AB, sem venju- lega kemur út fyrir jól, kemst ekki til félaga AB að þessu sinni á tilætl- uðum tíma vegna ófyrirsjá anlegra tafa í bókbandi. Hins vegar verður séð um, að bókinni verði dreift fyrir áramót. í jólum Um þessar mundir eru stúdent ar að hefja fjársöfnun í þeim til gangi að standa straum af kostn aði við fyrirhuigað stúdentaheim ili, sem rísa mun við Gamla-Garð. Set hefur verið á laggirnar nefnt til þess að afla fjár til heirn ilisins, og mun nefndin efna til dansleiks í Sigtúni annan í jólum. Þá mun Stúdentaráð efna til barnaskemimtunar að Gamla-Garði annan í jólum. Skemmtunin verð ur milli kl. 3 og 5 og munu þá hin ir frægu jólasveinar Giljagaur og Gáttaþefur koma í heimsókn og ganga í kring um jólatréð með börnunum. Aðalfundur ^manns Aðalfudnur Glímufélagsins Ár- mann verður haldinn 28. desember n. k. í Félagsheimilinu við Sig- tún. Fundurinn hefst kl. 21.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf. Stjórnin.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.