Tíminn - 24.12.1964, Page 13
mmmm
„KOMIN ERU JÓLIN
Komin eru jólin, sem Jesús
fæddist á.
Ég hef heyrt og lesið hann
elski börnin smá.
Ég skal alltaf reyna að lifa
líkt og hann.
Lýsa hverri sálu, og hryggja ei
nokkurn mann.
Þegar jólin koma, finnst mér
alltaf þessi jólasöngur bernsku-
heimilis míns óma í vitund minni
með fallegri hljómmikilli rödd
fóstru minnar, sem átti í mín-
um eyrum einhvern engilskæran
tón. sem ekkert annað í tónlist
heimsins mun jafnast á við. En
þannig er einnig um jól bernsk-
unnar. engin jóladýrð kemst þar
nærri, þótt allar götur og háhýsi
ljómi af skrautljósum. Það er eitt
hvað í ætt við eilífðina eina ein-
staklingsbundið og persónulegt í
hverju hjarta. sem enn kann að
finna til.
Komin eru jólin. Eins og dýrð-
legur helgidómur með geislum
stráðum gluggum eru þau fram
undan í skammdegismyrkrum vetr
arins. Við stöndum við hliðið
þessa síðustu helgi í aðventu.
En það er svipað með jólin
og muste -ið, helgidóminn í Jerúsa
lem forðum. Þau eru þrískipt:
fyrst er forgarður, þá hið heilaga
og síðast hið allra helgasta. Sum-
ir komast aðeins í forgarðinn, þar
gerist allur jólaundirbúningurinn
Þar hefur verið allt í önnum með
ysi og þysi aldarfars og auglýs-
inga. Allt er fágað og hreinsað.
Jólagjafir eru upphugsaðar, útbún
ar og sendar til að vekja undrun
og fögnuð. Nú er allt tilbúið.
Ljósin glitra. Börnin brosa. Allir
eru svo góðir, fallegir og glaðir.
En samt erum við aðeins, forgarð-
urinn. Höldum áfram inn í hið
heilaga. Þar heyrum við jólaguð-
spjallið, jólasálmana, jólabæn, það
sem skapar mótar og helgar þessa
hátíð.
Og svo jólagjafir, jólaljós, veizlu
borð alsett krásum og skreytt með
blómum og ljósum, stofan í öllu
sínu skarti, heimilið ilmandi af
hreinleika og dýrð, jólaleikir, jóla
stemmning, jólaskap.
Og svo þurfum við ofurlitla jóla
helgi. Kyrrð, frið og hvíld eftir
allt amstrið, hlaupin og spennuna.
Og eitt sem er enn þá betra jóla-
frið.
Framhald á 15. síðu.