Tíminn - 24.12.1964, Side 15
F5iHVtTUDAGUR 24. desember 1964
TÍMINN
15
Kl
Maríuerlan sem verpir í
Dómkirkjuturninum er að lík-
um sá fugl, sem á virðulegasta
hreiðurstað á íslandi. Hún
verpir á hverju sumri inni á
bita undir turnþakinu. Staður-
inn virðist fullkomlega örugg-
ur.
Efsti hluti turnsins hefur
ekkert að geyma nema þetta
fuglshreiður og möndlana, sem
snúa vísum klukkunnar. Þeir
liggja í kross yfir gólfið, en
strengirnir sem hreyfa þá eru
felldir inn í stokk, sem liggur
að gangverkinu, neðst í turn-
inum.
Klukkunni ber ekki saman
við sjálfa sig, hún sýnir eitt
í austur og annað í vestur, og
skífurnar sem snúa suður og
norður greinir einnig á um
tímann. Sumum kann að virð-
ast þetta ljóður á einni klukku.
en öðrum kostur, að minnsta
kosti eins konar vísbending.
Skylt er að geta þess, að lítið
ber á milli.
Þar fyrir neðan eru sjáif
ar kirkjuklukkurnar, sem kalla
til tíða. Þær eru tvær, önnur
frá 1777, og þar er mynd
Friðriks konungs VII af Guðs
Náð steypt í eirinn, prófíll
nettmennis með hárkollu og
rykkilín um hálsinn. Þetta eru
litlar klukkur. Kirkjuvörður
inn opnar' lúgur á turnveggj-
unum svo Reykvíkingar heyri
þegar hann hringir, en dóm-
kirkjuvörðurinn er sjálfur
hringjari og hefur einnig með-
hjálparastarfið m_eð höndum.
. Hann heitir Ólafur Guð-
mundsson, ungur maður frá
Drumboddsstöðum í Bisk-
upstungum. Stöðu sinni sem
dómkirkjuvörður hefur hann
gengt í hálft fjórða ár, áður
var hann verzlunarmaður.
Við spurðum Ólaf hvort
hann hefði kannski verið með-
hjálpari i Tungunum, en svo
Klukkur Dómkirkjunnar.
— Ég var ekki einu sinni
kirkjurækinn, sagði hann.
Aðspurður hvort hann væri
það nú af praktískum ástæð-
um svaraði hann stutt og lag-
gott, að starfið byði sér að
vera kirkjurækinn.
— É_g sá betta starf auglýst,
sagði Ólafur, og var svo hepp-
inn að fá það. Heppinn segi ég
vegna þess, að mér líkar þetta
að mörgu leyti vel, en ekki
veit ég hvort ég verð jafn gam
all í hettunni og fyrirrennari
minn, kirkjuvörður skömmu á
undan mér. Hann gegndi i
fjörutíu ár.
— Hvað heyrir undir kirkju
vörðinn?
— Að sjá um daglegan
rekstur kirkjunnar, hreinsa
kirkjuna og gæta þess að allt
sé í röð og reglu, þegar at-
höfn byrjar. Ég þvæ og ryk-
suga, útvega, hringi og með-
hjálpa. Það er verkahringur
inn.
— Er þetta mikil vinna?
— Þetta er nægjanlega mik-
il vinna þótt hún sé ekki
ströng dags daglega. Ég hef
í nóg að horfa þá daga, sem
nú fara í hönd. Þá verð ég
gestur heima hér mér. Sama
er á páskunum og þegar ferm-
ingar standa yfir.
Og nú komum við að þvi,
sem hlýtur að vera umdeilan-
legt varðandi framkvæmd á
starfsemi hinnar virðulegu
Dómkirkju, en það er raf-
magnshringingin. Hún er vissu-
iega þægileg fyrir kirkjuvörð
og hringjara, sem þarf aðeins
að styðja á hnapp og þá taka
klukkurnar að hringja. Varð-
andi klukknahljóminn gerir
þetta kannski engan mun, og
auk þess má telja víst, að
einhverjar góðar manneskjur
séu hreytknar af því, að hafa
innleitt rafmagnshringingu í
Dómkirkjuna. Hins vegar má
gera ráð fyrir, að einhverjum
finnist nokkur munur á þeirri
vitneskju, að klukka sé hreyfð
af hendi, sem tekur í streng-
inn, og hinni, að hreyfingin
gerist með 220 volta riðstraum.
Ólafur GuSmundsson, kirkjuvörður, skreytir jólatréð.
Þetta er semsé spurning um
ekta eða óekta hringingu, eða
hvort ný aðferð jafngildi hinni
fyrri. Öldum saman hefur starf
hringjara verið sérstakt, og
með vissri áherzlu í vitund
manna. Má minna á, að ein
frægasta sögupersóna heims-
bókmenntanna hafði það með
höndum. Undirritaður hlust-
aði einu sinni á klukknahring-
ingu í Pisa, og horfði á hringj-
arann taka til hendinni, og
hvílík einbeitni, öryggi og
ábyrgðartilfinning, sem við
blasti í atferli þess manns.
En nóg um það. — Við Ólaf-
ur kirkjuvörður ræddum hring-
ingarmálið af fyllsta hlutleysi.
Sjálft kirkjuloftið hefur nú
verið tæmt af bókum og skjól-
um Hins 'íslenzka bókmennta-
félags. Þar á að innrétta fél-
agsheimili Dómkirkjusafnað-
arins, sagði kirkjuvörður. En
hilluförin á veggjunum minna
á það, sem áður var á þessu
lofti. Þau minna á starf Matt-
híasar Þórðarsonar, og þarna
leynist enn einn og annar
hlutur, sem Matthias hafði hjá
sér. Á þessu gamla kirkjulofti
var áður Stiftbókasafnið og
Forngripasafnið. Nú er það
annarlega tómt, líkt og strokk-
ur sem búið er að rífa inn-
an úr.
— Mér varð undarlega inn-
anbrjósts, þegar ég kom hér
fyrst og skoðaði safnið, mér
fannst ég hverfa frá nútíðinni.
—BÓ.
„KOMIN ERU JÓLIN"
Framhald af 13. síðu.
„Hvert fátækt hreysi höll nú er,
því guð er sjálfur gestur hér“.
En samt er enn ekki komið hið
allra helgasta í musteri jólanna.
Við verðum að reyna að kom-
ast þangað. Til þess var raunar
allt erfiðið og undirbúningurinn.
Og nú mætti búast við að það væri
kirkjan. En þótt hún geti áreiðan-
lega hjálpað til að ná inn í hið
allra helgasta, þá tilheyrir hún að
eins hinu heilaga, er ekki annað
en þrep á leiðinni. En allt, sem
enn er nefnt eru aðeins ytri hlut-
ir hins áþreifanlega. En hið allra
helgasta gjörist og mótast í okk-
ar eigin hjarta.
„Hjarta vort að helgidómi
hann vill gjöra og búa þar,“
Syngjum við í fyrsta aðventu-
sálminum. Allt, sem gerist í for-
garð: jólanna, allt, sem gerist i
hinum heilaga með sálmum, söng-
um orðum og ljósum getur verið
einskis virði, ef það snertir ekki
tilfinningar okkar, gerir okkur
ekki ofurlítið göfgari og betri, gef
ur okkur hjartafrið. Þá fyrst eign
umst við raunverulega jólagleði.
Og þá getur eitt augnablik helgað
af himinsins náð orðið að ævi-
langri og ævarandi jólabirtu, sem
gefur öllum komandi dögum eitt-
hvað af ljósi og varma.
Þannig gerist undur jólanna í
helgidómi mannlegs hjarta. En
því getur enginn lýst með orðum,
tæpast með tónum. Það er eins og
að hafa komið til Kirkjuhvols í
ævintýrum goðsagnanna og
verða aldrei samur og áður alla
stund.
Kannski getur aðeins barnið,
barnslundin komizt inn í þetta
allra helgasta jólanna.
Var það ekki einmitt það, sem
jólabarnið sjálft átti við, þegar
það sagði:
„Nema þið snúið við og verðið
eins og börn, komizt þið alls ekki
inn í himnaríki“.
Síðasta guðsþjónustan fyrir jól
var í gamla daga kölluð jólabæn.
Væri ekki ágætt að muna, að
án hennar verða jólin aðeins í
forgarðinum eða hinu heilaga.
Koman í hið allra helgasta með
hjartafriði og himnadýrð er dð-
eins bænheyrsla náðargjöf, sem ég
vona og bið að sem flestum veit-
ist á komandi jólum.
Þar og aðeins þar verða jólin í
sannleika: Gleðileg jól. Og ómar
frá bernskujólum fylgja þér, hvar
sem þú ferð:
Ég skal alltaf reyna að lifa líkt og
hann.
Lýsa hverri sálu og hryggja ei
nokkurn mann.“
Árelíus Níelsson.
r\ /i/^NNrr^x r^n
SKARTGRIPIR
trúlofunarhrlngar
Hverfisgötu 16
Simi 21355
Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur
JOLATRÉSSKEMMTUN
verður haldin í Lídó laugardaginn 2. janúar 1965,
og hefst kl. 3 s.d.
Sala aðgöngumiða hefst í skrifstofu V.R., Vonar-
stræti 4, þriðjudaginn 29. des. Tekið á móti pönt-
unum í síma 15-2-93.
Trygglngar á vörum I flutnlngi SXIPATRYGGINGAR
Trygglngar á elgum skipverja
Ahafnaslysatrygglngar
Abyrgðartrygglngar
Veiiafæratrygglngar
Aflatrygglngar
henfar ylur
Helmlstrygglng
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRS
LINOARGATA 9 REYKJAVlZ SlMI 21260 SlMNEFNIiSUðEIY