Tíminn - 24.12.1964, Síða 17
FIMMTUDAGUR 24. desember 1964
TÍMINN
YFIR ALDA HAF
Sigurður Ólason.
Bókaútgáfan Hildur.
Ég hef ætíð lesið með athygli,
þætti þá, sem Sigurður Ólason hef
ur ritað í þlöð og tímarit um þjóð
leg eða söguleg efni. Ber það
einkum til, að Sigurður er
skemmtilega ritfær, þegar bezt
lætur, og hann leitast við að sýna
nýjar hliðar á söguefni sínu, reng-
ir jafnvel á stundum söguskoð-
un, sem hefur löngu unnið sér
hefð. Hann er líka duglegur leit-
andi og oft fundvís á nýjar heim-
ildir, sem hann gerir sér mikið úr.
Sigurður hefur nú sett nokkra
þ-’-tti sína saman í bók og nefnir
íir ald<a haf — greinar um sögu-
leg og þjóðleg fræði.“ Hann birtir
meira að segja ýmsar myndir
með af gripum og sögustöðum, og
er fengur að því. Bókin er vönd-
uð vel. Ef til vill mætti segja, að
nafn bókarinnar sé heldur upphaf
ið og yfirlætismikið heiti á greina-
safni af þessu tagi, þar sem höf-
undur veltir fyrir sér hlutunum á
alþýðlegan hátt.
Sigurður segir í formála,_ að
margir þessara þátta hafi áður
birzt í blöðum og tímaritum, en
síðar hafi hann aukið við þá flesta
og jafnvel umskrifað þá. Ennfrem
ur séu í bókinni nokkrar nýjar
greinar. Hann varar menn líka við
því að líta á greinar þessar sem
sagnfræði, heldur fremur sem fróð
leikssamtíning eða létt lesefni fyr-
ir þá, sem ánægju hafa af sögu-
legum fróðleik.
Fyrsti þátturinn í bókinni heit-
ir Hellisbúinn í Hnappadalshraun
um. Er það rætt fram og aftur
um Aron Hjörleifsson, kunnan
kappa frá Sturlungaöld, en tilefni
greinarinnar er raunar það, að í
nýfundnum hellum í Gullborgar-
hrauni vestur í Hnappadal eru
grjóthleðslur, sem vel mega vera
frá 13. öld, og rennir Sigurður
stoðum undir það í þætti þessum,
að þarna hafi Aron verið að verki
eða einhverjir hjálparmenn hans.
Er gaman að þessum hugleiðing-
um, og ekki ólíklega til getið, að
eitt hæli Arons sé þarna fundið,
þó að mörg sé holan í Hnappa-
dalshraunum, og röksemdir Sig-
urðar ekki ótvíræðar.
Annar þáttur heitir Óhrjáleg af-
drif íslandsjarls. Er þar sagt frá
Auðuni hestakorni Hugleikssyni,
sem á að hafa verið íslandsjarl.
Er þessi málaþáttur allforvitnileg-
ur, þó að margt sé þar myrkri hul-
ið.
Næst víkur Sigurður að Grundar
stólnum, sem frægur er í Þjóð-
minjasafni að skrauti og fegurð.
Er saga þessa grips, svo og fólks-
ins sem átti hann, einkum þeirra
systkina Þórunnar og Ara-lög-
manns sögð skemmtilega.
Dómsmorð á Öxarárþingi heitir
næsti kafli, og er þar fjallað um
mál Þórdisar Halldórsdóttur frá
Sólheimum í Sæmundarhlíð, en
það er hið sama mál og skáldsaga
Jóns Björnssonar, Jómfrú Þórdís,
snýst um. Er gaman að hafa þenn-
an þátt til hliðsjónar við söguna.
Þá kernur þáttur um erfða-
hyllinguna í Kópavogi. Par bregð
ur Sigurður á þann leik að færa
að því ýmsar líkur, að sá atburð-
ur sé allmjög rangfærður í sög-
unni, og hermannahótun konungs-
fulltrúa og framganga íslendinga
sé að miklu leyti hugarburður og
tilbúningur síðari tíma. Tínir Sig-
urður ýmislegt til, en það er ekki
allt sannfærandi. Þáttur þessi er
þó mjög ítarlegur og að honum
töluverður fengur. Væri raun-
ar nauðsyn, að saga Kópavogsfund
ar væri rannsökuð og skrifuð af
sagnfræðingi. Heimildir um fund-
inn eru á reiki, allmjög dreifðar
og ber ekki ætíð saman. Þarna
þyrfti góð rannsókn að koma til,
því að hér er um merkilegan at-
burð þjóðarsögunnar að ræða.
Bræðratungumál heitir næsti
þáttur. Þar er fjallað um fólk það,
sem kemur fram í sögu Kiljans,
þau Árna Magnússon, Magn-
ús í Bræðratungu og Þórdísi
konu hans —- Snæfríði íslands-
sól.
Þá kemur þáttur, sem heitir
Undarlegur arfleiðslugjörningur,
og er þar átt við erfðaskrá Árna
Magnússonar. Þar er drepið á sitt
hvað, sem er harla forvitnilegt um
það, hvernig erfðaskrá Árna hefur
orðið til, og hníga ýmis rök að
því, að þar sé ekki allt skráð með
fullum vilja hans og vitund.
Sunnefumálin eru fræg og hafa
löngum þótt forvitnileg, og þau
lætur Sigurður að sjálfsögðu ekki
fram hjá sér fara.
Þarfur og skemmtilegur þáttur
er um skírnarfont Thorvaldsens í
Dómkirkjunni, og er sannarlega
gaman að kynnast þeirri sögu, sem
virðist rituð af góðri nákvæmni.
Loks er svo þátturinn Leyndar-
dómur eirkatlanna í Rauðamels-
hrauni, þessir eirkatlar fundust
fyrir nokkrum árum, og þeir hafa
hreyft við ímyndunarafli Sigurðar
sem vænta mátti. Leiðir hann
nú að því allmiklar líkur, að grip-
ir þessir séu úr búi þeirra frægu
mæðgina, Sigríðar Hákonardóttur
og Odds lögmanns Sigurðssonar,
og hafi þeim verið borgið í heila
undan eignatöku þeirra manna,
sem lögðu Odd í einelti.
Auðséð er, að Sigurður hefur
mikið yndi af sögugrúski, er at-
hugull vel og fundvís, en hefur þó
mest gaman af að vefja og tengja
saman þræði. Tekst honum þetta
oft vel, þótt augljóst sé, að ímynd-
unaraflið hljóti stundum að
hlaupa með slíjran mann í gönur.
Hið versta er ef til vill það, að
Sigurði hættir til að mynda sér
17
Síðara bindi Rém-
verjasögu Durants
Slgurður Ólason.
skoðun um ákveðin tengsl fyrir
fram og beitir sér síðan fast að
því að renna stoðum undir þetta.
Við þetta er hann að sjálfsögðu
kænn eins og góðum málfærsl-
manni ber. En þetta getur venð
hættulegt, og menn verða ætíð að
gjalda varhug við slíkum tilraun-
um, einkum er í hlut á maður,
sem er ritfær og glöggur, svo að
allt er sem trúlegast á yfirborði.
En Sigurður varar menn ein-
mitt við þessu í upphafi eins og
áður segir. Hann hefur ritað
skemmtilega þætti og grafið margt
úr gleymsku. Hann vekur áhuga
lesandans fyrir sögu og leiðir
hann sjálfan til athugunar og hug-
leiðinga. Það er líka hættulegt
að einblína um of á söguna, eins
og fræðimenn hafa ritað hana og
telja hana óhagganlega. Bók Sig-
urðar béndir mönnum einimitt á
hvernig saga skuli lesin — með
íhygli og sjálfstæðu mati.
-AK.
Fyrir skömmu er út komið síð-
ara bindi af Rómaveldi eftir Will
Durant á vegum Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs í þýðingu Jónasar
Kristjánssonar, magisters. Fyrra
j bindið kom út í fyrra og hlaut þá
i hina beztu dóma og afbragðsvið-
tökur. Vakti þýðingin sérstaka at-
hygli. Mannkynssaga Will Durant
er viðurkennt ágætisverk. Þetta
síðara bindi af sögu Rómaveldis
er öllu stærra en hið fyrra, enda
fylgir því ítarleg nafnaskrá.
Fyrsti þáttur þessa bindis fjall-
ar um síðari keisaraaldir og fyrsti
kafli hans um rómverska list, ann-
ar kallast Munaðaröldin, og er um
óhófslíf þjóðarinnar á þessutn
tíma. Þriðji kaflinn heitir róm-
versk lög, og hinn fjórði Heimspek
ingar á keisarastóli, hinn fimmti
Mannlíf og menntir á ánnarri öld.
Annar þáttur bindisins nefnist
HeimsrMð, og er fyrsti kafli hans
um Ítalíu, annar um Grikkland
hið rómverska, þriðji um endur-
reisn hellenismans, fjórði um Róm
og Gyðingaland.
Þriðji hlutinn heitir Árdegi krist
indómsins, og er þar rætt í all-
mörgum köflum kenningar Krists
og sögð baráttusaga hinna fyrstu
kristnu manna. Loks lýkur bindinu
með hruni keisararíkisins. Margt
ágætra mynda er í ritinu, sem er á
fimimta hundrað blaðsíður, einnig
kort af Rómaveldi.
Útgáfan öll er mjög vönduð og
stórmyndarleg. Munu margir von-
ast til þess, að Menningarsjóður
j hætti ekki útgáfu sögu Durants
: við svo búið. Mestan hug munu
ímenn nú hafa á því að fá á ís-
■ • ■ ■ '
S"'1 -. * *•
Messur um jólln
Jónas Kristjánsson
lenzku þau bindi, sem fjalla um
Grikki.
I ÆVINTÝRI
Framhald af bls. 19.
: Arnar Jónsson (Ejbæk stúdent),
Pétur Einarsson (Herlöv stúdent)
| og Karl Sigurðsson (Pétur
i bóndi). Undirleik á píanó annast
1 til skiptis á sýningum Guðrún
j Kristinsdóttir og Máni Sigurjóns-
I son. Leiktjöld hefur Steinþór Sig-
urðsson gert.
Leikskrá kemur nú út í afmæl-
isbúningi, hún verður sextíu ára
á jólum í ár, kom fyrst út á jól-
unum 1904, þegar jólaleikritið var
John Storm, sem enska sagna-
skáldið Hall Caine samdi upp úr
samnefndri skáldsögu sinni sér-
staklega fyrir Leikfélag Reykja-
víkur í þakklætisskyni fyrir góðar
viðtökur er hann fékk í íslands-
heimsókn þá fyrir nokkru.
Kópavogskirkja. Aðfangadagur
aftansöngur kl. 11. —Jóladagur
messa kl. 2. — 2. jóladagur messa
kl. 2. Nýjahælið kl. 3.30 sr. Gunn-
ar Árnason.
Langholtsprestakall. Aðfanga-
dagur aftansöngur kl. 6, sr. Árelí-
us Níelsson. — Jóladagur barna-
guðþjónusta kl. 10.30, Árelíus
Níelsson — Hátíðarmessa kl. 2,
sr. Sigurður Haukur Guðjónsson.
— 2. jóladagur messa kl. 2 ,sr.
Sigurður Haukur Guðjónsson,
skímarmessa kl. 3.30, sr. Árelíus
Níelsson, 3. jóladag, jólagleði fyr-
ir eldra fólk, kl. 2.
Bústaðarprestakall. — Að-
fangadagur, aftansöngur í Réttar-
holtsskóla kl. 6. Jóladagur, guð-
þjónusta kl. 2, 2. jóladagur, bama
samkoma í Réttarholtsskóla kl.
10.30. Bamasamkoma í Félags-
heimili Fáks kl. 11, sr Ólafur
Skúlason.
Laugameskirkja. — Aðfanga-
dagskvöld, aftansöngur kl. 6. Jóla-
dagur, messa kl. 2.30 e.h., 2 jóla-
dagur, messa kl. 2 eh., sunnudag-
ur 3. í jóluim. Bamaguðþjónusta
kl. 10.15, sr. Garðar Svavarsson.
Grensásprestakall. — Aðfanga-
dagur, aftansöngur kl. 6. Jóladag-
ur, hátíðamessa kl. 2, séra Felix
Ólafsson.
Kirkja Óháðasafnaðarins. — Að
fangadagur, aftansöngur kl. 6.
Jóladagur, hátíðarmessa kl. 3 e.h„
sr. Emil Björnsson.
Hafnarfjarðarkirkja. — Að-
fangadagur, aftansöngur kl. 6.
Jóladagur, messa kl. 2. Þriðjudag-
inn 29. des., jólasöngvar kl. 8.30,
kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju og
'kirkjukór FrMrkjusafnaðarins
syngja.
Bessastaðakirkja. — Jóladagur,
messa kl. 4.
Kálfatjarnarkirkja. — Jóladag-
ur, messa kl. 11.00.
Sólvangur. — 2. jóladag, messa
kl. 1.00, sr. Garðar Þorsteinsson.
Barnaskóli Garðahrepps. — Að
fangadagskvöld, aftansöngur kl.
6, sr. Bragi Friðriksson.
Iláteigsprestakall. í hátíðarsal
Sjómannaskólans. — Aðfangadag
ur, aftansöngur kl. 6, sr. Arngrím-
ur Jónsson. Jóladag, messa kl. 2
sr. Jón Þorvarðsson, 2. jóladag
messa kl. 11, sr. Arngrímur Jóns
son, sunnudaginn 27. des., barna
guðþjónusta kl. 11, sr. Jón Þor
varðsson.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Að-
fangadagur, aftansöngur kl. 6.
Jóladag messa kl. 2, 2. jóladagur
barnaguðþjónusta kl. 2, sr. Krist-
inn Stefánsson.
Fríkirkjan í Reykjavík. Að-
fangadagur, aftansöngur kl. 6.
Jóladagur, messa kl. 2, 2. jóla-
dag, bamaguðþj'ónusta kl. 2, sr.
Þorsteinn Björnsson.
Dómkirkjan. Aðfangadagur aft-
ansöngur kl. 6, sr. Óskar J. Þor-
láksson Miðnæturmessa kl. 23.30,
biskupinn hr. Sigurbjörn Einars-
son. Jóladagur, messa kl. 11, sr.
Jón Auðuns. Dönsk messa kl. 2,
sr. Bjarni Jónsson, messa kl. 5,
sr. Óskar J. Þorláksson, 2. jóladag,
messa kl. 11, sr. Óskar J. Þorláks-
son, 3. jóladag, sunnudagur
messa kl. 11, sr. Jón Auðuns.
Guðþjónusta í Dómkirkjunni á
jólanótt 1964, kl. 23.30, biskup-
inn prédikar og þjónar fyrir alt-
ari ásamt sr. Óskari J. Þorláks-
syni og Ingólfi Ástmarssyni. Guð-
fræðinemar syngja undir stjóm
dr. Róberts A. Ottóssonar. Jóla
sðngvar sr. Hjalti Guðmundsson,
við orgelið dr. Páll ísólfsson. Ljós
berar, Rúnar Valur Sigurðsson
og skátaflokkur hans, organleikur
hefst kl.23.10. dr. Páll ísólfsson
leikur jólalög þar til guðþjónusta
hefst kl. 23.20.
Aðventkirkjan. Aðfangadagur,
aftansöngur kl. 6. Jóladagur, guð-
þjónusta kl. 5., séra Júlíus Guð-
mundsson.
Reynivallaprestakall. Messað að
Reynivölluim á jóladag kl. 2 e. h.
messað að Saurbæ, 2. jóladag, kl.
2. sr. Kristján Bjamason.
Elliheimilið. Aðfangadagur, aft
ansöngur kl. 6. Heimilisprestur-
inn. Jóladag, messa kl. 10 ár-
degis, sr. Magnús Runólfsson, 2.
jóladag, messa kl. 10 árdegis sr.
Hjalti Guðmundsson, sunnudagur,
3. jóladag, messa kl. 11 árdegis
útvarpsmessa. Heimilispresturinn
prédikar, sr Hjalti Guðmundsson
annast altarisþjónustu og kirkju-
kór Grensássóknar annast söng,
undir stjórn Gústafs Jóhannsson-
ar.
Mosfellsprestakall. Jóladagur,
messað að Lágafelli kl. 2., messað
að Árbæ kl. 4, 2. jóladag, messað
að Brautarholti kl. 2, sr. Bjarni
Sigurðsson.
Hallgrímskirkja. Aðfangadag-
ur, aftansöngur kl. 6, sr. Jakob
Jónsson. Jóladagur, messa kl. 11,
sr. Sigurjón Þ. Árnason, messa
kl. 2, dr. Sigurbjörn Einarsson
biskup, 2 jóladag, messa kl 11
sr. Jakob Jónsson, 3. jóladag,
messa kl. 11, sr. Sigurjón Þ. Áma-
son.
Ásprestakall. — Jóladagur há-
tíðarmessa í Laugarásbíói kl. 2.30,
2. jóladag bamaguðsþjónusta kl.
11 f. h. (ath. Breyttan messu tíma).
sr Grímur Grímsson.
Neskirkja. — Aðfangadagur, aft
ansöngur kl. 6. Jóladagur, messa
kl. 11, 2. jóladag, messa kl. 2, sr.
Jón Thorarensen.
Neskirkja Aðfangadagur, mið-
næturmessa kl. 23.30, sr. Frank M.
Halldórson. Jóladagur, messa kl.
2., sr. Frank M. Halldórsson, 2.
jóladag, messa kl. 11, sr. Frank
M. Halldórsson, sunnudagur, 27.
des., barnasamkoma kl. 10, sr.
Frank M. Halldórsson. Lúðrasveit
drengja, leikur jólalög stjórnandi
Páll Pampichler Pálsson. Jóla
söngvar kl. 2., lögreglukór Reykja
víkur syngur, stjórnandi Páll Kr.
Pálsson, sr. Frank M. Halldórsson
les jólaguðspjöllin.
Víkurprestakall. — Aðfangadag
ur, aftansöngur í Víkurkirkju ki.
6. e.h. Jóladagur, messa í Skeið-
flatarkirkju kl. 2. e.h. Messa í
Víkurkirkju kl 5 eh 2 Jóladag,
messa í Reyniskirkju kl 2. e.h.
Messa í Sólheimakapellu kl. 4. e.h.
Sunnudagur, 27 des. Bamamessur
í öllum kirkjum prestakallsins.
Víkurkirkju kl. 5 e. h. 2. Jóladag,
Reyniskirkju, kl. 2. e.h. Skeið-
flatarkirkju kl. 4 e.. h. Sóknarprest
urinn