Tíminn - 24.12.1964, Síða 18

Tíminn - 24.12.1964, Síða 18
18 TMMiNN FIMMTUDAGUR 24 desember 1964 Eyðlmerkurbúarnlr mynda sig til árásar. Arabíu-Lawrence Arabíu-Lawrence heitir jóla- mynd Háskólabíós, heimsþekkt verðlaunakvikmynd, sem hlotið hefur hvorki meira né minna en 7 Oscar-verðlaun fyrir utan viður- kenningu frá 13 öðrum stofnun- um, sem fást við að dæma kvik- myndir. Þetta er bandarísk kvik- mynd, gerð af Columbia-Pictures, tekin í Technicolor og Super Pamavision 70. Leikstjóri er Da- vid Lean. Sýningartími myndar- innar er þrjár og hálf klukku-, stund, en margt, sem gerist á þeim tíma. Leikstjóri og framleið- andi eru hinir sömu og. gerðu myndina Brúin yfir Kwaifljótið, og helztu leikarar eru Alee Guin- enss, Peter O'Toole, sem leikur Arabíu Lawrence, Anthony Quinn og Jack Hawkins. Enginn kvenmaður kemur fram í mynd- inni. Arabíu-Lawrence var brezk- ur liðsforingi, sem í raun og veru var virkur þátttakandi í uppreisn Araba gegn Tyrkjum í fyrri heims styrjöldinni. Hann gerði allt til þess að sameina Araba og efla 'þá til baráttu, enda lifir nafn hans í frásögnum styrjaldarinnar, arfleifð brezka flughersins og þjóð sögum Araba. Óþarfi er að rekja efnisþráðinn nánar, en það mun verða ósvikin skemmtun að heim- sækja Háskólabíó á jólunum. Prudence í kvikmyndinni Ævintýri í Róm. Ævintýri; í Rdm Jólakvikmyndin í Laugarásbíói, Ævintýri í Róm, fjallar um ást- ina. Ástin er færð í léttan og gamansaman búning og aðalhlut- verkin leika, Troy Donahue, An- gie Dickinson, Rossano Brazzi og Suzanne Pleshette. Kvikmyndin, sem er bandarísk, er tekin á Ítalíu, gerð af Wamer Bros kvik- myndafélaginu. Aðalsöguhetjan, Prudence Bell vill gjaraan kynn- ast ástinni nánar, og því segir hún upp starfi sínu sem aðstoð- arbókavörður við stúlknaskóla í USA og fer til Ítalíu, þar sem allir vita allt um ástina, eða svo heldur hún. Á leiðinni til Ítalíu kynnist hún glæsilegum ítölskum heimsmanni, sem síðar reynist henni góður vinur. Hin raunveru- lega ást bíður hennar í Róm, þar sem hún kynnist ungum Banda- ríkjamanni, Don Porter, sem er að nema byggingarlist. Hann hef- ur verið liálftrúlofaður fallegri og léttlyndri leikkonu, en nú tekur Prudence sæti hennar. Nú ger- SKAUTA- DROTTNINGIN í Austurbæjarbíói er þýzk kvik- mynd á boðstólnum, Skauta- drottningin, tekin í litum og Cine mascope. Með aðalhlutverk mynd arinar fara þau Ina Bauer, meist- ari í skautahlupi og hinn heims- frægi ' skíðmaður, Toni Sailer, margfaldur Olympiumeistari. Enn fremur kemur Vínar-ísballettflokk urinn fram í myndinni. Inga, sem leikin er af Inu Bauer, dansar í skautahöll frænda síns, en í raun og veru langar hana til að leggja fyrir sig leiklist. Hún sækir tíma í leiklist og söng í laumi, en í skautahöllinni kynnist hún Hall- er, leikinn af Toni Sailer, sem stendur framarlega í ísknattleik. Haller vinnur jafnframt við stórt leikhús og lofar að útvega Inu stöðu þar. Fyrir misskilning er hún ráðin þangað og sá misskiln- ingur á eftir að hafa miklar af- leiðngar fyrir allar persónur mynd arinnar. Állt fer þó vel og áhorf- endur fá að sjá fallega skauta- Skautadrottningin, Ina Bauer, ásamt Toni Sailer. dansa og einnig snilli skíðaakpp- ans Sailer. Hayley Mills og Maurice Chevalier í Börn Grants skipstjóra. Börn Grants skipstjóra Gamla bíó sýnir jólamyndina, Börn Grants skipstjóra, og aðal- hlutverkin leika þau Maurice Chevalier og Hayley Mills, svo ekki eru leikendurnir af lakara taginu. Kvikmyndin börn Grants ist margt óvænt og á endanum flýr Prudence heim til Banda- ríkjanna, en þar bíður Don henn- ar á hafnarbakkanum. Laugarásbíó sýnir einnig jóla- mynd fyrir börn og hún heitir Lad, bezti vinurinn. Þetta er skemmtileg mynd, sem fjallar um litla stúlku og hund. Myndin er mjög viðburðarrík og sýnir vel, hve hundseðlið er tryggt. Aðal- hlutverk leika Péter Breck, Peggy McCay og Angela Cart- wright. Myndin er gerð af Warn- er Bros og er í litum. skipstjóra er gerð af Walt Disney eftir skáldsögu Jules Veme, In search og the Castaways. Var þetta einhver vinsælasta kvik- mynd síðasta árs í Bandaríkjun- um og þótti Walt Disney takast vel sem endranær. Chevalier fer með hlutverk prófessors Paganel, franska prófessorsins, sem ætíð virðist skemmta nér, hvað sem á gengur. Hayley Mills, er hin unga, enska stúlka, sem leitar um all- an heiminn að hinum týnda skip- stjóra, föður sínum. Aðrir leik- endur eru: George Sanders, sem leikur grimman sjóræningjahöfð- ingja, Wilfrid White, sem leik- ur brezkan ævintýramann, auk fjölda annarra, sem og langt yrði upp að telja. Eflaust munu all- ir geta skemmt sér í Gamla bíói yfir jólin

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.