Tíminn - 04.02.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.02.1965, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 4. febrúar 1965 3 TÍMINN t HEIMA OG HEIMAN Var Tippit lögreglumaður viðgluggann, þegar Kenn- edy forseti var myrtur? Ný kenning í svissnesku blaði um morðið á Kennedy forseta Veitingamaðurinn Jack Ruby situr í fangelsinu í Dallas. Milljónir sjónvarpsáhorfenda voru vitni að því, er hann myrti Lee Harvey Oswald, sem handtekinn hafði verið og sak- aður um morðið á Kennedy forseta. Það er sagt, að Ruby sé nú algjörlega geðbilaður, en það var hann ekki í sumar, þegar hann var yfirheyrður af Warren-nefndini. Skjölin um þá yfirheyrslu eru samtals 100 vélritaðar síður. New York Journal birti þessa yfirheyrslu í óleyfi 18.—20 ágúst í fyrra. Samkvæmt þessari yfir- heyrslu átti sér stað 14. nóvem- ber 1963 — eða viku fyrir morð Kennedys — fundur í næt urklúbbi Rubys. Þennan fund sóttu Ruby sjálfur. Tippit, lög regiumaður, (sem síðar var myrtur), og teppasali að nafni Weisman. Og auk þess, sagði Warren, var viss „olíumaður þama líka. „Hver var það?” spurði Ruby hissa. En Warren endurtók ekki spurninguna og ekkert var frekar skráð um það, að þessi fundur hefði raunverulega átt sér stað. Ruby sagði hins vegar, að Kennedy hefði fallið sem fórn ardýr samsæris, en í því sam- særi hefði hann ekki átt neinn þátt. Það, sem Ruby sagði frek ar um málið, má lesa í hinni útgefnu Warren-skýrslu um yfirheyrsluna. Þessar uplýsingar hafa ver- ið dregnar fram af þýzk-banda- ríska blaðamanninum Joaehim Joesten við svissneska blaðið Weltwoche. Joesten hefur gert sjálfstæðar rannsóknir í Dallas Þegar í upphafi rannsóknanna var áhugi hans vakinn á Tippit lögreglumanni. Joesten trúir því ekki, að það hafi verið Oswald, sem drap Tippit, — og heldur, að lögreglumaður hafi stungið skammbyssunni sem fannst á Oswald þegar hann var handtekinn í kvikmyndahús inu í vasa hans. New York Times hefur einnig bent á, að Tippit-málið sé veikasti hlekkur inn í skýrslu Warren-nefndar- innar. Hin athyglisverða spurning, sem Joesten spyr í grein sini um málið er þessi: Var það Tippit lögreglumaður, sem stóð við gluggann í bókageymslunni þegar Kennedy forseti var myrt ur þann 22. nóvember 1963? Howard L. Brennan, sem sá mann í glugganum, hefur sagt álit sitt um þunga, aldur og útlit, sem kemur betur heim við Tippit en Oswald. Spuming- in er því, hvort Tippit var við- riðinn samsæri. í Warren-skýrslunni er því slegið föstu, að Tippit hafi í frítíma sínum starfað í veit- ingastofu ,sem var í eigu öfga- samtakanna John Birch Society Það er fátítt, að bandarískir lögreglumenn gegni slíkum aukastörfum, en veitingamaður- inn hefur lýst því yfir, að hann hafi aldrei rætt um stjórnmál við Tippit. Joesten segir það undarlegt, að heilt ár skyldi líða áður en mynd af Tippit var birt í blöð- unum. Þegar myndin var birt, kom í ljós, að Tippit hafði sama ennislag og Oswald. Var það ástæðan fyrir því, að myndin var ekki birt fyrr? spyr han. Ennfremur bendir Joesten á vitnisburð lögreglumannsins Craig í Warren-skýrslunni: 15 mínútum eftir morðið sá hann mann hlaupa frá bókageymsl- unni í ljósan bíl, Rambler-stat- ion, í Elmstræti. Hér má bæta því við — Joesten gerir það ekki — að frú Roberts sá lög- reglubíl fyrir utan húsið, er Oswald var skamma stund inni á herbergi sínu kl. 1 þann 22. nóv. Bílstjórinn þeytti hornið nokkrum sinnum, og frú Roberts gætti að bílnúmerinu. Hún hélt, að númer hans hefði verið 106 eða 107. Lögreglubif- reið Tippits hafði númerið 10. Auðvitað getur Joesten ekki fært raunverulegar sönnur á það, að Tippit lögreglumaður hafi verið leigumorðingi. En skoðun hans er studd þeirri staðreynd, að Tippit var rutt úr vegi strax eftir morðið, — og þar var Oswald ekki að verki, telur hann. Reyndar telja mörg vitni, að það hafi verið Oswald, sem skaut Tippit, en hér ber Joesten fram spurn- ingu um, hvort ekki geti verið, að Oswald hafi átt tvífara. Mað ur, sem líktist Oswald mjög mikið, lét á sér b»» á mörgum stöðum í Dallas fyrir þann 22. nóvember, og einnig varð hans vart eftir morðið. Þessi maður notaði einnig nafn Oswalds, þegar hann keypti sér kíkis- miðun á riffil. í Warren-skýrslunni er sagt frá því, að 23. nóvember 1963 hafi ólaunaður aðstoðarmaður Jacks Rubys, Larry Craford, tekið sig up frá næturklúbbi Rubys og haldið til fjölskyldu sinnar í Michigan. Nokkrum dögum fyrir þessa ferð hafði hann skrifað bréf til systur sinnar, en hann hafði ekki póst- lagt bréfið, og það fannst seinna á herbergi hans. Warren nefndin hefur ekki fundið neitt athugavert við þetta bréf, né heldur ferðalag Crafords.. En Joesten telur, að þarna þurfi nánari athugunar við, vegna þess, að Craford var svo líkur RUBY Oswald, að hann gat verið tví- fari hans. Það furðulega er, að það hefur aldrei verið birt nein mynd af Craford opinberlega. Patterson kaupmaður í Dallas heldur því fram, að Oswald hafi komið ásamt Jack Ruby í verzlun sína þann 1. nóvember, en þann dag var Oswald í bóka- geymslunni. Það hlýtur að hafa verið Craford, sem var þá með Ruby. En Warren-nefndin hef- ur aldrei séð Craford, annars myndi hún strax hafa séð, hve nauðalikur hann er Oswald. Joesten gagnrýnir Warren- nefndina og segist ekki geta trúað því, að nefndin hafi ver- ið í góðri trú, er hún lýsti því yfir, að Oswald hefði staðið einn að morðinu á forsetanum. Tilvera tvífarans og áberandi framkoma hans á „leiksviðinu” kallast „frame up” í Ameríku og í þessu tilfelli átti hann að annast um sterkar líkur, sem bentu á Oswald. Joesten heldur að það hafi verið Tippit lög- reglumaður, sem skotið hafi forsetann og að það hafi verið Craford, sem skaut Tippit, og Ruby, sem hafi verið í fjár- hagskröggum, hafi verið mút- að til að skjóta Oswald. En þessi kenning hefur sína van- kanta einnig. Hvernig á að skýra þá staðreynd, að Oswald tók byssu sína með sér að heiman morguninn, sem Kenne- dy var myrtur? Joesten gefur enga skýringu á því. En hann fullyrðir, að Oswald sé sak- laus í þátttöku í samsærinu gegn Walker hershöfðingja í apríl 1963, og þar nýtur hann stuðnings hershöfðingjans sjálfs. í vissum veigamiklum atriðum er það hin rússneska kona Oswalds ein, sem vitnar. Er fullkomlega hægt að treysta henni? Hún er orðin vellauðug á þeim tíma, sem liðinn er frá morðinu, og hvaðan eru þeir peningar komnir. Joesten blaðamaður spyr margra spurninga, en hann gef ur ekki svör við þeim öllum. Svipað og lögfræðingurinn Mark Lane mun hann halda áfram rannsóknum sínum á mál inu. f mörgum löndum eru nú starfandi nefndir, sem vinna að rannsókn morðs Kennedys. Formaður dönsku nefndarinnar er Jörgen Jacobsen, lögfræðing ur, og hann hefur tilkynnt, að nefndin muni halda ráðstefnu í lok þessa mánaðar til að ræða það efni, sem þá hefur verið dregið að. Fyrir sök Kennedys og Oswalds verða einhverjir að vinna að því að upplýsa þau atriði, sem svo mjög eru óljós ennþá. Edgar Hover, yfirmað- ur bandarísku ríkislögreglunn- ar, hefur lýst því yfir, mörgum vikum eftir að Warren-skýrslan var birt, að lögreglan myndi halda áifram rannsóknum á Kennedy-morðinu. Það er sum- um nokkur huggun og vonandi tekst Bandaríkjamönnum að ná tökum á undirheimalífi sínu og hreinsa til í lögregluliði hinna einstöku rí'kja Banda- rikjanna. — Tjeká þýddi. Félag íslenzkra leik- ritahöfunda stofnað Nokkrir höfundar, sem skrif að hafa leikverk, hafa undan farið unnið að stofnun Félags íslenzka leikritahöfunda. Var félagið stofnað formlega 15. nóvember s. 1. Tilgangur fé- lagsins er fyrst og fremst sá að vinna að hagsmunum ís- lenzkra leikritahöfunda, vernda réttindi þeirra og vinna að kynningu íslenzkra leikverka, bæði innan lands og utan auk þess að gera samninga um taxta fyrir flutning leikverka í útvarpi og leikhúsum. Inntökuskilyrði í félagið eru þau, að leikverk eftir höfund hafi verið leikið í viðurkenndu leikhúsi eða í leiklistardagskrá Ríkisútvarpsins. Lög félagsins eru að nokkru sniðin eftir lög um félaga leikritahöfunda á á Norðurlöndum. Félag ísl. leikritahöfunda hef ur ráðið Jón Amalds héraðs- dómslögmann, sem lögfræðileg an ráðunaut og fulltrúa við samningagerðir. Stjórn félagsins skipa: Gunn ar M. Magnúss, formaður, Jök ull Jakobsson, ritari, Oddur Björnsson, gjaldkeri. Endur- skoðendur: Erlingur E. Hall- dórsson og Sigurður Róberts- son. Aðalfundur Aðalfundur Rithöfundafélags íslands Var haldinn í sl. mán- uði. Fráfarandi stjórn baðst eindregið undan endurkjöri. Stjórnina skipa nú Ragnheiður Jónsdóttir, formaður, Friðjón Stefánsson, gjaldkeri, Svein- björn Beinteinsson, ritari, Hall dóra B. Björnsson og Þor- Framhald ó 12. síðu Húsmæðrafélag Reykjavíkur þrítugt Húsmæðrafélag Reykjavíkur er þrítugt um þessi mánaðamót og minntist félagið afmælis síns með hófi í Þjóðleikhúskjallaranum í gærkveldi. Tildrög þess að Hús- mæðrafélag Reykjavíkur vgr stofn að var stofnun Mjólkursamsölunn ar um áramótin 1934-35, og var því fyrst og fremst ætlað það hlutverk að ræða við stjórn Mjólkursamsöl- unnar um breytingar á því skipu- lagi sem verið var að taka upp, og standa fyrir mótmælaaðgerð- um. Urðu hörð átök þennan vetur út af mjólkurmálunum svonefndu og jafnvel mjólkurverkföll háð. Um 450 konur gengu í félagið á stofnfundi, og var fyrsta stjórn þess svo skipuð: Guðrún Lárusdótt ir, formaður, Jónína Guðmundsdótt ir, varaformaður, María Maack gjaldkeri, Unnur Pétursdóttir, rit- ari og meðstjórnendur Guðrún Jónasson, Ragnhildur Pétursdótt- ir, Margrét Kr. Jónsdóttir, María Thoroddsen og Eygló Gísladóttir. Jónína Guðmundsdóttir hefur setið í stjórn félagsins frá upphafi og í mörg ár formaður félagsins. Mun hið mikla starf, sem félagið hefur leyst af höndum á seinni ár- um mjög hafa hvílt á hennar herð um, enda er dugnaður hennar ann álaður. Frú Jónína og aðrar konur í nú verandi stjórn félagsins ræddu við blaðamenn fyrir nokkrum dögum og skýrði þeim frá hinu helzta í starfi félagsins á liðnum árum. Sagði hún fyrst allýtarlega frá á- tökunum í mjólkurmálunum og taldi, að þótt húsmæðurnar hefðu ekki komið fram þá þegar því, sem þær ætluðu sér, hefðu þessar að- gerðir og starf félagsins síðan veitt mikið aðhald í mjólkursölu- málum. En Húsmæðrafélag Reykjavíkur hefur ekki setið aðgerðarlaust síð- an mjólkurmálum lauk. Eitt fyrsta verkefni þess var að koma sér upp sumarhúsi við Efra-Rauða- vatn, og var það síðar endurnýjað og stækkað. Þar fengu fátækar mæður sumardvöl sér til hressing ar. Þar fengu börn einnig að dvelj ast. Þessi þarfa starfsemi varð þó að hætta, þegar herinn kom, því að hann tók húsið til sinna þarfa, en þá höfðu 87 konur og 327 böm dvalizt þar lengri eða skemmri tíma. Næst sneri félagið sér að því að reha kvöldskóla i húsmæðra- fræðum fyrir ungar stúlkur og giftar konur. Það hefur í mörg ár rekið matreiðslunámskeið þar sem hvorki meira né minna en 6000 konur hafa numið matreiðslu Þessi námskeið voru með ýmsum hætti, stutt eða löng eftir atvikum. Sýndi sig, að mikil þörf var fyrir þessa starfsemi og einnig fyrir sauma námskeiðin, sem félagið hefur haft á hverju ári. Þá hafa einnig verið námskeið í föndri og list- iðnaði. Einnig hefur félagið geng izt fyrir fræðslufundum um ýmis efni. Stjórnarkonur og fleiri fé- lagskonur hafa lagt á sig mikil aukastörf fyrir félagið af mikilli ósérplægni. Húsmæðrafélag Reykjavíkur hef ur ætíð haft heldur þröngan húsa kost. Lengi hafði það þó sæmilega aðstöðu til námskeiðahalds í Borg artúni 7, en það húsnæði var tekið af félaginu fyrir nokkru. En félagið fær hlut að Hallveigarstöð um sem verið er að byggja, og rætist þá úr húsnæðisþörf þess svo að félagskonur vonast til að geta Framh á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.