Tíminn - 04.02.1965, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 4. febrúar 1965
TÍMINN
Þórður Gíslason, Olkeldu:
207 kindur hafa farízt /
Mýrarhyrnu síiustu áratug
Kunna þeir sig
ekki- eða hvað?
Eg verð að biðja Tínxann að
koma þessu á framfæri, annars
lendir það bara innan um aug-
lýsingarnar í „víðlesnasta blað-
inu“ eftir manaðartíma eða svo.
Þó er þetta ekki flokkapólitík,
aðeins íslendingsháttur minn.
En leyfist mér að spyrja:
Hvað kemur til að það er talið
viðeigandi að sækja vitleysuna
í Bröndum Nielsen og birta
hana athugasemdalaust í
rammagrein á forsíðu rétt eins
og hún væri sannleikur? (Mbl.
29. 1. ‘65).
Er okkur ætlað að gleypa
þau ummæli ótuggin, að hinn
réttsýni fræðimaður Jón Helga
son sé bara áróðursmaður glap
inn af ást sinni til íslands?
Getum við flokkað það undir
ódyggð, að hann rær ekki að
því öllum árum, að miðstöð
rannsókna á islenzkum hand-
ritum haldi áfram að vera í
Danmörku?
Eg vil helzt ekki trúa því, að
nokkur sé svo glapsýnn á þessu
landi, að hann óski þess, að
vísindaleg hlutlægni prófessors
Jóns Helgasonar sé mótmæla-
laust kölluð áróður og ummæli
hans í handritamálinu þar með
dæmd dauð og ómerk í augum
allra, sem jafnvel meta það
meira sem sannara reynist að
hætti Ara fróða.
Eg held að okkur öllum sem
unnum því bezta, sem þetta
land hefur alið, hafi verið það
kærast, að hjarta Jóns Helga-
sonar reyndist nógu stórt til
þess að segja sannleikann.
Reykjavík 30. janúar 1965
Úlfur Raginarsson
BRÉF TÍL BLAÐSINS
Utvarpið selur svikna vöru
Hvað eigum við að horfa á þetta lengi?
spyr grelnarhöfundur
Síðan hringvegur opnaðist
um Snæfellsnes, með tilkomu
Búlands- og Ennisvegar, fer
þeim sífellt fjölgandi með ári
hverju, sem leggja leið sína
um þetta landfræði- og sögu
fræga hérað.
Ein hin fegursta sveit þess,
,:er Eyrarsveitin á norðanverðu
nesinu miðju.
Enginn, sem sér hin tignu
fjöll, Kirkjufellið, Stöðina og
Mýrarhyrnu, (svo nokkur séu
eða rúmlega 20 kindur á ári að
meðaltali.
Á árinu 1964, hafa íarizt i
fjallinu 36 kindur. Er þetta sú
hæsta tala um fjárskaða þar,
á einu ári, sem vitað er um.
Þarna hagar þannig til, að
hyrnan sjálf er norðurendi á
háurn fjallsrana, sem gengur
í norður úr megin fjallgarðin-
um.
Féð sem íerst í hyrnunni,
kemur að sunnan eftir fjalls-
Mýrarhyrna á Snæfellsnesi — séð að vestan.
nefnd) speglast í kyrrum fjörð
um og vogum á heiðum sumar
kvöldum, er svo „sálar-
þjáður dofa, að gleymi Guð að
’ lofa“, svo meistaraleg eru
þessi skaparans listaverk.
Hitt vita færri, að eitt þess
ara fjalla, Mýrarhyrnan, er hin
hxæðilegasta gildra fyrir okkar
ágæta' en grunnhyggna sauðfé.
sem sækir þatigað mjög í kost-
mikinn klettagróður, ræktaðan
upp af þúsundum sjávarfugla.
sem eiga þar öruggan sumarbú
stað til uppeldis afkvæma
sinna.
Síðastliðin 10 ár, hafa að
sögn nákunnugra heimamanna,
farizt 207 kindur í Mýrarhyrnu,
sem vitað er um með vissu,
rananum og tram í klettana.
Stekkur þar niður stall af
stalli, þar til lengra verður
ekki komizt. — Að lokum þeg-
ar snúa skal við, er leiðin oft
lokuð. — Framundan er
hörmulegt og kvalafullt stríð,
fyrir iífinu. Bindi riffil-skot
ekki endi á, sem því miður er
oft ekki mögulegt, stendur bar-
áttan oft svo vikunx , mánuðum
eða árum saman. En endirinri
ávallt hinn sami. — Máttvana.
hordauður vesalingur, missir
fótanna og hrapar mörg hundr
uð metra niður fjallið
Sá eðá sú, sem þessar línur
les, mun nú e.t.v. spyrja sem
svo. Er ekki hægt að fyrir-
byggja þessa hættu og svarið
verður játandi.
Að sögn kunnugra manna,
mundi 1200 til 1400 m löng
girðing upp á fjallinu, fyrir-
byggja að fé kæmist í klett
ana.
Að vísu er talið nokkuð örð-
ugt að koma slíkri girðingu
upp, en þó vel framkvæman-
legt.
Það, að þetta skuli ekki hafa
verið gert fyrir löngu, er þung
ur áfellisdómur á mannúðar
— og sinnuleysi hins svokall-
aða skynigædda manns.
Sú krafa hlýtur því að koma
fram,. að forsvarsmenn sveitar
innar, láti framkvæma þetta
verk án tafar.
Ekki verður því trúáð að ó-
reyndu, að bændur þeir og aðr
ir fjáreigendur, sem þarna
eiga mestra hagsmuna að gæta
mundu ekki fylgja þeirri for-
ustu ótrauðir og leggja hönd
á plóginn. 1
Fjárhagslegan stuðning fram 1
kvæmdinni ber sýslu og ríki p
að veita, svo sem fordæmi s|
munu vera til um, væri á því ?|
þörf og þess óskað. —
f Mýrarhyrnu er nú (í fyrstu
viku þorra) enn lifandi lítið
lamb. --- Eitt eftir af þeim
stóra hópi, sem þar hefur kval-
izt í haust og vetur.
Þess bíða hin sömu grimmu
örlög og hinna allra. —
Veiklulegt jarm, þessa sak-
leysingja, bergmálar í trölls-
legri vetrar-auðninni
Látum það vekja okkur.
Hoi-fum ekki á þetta lengur.
Ölkeldu II 27. janúar 1965,
Þórður Gíslason.
Senn fer að líða að því, að
Rikisútvarpið innheimti gjöld af
eigendum útvarpsviðtækja fyrir
þá þjónustu, sem það veitir hlust-
endum.
Þá eiga allir viðtækjaeigendur
að vera jafnir fyrir lögunum og
greiða sama gjald ,eins og réttlátt j
er og sjálfsagt, ef allir nytu sömu
þjónustu hjá þessari stofnun. Svo
hefur raunar aldrei verið, og allra
sízt hið síðastliðna ár.
Það, sem af er þessum vetri, hef
ur kvölddagskráin verið algjörlega
eyðilögð fyrir hlustendum a.m.k.;
á Norð-austurlandi, og vafalaust í
víðar á landinu, af erlendri stöð
eða stöðvum, sem yfirgnæfa ís-1
lenzku stöðina.
Útvarpsefnið er sú vara, sem j
Ríkisútvarpið selur hlustendum,!
og er kvölddagskráin oftast verð-'
mætust. j
Nái ekki dagskrárefnið hlustandi
og heyrandi eyrum gegnum ógöll-1
uð viðtæki, þá er varan svikin.
Getur útvarpið verið þekkt fyr-
ir að selja fullu verði þá þjónustu,
sem það á að veita, en getur ekki
látið í té, Myndi bókaútgáfa selja
bækur, þar sem prentun hefði
mistekizt svo að mikill hluti inni-
haldsins væri ólæsilegur,
Myndu ekki neytendasamtökin
láta til sín taka ,ef farið væri að
selja maðkað mjöl,
Skap útvarpshlustenda á verstu
truflunarsvæðunum, þegar þeir
opna viðtæki sín til að hlusta á
kvölddagskrána, er líkast því, að
þeim væri borinn grautur úr möðk
uðu mjöli.
Útvarpið fær e.t.v. ekki við þetta
ráðið, en það getur þó sýnt lit á
réttlæti með því að lækka veru-
lega hjá þeim ,sem verst hafa hlust
unarskilyrði.
Sanngirniskrafa þeirra er lægra
gjald fyrir lélegri þjónustu. unz
úr verður bætt.
Nesi á bóndadaginn 1965
Steingr. Baldvinsson
Furðuleg jðlakveðja
Það ríkti gleði í huga mínum
eftir því, sem gleði gat ríkt þar,
yfir því að vera kominn heim.
Eg hafði verið í umsjá þess bezta
fólks, sem ég gat hugsað mér í
þetta sinn aðeins skamman tíma
á sjúkrahúsi. Heima er samt allt-
af bezt. Blessuð jólin nálguðust
líka með sinn frið og sína helgi.
Eg varð að bíða einn heima þar til
konan mín kæmi úr vinnunni, því
að maður gerir orðið svo miklar
kröfur að þessai kr. 2010,00, tvö
þúsund og tíu krónur á mánuði
úr tryggingunum hrökkva ekki til
heimilishalds (þetta er nú meiri
bölvaður ,,lúxusinn“)
Dyrabjöllunni er hringt. Fyrir
dyrum úti stendur ókunnur, mað-
ur. Hann kallar til annars manns,
sem er skammt frá tröppunum,
og mér er sagt að ég þurfi að
ljúka greiðslu opinberi-a gjalda
og sé upphæðin allveruieg. Eg
neita ekki, að þessi upphæð sé
ógreidd, en taldi líkur til.
að hún yrði að mestu strikuð út,
þar sem ég hafði ekki verið vinnu-
fær frá því í enduðunx júní þ.á.
(þ.e. 1964) og misst verulegan
tíma frá vinnu árið áður. Þeir
kvá;.ist þurfa að fá tryggingu fyrir
skuldinni. Eg sagði sem var, að
ekkert væri af mér að taka nema
bifreið þá, er stæði hér úti, en
á henni hvíldu veðskuldir.
Eg er iðnverkamaður og því er
starfsþrekið mín eina eign, en það
er ekki fyrir hendi í bili. Urðu
ekki frekari viðræður.
Eg tek lítinn sem engan þátt
í jólaundirbúningnum, en finn hlý
hug og kærleika hvaðanæva frá.
Og jólapósturimx fer að berast
að. Og hér er bréf frá Gjaldheimt-
unni sem vissuiega er jólakyeðja
frá opinberum aðila.
Það var enginn kærleikskveðja.
Gjörðu svo vel að greiða að fullu
kr. 44.000.00. t'jörutíu og fjögur
þúsund krónur. fyrir 30. des 1964
ella verður bíllinn af þér tekinn.
Hvers vegna átti ég að greiða
þessa upphæð. f fáum orðum sagt.
Eg seldi íbúð vrir nokkrum ár-
Framhald a 14 síðu.