Tíminn - 04.02.1965, Blaðsíða 5
FEMMTUDAGUR 4. febrúar 1965
Cltgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastióri: Kristján Benediktsson. Kitstjórar: t>órarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gislason. Ritstj.skrifstofur • Eddu-
húsinu, slmar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti i. Af-
greiðslusiini 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrtfstofur,
slmi 18300. Askriftargjald kr 90,00 á mán innanlands — í
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Samtök um sölumál
Jó'i Skaftason alþm. ræddi í seinustu þriðjudags-
gr'ip Tímans um sölu sjávarafurSa og færði glögg rök
aö því, að heppilegast væri að hún væri sem mest í
höndum samtaka framleiðenda. Hann minnti á hinn sí-
vaxandi útflutning sjávarafurða og sagði síðan:
„Lang mestur hluti þessa útflutnings hefir átt sér
stað á vegum samtaka framleiðenda, svo sem Sölumið-
stöðvar Hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeildar Sam-
bandsins að því er tekur til frysta fisksins, Sölusambands
íslenzkra fiskframleiðenda að því er tekur til saltfisksins
og Síldarútvegsnefndar —, sem í sitja fulltrúar fram-
leiðenda og hins opinbera — að því er tekur til salt-
aðrar og sérverkaðrar síldar.
Reynslan sem fengizt hefur í þessum efnum er yfirleitt
góð og sannar ótvírætt kosti samtaka um sölumálin um-
fram lausara fyrirkomulag, sem við höfum af nokkurra
reynslu líka.
Skal að þessu nokkuð vikið.
Gildi sölusamtaka framleiðenda útflutningshringsvara
er bæði útávið og innávið, ef svo má orða það. Útávið
felst það í því, að sameinaðir eru framleiðendur vold-
ugur aðili með verulegu fjármagni, en það er óhjákvæmi-
leg forsenda þess, að hægt sé að vinna markaði undir
eigin vörumerki meðal neytenda. Neytendamarkaðurinn
fyrir frysta fiskinn í Bandaríkjunum, sem stækkar ár frá
ári og skilar beztu verði, er gott dæmi um þetta. Örugg-
leg a má fullyrða að markaður sá væri ekki fyrir hendi
í dag, ef ekki væri fyrir mikið og gott starf Sjávaraf-
urðadeildar Sambandsins og Sölumiðstöðvarinnar, sem
eytt hafa óhemju fjármagni í söluherferð vestra, fjárút-
lát, sem á sínum tíma voru af ýmsum gagnrýnd af lítilli
framsýni eða sanngirni. Máttur samtakanna ruddi þarna
steini úr götu, sem margir einstakir framleiðendur sundr-
aðir hefðu ekki ráðið við.
Þá er samningsaðstaðan gagnvart sterkum erlendum
viðsemjendum ólíkt betri og minni hætta á, að hver undir-
bjóði annan, ef seljendur eru ekki alltof margir. Síðast
en ekki sízt má á það minna, að útlendir fiskihringar
hafa áreiðanlega verulegan áhuga á að komast inn í
fiskiðnað okkar, eftir ýmsum leiðum, svo sem erlend
reynsla er fyrir. í krafti sölusamtaka framleiðenda má
áreiðanlega betur verjast þeirri áköfu ásókn, en ella.
Inná við liggur gildi sölusamtaka m. a. í því, að
þau eiga að geta skipulagt vinnslu mikils fiskmagns
ólíkra tegunda í samræmi við markaðsástandið hverju
sinni, veitt framleiðendum ráðleggingar um endurbæt-
ur framleiðslutækja og hagnýt vinnubrögð, haldið uppi
gæðaeftirliti, gert tilraunir með nýjar vinnsluaðferðir
og haldið sölukostnaði niðri og er þá fátt eitt talið.
íslendingar hafa yfirleitt góða reynslu af starfsemi
sölusamtaka í útflutningsverzluninni og áreiðanlega betri,
en þegar annað fyrirkomulag hefir verið reynt.“
Grein sinni lauk Jón með þessum orðum:
„Ekki er óeðlilegt að ólík sjónarmið geti verið uppi
hérlendis um, hvort sé bezta fyrirkomulagið í útflutn-
ingsverzluninni. Svo mjög á þjóðin öll undir því lífsaf-
komu sína. Sjálfsagt er og fyrir ráðamenn þjóðfélagsins
að skoða öll rök í málinu. Hitt verður að varast að
rasa um ráð fram og láta undan þrýstingi þeirra, sem í
skammsýni og af þrengstu einkahagsniunum vilja knýja
fram breytingar, sem til þess eru fallnar að skaða þjóð-
arheildina er til lengdar lætur.‘
TÍMINN
Leiklistin í dreifbýlinu
Einar Freyr rithöfundur hef-
ur á undanförnum árum annazt
leikstjórn á ýms;um stöðum víðs
vegar um land, aðallega á vegum
Bandalags íslenzkra leikfélaga.
í tilefni af því hefur Tíminn átt
viðtal við hann og fer það hér
á eftir:
— Hvað hefurðu starfað lengi
hjá Bandalagi íslenzkra leikfé-
laga?
— í tæp 9 ár.
— Þú hefur ferðazt mikið um
landið?
— Já, það hef ég og kynnzt
allvel lífi og starfi fólksins víð
ast hvar á landinu. Það hefur ver
ið ánægjuleg kynning. f starfi
mínu hef ég ekki aðeins kynnzt
félagslífinu heldur einnig at-
vinnulífinu. Það er býsna fróð-
legt að bera saman starfsemina
í hinum ýmsu landshlutum.
— Þú ert ekki lærður leikari,
er það?
— Nei, það er ég ekki.
— Hvernig stóð á því að þú
fórst að starfa hjá BÍL?
— Það hefur gerzt á mjög eðli
legan hátt. Árið 1948 skrifaði ég
leikritið „Skrúfan" og sýndi
það bókfróðum kunningja mín-
um, en hann ráðlagði mér að
senda það í leikritasamkeppnina,
sem stofnað var til vegna opnun
ar Þjóðleikhússins 1950. Og mér
til undrunar fann það náð fyrir
augliti dómnefndarinnar. Upp
úr því var ég látinn stunda leik
æfingar í Þjóðleikhúsinu til að
fylgjast með sviðsetningu. Eg
lærði mest af Indriða Waage.
Eftir að BfL var stofnað tók.
ég þátt í leikstjómarnámskeið
um þess. Síðan var ég sendur
út á land til að leiðbeina. Eg
byrjaði hjá Leikfélagi' Ólafsvík-
ur.
Hvað viltu segja okkur um
starfsemi leikfélaganna úti á
landi?
— Áður en ég byrja á því já-
kvæða, væri rétt að drepa að-
eins á agnúana, en um þá myndi
ég vilja segja þetta: f sumum
kauptúnum er svo lítil atvinna,
að félagslífið og ekki hvað sízt
leikstarfsemin hefur næstum
lognazt út af, bæði af fjárhags
legum örðugleikum og einnig
vegna þes að fólkið, einkum
unga fólkið hefur þurft að fara
í aðra landsfjórðunga til að fá
atvinnu. Aftur á móti er vinnu
tíminn orðinn svo langur á ein-
staka stöðum öðrum, að hann
er bókstaflega að eyðileggja allt
menningarlíf og leggja það í
auðn.
— Hvað áhrif hefur þetta á
skemmtanalífið, t. d. í sam-
bandi við áfengi?
— Drykkjuskapur er held ég
hvergi almennur. Það era venju
Iega örfáir einstaklingar, ærsla
belgir sem setja ölæðisstimpla á
einstaka plass. En ég hef veitt
því athygli, að þar sem vinnu-
tíminn er of langur þar er fólk
veikara fyrir áfengisbölinu. Eg
gæti trúað því að hinn aukni
drykkjuskapur hér p landi staf-
aði í sumum tilfellum af of
miklu brauðstriti og of lítilli and
legri menningu. Þreytuefnið, er
myndast í líkamanum getur í
einstaka tilfellum verkað eins
og hvert annað eiturlyf. Hinn
langi vinnutími getur orðið flók
ið vandamál og hættulegt, ef ekk-
ert er að gert í tíma. Ofþreytt
fólk getur hvorki skapað menn
ingu né notið hennar. Loks
kemur ofþreytan illa niður á
sjálfri framleiðslunni og birtist
Viðtal við Einar Frey
<> I .(( í-,'.
V.íHjiro \X',.,b::xí AÁ -í: > it:ótmuuivk>:í '
Áit-v <>v.Vv>,
i
T-íbK-t hti:: ?i1ar>.v:MÚÁtK
'■>,«:>L>:x i :«k<V«A- <>::*<«-•. Kr»«:.s
••:::: •-•x t.Vvtr 1<V>' :»««•••
i.v>x««{<r, Ui ú4j<> a )>: •<■>.(> Yilsv ■ s>>::«,: v>!T i-
; <:•>«» }>.•. "» , : •
Þr >':: jj)> :: i: íí .
1 HKfn-H,
6«5x«<K>Lr fottaa.'&.r, SvjfvLv W:'
«í«:n-l4r }»t;»>, ><í»r> f>n J<>í> <5; ?<-'»„':<{»«>k< «#{<!<>■«
Úr leikskrá Leikfélags Hellissands.
í lélegum vinnubrögðum og dýrri
vinnu.
— Þú hefur verið í flestum
landsfjórðungum?
a — Já og hef líka frá ýmsu
ánægjulegu að segja um félags-
líf fólksins úti á landi. Eg hef
séð góðar leiksýningar með góð-
um heildarsvip og stundum frá
bærum leik einstakra manna og
kvenna. Kröfurnar til leiksýn-
inga úti á landi eru að verða
þær sömu og í Reykjavík, þar
er miðað við það bezta. Og
leikflokkarnir að sunnan eru
ekki síður gagnrýndir og fá
áreiðanlega þá dóma, sem þeir
eiga skilið, góða eða slæma
eftir ástæðum.
— Hefur heimsókn leikflokka
að sunnan ekki haft góð áhrif
á starfsemina útl á landi?
— Jú, áreiðanlega. Þær leik-
sýningar, sem vandað er til og
komið er með af einlægum leik
húsáhuga hafa mikið gildi fyrir
fólkið úti á land. Fólkið úti á
landsbyggðinni veit vel, að íslend
ingar standa í mikilli þakkar-
skuld við leikhúsmenninguna í
höfuðstaðnum ,en það hefur jafn
an sínar sjálfstæðu skoðanir á
því, sem þar gerist. Þarna er sem
sé til fólk, sem fylgist ekki
aðeins með því, sem gerist hér
á landi, heldur einnig því, sem
gerist í leikhúsum víða um lönd.
Eg álít, að ekki sé hyggilegt að
vanmeta slíka viðleitni. Hér er
um vísi að sjálfstæðri þróun að
ræða. Slík þróun gæti opnað nýja
möguleika á sviði leiklistar og
íslenzkra bókmennta.
— Á ekki að auka styrki til
leikstarfseminnar úti á landi?
— Jú. Fyrir Alþingi liggur
frumv. til laga um aukinn styrk
til leikfélaganna. Frumvarpið er
spor í rétta átt. Eg gæti trúað að
það eigi eftir að vinna mikið
gagn, en reynslan á eftir að tala
sínu máli og við vonum það
bezta.
— Leikritin, sem leikfélögin
úti á landi sýna, eru þau ekki
oft af léttara taginu?
— Verkefnin eru upp og ofan
eins og gengur. Eg hef heyrt
„bókmenntafræðinga“ tala með
lítilsvirðingu um enska gaman-
leiki og höfunda eins og Arnold
og Bach. Slíkar raddir vita harla
lítið um starfsemi leikhúsa og
hljóta að bera eitthvað annað
fyrir brjósti en íslenzka leifchús-
menningu. f fyrsta lagi koma
fleiri sjónarmið til greina en
hrein bókmenntaleg sjónarmið.
Til dæmis fjöldi þeirra persóna
sem leikrit útheimtir og einnig
leiksviðsútbúnaðurinn. Mörg leik
félög eiga mjög erfitt með að
taka til sýninga leikrit þar sem
krafizt er meira en 8 til 10
persóna til leiksins. Margar skipt
ingar á. leiktjöldum er líka mikið
vandamál. Sá leikhúsmaður, sem
gerir grín að höfundum á borð
við Arnold og Bach, er áreiðan
lega ekki meiri leikhúsmaður en
sá, er gerði til dæmis grín að
höfundum á borð við Moliére.
Araold og Bach voru snjallir leik
húsmenn, sem jafnvel höfundar á
borð við Max Frich hafa lært af.
En það sem vantar er fyrst og
fremst ný íslenzk leikrit. Það er
eitt af aðalvandamálum íslenzkra
leikhúsa.
— Áður en við sláum botninn
í þetta, hvar varstu seinast við
leikstjórn?
— Á Hellissandi. Leifcfélag
Hellissands sýndi Logann helga
eftir Maugham. Leikendur ásamt
mér voru: Jón Guðmundsson,
Hólmfríður Friðsteinsdóttir, Agn
es Ásta Guðmundsdóttir, Guðrún
Sýrusdóttir, Sýrus Danélíusson,
Sigríður Markúsdóttir og Brynj
ólfur Lárentsíusson. Sýningar
vöktu mikla athygli á Snæfells-
nesi, en leikritið var sýnt á
nokkrum stöðum þar.