Tíminn - 04.02.1965, Blaðsíða 13
ÍÞRÓTTiR
FIMMTUDAGUR 4. febrúar 1965
TÍMINN
13
CHUVALO LITUR UPP
Keppni þeirra Floyds Patterson og Kandamannsins Gebrge Chuvalo
hefur mikið verið rædd að undanförnu. Fyrir keppnina hafði því
verið spáð af flestum, að Kandamaðurinn myndi sigra, en það
fór á annan veg, eins og kunnugt er.
A myndinni hér að ofan sjáum við kappana, þegar þeir mættu
til að láta vigta sig fyrir keppnina. Og Chuvalo lítur þarna upp
upp til Patterson. Það gerir hann að öllum líkindum einnig núna
eftir keppnina. (Ljósm. UPI).
Námskeið haldið fyrir dóm-
ara og þjálfara í körfuboltá
13. undirbúningsnámskeið fyrir i
alþjóða körfuknattlciksdómara |
verður haldið í Frankfurt dag- j
ana 17.—20. júní. Á sama tíma !
verður einnig haldið námskeið
fyrir körfuknattleiksþjálfara.'
Kennsla fer fram á ensku,
þýzku og frönsku.
Umsóknir um þátttöku á nám
skeið þessi þurfa að hafa borizt
til KKÍ í síðasta lagi fyrir 12.
febrúar n. k. KKÍ mun einnig
veita nánari upplýsingar.
Firmakeppni á Akureyri
HS—Akureyri, þriðjudag.
Um síðustu heigi fór fram!
firmakeppni í Hlíðarfjalli á'
vegum Skíðaráðsins. Þátttak-
endur voru 35 frá 121 firma.
Brautarlengd var 200 metrar
og hlið 30. Veður var fagurtj
á meðan á keppninni stóð,
Úrslit í þremur „umleikjum”
úr 4. umferð ensku bikarkeppn
innar urðu eins og hér segir:
Everton—Leeds 1:2
Bumley—Reading 1:0
Rotherham—Wolves 0:3
sólskin og logn og gott færi.
Fylgdist allmargt fólk með
keppninni. Um forgjafar-
keppni var að ræða.
í fyrstu þremur sætunum urðu
þessi firmu:
1. Verzl. Ragnheiðar O. Björns-
son (Hallgr. Jónss. 29.0 sek.)
2. Leðurvörur h.f. (Bragi Hjálm-
arsson 29.2 sek.)
3. Tannlækn.st. Jóhanns G. Ben.
(Bragi Hjálmarss. 29.3 sek.)
Beztu brautartímana áttu þeir
Reynir Brynjólfsson, 30.9 sek.,
Magnús Ingólfsson, 31.2 sek. og
ívar Sigmundsson, 31.4 sek
Mikið hefur verið að gera í
Skíðahót.elinu i Hlíðarfjalli. Nem
endur Menntaskólans hafa dvalið
þar að undanförnu ,en nú er
Gagnfræðaskólinn að taka við, og
síðan fá aðrir skólar á Akureyri
að senda nemendur þangað, koll
af kolli.
K.R. reynir aö
fá Árhus KFUM
y-:aj
Alf—Reykjavík, miðvikud.
Handknattleiksdeild KR
athugar um þessar mundir
möguleika á því að fá hing-
að til lands eitt allra sterk-
asta handknattleikslið Dana
Árhus KFUM. Lið þetta
hefur orðið danskur meist-
ari, hlaut að vísu ekki
fyrsta sæti í fyrra, en mikl-
ar líkur eru fyrir því, að
liðið endurheimti titilinn
nú í ár, en um þessar mund-
ir hefur liðið örugga for-
ystu í 1. deild.
KR á rétt á vorheimsókn,
— og verði úr komu hins
danska liðs, kemur það í
apríl-lok, skömmu eftir að
íslandsmóti lýkur.
Jón Magnússon, formað-
ur Handknattleiksdeildar
KR, skýrði blaðinu frá
þessu í dag, en kvað málið
vera á byrjunarstigi, og
ekkert væri ákveðið enn.
— „En við stefnum að því
að fá Árhús KFUM hingað.
Ef það tekst ekki, munum
við leita til annarra 1. deild
ar liða í Danmörku,” sagði
Jón.
Svo sem menn muna átti
Valur haustheimsókn á
þessu keppnistímabili, og
fékk þá upp dönsku meistar
ana, Ajax. Ekki fór Ajax
neina frægðarför til íslands
— og víst er, að hvaða
danskt lið sem er fær verð-
uga mótherja hér.
1
K.-Í
Skozkur judo þjálfari
hér á vegum Ármenninga
Old boys æfingar hafnar hjá Ármanni
Judo-deild Ármanns hefur fengið góðan gest hingað til
lands, 29 ára gamlan Skota að nafni Alex Fraser, sem mun i
þjálfa judo-menn Ármanns næstu mánuðina. Fraser hefur
gráðuna 2 dan, en auk þess hefur hann sótt sérstök námskeið
fyrir þjálfara hjá landsliðsþjálfara Breta, Gleeson, sem hef-
ur gráðuna 5 dan. Fraser hefur að undanförnu verið einn
af aðalkennurum Budokawi í London, sem er frægasti judo-
klúbbur heims utan Japans. Einnig hefur þessi skozki þjálfari
þjálfað lögregluna í Jersey.
Það má kallast einstök heppni
hjá judo-deild Ármanns að fá að
njóta tilsagnar svona vel þjálfaðs
judo-manns, — og það, að hann
ætlar að dvelja hér í nokkra
mánuði. Það kom vel í ljós þegar
á fyrstu æfingu hans hjá Ármanni,
að hér er á ferðinni maður, sem
kann sitt fag, enda mikill keppnis-
maður (hann er um það bil að
verða 3. dan.)
Síðasta ár hefur verið mikið
framfaraár hjá judo-deild Ármanns
og er það m.a. mikið því að þakka
að nú hefur Ármann látið deild-
inni í té hús til æfinga, þar sem
ekki þar fað taka upp æfingamott
ur eftir fiverja æfingu en það er
tímafrekt og leiðinlegt verk. Fras-
er hafði orð á því, að judo væri
á miklu hærra stigi hér en hann
hefði búizt við, og vel sambærilegt
við tilsvarandi gráður í Bretlandi.
Fraser hefur réttindi til að veita
gráður samkæmt alþjóðareglum í
judo, og mun hann hafa próf hér
fyrir þá, sem hafa áhuga á að
reyna sig, og verða þær gráður,
sem hann veitir, samþykktar af
Framhald á 14. síðu
'
Gunna Petersen, Harry Frederiksen, framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar SIS, og Magnús Elíasson.
Gunnar og Magnús kepptu fyrir Efnagerðina Sjöfn.
Úrslit í firmakeppninni í badminton
Urslitaleikir firmakeppni
Tennis- og badmintonfélags
Reykjavíkur voru háðir í
íþróttahúsi Vals hinn 23. f. m.
en áður höfðu undanleikir far
ið fram. Keppni þessi er með
forgjafarsniði. Voru leikir afar
skemmtilegir og tvísýnir. í úr-
slitaleiknum kepptu fyrirtækin
J. B. Pétursson, en fyrir það
léku þeir Walter Hjaltested og
Pétur Georgsson, og Efnagerð
in Sjöfn, Akureyri, en fyrir
hana léku þeir Gunnar Petersen
og Magnús Elíasson. Sigruðn
þeir síðarnefndu með 15:9 og
15:12. Ténnis- og badmintonfé
lagið er þakklátt þeim fyrirtækj
um, sem styrkt hafa það með
þátttöku í keppni þessari.