Tíminn - 04.02.1965, Qupperneq 14

Tíminn - 04.02.1965, Qupperneq 14
FIMMTUDAGUR 4. febrúar 1965 14 TIL HVERS .... Framnaia u » síðu spiyrja: Þið secn skrifið um fjarstæðurnar í samfélagi fólks nú á tímum og um hin mein- ingarlausu vandamál nútíma þjóðfélags og um gervihug- myndir og gervimat á ýmsum fyrirbærum, en þið bendið ekki á neina leið út úr ógöngunum til sáluhjálpar. Er ekki til nein leið út úr þessu? — Eg hef ekki minnstu hug- mynd um það. — Hafið þér enga trú á að til sé leið út úr þessu? — Eg reyni að krafla mig út úr þessu eftir beztu getu, hvað mig sjáHan snertir. Ann ars er ég ekki viss um að rithöfundi s'é skylt að gefa svör við þessu, allra sízt við spurningum, sem verður ekki svarað. Ri'thöfundur hefur þá skyldu að beita félagslegri gagnrýni af miklum fítons- krafti, sýna fólki heiminn, eins og hann kemur rithöfundinum fyrir sjónir, leggja spilin á borðið og segja: „Líkar ykkur þetta? Ef ekki, þá breytið þvi.“ Of margir fara í leikhús með það í huga að verða viðskila við sjálfa sig, láta veita sér eitt hvað óraunverulegt. Leikhúsið má til að vera dægrastytting, en ég held að Ödipus sé líka dægrastytting. Mér finnst leik ritahöfundi ekki bera skylda til að leggja ráðgátu á borðið og láta lausnina fylgja með. Það er leikhúsgesta að ráða gátuna. BRÉF TIL BLAÐSINS Framhald af 8. síðu. um, sem ég gat ekki haldið vegna skulda og hafðj ekki efni á að kaupa mér aðra í staðinn. Vinna mín haði orðið úrtökusöm undan- farið vegna vanheilsu. f vor s.l. hefur svo hinum háu herrum, sem kjörnir eru til þess að sjá um að iðnverkamenn- og annað þarfalýður safni ekki veraldarauði, þótti hlýða að leggja á mig þetta lítilræði. Nú vildi svo til að ekki löngu seinna nánara til tekið um mánaðamót júní-júlí, að ég þurfti að fara á sjúkrahús vegna nýs sjúkdóms. Lét ég þá lögfræðingi mínum í té vottorð þar um og óskaði endurskoðunar á afstöð- unni til gjaldkröfunnar á hendur mér. Síðan hef ég verið óvinnufær að undanteknum skömmum tíma, sem ég vann á Múlalundi, en því varð ég líka að hætta. Eg lagðist inn á sjúkrahús aftur í desember, en aðeins skamman tíma, eins og ég gat um í upp- hafi. Fékk ég þá aftur vottorð í sama tilgangi, þar sem n(< er ljóst að langt á í land ennþá, að ég end- urheimti vinnuþrek mitt. Hafa því hinir háu embættismenn fulla vitneskju um ástæður mínar. Og sjáum bara til. Sama dag og ég fékk lögtakstilkynninguna, til- kynntu þeir lögfræðingi mínum, að krafan á mig væri lækkuð urn kr. 11.000,00, ellefu þúsund krónur. Eg þyrfti þvL ekki að greiða nema rmar kr. 30.000,00 þrjátíu þúsund krónur „aðeins“ En greiðast varð þetta fyrir áramót. Hjá okkur hjónunum voru róleg jól. Gestakomur til, eða frá, heim ili okkar engar og ég lítið slitið skóm eða sparifötum „Keisarinn*' fékk það sem „keisarans“ var, og vangoldin gjöld valda mér ekki áhyggjum. Vegna góðrar frændsemi „á” ég bílinn ennþá, enda mér nauðsyn- legur eigi ég eftir að vinna fyrir meiri „Keisara” — gjöldum. Af framanskráðu er ljóst að hér er ekki um neina tilviljun að ræða, og varla mun þetta eins- dæmi heldur. Vona ég þó að sem Cæstra saga sé þessari lík. Eg get ekki að því gert að þessu líkar aðfarir finnast mér harðneskjuleg- ar. Mér finnst iíka, að svona „jóla- gjafir“ eigi að leggjast niður. Við ættum, vesalingarnir, að fá að halda okkar jól í friði og annar árstími skyldi fremur valinn til annarra eins framkvæmda. Mér er nær að álíta að það væri ekki biblíubrot. Hver getur svo furðað sig á þó að ég, og mínir líkar, verði fyrir annarlegum geðhrifum við lestur eða að hlusta á hina sjálfumglöðu stjórnendur lands vors og þjóðar lofa sina ejgin vjzku ogg réttlæti? Er ég sé eða heyri þá halda því fram að ég lifi við efnahags- og réttarfarsöryggi. Hversu mikið ég hafi þeim að þakka fyrir það að hvergi í heiminum líði nokkrum betur enn mér í dag. Eg get ekki þakkað það. Lái mér hver sem vill. Jóhann Tryggvi Ólafsson. íþróttir Framhald af 13. síðu. Budokawi og B.J.A. Nú er því tækifæri fyrir unga og röska menn að reyna sig, og einstakt tæki- færi til að njóta tilsagnar. Einnig er judo-deildin að hefja æfingar fyrir eldri menn (old boys) og mun Fraser líta þar inn og gefa góð ráð og sýna margt athyglisvert, en hann hefur einnig tekið þátt í æfingum í aikido sem er mjög lítið þekkt enn utan Japans, en hann hefur æft það Undir tilsögn Japanans Senta Yamata, sem er 6. dan, bæði í Aikido og judo, og kenir hvort tveggja í London. Fraser hefur áhuga á að kynna sér islenzka glímu, og má búast við honum á glímuæfingar hjá glímudeild Ármanns, og ekki ólík- legt, að báðir aðilar hafi gagn og gaman af þeim heimsóknum. Judo fyrir „Old boys" Judo-deild Ármanns hefur á- kveðið að hefja æfingar í judo fyrir „old boys”. Þegar talað er um judo fyrir „gamla drengi”, er átt við það, að æfingamar verði miðaðar við að þátttakendur hafi aikido og judo og kennir hvort miðaðar við, að þátttakendur hafi efcki iðkað íþróttir eða erfiðað að ráði í all-langan tíma. En eins og þeir vita, sem til þekkja, er þesi japanska íþrótt mjög fjöl- þætt og iðkuð af mönnum á öllum aldri. Er skemmst að minast kvik- tveimur árum. Og sýndi þessi 73 ára gamli öldungur svo listrænt judo og frábæra líkamsþjálfun, að varla gera þeir betur, sem yngri eru, og sannar það bezt, að aldurinn þarf ekki alltaf að koma í veg fyrir, að afrek séu unin í judo. Þó að við gerum ekki ráð fyrir, að allir feti í spor Mifunes, er áreiðanlegt, að allir geta iðkað judo sér til heilsubótar og ánægju. SAMNINGURINN Framhald af 1. síðu. skiptiprósentan verður hin sama. Á 50—130 tonna bátum hækki skiptiprósentan um 1.5%, úr 29,5% í 31.0%, í 11 staði. Kaupliðir sjómanna hækka all ir um 5%. Verður kauptryggingin þannig: — Háseti 9.009.00 kr. á mánuði. vélstjóri 13.514.00 kr. á mánuði, 2. vélstjóri, matsveinn og netamaður 11.261.00 kr. á mánuði. netamaður 11.261.00 kr. á mán- uði. Fastaupphæðin fyrir róður verð ur 840 krónur. Eina breytingin, sem gerð var frá miðlunartillögu sáttasemjara, sem sjómenn felldu á sunnudag, er að skiptiprósentin á línu og netum á 50—130 tonna bátum hækkaði um 0.2%, og að þessi hækkun var látin ná til 50 tonna báta, í stað 70 tonna í málamiðl- unartillögunni. TÍMINN BÓLUSETT Framhald af 1. síðu. mótstöðukraft gegn inflúenzunni og að því þurfi ekki að óttast víð- tækan faraldur að þessu sinni. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda Sovétríkjanna sagði í dag, að tala inflúenzu-veikra manna í Moskvu myndi líklega hækka nokkuð næstu daga. Þegar nýtt yfirlit var gert s. 1. þriðjudag, höfðu 92.000 sjúklingar bætzt við sagði talsmaðurinn, en hann sagði ekkert um, hversu margir væru veikir í allt. f Genf er unnið að því að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu inflúenzunnar, en sagt er, að hún sé nú komin til Austur-Þýzka lands. Charles Cockburn, yfirmað ur vírus-deildar WHO, sagði í dag, að inflúenza væri faraldur sem kæmi í bylgjum og að WHO hefðí bent á það áður að 1965 yrðl farsótta-ár. Nóbelsnefnd sænsku Aka- dag, að margir ungir vísindamenn hafi neitað að annast inflúenzu sjúklinga, en þeim hefur verig skipað að gera það vegna farsótt arinnar. HANDRITIN Framhald af 1. síðu. málaráðherra um það, hvort ekki sé tímabært að afhenda íslending um þau forn handrit íslenzk oem varðveitt eru í Svíþjóð. f fyrir spurninni er því haldið fram, að í Konunglegu bókhlöðunni í Stokkhólmi séu varðveitt 300 handrit en 50 séu í háskólabóka safninu í Uppsölum. — íslenzka lýðveldið hefur engar kröfur bor ið fram á hendur landi voru, en það er sannarlega góð og gild ástæða fyrir Svíþjóð að afhenda fslendingum þessi handrit, segir fyrirspyrjandinn, Gustav Lorent- zon. Hann heldur því fram að Svíar eigi að íhuga, hvort þeir eigi ekki að afhenda handritin, jafnvel þótt Danir geri það ekki. Hann heldur því fram, að það væri móðgun við íslendinga að ljósmynda handrit þau, sem varð veitt eru í Svíþjóð og láta ís- lendinga fá filmurnar. Blaðið bar þessa frétt undir pró fessor Einar Ólaf Sveinsson, for- stöðumann Handritastofnunarinn- ar, um álit hans á þessari frétt. — Hún boðar enga breytingu fyrir okkur, en það er ánægju- legt að heyra að danska stjórnin er svona ákveðin. Það var alltaf ráð fyrir því gert, að afhendingin færi frani smám saman og tæki 25 ár. f fyrstu var það miðað við orðabókargerðina, en nú miða þeir sýnilega við viðgerðir og ljósmyndun. Eg sé ekki að við getum neitt yfir þessu kvartað, það er okkur mikils virði að fá handritin í góðu ásigkomulagi og kona sú, sem sér um viðgerðirnar í Árnasafni mun vera mjög hæf í starfi sínu. Það eru einnig góð ar fréttir að þessu máli skuli hafa verið hreyft í sænska þinginu, þótt við vissum raunar fyrir að í Svíþjóð eru allmargir menn sem eru því hlyntir að við fáum þau forníslenzk handrit, sem þar eru varðveitt. HALLGRÍMSKIRKJA Frambald ai 16 siðu hluti kirkjunnar verður tekinn í notkun í haust. Næsta verkefni verður svo sjálf- ur turninn, og er búizt við að lokið verði við hann á árinu. Aðspurð- ur sagði Jörundur að betra væri að ljúka við turninn fyrst, frekar en miðbygginguna — skipið — þar sem reisa þyrfti mjög dýra vinnupalla. Pallar þessir koma til með að kosta hálfa milljón króna, og það yrði of dýrt að rífa þá nið- ur og setja þá svo upp aftur seinna. Ekki kvaðst Jörundur geta sagt að svo komnu, hvenær byrj- að yrði á miðbyggingunni. HÁLF MILLJ............ Framhaid al 16 síðu. ráðinu og hafa ekkert verið yfir- heyrðir vegna þess. Hallgrímur Thomsen, lögmaður, sem sér urp málið fyrir útgerðina, bíður nú nánari fyrirmæla að heiman og vitneskju um það, hvort trygging verður sett fyrir allri upphæð- inni fyrir mánudagsmorgun. Fráttaritari Tímans hitti Jó- hann Örn Matthíasson um borð í Gullfossi í morgun. Gunnar Halldórsson hringdi í hann í morgun og lofaði að senda hon- um peninga og kvaðst myndi biðja annan vélstjóra, sem er um borð, að elda mat. MYGLAÐ BRAUÐ Framhald at 16. síðu. plastumbúðirnar fyrr en þau eru orðin vel köld. Hins vegar þarf ekki að kæla brauðið undir stofu- hita, þar eð brauðbúðirnar eru ekki kældar, og hið sama gildir um þá staði í kjörbúðunum, sem brauð eru geymd á. Hins vegar er nú í uppsiglingu nýtt fyrirtæki sem mun selja brauð innpökkuð í sérstakar um- búðir, og eiga þau að geymast miklu betur en brauð í þeim um- búðum, sem nú eru notaðar. HORNLEIKARI Framhald af bls. 16 í gærkvöldi til að blása í hornið fyrir Herbert Hriberschek, sem varð að leggjast á spítala. Þegar herra König heyrði, að við vorum að tala um þennan unga mann frá London, sem á að fylla tölu horn leikaranna apnað kvöld, sagði König:,, Já, hann með skeggið, hann er ágætur og svo nauðalík- ur Brahms, að við fórum strax að kalla hann Brahms.“ Þessi ungi hornleikari heitir annars Frank Hawkins. Tónleikarnir annað kvöld verða hinir fyrstu á síðara misseri, sem býður upp á íslenzka einleikara á þrennum tónleikum, Rögnvald, Einar Vigfússon sellóleikara og Ingvar Jónasson fiðluleikara en meðal erlendu leikaranna verða Wilhelm Stross og Josef Suk á fíðlu, og Jörg Demus og Anker Blyme á píanó. Við hittum Frank Hawkins, hornleikara, snöggvast að Hótel Sögu í kvöld. Hann kvaðst hafa fengið upphringingu í gærkvöldi frá Bernadr Walton, klarinettleik- ara (sem lék hér einleik í Mozart- konsert með sinfóníuhljómsveit- inni á síðustu tónleikum) og verið beðinn að fljúga til Reykjavíkur eftir nokkra klukkutíma til að leika í staðinn fýrir hornleikara, sem forfallaðist, en hljómsveitar- stjórinn taldi nauðsynlegt, að fjórir hornleikarar væru mættir á hljómleikunum. Hawkins sagðist hvergi vera fastráðinn, en hér hefði hann samt skamma viðdvöl, flýgur aftur út á föstudagskvöVl, því að hann á að leika á sinfóníu- tónleikum í London fyrir helgina. Þetta er í annað sinn,'sem hann tekur þátt í tónleikum erlendis, fór fyrir nokkrum árum með Birm ingham-sinfóníuhljómsveitinni í tónlcikaför til meginlandsns. Frank Hawkns kvaðst hafa verið skólabi'óðir Einars Vigfússonar, sellóleikara, á tónlistarskóla í London fyrir allmörgum árum. Innilegar hjartans þakkir vottum við öllum þeim, sem auð- sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför manns- ins míns, föður og tengdaföður, Guðmundar Guðmundssonar bónda, Högnastöðum. Sérstakar þakjtir færum við læknum og hjúkrunarliði Lands- spítalans fyrir góða hjúkrun. Kristbjörg Sveinbjarnardóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Sigurfinnur Sigurðsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Guðbrandur Kristmundsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ásgrímur Guðmundsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Böðvar Ingi Ingimundarson. Jarðarför konunnar minnar, Margrétar Jónsdóttur, Suðurgötu 26, sem andaðist 28. f. m. ,fer fram frá Dómkirkjunni föstudag- inn 5. febrúar kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeir sem kynnu að vilja minnast hinnar látnu eru beðnir að láta Krabbameinsfélag íslands eða líknarstofnanir verða þess aðnjótandi. Jón Ólafsson. Maðurinn minn, O. Kornerup Hansen forstjóri, lézt að heimili sínu, Suðurgötu 10, 3. febrúar s. 1. Guðrún Kornerup-Hansen. Litla dóttir okkar, Kristín, andaðist á sjúkrahusi Akraness þann 1. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Borgarneskirkju lauggrdaginn 6. febrúar og hefst kl. 14. Indríður Lárusdóttir, Hermann Jóhannsson, Sæunnargötu 4, Borgarnesi. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för móður okkar og eiginkonu minnar, Sigríðar Þorgeirsdóttur Thorsteinson Birgir, Gunnar og Axel Thorsteinson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.