Tíminn - 04.02.1965, Side 11

Tíminn - 04.02.1965, Side 11
FIMMTUDAGUR 4. febrúar 1965 TfMINN 90 um á hné sér og horfði beint fram fyrir sig. Dómararnir hiðu eftir því, að ég byrjaði ræðuna. Fyrst í stað var ég skelfingu lostinn. Hver einasti maður í salnum horfði á mig og ég sá andlitin eins og í þoku. Svo heyrði ég mína eigin rödd eins og úr f jarska: — Háttvirtu herrar, dómarar þessa heiðraða réttar. Upp- reisnin sem ég er sakaður um, er svo alvarlegur glæpur, að hann hlýtur að vekja viðbjóð allra, og sá, sem er sak- aður um að hafa drýgt hann, má virðast hafa drýgt ófyrir- gefanlega synd. Ég er svo óhamingjusamur að standa hér fyrir dómstóli, ákærður um þennan hræðilega glæp. Mér er það ljóst, að líkurnar eru á móti mér, en það eru líka aðeins líkurnar, og ég lýsi því yfir fyrir þessum rétti, að ég er saklaus af þessum glæp. Þegar ég var kominn af stað, náði ég aftur valdi a mér. Ég mundi eftir ráði herra Graham og las hægt og með áherzlum. Ég skýrði frá samtali mínu og Christians nótt- ina áður en uppreisnin var gerð, og sýndi fram á, að við hefðum ekki rætt um uppreisnina. Því næst skýrði ég frá því, þegar skipið hefði verið tekið, og hver afstaða mín hefði verið. Ég skýrði frá samtali mínu pg herra Purchells og Nelsons, sem báðir höfðu vitað, að ég ætlaði að fara í bátinn. Ég sagði frá því, að ég hefði farið undir þiljur ásamt Nelson, til þess að sækja fötin mín, áður en ég færi í skipsbátinn, ennfremur minntist ég á það, að mér hafði flogið í hug, hvort ekki væri hægt að ná skipinu aftur. Ég skýrði frá því, að við Morrison hefðum báðir staðið vopn- aðir kylfum og beðið færis að ráðast á Thompson, og hvernig þetta tækifæri hefði gengið okkur úr greipum, og að lokum hefðum við Morrison hlaupið upp á þiljur, en séð þá, að við vorum orðnir of seinir. — Herrar mínir, sagði ég að lokum. — Það er hræði- lega óheppilegt, að þeir þrír menn skuli nú vera dauðir, sem hefðu getað sannað það, að ég segi satt. John Norton. bátsstjóri vissi um þá ákvörðun Christians, að fara frá skip inu nóttina áður en uppreisnin varð. Hann smíðaði litla flekann handa Christian. En Norton er ekki á lífi. Herra Nelson dó í Batavia — og Robert Tinkler, sem heyrði allt samtal mitt og Christians, hefur farizt ásamt skipi sínu. Ég skil það, að örlögin hafa verið mér glettin. Og þar sem mig vantar þessi þrjú vitni, get ég einungis beðið ykk- ur að trúa mér. Mér er það jafnmikils virði og lífið sjálft, að ekki falli blettur á nafn mitt. Ég bið ykkur að minnast þess, að mig vantar þau vitni, sem áreiðanlega hefðu getað sannað sakleysi mitt. Svo fel ég mig náð hins heiðraða réttar. Mér var ómögulegt að mynda mér skoðun á því, hver áhrif varnarræðan mín hafði haft á dómarana. Hood lá- varður studdi hönd undir kinn og hlustaði á mig alvarleg- ur af mikilli athygli. Ég leit í flýti á hina. Sumir þeirra skrifuðu hjá sér athugasemdir, skipstjóri nokkur, langleit- ur og fölur í andliti, sat og horfði i gaupnir sér. Það var hægt að láta sér detta í hug, að hann svæfi. Ég hafði áður veitt honum athygli. Hann hafði alltaf setið í sömu stelling- um og látið sem hann tæki ekki eftir neinu. Hann kom föngunum oft á óvart með spurningum sinum. Og ekkert atriði lét hann fara fram hjá sér, hversu ómerkilegt, sem það virtist vera. Hann bar fram spurningar sínar, án þess að líta upp. Annar dómari, sem ég var mjög hræddur við, sat vinstra megin við Hood lávarð, fjarst honum, næstur vitnastúk- unni. Klukkutíma eftir klukkutíma sat hann hreyfingar- laus, ejns og hann væri höggvinn í marmara. Þegar hann var búinn að koma sér fvrir í sæti sínu við borðið, voru það aðeins augun, sem fengu að hreyfast. Augnaráð hans var kvikt og snöggt, eins og sverðstungur. Þegar ég hafði lokið frásögn minni, horfði hann á mig andartak. Og þó að hann liti á mig aðeins andartak, fór hrollur um mig. Ég minntist þess, sem Hamilton iæknir hafði sagt við mig: Þetta er saga, sem maður gæti búizt við, að gáfað liðs- foringjaefni byggt til, til þess að sleppa við hegningu. Eftir svip dómaranna að dæma, virtust mér allir dómar- GEORGES SIMENON 8 sannfærður um, að ég sitji um líf hans. Stundum skiptir hann um glösin okkar, þegar við erum að borða án þess að fela það. Horfir jafnvel á mig spotzkur í bragði. Hann snertir ekki á matn um fyrr en ég hef tekið fyrsta munnbitann. Stundum hef ég kom ið að honum þar sem hann er að róta í eldhússkápunum. — Ég veit ekki, hvað dr. Stein- er hefur sagt við hann . . . — Fóruð þér með honum til dr. Steiner? — Nei. Xavier sagði mér, að hann hefði farið þangað. Af hans hálfu var það líka eins konar ögr- un. Hann sagði við mig: — Ég veit, að þú ert að reyna að sannfæra mig um það, að ég sé geðveikur. Þú gerir það mjög kænlega, smám saman, notar þín- ar eigin aðferðir. En nú skulum við sjá hvað sérfræðingur hefur til málanna að leggja. — Sagði hann yður frá árangr- inum af geðrannsókninni? — Hann sagði ekki neitt, en síðan — það er am bað bil mán- uður síðan — þá hefu>' hann horff á mig með lítilsvirðandi hæðnis- svip. Ég veit ekki, hvort þér skilj ið hvað ég er að fara. Eins og maður sem býr yfir leyndarmáii og iðar í skinninu af kæti. Hann sleppir mér varla úr augsýn. Hann fylgir mér eftir með augunum. Mér finnst hann sífellt hugsa: , — alit í lagi, stúlkutetur. Farðu þínu fram. Þú nærð ekki takmarki þínu, því ég veit bet- ur. . — Og í morgun veittuð þér hon- um eftirför, sagði Maigret, eruð þér vön að njósna um hann? — Ekki daglega því ég þarf auðvitað að stunda mína vinnu. Venjulega förum við saman frá Avenue de Chatillon klukkan hálf níu og tökum sama vagninn til Rue des Pyramides. Svo fer ég í búðina í Rue Saint-Honoré en hann heldur áfram til Louvre. En eins og ég hef sagt yður, þá hef- ur nafn yðar oft verið nefnt okk- ar á milli í seinni tíð. Og fyrir tveim dögum sagði hann ógn- andi röddu: — Hvað sem þú gerir og hversu kænlega sem þú ferð að, þá er alltaf einn, sem veit.“ Hún bætti við: — Ég skildi að það voruð þér, sem hann átti við. í gær veitti ég honum eftirför til Louvre og beið við starfsmannadyrnar tii að ganga úr skugga um, að hann færi ekki '* ''F'ur. og í morgun ék ég sama leik. . . — Og b' igdust með hon- um hingað? Hún játti því án þess að blikna og laut fram til að drepa í síga- rettunni í öskubakkanum. — Ég hef reynt að segja yður, hvernig allt er í pottinn búið. Nú er ég reiðubúin að svara spurn- ingum yðar. Það voru aðeins hendurnar — hún spennti greipar um krókó- dílaskinntöskuna — sem komu upp um taugaóstyrk hennar. Þriðji kafli. Systirin frá-Ameríku. Um morguninn hafði hann ver- ið annars hugar og allt að því fráhrindandi í viðmóti við sér- fræðinginn í rafmagnslestunum, það hafði verið einskonar ósjálf- rátt áhugaleysi, sem var fremur í ætt við sljóleika, nánast eins og að ganga í svefni. Það höfðu ekki skapazt nein tengsl á milli þeirra, eða réttara sagt ekki fyrr en um seinan. En þar sem hann sat gegnt frú Marton beitti hann hinu sjálfráða og áunna áhugaleysi sínu sem gafst honum svo oft vel í starfi sínu, hann hafði gert sér upp þetta áhugaleysi á fyrstu starfs- árunum, þegar hann enn hafði ekki yfirbugað feimnina. Tilgang- ur hans var sá að rugla þann í ríminu, sem hann var hættur að taka eftir. Svo virtist, sem hún léti sig það engu skipta og hún leit á hann eins og barn, sem virðir fyrir sér stóran skógarbjörn, sem ekki skýtur þvi skelk í bringu en þó er allur varinn góður. Hún hafði haft orðið frá því hún kom inn og klykkti út með þessum orðum, sem sárasjaldan heyrðust í skrifstofu Maigrets: — Nú bíð ég aðeins eftir yðar spurningum. . . Hann fór sér að engu óðslega en tróð í pípuna í makindum. Svo sagði hann allt í einu: — Hversvegna komuð þér eig- inlega til að segja mér allt þetta? Og þar sló hann hana út af laginu. Hún hóf máls: — Já, en . .. Hún pírði augun eins og hún væri nærsýn og vafðist tunga um tönn. Svo hélt hann áfram í sama tón og embættismaður, sem ein- ungis vill gera skyldu sína en hefur að öðru leyti engan áhuga á málinu: — Viljið þér, að maðurinn yð- ar verði settur á hæli? Nú roðnaði hún af vonzku, aug un skutu gneistum og hún svar- aði: — Ég held ég hafi ekki látið nein orð falla í þá átt. Henni hafði orðið svo mjög um þetta, að hún sýndi á sér farasnið. — Ég bið yður. . . takið þessu með ró. Ég fæ ekki séð hvers- vegna ofur eðlileg spurning af þessu tagi kemur yður úr jafn- vægi. Er það ekki í stuttu máli það, sem þér komuð til að segja? Gleymið ekki að þetta er bæki- stöð glæpalögreglunnar, sem fæst við glæpi og lög í fyrsta lagi sögðuð þér mér að maðurinn yð- ar um margra ára skeið hafi þjáðst af ofsóknaræði. . . — Ég sagði. . . — Þér sögðuð ofsóknaræði. Og hátterni hans vakti með yður ugg og ótta, svo að þér ráðlögðuð hon- um að leita geðlæknis. .. _____________________________n — Ég ráðlagði honum. . . — Við skulum segja, að þér hafið ráðlagt honum að spyrja geðlækni ráða. Bjuggust þér við að hann yrði settur á hæli? — Ég bjóst við, að hann mundi meðhöndla hann. — Gott. Það gerði hann líka. — Um það veit ég ekkert. — Þér hafið farið á fund dr. Steiners og hann skaut sér bak við þagnarskyldu sína. Hún starði á hann og hver taug virtist þanin, hún bjó sig undir næstu lotu. — Hefur maður yðar tekið nokkur lyf síðan hann var hjá lækninum? — Ekki svo ég vili. — Hefur hátterni hans breytzt? — Hann virðist jafn þunglynd- ur. — Þunglyndur, en ekki æstur? — Ég veit ekki. Ég veit ekki, hvað þér eruð að fara. — Hvað óttist þér? í þetta sinn þagði hún meðan hún hugleiddi hvað fólst í spurn ingunni. — Eigið þér við hvort ég ótt- ist manninn minn? — Já. — Ég er hrædd vegna hans, en sjálfan hann óttast ég ekki. — Hversvegna? — Því ég get varið mig, 'hvað sem í skerst. — Nú skulum við snúa okkur að því sem ég minntist á í upp- hafi máls míns. Hversvegna eruð þér hingað komin? — Vegna þeSs að hann kom til yðar í morgun. — Vissuð þér, hvað hann ætl- aði að segja mér? — Hefði ég vitað það, þá. . . Hún beit á vörina. Ætlaði hún ekki að halda áfram: . . . þá hefði ég ekki þurft að ómaka mig hingað. Maigret fékk ekki tóm til að hugsa málið því nú hringdi sím- inn. —Halló, þetta er Janvier. . . ég er inni á næstu skrifstofu. . . ég fékk að vita hver er hjá þér og vil helzt ekki sýna mig. . . Ég vildi gjarnan tala við yður andartak. . . — Ég kem. . . Hann reis á fætur og bað hann afsaka sig. — Leyfist mér? Það er ' áríð- andi mál, sem ég hef með hönd- um, Tekur enga stund. Inni á varðstofunni sagði hann við Lucas: — Verið hér úti á gangi og ! ef hún reynir að stinga af, þá hindrið hana. Hann hafði lokað millihurð- inni á eftir sér. Torrence hafði látið sækja öl og ósjálfrátt drakk Maigret það með mikilli velþókn- un. — Nokkuð nýtt? — Ég fór á staðinn. Þér þekk- ið Avenue de Chatillon. Það mætti halda að þetta væri sveita- þorp. Númer 17 þar sem þau búa er nýlegt hús úr gulum múrsteini, flestir leigjendurnir eru verzlun- arfólk og skrifstofumenn. — Það virðist vera bamafólk á öllum hæðum. — Martons-hjónin búa ekki í sjálfu húsinu. Þarna hefur áður staðið höll sem búið er að rífa en hallargarðurinn stendur enn, og hinum megin við hann tveggja hæða hús. — Utan á húsinu er stigi, sem gengur upp á efri hæðina, þar eru tvö herbergi og geymsla. — Nú eru átján ár síðan XavL er Marton sem þá var ókvæntur leigði þessa íbúð, neðri hæðin var þá trésmíðastofa og forhlið- in er tómir gluggar. — Svo hvarf smiðurinn á brott. Marton leigði neðri hæðina og innréttaði þar anzi gott herbergi, sem er hvorttveggja í senn, vinnu- stofa og dagstofa. — í heild er þetta notaleg og falleg íbúð. Hún líkist ekki öðr- um heimilum. Ég stakk fyrst upp

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.