Tíminn - 04.02.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.02.1965, Blaðsíða 7
ÞINGFRETTIR ÞINGFRETTIR 7 FIMMTUDAGUR 4. febrúar 1965 TÍMIMW FRAMLOG TIL NYRRA VEGA EIGA AD FARA LÆKKANDI! Árleg aukning á framlögum til vegaviðhaldsins á að fara lækkandi miðað við það, sem verið hefur, og aðeins á að ráðstafa 3.2 milljónum króna árlega til framkvæmda við gerð nýrra hraðbrauta. — Vegaáætlunin stefnir í algert ó- efni. — Stefna Framsóknarmanna er, að allar tekjur af umferð renni til vega- kerfisins, en ríkissjóður hirðir nú um 500 milljónir króna af tekjum af umferð- inni til annarra þarfa. Ríkissjóður liirðir nú um 500 milljónir króna árlega af umferðinni í landinu umfram það, sem lagt er til vegamálanna af tekjum, sem umferðin skapar. Skv. vegaáætlun ríkis- stjómarinnar, sem liún hefur lagt fyrir Alþingi, og ætlað er að gildi fyrir næstu fjögur ár, þ.e. 1965-1968, á framlag til nýbyggingar þjóðvega að fara lækkandi á næstu árum, og þegar á þessu ári á það að lækka um 9% frá árinu 1964, og á árinu 1968 á það að vera enn lægra en það á að vera í ár. Þá á aðeins að verja 10 millónum króna árlega til byggingar hraðbrauta, en þar af fara 6.8 milljónir króna í afborganir og vexti af lánum, sem búið er að verja, eða aðeins 3.2 millj. á ári, og geta menn gert sér í hugarlund, hver „stórvirki” verða fyrir þá upphæð unnin, með samanburði við kostn- aðinn við gerð Keflavíkurvegar. Þá á árlegt framlag til vegaviðhalds aðeins að hækka um 15 milljónir á næstu 'fjórum ámm, þrátt fyrir geysilega aukningu umferðar, aukna þungaflutninga á vegum og og lengingu vegakerfis- ins, en til samanburðar má geta þess, að frá 1962 hefur ár- legur kostnaður við vegaviðhaldið vaxið um 30 milljónir króna, og hefur það þó hvergi nærri verið fullnægjandi, — en vonir manna, sem treystu því, að úr myndi rætast með nýjum vegalögum og vegaáætlunum, hafa greinilega staka þætti í nýlbyggingu vega Það á að verja 10 milljónum króna árlega tii hraðbrauta. Þar af fara 6.8 milljónir í vexti og af borganir af lánum, sem búið er að vinna fyrir. 3.2 milljónir eiga að fara í framkvæmdir á ári og sú fjárhæð dugir aðeins til afborg- ana af litlu láni, þótt lánsfé væri útvegað í brýnustu verkefnin. All- ir sjá því að lítið verður gert næstu árin í byggingu hraðbrauta, nema fjárframlög til þeirra verði verulega aukin á áætlunartímabil- inu. Það sama gildir um þjóð- brautir og landsbrautir, þar verð- ur sáralítið gert nema verulegt aukið fjármagn komi til. Sýnilegt væri, að afgreiða yrði vegaáætluninina með lánsfjár-i heimildum til allra flokka nýbygg- j ingarinnar, og ætti Alþingi einnig að skipta þeim heimildum milli! kjördæma og þingmenn kjördæm- anna svo að skipta þeim í kjör- dæmin í samráði við vegamála- stjóra, þannig að stjórn þessara mála væru raunverulega1 í hönd- um Alþingis. brugðizt. Ingólfur Jónsson, samgöngu- málaráðherra, hafði í gær fram- sögu fyrir tillögu til vegaáætlunar fyrir árin 1965 til 1968, en hún var lögð fyrir þingið 10. des s.l. Ingólfur gat um helztu atriði áætl unarinnar, en hennar hefur áð- ur verið getið hér í blaðinu og helztu atriði hennar rakin. Halldór E. Sigurðsson sagði, að þessi vegaáætlun ylli vonbrigðum vegna þess að vegasjóður hefði greinilega miklu minni tekjur en til þyrfti til að ná því marki, sem keppt hefði verið að. Halldór sagði, að verið hefðu uppi tvær stefn- ur í þessum málum. Annars vegar stefna Framsóknarflokksins, sem hann hefði markað með flutningi frumvarps á árunum 1960 og ’61 um vega- og brúasjóð, þess efnis, að sérskattar af umferðinni. benz- ínskattur og bungaskattur rynni til nýbyggingarvega, en ríkissjóð- ur legði fram fé til að standa straum af stjorn vegamála og vegaviðhaldiHin stefnan, sem of- an á varð, var sú, að vegasjóður fengi aðeins hluta af tekjum af umferðinni og skyldi jafnframt nýbyggingum einnig standa undir kostnaði við stjórn vegamála og vegaviðhaldi, en vegaviðhald fer stórvaxandi með aukinni umferð og meiri þungaflutningum jafn- framt aukningu vegakerfisins og því sýnilegt að fjármagn til ný- bygginga að óbreyttum tekjustofn- um verður sífellt minna, því að kostnaður við vegaviðhaldið eykst meira en tekjurnar. Á þessu ári má áætla, að tekjur ríkissjóðs af árssköttum, leyfis- gjöldum og almennum tollum af bifreiðum og bifreiðavarahlutum, verði hvorki meira né minna en 500 millj. króna meiri en það, sem fer til vegamálanna af tekjum af umferðinni. í okkar landi, þar sem svo geysilega mikið er ógert í vegamálum, er óhugsandi að láta umferðina verða slíka tekjulind fyrir ríkissjóð án þess að leggja meira fé til nýbyggingar vega og viðunandi lausn á þessum málum, er ekki önnur en sú, að láta allar tekjur af umferðinni renna til vegakerfisins. Á árunum 1962—65 hækkar ár- legt framlag til vegaviðhalds um 30 milljónir, en á tímabilinu 1965 til 1968 á þgð aðeins að hækka um 15 milljónir Það á að vera 90 milljónir i ár en á að hafa hækkað aðeins 105 milljónir ár- ið 1968, þrátt fyrir stórlega aukna umferð og meiri þungaflutninga og lengra vegaicerfi Halda menn að verði vel séð fyrir vegaviðhaldi með þessum fjárveitingum? Það hlýtur að verða að afla verulegs fjármagns á áætlunartímabilinu til vegaviðhaldsins. Sömu sögu er að seg.ia um ein Sigurvin Einarsson óskaði eftir því, að samgöngumálaráðherra hefði upplýsing- ar um skiptingu viðhaldsfjárins milli einstakra kjördæma við síð ari umræðu máls ins. Sigurvin sagði, að miklir annmarkar væru á því að afgreiða vegaáætlun til fjögurra ára í senn og taldi sýni-| legt að þróunin yrði sú ,að Al- þingi notaði heimild sína um end- urskoðun á tveggja ára fresti. Þá væri ótækt að afgreiða vegaáætl- un eftir afgreiðslu fjárlaga, hana yrði að afgreiða á undan eða sam- tímis, þannig að svigrúm gæfist til að jafna metin, ef Alþingi sýndist það nauðsynlegt. Nú væri þessu þannig háttað, að búið væri að ákveða í fjárlögum þessa árs ákveðna upphæð til vegamála, á sömu og í fyrra, og svo ætti þessi upphæð að standa óbreytt næstu fjögur ár, hvað sem liði fram- kvæmdakostnaði og verðbólgu og öðru því, er áhrif hefði. Engum gæti dulizt að með vega- áætluninni væri stefnt stórlega aftur á bak í vegagerðinni. Fram- lög til nýbygginga þjóðvega eiga að lækka á þessu ári um 9% frá því, sem var á síðasta ári og á áætlunartímabilinu eiga framlög til nýbygginga ekki að fara vax- andi, heldur lækkandi, og er áætl-j að að 3% minna fjármagn fari til j nýbyggingarinnar 1968 en 1965, og framlög til brúargerða eíga að standa í stað. Taldi Sigurvin ó- trúlegt að þingmenn gætu sætt sig við slíka þróun þessara mála — Fleiri tóku ekki til máls, og TÓMAS KARLSSON RITAR ivar tillagan afgreidd til síðari um-| lræ?iu og fjárveitinganefndar. Á ÞINGPALLI ★ Guðmundur f. Guðmundsson, utanríkisráðherra, svaraði í gær fyrirspum frá Ragnari Amalds um afstöðu ríkisstjórnarinnar til kjarnorkuflota Atlantshafsbandal., og hvernig ríkisstjómin hygðist fara með atkvæði íslands, ef hún þyrfti að taka afstöðn til málsins í Atlantshafsráðinu. Sagði ráðherrann, að viðræður um kjarnorkuflotann liefðu ekki farið formlega fram innan Atlantshafsbandalagsins, heldur milli einstakra þjóða bandalags- ins. Ekkert samkomulag liefur orðið um þetta mál, og litíil líkindi fyrir því, að samkomulag verði á næstunni, og ennfremur óvitað, hvort slíkt hugsanlegt samkomulag verði tengt Nato og með hvaða hætti, ef svo yrði. Engin leið væri á þessu stigi meðan enginn veit, hvemig málið ber að, að vita, hver afstaða fslands yrði. •Ar Ragnar Arnalds sagði, að Danir og Norðmenn hefðu tekið nei- kvæða afstöðu gegn kjamorkuflotanum fyrst og fremst vegna þess, að þeir væm andvígir dreifingu kjaraorkuflota, en með honum yrði stigið fyrsta skrefið að því að veita Vestur-Þjóð verjum full yfirráð yfir kjarnorkuvopnum, en það sækja þeir fast. Ekki væri við því að búast, að þeir, sem ekki hefðu haft sjálfstæða skoðun á utanríkismálum íslands hefðu það frekar nú. Ennfremur spurði Ragnar um það, hvort ríkisstjórnin vildi gefa yfirlýsingu um það, að kjamorkuvopn yrðu ekki leyfð á íslenzku landi eða í íslenzkri landhelgi í framtíðinni. Margir teldu, að tengsl væru á milli hins fyrirhugaða kjarnorkuflota og fyrirhugaðra framkvæmda Hvalfirði. ir Utanríkisráðherra sagði, að ríkisstjórnin vildi ekki né. gæti gefið yfirlýsingu um það, hverwig háttað yrði afstöðu til kjam- orkuvopna hérlendis í framtíðinni. ir Emil Jónsson, sjávarútvegsmálaráðherra, svaraði fyrirspum frá Birni Jónssyni og Ragnari Arnalds um starfrækslu tunnuverk- smiðjanna á Siglufirði og Akureyri. ir Emil gaf all-ýtarlegar upplýsingar um málið. Sagði hann, að Inn* lendu tunnurnar væra miklu dýrari en innfluttar. Á lager á Akureyri kostaði hver tunna kr. 214,25 og ofan á það verð bættist 25 króna flutningskostnaður. Innflutt tunna frá Noregl kostaði hins vegar kr. 165,00 komin hingað, c.i.f. með tollum. Tunnur frá verksmiðjunni á Akureyri hefðu verið dýrari en frá verksmiðjunni á Siglufirði. Þrír möguleikar kæmu einkum til greina varðandi Akureyrarverksmðjuna: Byggja nýja verksmiðju á Oddeyri ,reisa 30 þús. tunna geymsluhús við verksmiðjuna, er kosta myndi 2,5—3 milljónir króna, eða leggja niður verk- smiðjuna, sem sumir teldu ráðlegt, þar sem skortur væri á vinnuafli á Akureyri. Framleiðsla hefst í nýju verksmiðjunni á Siglufirði í þessum mánuði, en gamla verksmiðjan brann til kaldra kola, eins og kunnugt er. Áætlaður kostnaður við byggingu nýju verksmiðj- unnar er 6.5 milljónir, og geymsluhús inun kosta um 5 milljónir króna, en það er enn óbyggt. F.kki liefur verið tekin ákvörðun um, hve mikið verður framleitt á Siglufirði í vetur, en reiknað er með að framleiða 20 þús. tunnur á Akureyri, en tunnubirgð- ir eru nú um 77 þús. Björn Jónsson átaldi það. að ekki hefði verið byggt geymslu- hús fyrir verksmiðjuna á Akureyri, en skortur á haganlegu geymsluplássi hefði staðið verksmiðjúnni fyrir þrifum og aukið mjög rekstrarkostnað hennar ,en stjórn verksmiðjanna sem er síldanítvegsnefnd, hefur ekki ráðizt í framkvæmdina, þótt láns- heimild hefði verið veitt 1957. Kvað Bjöm 20 þús. tunna fram- leiðslu í Akureyrarverksmiðjunni í vetur, eins og hún væri nú ákveðin, svara til 40 daga vinnu. — Einnig tóku þátt i þessum umræðum Jónas Rafnar og Hannibal Valdimarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.