Tíminn - 04.02.1965, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 4. febrúar 1965
TÍIWINN
æai
Um þessar mundir gefst óvenjulegt tækifæri hér í Reykjavík til að siá á sviði 'eikrit eftir hið
unga leikritaskáld Bandaríkjanna, sem mest orð hefur farið af síðasta áratuginn, Edward Al-
bee. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó er enn verið að sýna fyrsta leikrit hans: „Sögu úr dýra-
gerðinum#/, og sýningar Þjóðleikhússins standa nú sem hæst á lengsta leikriti hans: „Hver er
hræddur við Virginíu Wolf?" Hér fer á eftir útdráttur, sem enskur blaðamaður átti við skáldið
Til hvers ætlast fólk
af leikskáldunum.. ?
— Það hefur verið haft eft-
ir yður ýmislegt athyglisvert
um þann greinarmun, sem
þér gerið á samúð annars veg-
ar og hins vegar meðaumkun
eða vorkunnsemi. Vikuritið
Time gagnrýndi leikritið „Hver
er hræddur við Virginíu
Woolf?'1 fyrir það, að höfund
urinn hefði enga samúð með
sögupersónum sínum. Mér hef
ur skilizt, að þér séuð ekki
sammála Time um þetta at-
riði.
— Nei, hreint ekki. Vorkunn
semi eða meðaumkun er að
mínu viti samúð með tilfinn-
ingavæmni í bland. Vorkunn-
semi álít ég vera lítillækkandi
fyrir þá manneskju, sem vor-
kennt er. Samúð er ekki lítil-
lækkandi. Eg hef ekkert með
vorkunnsemi að gera — að-
eins samúð.
— Finnst yður áheyrendur
yðar eða leihúsgestir ættu að
vera sama marki brenndir?
— Vissulega þykir mér það
æskilegast. En það er oftast
meinið, að teikhúsgestir gera
sér helzt títt um væmnari hlið
ina á hlutunum, sýna meira á-
huga vorkunnsemi en samúð,
láta sig meira skipta tilfinn-
ingavæmni en ærlegar tilfinn-
ingar. Eg lít svo á, að vorkunn
semi sé sjálfselskufull geðs-
hræring. Samúð er hinsvegar
hugarástand, sem tekur þátt í
kjörum annarra. Tilfinninga-
B semin er falskt eða óekta fyr-
% irbæri, þar sem tilfinningin er
ekta og ósvikið.
— Þér hafið sagzt skrifa til
að róta við leikhúsgestum eða
koma þeim í geðshrærrngu. Er
bað rétt?
— Ekki er það nú ástæðan
t'yrir því að ég skrifa. Eg býst
við að ég hafi verið leiddur í
gildru til að segja eitthvað í
þá átt, að með því að skrifa
væri mér mest í mun að stugga
við fólki. En sannleikurinn er
sá, að ég skrifa fyrir sjálfan
mig, íyrir mig sem áheyranda
og áhorfanda. Ef annað fólk
vildi slást í för með mér 1 leik
húsið, þá fyndist mér það
hreinasta fyrirtak. Eftir að ég
hef lokið við leikrit og fólk
er farið að tala um það, þá
kemur verkið mér fyrir sjónir
eins og það væri eftir einhvern
allt annan mann og ég á til að
t'ara að geta mér eitt og annað
til um „tilgang“ höfundar með
verkinu. Og það veit trúa mín.
að heima í New York, þ.e.a.s.
utan Broadway — því á Broad-
way eru leikhúsgestir eins og
glerkýr — gerðist það nærri
á hverri sýningu á Sögu i dýra-
garðinum og Ameríska
iraumnum, að leikhúsgestir
risu á fætur ævareiðir, og
æptu á leikarana áður en þeir
gengu út; „Farið þið í heitasta,
hvernig dettur ykkur í hug
ð tala svona, hvernig þorið
ið að móðga mig?“ Segja
mætti, að það leikrit sé áhrifa
mikið, sem dregur þennan dilk
á eftir sér'. En samt kysi ég
fremur að fólk væri kyrrt en
gengi út, því að fólk, sem geng
ur út, truflai þá sem sitja
kyrrir. En það er um tvennt
að velja, annaðhvort hefur
verkið áhrif á fólk eða lætur
það gersamlega ösnortið. Og
ég mundi bölva öllu í sand og
ösku, ef fólkið léti sér á
sama standa. Mér er sama
hvort það lætur sér líka verk-
ið eða hatar það, ef það bara
skellir ekki skollaeyrum við
því.
— Eg veit að þér hafið
ferðazt mikið um Evrópu og
Suður-Ameríku og víðar. Hvað
finnst yður vera að gerast þar?
Haldið þér að fremstu leikrita
höfundar komi þaðan?
— Já, ég býst við að París
sé miðstöð leikhúss 20. aldar
innar — hafi færzt þangað frá
Þýzkalandi. Brecht er nú dauð
ur, og hann er mishöndlaður
og rangtúlkaður um alla New
York um þessar mundir, en
samt er hann einstætt fyrir-
brigði. En mér er næst að
halda, að það sem helzt er að
gerast í leikhúsmálum líðandi
stundar, sé runnið undan rifj
um leikskálda, sem starfa í
París, og nefni ég þá fyrst og
fremst Beckett hinn írska,
lonesco hinn rúmenska, Genet
hinn franska. Þó er ekki laust
við að mér finnist Ionesco hálf
gert örvhentur listamaður.
Hann er ekki nándar nærri
eins þýðingarmikill eða girni
legur til fróðleiks og Beckett.
Genet og Brecht.
— En hvað um einhverja
af amerískum samtíðarmönn-
um yðar?
— Eigið þér fremur við hina
yngri, Jack Gelber, Jack Rich-
ardson og Arthur Kopit en
karla eins og Arthur Miller og
Thornton Wilder og Tennessee
Williams?
— Einmitt Hvað finnst yð-
ur um þeirra skerf?
— Þeir eru lifandi og þeir
eru að skrifa. og þeir skrifa
lifandi hluti, og sú staðreynd,
að við eigum fólk eins og Jack
Gelber, Jack Richardson og
Arthur Kopit sem eru að
skrifa t'yrir 'eikhúsið hér á
landi og syngja með sínu nefi
— meira eða minna — er virki
lega spennandi. En ég vona að
þér séuð ekki að mælast til
EDWARD ALBEE
að ég segi skoðun mína á þees-
um náungum?
— Nei, ég er að reyna að
komast til botns í því, hvar
þér teljið að leikhúsið sé með
mestu lífsmarki um þessar
mundir. Hverjir eru straumarn
ir og hvernig liggja þeir milli
Evrópu og Ameríku o.s.frv.
— Þetta er sífelldum breyt
ingum undirorpið. Eg held að
við séum að fjarlægjast hinn
natúraliska grundvöll, fjarlægj
ast Ibsen og Tsjekov. Nei, ég
vil ekki orða þetta svona, þvi
af þeim — Ibsen og Tsjekov —
verður alltaf gott að læra. En
ég held við séum að vaxa burt
frá því að nota tækni þeirra.
sem gengur undir nafninu
natúralískt leikhús. Hún hefur
nefnilega verið misnotað og
misskilin, þessi natúralíska
leikhúshefð. Raunveruleikinn
er ekki eins einfaldur og á
fyrri tíð, og ég hef grun
um, að leikhúsið. hið furðu
fulla nýja leikhús í Bandaríkj
unum, muni fást við endurmat
á eðli raunveruleikans og því
færast fjær hinni natúralísku
hefð
— Þér eruð ómyrkur i máli
um raunveruleikann, hafið
sagt. að þjóðfélag samtíðarinn
ar sé aðeins gervisamfélag í
stað raunverulegs. Hvað haldið
þér að valdi þessu?
— Það er fyrirhafnarminna.
— Með öðrum orðum af
tómri leti sprottið?
—Já. Siðferðilegri, vitsmuna-
legri og tilfinningalegri leti.
Fólk vll heldur fljóta sofandi
gegnum lífið en halda vöku
sinni.
— Við skulum tala svolítið
um Virginíu Woolf.
— Mér finnst hún ágætur
rithöfundur
— Nei, ég á ekki við hana,
heldur leikrit yðar. Hvers
vegna hættuð þér við súrreal-
ismanTi, sem einkennir „Sand
kassann“, „Sögu úr dýragarð-
inum“ og Ameríska draum-
inn“?
— Það er enginn súrreal-
ismi í Sögu úr dýragarðinum.
— Eingöngu raunsæi?
— Hm. num.
— Allt í lagi — en Amer-
íski draumurinn t.d.
— Þér eruð að tala um stíl
færslu.
— Hvers vegna sknfuðuð
þér „Ilver er hræddur við
Virginíu Woolf“? í allt öðrum
stíl en einkennir „Fjarstæðu-
leikhúsið“ eins og við þekk.i
um það? „Hver er hræddur við
Virginíu?“ er ekki af því
sauðahúsi eða er það?
— Eg er búinn að skrifa
fimm leikrit, og hvert í sínum
stíl ólíkum hinum. Fyrir einum
tveim árum fór ég að skriía
niður nöfn allra þeirra leikrita
höfunda, sem leikdómarar
sögðu að ég hefði orðið fyrir
áhrifum frá, en ég gafst upp
þegar talan var komin í 26.
Þar á meðal voru þrír höfund
ar, sem ég hafði aldrei lesið
eða séð. Þá tók ég mig til að
lesa verk þessara manna, og
viti menn, ég hlýt að hafa orðið
fyrir áhrifum frá þeim. Leikrit
hefur, að mínu viti, til að bera
form og inihald, efni og hátt
erni, grundvöll og stíl, sem
allt fer saman. Stíll manns sem
rithöfundar er rödd hans, tón-
tegundir, sem hann notar, ekki
allsráðandi hlutur, heldur það,
sem skáldið hefur eyra fyrir.
Tökum t.d. Tennessee Willi-
ams, sem hefur skrifað í nokkr
um stíltegundum, en öll leikrit
hans bera þó einkenni Tennes
see Williams — til allrar ham-
ingju. Hver sem les hann eða
heyrir, getur sagt með sanni
„já, þetta er Tennessee WiHi-
ams“ og svo, við tökum annan,
sem er auðþekktur, og við
segjum „svo sannarlega er
þetta Beckett." Það er hátterni
höfundar, sem við þekkjum
hann á, persónueinkennin, sem
er alls ekki sama og stíll leik-
skálds. M. ö. o. það sem flest
fólk meinar, þegar það talar
um stfl, á ekkert skylt við stfl.
— Þér sögðuð nýlega í hópi
háskólastúdenta, að ef Shake-
speare væri okkar á meðal,
mundi hann kannski stytta sér
aldur fremur en þurfa að svara
öllum þeim spurningum, sem
lagðar eru fyrir leikritahöfunda
nú á dögum. Hvað áttuð þér
við?
— Fólk virðist hafa miklu
meiri áhuga á manninum, sem
skrifar, en því sem hann skrif
ar Þetta hefur bókstaflega
eyðilagt margan stórefnilegan
höfundinn. Svo er guði fyrir
að þakka, að Melville þurfti
ekki að standa í slíkri spum-
ingahríð. Og það er' synd og
skömm að Whitman lenti í
þessu. Það sem ég meinti, var
að ef Shakespeare hefði verið
settur undir slíka smásjá og
orðið skotmark spyrla af þessu
tagi, hefði hann líklega heldur
kosið að ráða sig af dögum.
Annað hvort það eða flutt upp
í sveit. Það þarf bein til að
þola svona forvitið fólk, sem
gengur beint framan að mönn
um og spyr: „Hvers vegna skrif
ið þér?“ og þótt maður svari:
„Eg skrifa af því að ég er rit-
höfundur" lætur fólk sér það
ekki nægja, það heldur bara
áfram og spyr: „Segið okkur
hvernig þér skrifið." Og þá er
ekki um annað að gera en
þylja það, að maður fari á fæt
ur klukkan sjö á morgnana
skreppi í sundhöllina, snæði
morgunverð, fái sér sígarettu,
setjist við ritvélina og hamri
á hana í fjóra eða fimm tíma
þangað til maður sé búinn að
fá hausverk. En svona gengur
það fyrir sig. Maður gengur að
þessu eins og hverju öðru
verki. En fólk fussar og sveiar.
ef það fær ekki að vita meira.
Það virðist vilja — stórfurðu-
legt —hafið þér annars nokkra
hugmynd um. hvað fólk vill fá
að vita?
— Svo við snúúm okkar að
teikritunum, langar mig til að
Framhald ■’ 14 síðu