Tíminn - 04.02.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.02.1965, Blaðsíða 1
Aðils-Kaupmannahöfn, miðvikudag Danska stjórnin hefur tekið ákvörðun um það, að afhending íslenzku handritanna skuli fara fram jafnóðum og viðgerðum á þeim og ljósmyndun sé lokið, og munu þau verða afhent smám saman á 25 ára tímabili. Komin er fram í sænska þinginu fyrir- spurn um það, hvort ekki sé tímabært fyrir Svía að afhenda íslendingum þau forn handrit ís- lenzk, sem varðveitt eru í Sví- þjóð, en þau munu um 350 tals- ins. Danska útvarpið skýrði frá því seint í gærkvöldi, að danska rík isstjórnin hefði tekið ákvörðun um það, hvernig afhending hand ritanna fari fram. Berlingske Aft- enavis skrifar um þá frétt m. a.: Engin breyting er á stefnu stjórn arinnar í handritamálinu. Hún leggur áherzlu á að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Það virð ist fastákveðið í danska stjórnar ráðinu eftir því að dæma, r.ð K. B. Andersen, kennslumálaráðherra tilkynnti á fundi með handrita- nfend þingsins, að ríkisstjórnin hefði ákveðið á hvern hátt af- hendingin skuli fara fram. Handritin verða afhent smátt og smátt, eftir því sem hvert þeirra um sig er tilbúið til afhendingar, en búizt er við því að undirbún ingsvinnan taki um 25 ár. Enn fremur segir blaðið. Þar með er raunverulega öllum breytingum á frumvarpinu um afhendinguna vís að á bug. Þær kæmu því aðeins til greina, að einhuga þingnefnd krefðist þeirra og eins og hand ritanefndin er skipuð er sá möguleiki ekki fyrir hendi. Fréttaritari Berlingske Tidende í Stokkhólmi skrifar: Umræðurnar í Danmörku um afhendingu ís- lenzku handritanna í Árnasafni munu einnig bergmála í sænska þinginu. Komin er fram fyrir- spurn til Ragnar Edenman, kirkju Framh. á bls. 14. Myndin hér að ofan var tekin við handtöku Dr. Martin Luther Kings í bænum Selma í Alabama á föstudaginn. Til hægri er Wilson Baker, öryggisstjóri borgarinnar, með upprétta hendi, og var myndin tekin á því augnabliki, þegar Baker sagði, að King, og allir þeir, sem væru fyrir aftan hann, væru hér með teknir fastir. í gær voru 300 blökkumenn til viðbótar handteknir í Selma, og 400 blökkumenn voru handteknir í Marion, einnig í Alabama. Luther King er enn þá í fangelsi. SAMÞYKKTU LITT BREYTT UPPKAST | EJ-Reykjavík, miðvikudag. I kvæðum gegn 180 en 8 seðlar voru I Breiðafjörð. Samkvæmt Klukkan 17 í dag lauk talningu j auðir. Útvegsmenn samþykktu j nýju samningum lækkar FLENZAN HJA FINNUM BÓLUSETT í SVÍÞJÓÐ NTB-Stokkhólmi, miðvikudag. Hafin er bólusetning hjúkrunar fólks í Svíþjóð, en ekki hefur enn þá verið tilkynnt um, að neinn hafi veikzt þar af inflúenzunni, sem geisar í Sovétríkjunum þessa stundina. Aftur á móti hafa 72 hermenn í Ábo í Finnlandi feng ið inflúenzuna, og finnsku heil- þrigðisyfirvöldi óttast, að far- sött þessi muni bráðlega geisa bæði í Finnlandi og Svíþjóð. Sænsku heilbrigðisyfirvöldin hafa haft samband við heilbrigðis yfirvöldin í Sovétríkjunum og fengið staðfest hjá þeim, að hér liinum skipti- atkvæða sjómanna um uppkast að j einnig uppkastið, og er því lok ] prósentan á þorskanót um 1%, nýjum samningum, og var upp-; ið verkfalli bátasjómanna hér fyr ; á 50—130 tonna bátum hækkar kastið samþykkt með 254 at- ! ir sunnan, á Akureyri og við j skiptiprósentan á línu og netum " * um 1.5% og kaupliðir sjómanna hækka um 5%. Er þessi samning ur lítið breyttur frá uppkasti því, sem sjómenn felldu í atkvæða- greiðslu s. 1. sunnudag. Talning atkvæða hófst kl. 14 í dag, en lauk ekki fyrr en kl. 17, þar sem atkvæðaseðlar frá Grundarfirði og Stykkishólmi komu nokkuð seint hingað suður. Við lok talningar kom í ljós," að uppkastið var samþykkt með 74 atkvæða meirihluta, en alls greiddu 442 sjómenn atkvæði. Samkvæmt þessum nýju samn ingum lækkar skiptiprósentan á þorskanót um 1%. Verða því skiptin þannig: — Á bátum að 60 tonnum 38% í 10 staði, á bátum 60—120 tonn 36.5% í 11 staði, á bátum 240—300 t. 35. á bátum 120—240 t. 35.5% í 12 5% í 13 staði, á bátum 300— 400 tonn 35.0% í 14 staði. Á línu- og netaveiðum verða kjörin þannig: á 30—70 tonna bátum fækki um einn mann, en Framh. á bls. 14. sé um að ræða vírus af gerðinni A2. Inflúenzu-faraldurinn geisar aðallega i miðhluta Sovétríkj- anna og einnig nokkuð í héruðun um við Eystrasaltið, en aftur á móti virðist hafa dregið úr in- flúenzunni í Leningrad-héraðinu. Sænski landlæknirinn sagði í dag, að Svíþjóð flytti þessa dag ana inn mikið magn af bóluefni gegn inflúenzu, aðallega frá Bandaríkjunum. Þegar þeim inn flutningi er lokið, er talið, að Svíar hafi bóluefni fyrir um 250. 000 manns, og er það talið nóg, því að áætlað er að bólusetja ein- göngu lækna, hjúkrunarkonur og annað starfslið á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum, áhafnir flugvéla og skipa, sem eiga leið til Sovétríkjanna, ferða menn frá Sovétrikjunum, starfs lið í tollinum, á flugvöllum og við hafnir og járnbrautir, og þar að auki vissa sjúklinga, sem eiga mest á hættu að smitast. Inflúenzufaraldur geisaði í Svíþjóð árið 1963, og voru þá um 500.000 manns bólusett. Telja heilbrigðisyfirvöldin því, að landsmenn hafi nokkuð sterkan Framih. á bls. 14. AUR A VEGUM MB-Reykjavík, miðvikudag. Vegir eru nú víða orðnir nokkuð þungir vegna aurbleytu og má búast við að setja verði einhverjar takmarkanir á ferð ir þungra bifreiða á næstunni ef veðurfar verður óbreytt. Skriður hafa fallið úr Búlands höfða og Ólafsvíkurenni vegna þíðunnar og hefur orðið að ryðja þeim burt með jarð- ýtum. Blaðið spurði Hjörleif Ólafs son á Vegamálaskrifstofunni í dag um ástandið á vegum landsins. Hann kvað aur- bleytu víða orðna mikla á vegum, verst væri ástandið sennilega suðvestanlands og á Snæfellsnesi, en norðanlands væri ástandið einnig slæmt sums staðar, svo sem í Eyja- firðinum og Húnavatnssýslum. Annars væri nú fært um allt Suðurlandsundirlendið og Vest urlandsveg í Dali, þá er fært norður Strandir til Hólmavíkur og Norðurlandsvegur er fær allt til Húsavíkur. Þaðan er svo fært á sterkum bílum til Raufarhafnar. Austan Raufar- hafnar eru vegir ófærir, nema hvað unnt mun að komast á jeppum milli Þórshafnar og Vopnafjarðar. Allir fjallvegir á Austurlandi eru enn ófærir vegna snjóa og verða ekki ruddir að sinni. Fært er um Héraðið að mestu og einnig frá Egilsstöðum um Fagradal til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Stungið upp á 89 við Nóbelsnefnd NTB-Stokkhólmi, miðvikudag. Stungið hefur verið upp á alls 89 skáldum og rithöfundum í sambandi við úthlutun bókmennta verðlauna Nóbels fyrir árið 1965, að því er sænska Nóbelsstofnunin tilkynnti í dag. Hefur aldrei í sögu Nóbelsverðlaunanna verið stungið upp á svo mörgum mönn- um. Nóbelsnefnd sænsku Aka- demíunnar, sem úthlutar verð- launum kom saman til síns fyrsta fundar í dag til þess að undirbúa nánari athugun á þeim tillögum, sem borizt hafa. Formaður nefnd arinnar, Uno Willers, landsbóka vörður, sagði í dag, að flestir þeirra manna, sem stungið hefur verið upp á, væru Evrópubúar, en á listanum væru nöfn manna í öllum heimsálfum. Nóbelsnefndin gefur ekki upp nöfn þeirra manna, sem stungið hefur verið upp á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.