Tíminn - 12.03.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.03.1965, Blaðsíða 5
 * lv FÖSTUDAGUR 12. marz 19G5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Kitstjórar: Pórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Pulitrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofuT < Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti * Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrLfstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Hvað segir saman- burðurinn? Mbl. er nú byrjaS á gamla slúðrinu, að engin stjórn hafi verið verri en vinstri stjórnin, er fór með völd á árunum 1956—58. Tíminn hefur í tilefni af slíkum full- yrðingum gert samanburð á ástandi efnahags- og at- vinnumála í árslok 1958, þegar vinstri stjórnin lét af völdum, og ems og það er nú, eftir meira en sex ára „viðreisn” núverandi stjórnarflokka. Niðurstöður slíks samanburðar, sem Mbl. hefur hefur ekki treyst sér til að mótmæla, eru m.a .þessar: Fjárhagsaðstaða þjóðarinnar út á við var betri í árs- lok 1958 en hún er nú Atvinnuvegirnir stóðu betur að vígi í árslok 1958 en nú. Álögur ríkisins voru mörgum sinnum lægri 1958 en þær eru nú. Dýrtíðin var miklu minni 1 árslok 1958 en nú ,og kaupmáttur daglauna meiri að sama skapi. Húsnæðisskortur í kaupstöðunum var stórum minni í árslok 1958 en nú, og mun auðveldara fyrir efnalítið fólk að eignast eigið húsnæði. Jafnvægisleysið í byggð landsins var mun minna í árslok 1958 en nú. Þau höft, sem mest draga úr framtaki efnalítilla ein- staklinga, lánsfjárhöftin, voru stórum minni í árslok 1958 en nú. Miklu mein festa ríkti í fjárfestingarmálunum í árs- lok 1958 en nú. Verðgildi gjaldmiðilsins — krónunnar — var um það bil helmingi meira 1958 en það er nú. íslendingar höfðu þá einskoraðan rétt til að tileinka sér allt landgrunnið. Þeim rétti hefur núv. ríkisstjórn afsalað.. Engu af þvi, sem hér er rakið, hefur Mbl. treyst sér til að hnekkja með rökum. Fjárhagsástandið hefur óum- deilanlega versnað hjá okkur á ílestum sviðum síðan 1958, þrátt fyrir allt góðærið. Mbl. hefur því ekkert annað upp úr árásum sínum á vinstri stjórnina en að auglýsa enn betur en ella hið „óskaplega lánleysi” núv. ríkisstjórnar. Hún hefur með rangri stefnu breytt góð- æri 1 fjármáiaöngþveiti. Hún er óumdeilanlega hin lélegasta stjórn, sem hefur verið á íslandi á þessari öld. Bezta vonin í sambandi við hana er sú, að afglöp hennar og lánleysi verði þjóðinni til aðvörunar í fram- tíðinni. Óttaslegið blað Forystugreinar Mbl bera vott um mikinn ótta. Þessi ótti er sprottinn af því, að Tíminn hefur bent á, að umbóta- sinnað iólk æt.ti að hafa sama háttinn á hér og í nágranna- löndum okkar og sameina sig í öflugan flokk eða fylkingu þótt ágreiningur geti ríkt um einstök mál. Mbl. óttast bersýnilega ekkert meira en slíka samstöðu, því að völd íhaldsins byggjast öðru fremur á því, að umbótasinn- aðir andstæðingar þess eru sundraðir í marga flokka í stað þess að standa saman. Þess vegna ’vill Mbl. hafa þá sundraða áfram. En eiga þeir að fylgja ráðum Mbl? TÍMINN C. L. SULSBERGER Nýrrar þjððernisstefnu gætir innan vestur-þýzku flokkanna 43% Þjóðverja vilja endurheimfa iandamærin frá 1937 TUTTUGU ár eru liðin síð- an Þjóðverjar biðu ósigur og landið var hlutað sundur. Vart verður á ný þungrar und- iröldu þjóðernisstefnu hjá viss- um öflum. Bæði væri þó rangt og verulega ósanngjarnt að draga einfaldar ályktanir af þessu, en þjóðernisstefna þessi er vissulega ekki til þess fallin að glæða glæstar vonir. Þjóðernisstefnan er blandin gremju í garð Bonn-stjórnar- innar og forustu hennar og einnig nokkurri þykkju i garð Bandaríkjanna. En þjóðernis- stefnunnar verður aðeins við og við vart meðal öfgahreyf- inga enn sem komið er. Hennar gætir enn, einkum innan lýð- ræðisflokkanna. Stefnan á einkum rætur að rekja til ýmissa hópa manna, sem finna til þess með nokkr- um þunga, að Þjóðverjar geti aldrei að fullu afmáð grimmd og illvirki nazismans, en finnst þó að skuldin við menninguna sé um það bil fullgreidd. Þeirri skoðun eykst óðum fylgi, að hin trausta fylgd Bomistjórnar- innar við valdhafana í Was- hington og Atlantshafsbanda- lagið hafi ekki borgað sig. Enn er þetta aðeins skoðun minni- hlutans, eða öllu heldur margra, lítilia minnihluta. ÁKÖFUSTU baráttumönnum endursameiningar Þýzkalands finnst að síður en svo hafi mið- að í sameiningarátt að undan- förnu og Austur- og Vestur- Þýzkaland séu nú fjarlægari hvort öðru en þau hafi nokk- ru sinni verið. Flóttamenn frá þeim landssvæðum, sem lögð voru undir Rússland, Pólland og Tékkóslóvakíu að striðinu loknu, nöldra um „endurskoð- unarstefnu1' Bændur kvarta um, að verðsamkomulag Efna- hagsbandalagsins hafi lagzt á þá eins og þuug hegning. Þessir hópar sameinast um að gagnrýna stefnu Bonnstjórnar- innar í utanríkismálum og tregðu hennar til að fram- kvæma lögin um að útrunnirm skuli ákærufrestur á hendur stríðsglæpamönnum nazista. Eftir styrjöldina var allt í kalda kolum í Vestur-Þýzka- landi, og til skamms tíma voru Vestur-Þjóðverjar niðursokkn- ir í endurreisnina og sinntu fáu öðru en aukinni, efnalegri velmegun. Nú er heldur tekið að draga úr áhuganum fyrir bættum lífskjörum og skoðana- kannanir gefa til kynna, að endursameiningin sé að verða brýnasta áhugaefnið. Enn frem ur leiða skoðanakannanir í Ijós, að 43% þjóðarinnar séu þeirr- ar skoðunai að landamæri Þýzkalands eigi aftur að verða hin sömu og þau voru árið 1937. Innan þeirra landamæra yrðu svæði. sem nú heyra til Rússlands, Póllands og Tékkó- slóvakíu. ÞESSAR skoðanir valda veru legum áhyggjum, bæði hjá stjórnarsinnum og leiðtogum L. ERHARD stjórnarandstöðunnar. Erhard kanslari hefur lýst yfir með allmiklum þunga: „Ég mun af öllu afli berjast gegn þjóðernisstefnunni. Ríkis- stjórn mín er einhuga um þetta mál, og ríkisstjórn Banda ríkjanna og almenningsálit ætti í þessu efni að veita okk- ur meiri stuðning en gert er.“ En ýmis atriði í innlendum stjórnmálum, auka mjög á þennan vanda. Breytt stefna um pólsku landamærin, sem stjórn in í Bonn viðurkennir ekki, gæti til dæmis valdið rishárri reiðiöldu. Enda þótt tvímæla- laus meirihluti vestur-þýzku þjóðarinnar hafi lært af reynsl unni á liðnum árum og taki hóf sama og raunsæja afstöðu, þá gerist minnihlutinn aðeiiis því hávaðasamari. Þessi minnihluti fullyrðir, að erlendir bandamenn Bonn- stjórnarinnar óski ekki eftir endursameiningu, þrátt fyrir opinberar yfirlýsingar til mála- mynda í þvi efni. Þetta eflir og styrkir þann arm, sem hneigist til fylgis við stefn\ de Gaulles, Sennilega hafa stjórnarvöldin í París minni áhuga á endursam- einingu Þýzkalands en valdhaf- arnir i Washington. Engu að síður gætir nokkurs ótta um, að við Bandaríkjamenn séum í þann veginn að breyta aftur um áform, brátt fyrir opinber- ar yfirlýsingar, og farnir að búa okkur í kyrrþey undir að verja Evrópu af hafi, ef til kastanna komi. EINSTAKA raddir skera sig úr og láta mjög að sér kveða. Bucher, dómsmálaráðherra, vill hætta ákærum á hendur stríðs glæþamönnum nazista í maí í vor ,þar sem gildandi lög geri ráð fyrir því, og „við verðum hvort sem er að halda áfram að búa í samneyti við þá” (stríðs- glæpamennina). Strauss, fyrr- verandi hermálaráðherra er þeirrar skoðunar, að ef kæru- frestur á hendur stríðsglæpa- mönnum nazista sé framlengd- ur ,sé einnig kominn tími til að leggja fram ákærur á hend- ur einstaklinga meðal Banda- manna, sem gerðu sig seka um glæpi í garð Þjóðverja eftir lok stríðsins. Seebohm sam- göngumálaráðherra gerir sér vonir um að geta gert Sudeten- héruðin í Tékkóslóvakíu að þýzku landi á nýv Sumir socialdemokratar eru ekki með öllu lausir við svipað- ar hugmyndir. Schmidt vill end- urvekja herforingjaráðið. Leið- togar socialdemokrata undirrit- uðu skjal, þar sem lýst var . stuðningi við „rétt Þjóðverja til heimalands síns og sjálfs- ákvörðunar”. Þeirra skoðana verður vart, bæði meðal stjórn arsinna og stjómarandstæðinga að „ákærufrestur” ætti einnig að renna út, að því er snertir siðferðilegan áfellisdóm þýzku þjóðarinnar. Þjóðin eigi vissu- lega að bera smánina sameigin- lega, en ekki ótiltekna, sam- eipinlega sekt. Hér er komið að óumræði- lega viðkvæmu máli. Enn finn- ur allt of margt fólk í allt of mörgum löndum til lamandi martraðar ^þegar það minnist atburða, sem gerðust fyrir að- eins rúmum tuttugu árum. Þrátt fyrir háværar raddir minnihlutahópa líta flestir Þjóð verjar svo á að Hitler hafi verið hryllilegri en allir aðrir menn. og hann hafi jafnframt verið leiðtogi þeirra. En þeir geta heldur ekki gleymt því, — og er ekki nema mannlegt — að hálf önnur milljón manna tor- tímdist við „brottreksturinn” að austan, og margar milljónir lifa þar enn »ins og dæmdar sálir. SAGAN sannar, að Þjóðverj- ar eru að eðlisfari gáfaðir og reglusamir, en geta orðið ofsa- fengnir og óútreiknanlegir, þeg ar sterkar tilfinningar ná á þeim tökum. Af þessum sökum hafa ríkisstjómir bæði Aden- auers og Erhards lagt mikla á- herzlu á fyrirsjáanlega stað- festu hins nýja sambandslýð- veldis. Engu að síður kraumar stöðugt í potti óánægjunnar, enda þótt flestir Þjóðverjar og allir meiri háttar leiðtogar þeirra reyni að koma í veg fyrir, að upp úr sjóði. Þótt undarlegt sé, og ef til vill mótsagnakennt, þá eflast bæði hinir stöðuglyndu social- demokratar og þjóðernissinn- uðu minnihlutarnir. Báðir til sín fleiri og fleiri af þeim, sem áður voru óákveðnir. Kosn- ingabaráttan í sumar mun sjá fyrir því, að við munum verða meira varir við uppivöðslusama hópa þjóðernissinna en allur almenningur telur æskilegt. En þetta er aðeins eðlileg og ó- hjákvæmileg afleiðing þess, hve sambandslýðveldinu hefur tek- izt undravel að ná sér efnalega og þeirrar staðreyndar jafn framt ,að það er ekki einungis kröftugasta iðnaðarríki Vestur- Evrópu eins og nú er komið málum, heldur einnig langsterk ast hernaðarlega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.