Tíminn - 12.03.1965, Side 14
14
TÍMINN
FÖSTUDAOTR 12.
FJÓRIR LÆKNAR
HUÓTA STYRKI
FB-Reykjavík, mánudag.
Fjórir íslenzkir læknar hafa
fengið styrki frá Evrópuráðinu fyr
lr árið 1965, en ráðið veitir á
hverju ári styrki til fólks, sem
starfar að heilbrigðismálum, í
þeim tilgangi að stuðla að ferða
lögum og þar með útbreiðslu þekk
ingar á þessu sviði.
Læknarnir, sem hlutu styrki
eru Hjalti Þórarinsson yfirlæknir
til 3ja mánaða dvalar í Bretlandi
til að kynna sér nýjungar í brjóst-
holsaðgerðum, einkum skurðað-
gerðum á hjarta, Hannes Finn-
bogason læknir til að kynna sér
skurðlækningar í Bretlandi í þrjá
mánuði. Tómas Jónasson, lækn-
ir til 3ja mánaða dvalar í Bret-
landi og Vestur-Þýzkalandi til að
kynna sér freiningu meltingar-
sjúkdóma. fíjartan Kjartansson
læknir tö -6 mánaða dvalar í Bret-
landi til náms í geðlækningum.
ROK
Framhald af 9. síðu
Það er oft einkennilegt í
þessum veðrum, hve verstu
sveipimir koma úr allt ann-
arri átt, en veðrið stend-
ur raunverulega af. Ég man til
dæmis eftir páskaveðrinu 1917.
Þá fuku og eyðilögðust hérna
5 skip af völdum veðursins,
fjögur undir Austur-Eyjafjöll-
um og eitt undir VesturFjöll-
unum. Þau fuku öll í buskann
og brotnuðu, en eitt þeirra
fauk í heilu lagi upp á bakk-
ann og brotnaði þar í spón.
Var þetta þó norðanveður og
talsvert frá fjöllunum.
— Og kannski það sé bezt
að bæta einni við enn, sagði
Gissur og kímdi. Ég veit fyrir
víst að hún er sönn, því vegs-
ummerki sá fjöldi manns.
Það var einu sinni hlaða á
Steinum, sem var steinsteypt.
í einu svona veðri tók storm-
sveipur hana bókstaflega á loft
í heilu lagi, veggi og allt sam-
an niður í svörð og kastaði
henni drjúgan spöl og
þar skall allt niður í mask!
Það var orðið áliðið dags,
þegar við slitum okkur frá sög-
um og góðgerðum Gissurs og
Gróu konu hans og héldum til
Reykjavíkur. Og það voru
„hljóðir og hógværir menn
sem héldu til Reykjavíkur“, að
þessu sinni í logninu og þökk-
uðu sínum sæla fyrir að hafa
ekki lent í neinu þeirra
veðra, sem við höfðum heyrt
þessa skemmtilegu og grein-,
argóðu bændur segja okk-
ur frá.
leyti, sem það byggir á þeim
grundvallarsjónarmiðum að leysa
læknaskortinn í dreifbýlinu með
því að bæta starfsskilyrði héraðs
lækna og gefa þeim tækifæri til
að auka og endurnýja þekkingu
sína, segir í lok athugasemdarinn-
ar. Annars verður hún birt í blað
inu í heilu lagi á laugardaginn.
OLÍUMÖL
Framhaid af 1. síðu.
ils hafi verið ætlazt í upphafi af
henni. Það hefur sýnt sig að hún
gerir mikið gagn, en leysir þó
hvergi allan vanda, og vitanlega
verða götur og vegir, sem hún hef
ur verið sett á, aldrei eins og
steyptir eða malbikaðir vegir. En
hún bindur rykið mikið, og mun
mörgum íbúum þessara kaupstaða
ekki þykja vanþörf á því að það
sé gert, þar eð vitanlega er tals-
vert langt í land þar til unnt verð
ur að steypa allar götur og mynda
gott slitlag.
Ef samningar þessir takast, mun
litið á þetta sem tilraunaverk,
þótt um mikið magn sé að ræða,
og verður lagningu olíumalarinn
ar vafalaust hagað samkvæmt því.
Sem dæmi um magnið má geta
þess, að 4 þúsund rúmmetrar af
olíumöl mun fara nálægt því að
þekja 10—15 km. langan þjóð-
veg.
PUNDIÐ
Framhald af 1. síðu.
ónir punda. í febrúar jókst
útflutningurinn um 21
milljón punda, úr 390 millj
ónum Punda í janúar. Inn
fiutningurinn, þar með tal
in tryggingagjöld og flutn
ingsgjöld, minnkaði um 23
milljónir punda, úr 440
milljónum punda í janúar.
Hinn mikli samdráttur í
innflutningnum er að
mestu afleiðing verkfalls
hafnarverkamanna í Banda
ríkjunum, en það minnkaði
innflutning frá- Bandarí'kj
unum til Bretlands um
helming. En innflutningur
inn hefur annars minnkað
nokkuð síðustu fjóra mán
uðina, og telur viðskipta-
málaráðuneytið, að það sé
sönnun þess, að 15% inn-
flutningstollurinn hafi haft
sín áhrif. Þessi tollur verð-
- ur lækkaður um 1/3 27.
apríl n. k.
Þetta er í fyrsta sinn síð
ustu 18 mánuðina, að við-
skiptajöfnuður Breta við
útlönd hefur verið hagstæð
ur. í febrúar í fyrra var
hann óhagstæður um 27
milljónir punda.
Fann ný fiskimið
Róm. — Biaðinu hefur bor-
izt fréttatilkynning frá mat-
væla- og landbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna í Róm,
þar sem frá er skýrt, að Guð-
jón Illugason, skiptstjóri hafi
fundið mjög auðug fiskimið í
Austur-Pakistan.
Guðjón skýrði frá þessum
nýfundnu fiskimiðum, er hann
kom til Rómaborgar eftir
þfiggja ára dvöl í Pakistan.
Hann sagðist hafa verið á fiski
leitarskipi á ánni Shahbazpur i
þegar þeir urðu allt í einu var-
ir við, að krökkt var af fiski
við árbotninn. „Við vorum með
bergmálsdýptarmæli og þegar
við urðum fyrst varir við þetta
ætlaði ég varla að trúa því,“
sagði Gyðjón. Við nánari rann
sókn var hér um að ræða stein
bítstegund (catfish), sem lifir
á hrísgrjónum.
Guðjón og áhöfnin á skip-1
inu notuðu botnvörpu í til-
raunaskyni og eftir fimm mín-
útur voru þeir búnir að fiska
fimm tonn af þessari furðu-
legu hrísgrjónaætu. Þetta
skeði í byrjun desembermán-
aðar 1963 og slíkur var aflinn,
að magnið miðaðist eingöngu
við það, hve hratt þeir gátu
dregið inn vörpuna, losað hana
og hent henni aftur fyrir borð.
Guðjón fór svo aftur á þessi
mið af og til á tímabilinu frá
apríl til nóvember 1964, og þá
var meðalaflinn í ferð um 677
pund af fiski á klukkustund.
-Mesta magnið veiddist i nóv-
ember, en þá fengu þeir 1.902
pund á klst.
Þessi steinbítstegund vó
allt frá einu pundi upp í 43
pund. í Austur-Pakistan og
austurhluta Indlands er
þessi fisktegund þekkt sem
„pangas.“ „Það góða við þenn-
an Shabuzpur pangas er, að
hann lifir á hrisgrjónum, sem
berast niður ána. Þessi fæðu-
tegund gerir fiskmetið miklu
bragðbetra og hreinna," sagði
Guðjón skipstjóri. Hann bætti
við, að þessi hrísgrjón komi úr
hinum tveim heilögu ám í Asíu |
Gangesánni og Brahmaputra-
fljótinu. f júní, júlí og ágúst
gengur hinn suðvestlægi Mon-
súnvindur yfir Himalayjafjöll-
in með mikilli úrkomu, sem
orsakar mikil flóð í tveim fyrr-
nefndum ám, sem flæða yfir
hrísakrana. Milljónir »' hrís-
grjónum berast með vatninu
út í árnar og þar fær þessi
fiskur þetta fæði.
Guðjón vísaði einu fiskiskipi
á þennan stað í desember s.l.
og á þrem tímum__________^___
27.480 punda afla. Að loknm
sagði Guðjón, að hér væri fund
in mið, sem væru svo til
óhreyfð af fiskiskipum, sem
hefðu botnvörpur, og að ár-
lega gætu hinir 50 milljón
íbúar A-Pakistan fengið þús-
undir tonna af proteinríkri
fæðu, en það væri nokkuð, sem
þá skorti mikið.
„Biedermann og brennu-
vargarnir" sýnt á Flateyri
HK—Kirkjubóli, mánudag.
Á sunnudaginn hafði Leíkfélag
Flateyrar frumsýningu á leiki
inu Biedermann og brennuvargarn
ir. Leikstjóri var Erlingur E. H
dórsson, þýðinguna gerði Þorgei
Þorgeirsson. Leikritið var sýnt í
Reykjavík. Húsfyllir var og tóku j
áheyrendur leiknum mjög ve’. i
Með aðalhlutverkin fóru: Eysteinn ]
Gíslason (hr. Biedermann) Júlía!
Jónsdóttir (Babette, kona Bieder-|
manns) Guðrún Greipsdóttir
(Anna þjónusta) Kristján Guð-
mundsson (Scanitz glímumaður)
Einar Oddur Kristjánsson (Eisen
ring þjónn) Guðni Guðnason (lög-
regluþjónn) Jón Gunnar Stefáns
son (dr. Thil) Gunnhildur Guð-
mundsdóttir (ekkja Knechtlints)
og brunaliðsmenn: Emil Hjartar-
son, Sigmundur Þóroddsson. !■
urður Lárusson og Skúli Guð-
mundsson.
Innanhússmót KA
LÆKNISNÁM
Framhald af 16. síðu
„Læknisfræði er alþjóðleg vís-
indagrein, og íslenzkir læknarj
þurfa að sækja framhaldsmenntun;
sína að mestu til annarra landa.!
Læknadeild Háskóla íslands hlýt-'
ur því að miða kröfur sínar við, í
að íslenzkir læknakandidatar stand ;
ist samkeppni við hina erlendu.'
eins og verið hefur.“
í 13. grein frumvarpsins er j
veitt heimild um veitingu ríkis-:
láns til laeknastúdenta gegn,
skuldbindingu þeirra um iækna-j
þjónustu í héraði að loknu námi.
Telja stúdentarnir, að grein þessi j
feli í sér fulla viðurkenningu á
því, að núverandi lán nægi alls ]
ekki læknanemum, og það sem i
meira sé, að ekki muni ætlunin „ð |
auka þau á annan hátt. „Þannig
lítur út fyrir, að ríkið ætli að
hagnýta sér féleysi þeirra, sem
treystast ekki til að ljúka Jækna-
námi að öðrum kosti.“
„Annars er margt gott um frum
varp þetta að segja, og álítum við
það spor í rétta átt, að svo miklu -
SPARIMERKI
Framhald af 16. síðu
á tímabilinu frá okt.—okt. Á ár-
inu 1963 var vísitöluuppbótin
15.2% og vextirnir 5%%, og
hafa sparimerkjaeigendur þannig
fengið 20.7% í arð eftir árið af
innlögðum’ sparimerkjum. Þessu
ti! skýringar skal tekið dæmi um
sparimerkjaeiganda sem átti kr.
30.000 í innlögðum sparimerkjum
i okt. 1963 rékk í vísitöluuppbót
um 3.957 krónur á árinu og 1.650
krónur í vexti.
Nú ^fu tekin, 15% af kaupi
þeirra sem sparimerkjaskyldir
eru, og ef ekki kemur til undan-
þágu fær viðkomandi aðili spari
merkin, vextina —- og visitöluupp
bótina greidda mánuði eftir að
hann hefur náð 26 ára aldri.
FERÐAMÁLAMENN
Framhald af 16. síðu
ákváðu þeir að nota þetta orð sem
þakklætisvott fyrir góðar móttökur
í Svíþjóð Auk þess sem þeir héldu
að orðið þýddi „hamingja” eða
„góð heilsa”. Nú er þessi félags-
skapur í 62 löndum og er sívax-
andi
Blaðamönnum var boðið í dag,
Innanhússmót Knattspyrnufé-
lags Akureyrar i frjálsíþróttum
|Var haldið 21. febrúar s.l. Helztu
■ úrslit urðu þessi:
I
i Langstökk án atrennu,
fullorðnir og drengir:
Haukur Ingibergss., HSÞ 2.94
Þóroddur Jóhannss. UMSE 2.93
Sig. V. Sigmundsson UMSE 2.89
Rögnvaldur Reyniss. KA 2.63
Sveinafl.:
Haraldur Guðmundss. KA 2:58
Sig. Ringsted, KA 2.46
Guðm. Óli Guðmundss., KA 2.39
Ásgeir Guðmundss., KA 2.38
| íimmtudag, til að kynnast starf-
seminni. Sigurður Jóhannsson,
vegamálastjóri flutti erindi um
vegamál landsins í dag og i fram
tíðinni. Síðan spurðu félagsmenn
hann spurninga um vegagerð og
vegamál, sem snerta ferðamálin.
Þar voru mættii nokkrir er-
lendir ferðamálamenn. Einn af fé-
1 lagsmönnum sagði við fréttnmann
blaðsins að þetta væri mjög góður
félagsskapur fyrir fólk, sem ynni
að þessum málum, sérstaklega
„þar sem maður kynnist fólkinu
' persónulega, sem maður annars
myndi ekki sjá.” Þá geta Skálmenn
ætíð sótt fundi hjá Skálklúbbum,
þegar þeir eru að sinna ferðamál-
um erlendis.
Þrístökk án atrennu,
fullorðnir og drengir:
Haukur Ingibergss., HSÞ
Sig. V. Sigmundsson, UMSE
Þóroddur Jóhanness. UMSE
Rögnv. Reynisson, KA
Sveinafl.:
Sigurður Ringsteð, KA
Haraldur Guðmundss., KA
Guðm. Óli Guðmundss., KA
Ásgeir Guðmundsson, KA
Hástökk:
Haukur Ingibergsson, HSÞ
Si V. Sigmundsson, UMSE
Þóroddur Jóhannsson, UMSE
Rögnv. Reynisson, KA
Sveinar.
Sigurður Ringsteð, KA
Þór Sigurðsson, KA
Haraldur Guðmundsson, KA
Prá Albingi
Framhald af 7. síðu
þetta frumvarp væri engin endan
leg lausn á húsnæðismálunum og
enn mundi vera langtum of lítið
fé til ráðstöfunar til íbúðalána.
Það þarf að auka það fjármagn
verulega, en það þarf ekki síður
að gera ráðstafanir til þess að það
dugi betur en nú. Skipulagsmál
íbúðabygginga þarf að taka til
rækilegrar endurskoðunar og get-
um við þar tekið frændur okkar
á Norðurlöndum til fyrirmyndar.
Vitnaði Helgi síðan í leiðara Al-
þýðublaðsins um lóðaúthlutunina
og byggingabraskið í Reykjavík,
þar sem sagt var að braskarar
græddu 100—200 þús. á hverri
fokheldri íbúð í Reykjavík vegna
húsnæðisvandræðanna og póli'-
tískrar lóðaúthlutunar. Það verð
ur að taka hér til hendinni og
draga úr þeim mikla þunga, sem
húsnæðiskostnaðurinn er orðinn í
útgjöldum almennin'gs.
Eggert G. Þorsteinsson sagði m.
a. að mikil höft myndu fylgja
þeim tillöguni ' húsnæðismálum,
sem Helgi Bergs hefði talað fyrir
og mikil skriffinnska lækkun tolla
á byggingarefni til íbúðabygginga
Hann tók undir með Helga, að
nauðsynlegt væri að taka skipu-
lagsmál íbúðabygginga til ræki-
legrar endurskoðunar.
Emil Jónsson sagði að allt fé,
sem byggingarsjóður fengi til ráð
stöfunar væri með vísitölukjörum
og gert væri ’-áð fyrir, að frjáls
framlög í innlánsdeild byggingar-
sjóðs væru vísitölutryggð og taldi
jmega lesa það út úr frumvarpinu.
j Helgi Bergs sagði, að sumir
virtust ekkert s.iá nema höft, þeg
] ar rætt væri uir skorður gegn
verðbólgufjárfestingu í svipuðum
! mæli og nú tíðkuðust á Norður
löndunum. Engm aukin skrif-
finnska myndi fylgja afnámi tolla
9.10 af byggingarefm heldur þvert á
175 móti. Að vísu myndi verðbólgu-
8.73 fjárfestingin einnig njóta slíkrar
7 94 tollalækkunar, en þá fjárfestingu
ætti að takmarka eftir öðrum leið-
um. Það hlyti að teljast rang-
7.72 látt, að íbúðabyggjendur yrðu
7.68 látnir sæta vísitölukjörum varð-
7 43 andi lán til íbúða sinna á sama
7.2o tíma og verðbólgufjárfesting
fengi fúlgur af sparifé lands-
manna án vísitölukvaða. í sam-
175'bandi við þetts frumvarp og í
175 framhaldi af bví þyrfti að taka
1 50 húsnæðismálin í heild til ræki-
1.45 legrar skoðunar og kryfja til
mergjar. — Einnig tóku þátt í
þessum umræðum þeir Alfreð
1.50 Gíslason og Gils Guðmundsson.
1.50 Frumvarpinu var vísað til nefnd
1-40 ar og 2. umræðu.
ÞINGPALLUR
Framhald af 7. síðu
varpsins. Taldi hann frumvarpið illa samið og mikið af endurtekning-
um í því. Taldl hann ákvæðin um takmörkun vinrni unglinga þurfa
nánari athugunar við og ýmis ákvæði og refsiákvæði og viðurlög
fráleit og þýddi ekki að setja lög, sem vitað væri að yrðu ekki
haldin né mögulegt að fylgja eftir.
★ Einar Olgeirsson sagði, að Björn væri fulltrúi gamla hrepps-
stjórnandans. Hann túlkaði afturhaldssjóarmið bændaþjóðfélagsins,
er börn voru boðin upp hér á landi lægstbjóðanda til þrælbunar-
vinnu.
Fundi var frestað að ræðu Einars lokinni en fundur boðaður að
nýju kl. hálf níu. Nánar verður sagt frá þeim fundi síðar.