Alþýðublaðið - 07.06.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.06.1957, Blaðsíða 4
Alþýgublagí? Föstudagur 7. Júní 1S57 > S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Otlegðin effir Sfephan G. Sfephansson. Ég á orðið einhvern veginn ekkert föðurland, þó að fastar hafi um hjartað hnýtzt það ræktarband, minn sem tengdan huga hefur hauðri, mig sem ól, þar sem æskubrautir birti björtust vonarsól. Fóstran gekk mér aldrei a!lveg í þess móðurstað. Það var eitthvað, á sem skorti — ekki veit ég hvað — og því hef ég arfi hennar aldrei vera sagzt. Þó hefur einhver óviðkynning okkar milli lagzt. Eins eru ei da'lir, firðir, fjöllin, fósturjarðar góð, byggi héruð, hlíðar, strendur hálfókunnug þjóð. Muntu eins feginn faðma að þér frænda og vina lið, getirðu andans ættarsvip þinn ekki kannast við? Enn um vornótt velli græna vermir sólskin ljóst, ennþá lækir hverfast kringum hvelfdra hlíða brjóst, báran kveður eins og áður út við fjörusand — en ég á orðið einhvern veginn ekkert föðurland. í s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Ver kalýðsniál: mvinn AF SJALFSTÆÐISMONN- ¥M hafa verið gerðar ítrekað- ar tilraunir til þess á al- þingi og af blaðakosti þeirra, að tortryggja. og.véfengja það sam band, sem ríkisstjórn hét við valdatöku sína, að hafa við hin- ar vinnandi stéttir. Fóir munu víst hafa búizt við öðru úr þeirri átt og slík vinnubrögð talin eðli leg, þar sem um stjórnarand- stöðu er að ræða. Það óeðlilega við þennan mál flutning er hins vegar sú lítils- virðing, sem verkalýðsfélögun- um er sýnd í þessum umræð- um. En þar er oft fullyrt að verkalýðsfélög, sem lúta að ein- hverju forustu manna úr stjórn arflokkunum, hlýði í einu og öllu fyrirskipunum ríkisstjórn- arinnar og að því er Morgun- blaðið skrifar um þessi efni þrátt fyrir minnkandi atvinnu og síversnandi kjör. Er nú öllu frekar hægt að forsmá hina al- mennu meðlimi verkalýðsfé- laganna en gert er með slíkum áróðri? Sannleikurinn í þessum mál- um er hins vegar sá, að nú í fyrsta sinn hefur af hálfu stjórn arinnar verið gerð tilraun til að koma upp samstarfi við hin- ar vinnandi stéttir. Menn geta deilt um einstök framkvæmda- atriði þessarar samvinnu, hvort rétt væri að hafa hana á þenn- an eða hinn veginn — en hinu verður ekki fram hjá komizt að samstarf stjórnarvalda lands ins og hinna vinnandi stétta hefur ekki fyrr verið jafn náið og nú. Verkalýðshreyfingin er svo að sjálfsögðu með óbundnar hendur varðandi afstöðuna til þessarar ríkisstjórnar sem ann- arra og metur og mun meta störf hennar í ljósi þeirrar reynslu, sem fyrir liggur í hvert skipti sem gildistími kjarasamninga er á enda. 19 MANNA NEFND. Á síðasta Alþýðusambands- þingi voru kjörnir 19 menn í nefnd (efnahagsnefnd) úr hin- um ýmsu verkalýðsfélögum hvarvetna af iandinu, til þess að fylgja fram ályktunum þings in og eiga viðræður við ríkis- stjórnina um þau mál, sem að henni snéru beinlínis. Nefndin hefur síðan á mörgum við- ræðufundum fengið skýr og greið svör af hálfu ríkisstjórn- arinnar um fyrirætlanir henn- ar og síðan getað mótað afstöðu sína gagnvart þessum ráðstöf- unum, áður en að þeim tíma leið að samningar væru upp- segjanlegir. Jafnframt hefur nefndin lát- ið í ljós kröfur sínar varðandi framgang hagsmunamála verka lýðssamtakanna á löggjafarsam komunni. Ríkisstjórnin. hefur síðan tekið þessi mál upp og tryg.gt þeim þar framgang. Mörg þessara mála höfðu ár- um saman ekki fengizt hreyfð úr nefndum alþingis, vegna of- ríkis Sjálfstæðisflokksins og þjónkunar hans við samtök at- vinnurekenda. Nægir í þessu sambandi að minna á: 1) lögfestingu orlofslaganna úr 12 dögum í 18 daga. 2) Skattfríðindi sjómanna á fiskiflotanum. 3) 1 nrilljón króna framlag til orlofsheimilis verkalýðsfé- laga. 4) framlag til verkamannabú- staða yrði hækkuð úr 2 millj. kr. í 4 milljónlr á fjárlögum og auk þess 8 milljónir króna úr ríkissjóði á þessu ári, hækkun úr 2 milljónum í 12 milljónir. 5) Stóreignaskattur á milljón króna hreina eign álagður árið 1957, og 10 árum á skatt ur þessi að gefa 80 milljónir króna, en % hlutum þess- arar upphæðar á svo að verja til byggingar íbúðarhúsa í kaupstöðum Vá hluta til veð- deildar Búnaðarbankans. Enginn maður úr verkalýðs- stétt mælir gegn þessari fram- þróun mála, jafnvel ekki úr hópi „Sjálfstæðismanna". Morgunblaðið hefur nú bogn- að undan þunganum af áhrif- um þessarar samvinnu, og læt- ur nú sem Sjálfstæðisflokkur- inn muni í framtíðinni. vilja slíka samvinnu. Þetta undanhald Sjálfstæðis- flokksins, frá fyrri verkum hans í framkvæmd ætti að færa mönnum heim sanninn um að ríkisstjórn, hverjir flokkar, sem hana mvnda, er einskis megnug án samstöðu með hin- um vinnandi stéttum. Það er gleðivottur, ef satt revnist, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi þegar lært þessar stað- reyndir. — Þeim mun meira ætti hann að geta lært á ókomn um árum. VÖRUSKí PT A JÖFNUÐUR- INN var óhagstæður um 33,2 millj. í apríl sl. Fluttar voru inn vörur fyrír 105,9 millj., en út vörur fyrir 72,6 millj. Á tímabilinu jan.-apríl þessa árs hefur vöruskiptajöfnuðurinn orðið óhagstæður um 6,6 millj. kr., en á sama tímabili í fyrra var hann óhagstæður um 44,4 millj. kr. BRÓÐIÍAUPSFERÐ. - II. J allorca og Barcelona ÁRJLA MORGUNS þann 15. maí skildi haldið til fyrir- heitna landsins, Mallorca. Er á flugstöðina í París kom og passinn var skoðaður, kom í ljós, að okkur vantaði áritun frá sendiráði Spánverja, en að eins klukkustund til stefnu. Nú voru góð ráð dýr. Það var ekki um annað að gera, en að taka „taxa“ og bruna í hið spænska sendiráð í París og fá þar áritun. Það stóðst á end- um að við næðum í flugvélina, því að verið var að taka land- ganginn, þegar við komum. Sigurður í Val staddur á Mollorca. Við liðum nú upp í himin- geiminn í umsjá þeirra frönsku enn á ný. Eftir þriggja stunda flug eygðum við Mallorca sól- krýr.da. Er verið var að toll- skoða á flugstöðinni í Pelmo, er kallað á mig og ég ávarpað- ur. „Sæll Hilmar.“ Þar var þá kominn hinn gamalreyndi og góðkunni miðframvörður, Sig- urður í Val, ásamt sinni frú. Var þetta óvæntur en skemmti legur fundur, einmitt fyrstu klukkutímana, sem við vorum stödd á Mallorca. Sól og sólbruni. Eftir að hafa komið okkur fyrir í hótelinu, tökum við til að líta í kringum okkur og kenndi þá margra grasa. Ef skrifa ætti nákvæmlega um Mallorca frá sjónarhóli ís- lenzks ferðalangs, yrði það efni í stóra bók og þar sem nýlega kom fram í útvarpi og birtist á prenti all ítarleg frásögn Sig. Magnússonar um þá dásamlegu eyju, mun ég að mestu hlaupa yfir þann kafla ferðar- innar. Það væri sem sagt, að bera í bakkafullan lækinn, að skrifa ítarlega um Mallorca. Við nutum þar sólar og sum- ars, brunnum í bak og fyrir, ókum í hestvögnum, sigldum á baðstaði o. s. frv. Eitt sinn er við vorum á gangi í Palma ók fram hjá okk -ur íslenzkuf foil^felrfefii R. svo að margt getur skeð á langri leið. Til Barcelona. Frá Palma flugum við svo með spánskri flugvél til Bar- celona þann 19. maí, en það var á sunnudegi. Er þangað kom, var það okkar fyrsta verk að leita uppi i'æðismann ís- lands, hr. O. Lökvik, þar sem við höfðum aðeins vitneskju um skrifstofuna en ekki heim- ilisfangið og allt lokað á sunnu- degi, urðum við að fika okkur áfram á handapati, þar til við náðum símasambandi við hann. Erindið til hr. Lök- vik var að fá leiðréttingu á greiðslu, sem við höfðum látið umfram á Mallorca. Reyndist hann og þau hjónin sérstaklega vel, svo að slíkt mun ekki gleymast. Hann ók með okkur um borgina og sýndi okkur það markverðasta. Því næst buðu þau hjónin okkur til mið- degisverðar og leystu okkur að lokum út með brúðargjöf. Eigum við þeim miklar þakkir skyldar fyrir hina ágætu mót- tökur. Það er víst, að íslend- ingar eiga þar góða að sem þau eru ræðismannshjónin í Berce- lona. Um kvöldið þess sama ’ Costa Brava og höfnuðum þar Myndin sýnir Tamariu á Costa Brava, en þar á ræðismaður ís- lands í Barcelona sumarhús. Þar siglir hann sínum báti með íslenzkum fána við hún. dags héldum við svo til hins j í litlum fiskimannabæ, er heit- mikilfenglega hluta Spánar, j ir Llout de Mar. H. S. H.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.