Alþýðublaðið - 07.06.1957, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.06.1957, Blaðsíða 6
föstudagur júní 1957 tó AlþýfSublaSlg Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Biaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími 4906. Afgreiðslusími: 4900. Prentsmiöja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. Að gefnu tilefni STAKSTEINAHÖFUND- UR Morgunblaðsins er sein- heppinn í gær eins og fyrri daginn. Iðja hans er alla jafna sú að reyna að koma á sundurlyndi með stjórnar- flokkunum, en menn eru orðnir svo leiðir á þeim sparðatíningi hans, að flestir eru' hættir að lesa pistlana. Tilburðirnir eru þar miklu meiri en getan, og vonbrigð- in út af vanmættinum leyna sér ekki. Samt er klaufa- skapurinn einna mest áber- andi í gær. Hann gerir þar að umtalsefni forustugrein Alþýðublaðsins í fyrradag, sem raunar var rituð til kommúnista. Er hann að reyna að finna þar eitthvað sér til dálkafyllingar, en ferst að vonum óhöndulega. Loks stynur hann því upp, sem mest hefur fengið á hann síðustu dagana; hann getur ekki annað en komið að því. Hann fer að impra á eldhúsræðu utanríkisráð- herra og segir réttilega, að Alþýðubl. hafi sagt: „Fylgdi máli hans mikill þungi, enda má hann gerst um starfsemi stjórnarandstæðinga vita.“ Síðan segir hann: „Lesendur blaðsins spyrja að vonum, hvernig standi á þessari vit- neskju Guðmundar í. um starfsemi stjórnarandstæð- inga.“ 'Lesendur Alþýðublaðsins fara ekki í neinar grafgötur um það, hvað við var átt með þeim ummælum um ræðu utanríkisráðherra, sem vitn- að var til hér að framan. Að- alritstjóri Morgunblaðsins veit það líka ósköp vel, þótt hann í þrengingum sínum og sársauka sé svo seinheppinn að minnast á þetta mál. Menn ráða stundum ekki við sig, þegar sýður í sálinni. En af þessu tilefni, sem herra aðalritstjórinn hér gefur, skal rifjaður upp sá kaflinn í ræðu ráðherrans, sem stjórn arandstæðingum s víður einna sárast undan. Gamall máls- háttur segir nefnilega, að sannleikanum verði hver sárreiðastur. Utanríkisráðherra mælti á þessa leið: „Allir landsmenn þekkja nú, hvernig stjórnar- andstæðingar símuð’u látlaus an róg og ósannindi um rík- isstjórnina til erlendra blaða og fréttastofnana þegar eft- ír myndun ríkisstjórnarinn- ar. ÖII var þessi fréttastarf- semi rekin í þeim tilgangi að koma af stað tortryggni í garð íslendinga hjá vinum þeirra erlendis, veikja álit okkar og traust, þar með Iáns traust, og koma í veg fyrir að okkur tækist að leysa mál okkar á erlendum vettvangi. Erlendur blaðamaður, sem hér var á ferð nýlega, hefur skýrt frá því í blaðagrein, að einn af forustumönnum stjórnarandstöðunnar hér hafi verið mjög þungorður í garð Bandaríkjamanna fyrir að ljá máls á því að veita ríkisstjórn íslands dollara- lán. Svona framkoma gegn hagsmunum þjóðarinnar þekkist ekki í neinu landi, en stjórnarahdstaðan hér lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Ef hún telur sig geta valdið stjórninni erfiðleik- um, þá er ekki um það hirt þó þjóðinni í heild sé bakað með því tjón. — Sem betur fór missti áróður stjórnar- andstæðinga marks á erlend um vettvangi. Stjórnarand- stæðingar gerðu með áróðri sínum erlendis sömu skyss- una og þeir gera hér heima í sambandi við efnahagsmál- in. Þeir gengu of Iangt.“ Það er von að svíði, herra aðalritstjóri. Hver má gerst um þessa rógs- og svikastarf semi Morgunblaðsmanna vita annar en ráðherrann, sem orðið hefur að standa í því á erlendum vettvangi að leiðrétta ranghermi fylgi- fiska Staksteinahöfundar og bæta fyrir óþjóðhollustu þeirra og afkáraskap? Um- mælin eru þyngri á metun- um vegna stöðu hans. Meira að segja ætluðu þeir Morg- unblaðsmenn sér þá dul að fara að kenna Bandaríkja- stjórn að lifa! Hún mátti ekki lána íslendingum fé. Það voru mútur! í æði sínu gleymdu þeir gersamlega, að með þessum ásökunum sín- um á hendur stjórnum vest- rænna þjóða voru þeir að blása í glæðurnar austan járntjalds. Samt þykjast þeir allra mestir óvinir Moskvuva'lds. Þetta eru sann arlega skrýtnar skrúfur! Jæja, aðalritstjóri góður, þá er það klappað og klárt, hvers vegna viðkomandi ráðherra má gerst um glap ræði Morgunblaðsmanna vita. Þetta var ágætt til- efni til upprifjunar. Mætt- um við fá meira af slíku? Auglysið í Alþýðublaðinii Bœkur og höfundar: Jóhannes Helgi: Allra veðra von. Sex sögur. Myndskreyt- ingu gerði Jón Engilberts. Setberg. Prentsmiðjan Oddi. Reykjavík 1957. HÖFUNDURINN er ekki alls ókunnur, þó að þetta sé fyrsta bók hans. Jóhannes Helgi kvaddi sér rækilega hljóðs með smásögunni Róa sjómenn, og ýmislegt fleira hefur birzt eftir hann á prenti í blöðum og tíma- ritum. Undirritaður kann þau skil á manninum, að hann er vestfirzkrar ættar að minnsta kosti í föðurkyn, sonarsonur Matthíasar heitins Ólafssonar alþingismanns í Haukadal í Dýrafirði, menntaður ' ú Sam- vinnuskólanum og nú starfs- maður alþingis. Skáldskaparfer il sinn rekur hann í formála bókarinnar, sem er bersögull og persónulegur í bezta lagi. Og svo er þá að líta á sögurnar. Jóhannes Helgi temur sér ekki eins nýstárleg vinnubrögð og ýmsir jafnaldrar hans á skáldaþinginu. Hann er fullorð- inslegur og gengur upplitsdjarf ur og hnakkakertur til sam- keppni við gömlu meistarana. Honum liggur mikið á hjarta, frásagnargáfa hans er rík og sterk, persónurnar skýrar og bráðlifandi, stíllinn þróttmikill og kunnáttusamlegur og atburð irnir standa í tákni minnis- stæðra örlaga. Lesandinn sann- færist fljótt um, að hér er verk hagur og stórtækur rithöfund- ur á ferðinni. Vinnubrögðin koma stundum skemmtilega á óvart. Jóhannes Helgi beitir til dæmis samlíkingum með ótví- ræðum árangri. Hann dregur upp glöggar myndir og slær djúpan hljóm. Maðurinn hefur vestfirzka djöfuldóminn á valdi sínu. Heppnist honum gerð og tækni sögunnar vinnur hann sigur góðs skáldskapar. Og það auðnast. honum nógu oft í þess- ari fyrstu bók sinni til að taka af öll tvímæli um, að hann sé einn af mönnum framtíðarinn- ar. Þar fyrir þurftu sumar sög- urnar að vera betri en raun ber vitni. Höfundurinn ætlar sér Jóhannes Helgi. ekki af sem skyldi, svo að rit- leiknin ber skáldskapinn ofur- liði. En þetta er víst ungs manns gaman. Eigi að síður er mikill við- burður að þremur sögum bók- arinnar. Róa sjómenn þarf naumast að ræða. Það er ó- venjulega persónuleg og listræn saga, þó að efnið geti naumast talizt frumlegt. Hitt mega heita stórtíðindi, að Stormur og Nik- olja standa henni sízt að baki — öðru nær. 3ú fyrrnefnda er sennilega snjallasta saga bókar- innar. Þar rís frásögnin hátt eins og öldur, sem brotna langt og þungt utan af víðfeðmu hafi, og samt er mun meira gefið í skyn en felst í orðanna hljóðan, en það ræður úrslitum hins list- ræna skáldskapar. Nikolia er meira á yfirborðinu, en verður áhrifarík og minnisstæð vegna kynnginnar í frásögninni og lvsingunum. Þá er komið að bví að vanþakka: Svarti sauðurinn er reyfari, sem hér á varla heima. Blóð í morgunsárinu dæmist frábær blaðagrein, en getur ekki kallazt smásaga, því að skáldskapurinn fer einhvern veginn forgörðum. Hlið himins- ins minnir á þjóðsögu eða æv- intýri, en missir marks. þó að fimlega sé skotið, enda færið ekker.t smáræði, hvorki meira né minna en örlög heimsins og mannkynsins. En það er sama, þó að Jóhannesi Helga bregðist bogalistin öðru hvoru. Mistök- in stafa af ótaminni stór- mennsku. Og ungur höfundur, sem lætur frá sér fara sögur á borð við Storm, Nikolja og Róa sjómenn hlýtur að teljast mik- ill sigurvegari. Jóhannes Helgi þarf aðeins að muna þá gömlu en sígildu speki, að kapp er bezt með for- sjá — einnig í skáldskap, og þá leikur hann sér að því að skrifa miklar og góðar bækur. Veðrið er kannski of mikið í þessum sögum. Ungur gróður verður að njóta sólskins og blíðu til að festa rætur, komast á legg og þola storminn og slagviðrið. Höfundurinn ætti að dveljast annan daginn í djúpum dali og brjótast hinn upp á hátinda og reginheiðar. Þá getur hann lát- ið næstu bók heita íslenzkt veður. Þessi er líkust því, að henni sé búinn staður í norð- anverðu Grænlandi. Myndir Jóns Engilberts eru svo saga út af fyrir sig. Mikið er gaman, að út skuli gefnar á Islandi bækur eins og þessi. Þetta er svo sem hægt, ef menn vilja •— og tíma. Helgi Sæmundsson. KVENNAÞATTU Ritstjóri Torfhildur SteLngrímsdóttir ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja, hversu seint og illa gengur hérlendis að fá hvers konar viðgerðarþjónustu af höndum innta. Ef hringt er og beðið um við- gerðarmann eða fagmann, í nær því hvaða fagi sem er, er sjaldn- ast hægt að fá ákveðin svör um hvenær megi vænta hans og er þá segin saga að sé einhverju lofað stenzt það sjaldnast. Sé hins vegar komið til ýmissa sérverzlana til að kaupa hjá þeim hvers konar áhöld eða vél- ar, er jafnan þægilegt að tala við afgreiðslufólk og virðist það allt af vilja gert til að selja viðkom- andi sem mest og dýrast. Ef beð ið er um kennslu í meðferð á- haldsins er oftast hægt að fá hana að einhverju leyti, en þó munu undantekningar þar sem meðferð hvers konar heimilis- véla, er keyptar hafa verið, er kennd skipulega námskeiði. Næsta skrefið er svo venjuleg- ast það, að eftir að heimilistæk- ið hefur verið keypt, en kennsla í meðferð þess verið léleg eða engin, þá, sökum vankunnáttu sinnar, mistekst húsmóðurinni á einhvern hátt í notkun þess svo það bilar. Nú er að því komið að reyna á þjónustu fyrirtækisins í því að fá fljótt og vel gert við l vélina eða tækið. Þá fer fyrst | alvarlega að reyna á þolrifin. Sé húrmóðirin ein heima í húsinu þorir hún ekki að bregða sér frá sökum þess að alltaf getur við- gerðarmaðurinn komið og ekki væri gott að missa af honum sök um þess að hann kom að lokuð- um dyrum. Þannig mega hús- mæður yfirleitt bíða oft dögum saman. Það er alger misskilningur, að tími húsmæðra sé eitthvað verð- minni en tími annarra. Þeir við- gerðarmenn, sem mikið hafa að gera virðast halda, að þeirra timi sé hinn eini dýrmæti og ekkert geri til með þessa við- skiptavini, þeir geti beðið. Þarna reikna þeir góðu herr- ar dæmið rangt. En það er langt því frá að húsmæður eigi ekki vopn í höndum gegn þessum al- genga ósið. Það er sem sé bara að vera málugar, þó að slíkt sé þeim oft talið til lasts, þarna er I það þeim sjálfum a. m. k. til góðs. Þau fyrirtæki, er þannig yrðu þess vör að þau eru orðin þekkt fyrir slæma og seina þjón ustu, mundu fljótlega reyna að kippa hlutunum í lag, er þau sjá að viðskipti glatast og álitinu hrakar. Slíkt sem þetta yrði kannske kallað atvinnurógur, en hvað er það þá að álíta tíma húsmæðr- anna svo einskisnýtan að með hann megi fara eins og hverjum sýnist? Að mínu áliti er það að vanvirða starf þeirra svo að á- stæðulaust er að láta við svo búið standa. Samtök húsmæðra eru því miður ekki sterk eða víðtæk, en það er vissulega hægt að vinna mikið saman og mikið getur á- unnizt án beinna samtaka, svo sem með þessu svari til þeirra, er halda að léleg þjónusta sé við I skiptum þeirra heillavænleg. ithrar fll sölu Caterpillar disil-rafstöð 75 KVA Cummins disil-rafstöð 90 KVA. LANDSSMIÐJ AN, S í m i 1680.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.