Alþýðublaðið - 07.06.1957, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 07.06.1957, Blaðsíða 9
Fösíudagtir 7. juní 1957 Alþýgublagjg Jþróttír) Cíþrqttir ") rÍÞRÓTTÍR} ( íþrÓttír)(íþrótt i IRy Viðtöl vii MARGIR ungir og efnilegir frjálsíþróttamenn eru nú í upp siglingu, en sérstaklega voru það þrír, sem vöktu &thygli í fyrrasumar. Kristleifu.r Guð- fojörnsson, KR, er þeirra yngst- ur, en hann er eitthvert mesta þolhlauparaefni, sem íslending- ar hafa eignast fyrr og síðar. Eru miklar vonir við hann tengdar. Kristleifur var í lands- liði íslands, sem keppti við Ðani og Hollendinga í fyrra og stóð sig vel. Daníel Halldórsson, IR, þótti mjög efnilegur stökkvari fyrir nokkrum árum og varð ung- lingameistari í þrístökki og langstökki, einnig setti hann unglingamet í þrístökki án at- rennu, sem síðar var jafnað af Vilhjálmi Einarssyni. í ferð ÍR-inga til Svíþjóðar 1955 var Baníel settur inn í 1000 m boð- hlaupssveit félagsins og hljóp 300 m. Þá uppgötvaðist hann sem 400 m hlaupari. I fyrra hljóp hann þriðja sprettinn í fooðhlaupssveit íslendinga gegn Bönum í 4X400 m. Andstæð- ingur hans var enginn annar en Gunnar Nielsen, hinn heims frægi hlaupari. Hann fór að vísu fram úr Dam'el, en harka Daníels og keppnisgleði var að- dáunarverð. I landskeppninni gegn Hollendingum hljóp Daní- el 400 m og varð þriðji á sínum foezta tíma í 400 m, 49,7 sek, hann er einnig góður í 400 m grindahlaupi, á þar bezt 56,3 sek. Þriðji afreksmaðurinn er Sig tirður Lárusson, Ármanni, en hann er efnilegasti hástökkvari íslendinga nú. Annars er há- stökkið einhver lélegasta íþróttagrein okkar í frjálsíþrótt Uim, þegar miðað er við alþjóða jnælikvarða. I landskeppninni við Dani sigrað'i Sigurður í há- Stökkinu, stökk 1,85 m. Hann hefur mjög gott, keppnisskap, er rólegur, en þó ákveðinn. Einnig gæti Sigurður orðið góð- ur grindahlaupari, en hann hef- íir lagt litla rækt við þá grein enn sem komið er. B r Íþróttasíða Alþýðublaðsins lagði nýlega nokkrar spurning- ar fyrir þessa efnilegu íþrótta- menn, sem vonandi eiga eftir að vinna marga glæsilega sigra fyrir Island. Spurningarnar eru þessar: Hvernig hafið þið æft í vetur? Sigurður: Ég hefi aldrei stundað æfingar eins vel og í vetur, byrjaði þegar í haust og síðan hefur verið haldið áfram í allan vetur þrisvar í viku. Þetta hafa allt verið inniæfing- ar, en ég byrjaði úti í apríl og nú er æft 6—7 sinnum í viku. Daníel: Því miður hef ég ekki getað þjálfað sem skyldi vegna annríkis, en hú stendur það allt til bóta, æfa ca. 4—5 sinnum í viku og bráðlega verða æfing- arnar 6. Kristleifur: Ég byrjaði að búa mig undir keppnistímabilið í október s.l. og hljóp þá 4 sinn- um í viku úti til jóla, en þá hvíldi ég mig í tvær vikur. Eft- ir áramótin urðu æfingarnar 4—5 í viku og þetta IV2 til 2 klst. í einu. Núna æfi ég sex sinnum í viku. » \ Kristleifur. Takmark í sumar? Sigurður: Ég hef sett mér það mark að komast a.m.k. 1,90 í hástökkinu. Daníel: Mér finnst anzi lé- legt ef ég hleyp ekki 400 m á 19,0 og löngu grindina á 55,0. Sinnig vonast ég til að bæta mig í 200 m helzt niður í 22,5 sek. Kristleifur: Jú, ég hef sett mér það mark að hlaupa 800 m á 1:57,0, 1500 m á betri tíma ;n 4 mín., 3000 m á 8:40,0 og 5000 m á 15:00,0 mín. Hvernig lízt þér. á keppnina /ið Dani? Sigurður. Sigurður: Það er ekki gott að regja, en ef þeir sem veljast í , landsliðið gera sitt bezta, óttast í ég ekki úrslitin. Daníel: Okkar lið verður sterkara en í fyrra, svo að spurn ingin er aðeins sú, hafa Dönum bætzt nýjar stjörnur? Ef bar- áttuviljinn verður eins og í fyrra og allir berjast eins og þá, óttast ég ekki úrslitin. Daníel. Kristleifur: Vel, við eigum að hafa mjög góða möguleika til sigurs. Hver er uppáhaldsstjarnan þín? Sigúrður: Ég er mjög hrifinn af heimsmethafanum Charles Dumas frá USA, en af gömlu stjörnunum dáist ég mest að Svíanum Arne Áhman, sérstak- lega vegna kvikmyndar, sem ég sá af honum, þegar ég var að byrja að æfa íþróttir. Daníel: Finninn Hellsten er mín fyrirmynd, hann er jafn- vígur á 100, 200 og 400 m og mjög skemmtilegur hlaupari. Kristleifur: Eg er mjög hrif- inn af Rússanum Kuts og Eng- lendingnum Pirie, báðir mjög snjallir hlauparar. Hversvegna æfir þú íþróttir? Sigurður: Mér finnst mjög gaman að æfa og keppa og núna eftir að ég hef kynnst íþróttun- um nánar, finnst mér ég ekki geta verið án þeirra. S'vo kynn- ist maður góðum. félögum, bæði innlendum og erlendum. Daníel: Fyrst og fremst vegna ánægjunnar af þjálfun og keppni. þá hafa íþróttamenn möguleika til að sjá sig. um í heiminum og kynnast öðrum þjóðum. Ég vil hvetia alla unga pilta og stúlkur til að æfa íþrótt ir. Kristleifur: Það er nú sérstak lega vegna þess, hvað ég hef gaman af keppni, hún er svo ævintýraleg. Allir, sern geta, ættu að æfa einhverja íþrótt. í flestum stórborgum við helztu gatnamót og á fjölförnum strætum fylgist SÓLARI-klukkan með tímanum og birtir vegfarendum vikudag, klukkustund og mínútur. Klukkan sýnir á ljósan hátt hvað tímanum líður og birtir auk bess auglýsingar frá ýmsum fyrir- tækjum. Hver auglýsing birtist 20 sinnum á klukkustund. í Reykjavík er SOLARI-klukkan á Söluturninum við Arnarhól. Þeir sem elga ieið um Hverfís- götii vita hvað tímanym lílur. sem auglýst var í 13., 14. og 16. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1957 á hluta í Framnesveg 50, hér í bær, eign Jóns Grímssonar, fer fram eftir kröfu bæjar- gjaldkerans í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudag- inn 11. júní 1957 kl. 3 síðdegis. BORGARFÓGETINN í REYKJAVÍK. Nauðungaruppboð, sem auglýst var í 13., 14. og 16. tbl. Löbirtinga- blaðsins 1957 á C-götu 10 við Breiðholtsveg, hér í bæ, talin eign Vilhjálms Friðrikssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík á eign- inni siálfri þriðjudaginn 11. júní 1957 kl. 2 síðdegis. BORGARFÓGETINN í REYKJAVÍK. omasaia Mikið úrval af afskornum blómum fyrir hvítasunnu: — rósum, ljónsmunna, tvöföldum levkojum o. fl. Pottablóm, rósir, kólusar, hengiplöntur o. m. fl. Blómapottar, fjórar stærðir, steyptir og úr plasti. Blómaáburður í pökkum og glösum, mjög góður. Garðáburður í plastpokum. Aburðarkalk og alls konar varnarlyf, Mikið úrval af fjölærum plöntum, tvíærum plönt- um, stjúpum, bellisum á kr. 2.00 stk. og vorsánum stjúpum á kr. 1,50. Sumarblómaploíntiirnar koma eftir hvítasunnuna. Athugið að þeta er Blóma- og grænmetismarkaðurinn, Laugavegi 63 — Sími 6990. Reynið viðskiptin. — Geymið auglýsinguna. Fljót og góð afgreiðsla. Blóma- og grænmetismarkaðurinn, Laugavegi 63. ur á br að endurný ja unnu, Happdrœtti Háskóla Islands »■ ■ ■ ■ ■■■■■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.