Alþýðublaðið - 07.06.1957, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 07.06.1957, Blaðsíða 10
Fösíudagur 7. júní 1957 10 GAMUfc BtÚ 8tal 1471. Skjaldmeyjar flotans (Skirts Ahoy!) Söngva- og gamanmynd í lit- um. Esther Williams Joan Evans The De Marco Sisters Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 4. AlþýSublaðlll Gripdeildir í Kjörbúð- inni (Troabie ín the Store) Hin bráðskemmtilega og eft- irspurða enska gamanmynd. Aðalhlutverk: Norman Wisdom, hinn frægi gamanleikari. Sýnd aðeins í tvo daga, þar eS myndin verður send úr landi með næsíu ferð. AUSTUR- BÆtAR BfÓ Súal ÍT84. Skipt um hlutverk. (Masik skal dertil.) Eráðfjörug og skemmtileg ný þýzk gamanmynd. Aðalhlutv. Paul Hubschmid Gertrud Kúckelmann Gúnther Eúders Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 4. Sala hefst kl. 4. STJGRNUBfÖ Brúðarránið Spennandi og viðburðarík ný þrívíddarmynd í teknicolor. Bíógestir virðast mitt í rás i viðburðanna. — Aðalhlutv. liinir vinsælu leikarar Rock Hudson Donna Reed Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára. Alíra síðasta sinn. Sala hefst kl. 4. NÝJA BfÓ Dagdraumar grasekkju- mannsins. (,,The Seven Year Itch“) Víðfræg og bráðfyndin ný amerísk gamanmynd, tekin í 1 litum og CINEMASCOPE. Aðalhlutverk: Mariíyn Monroe Tom Ewell Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 4 e. h. HAFNARSfÓ Djaríur leikur (Undercover girl) Hörkuspennandi amerísk sakamálamynd. Alexís Smith Scott Brady Bönnuð innan 16 ára. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. TRIP0LIBIO Hin langa bið (The Long Wait) Geysispennandi og viðburða- rík ný amerísk mynd, gerð eftir hinni frægu sögu Mic- Í key Spillanes. Anthony Quinn Charles Coburn Peggy Castle Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð ínnan 16 ára. Siml 8207 g. Neyðarkall af hafinu (Si tous Les Gars Du Monde) Ný frönsk stórmynd, er hlaut tvenn gúllverðlaun. Kvik- myndin er byggð á sönnum viðburðum og er stjórnað af hinum heimsfræga leikstjóra ' Christian Jaque. Sagan hefur tiýlega birzt sem framhalds- saga í danska vikublaðinu Familie Journál og einnig í tímaritinu Heyrt og séð. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Danskur texti. Sala hefst kl. 4. HAFNAR- FJARÐARBIO Sími 9249. Lögregluriddarinn ' Skemmtileg og spennandi amerísk litmynd um ævin- 1 týri og hetjudáðir kanadisku fjallalögreglunnar. Tyrone Power Perry Edwards Sýnd kl. 7 og 9. módleikhOsíd Sumar í TyroS Sýning í kvöld klukkan 20. Næstu sýningar mánudag og miðvikudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opln frá kl. 13.15 til 20. Tekið á móti pöntunum. Sími 8—2345, tvær lmur. Pantanir sækist daginh fyrir sýningardag, annars seldar ’ öðrúm. LEKmAG! REYKJAYÍKUIU Siml 8191, Tannhvöss tengdamamma 55. sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiða- sala eftir kl. 2 í dag. Síðasta sýning. ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ! íír*-<r-&i3r'írvír'**'íf-*-ií'ó'* Syimöve Christenseni 192 SYSTURNAR LÁN DGRÆÐSLU SJÓÐUR ÓjsiSSON ■Aftl06 . n- 'sLdW HAFWASriRÐí r Uppreisn konunnar Frönsk ítölsk stórmynd, 3 heimsfrægir leikstjórar: Pagliero, Delanney — og Christian-Jaque. Aðalhlutverk: 4 stórar stjörnur: Eleonora Rossi - Drago Claudette Colbert Martine Carol Michelc Morgan Sýnd klukkan 7 og 9. Myndin hefur ekki verið sýnd áður hér á landi. Danskur texti. — Bönnuð börnum. annars vegar og þeirra systra hins vegar. Anna Pernilla hélt tvíburunum undir skírn fyrsta sunnudag eftir fæðinguna, og síðan var haldin fjölmenn og vegleg skírnarveizla. En maddama Rauðs sat sífellt í svefnherbergi tengdadótt- ur sinnar og gætti velsæmisins eins og dreki gulls. Anna Kat- ríh fékk ekki að vera ein síns liðs fyrr en hún hafði verið leidd í kirkiu í kufli svörtum og presturinn veitt henni af- laUsn og hreinsun. En þá var hatrið á milli tengdamóður og tengdadóttur orðið svo skefjalaust, að þær hefðu hæglega getað myrt hvor aðra. Lars Friðrik ók konu sinni heim frá Rauðsg'arði, þegar kirkjugönguveizlan hafði þar fram farið. Hann var ekki með sjálfum sér, svo mjög fékk það á hann hvílík óvinátta var á milli konu hans og móður. Anna Katrín hafði lýst yfir því í margra áheyrn, að hún skyldi ekki stíga fæti sínum inn fyrir dyr í Rauðsgörðum fyrr en maddaman hefði beðið sig fyrirgefn- ingar á öllum þeim móðgunum, sem hún hefði orðið fyrir af hennar hálfu, og vegna minnkunarinnar, sem tengdamóðirin hafði gert henni með fangavörzlunni að fæðingunni lokinni. Maddama Rauðs æpti á son sinn, að honum bæri að heiðra föður sinn og móður, en Önnu Pernillu kallaði hún óuppdregna stelpuflennu. Og þá gekk Anna Katrín á dyr með tvíburana sína í fanginu og kom þar aldrei eftir það. Anna Pernilla og systur hennar gengu út með henni, Lars Friðrik vissi ekki hvað hann átti til bragðs að aka og bað föður sinn aðstoðar, en hann var af þeirri ætt þar sem allir höfðu heiðrað föður sinn og móður. Þá labbaði hann sig út á eftir konu sinni, lotinn og skömmustulegur eins og barinn rakki. Þegar heim kom settist hánn við vöggu tvíburanna sinna. Kyssti konu sína auðmjúkur á vangann. En honum leið svo illa að hann varð að drekka sig í svefn. Anna Katrín glóði af reiði. Og ekki bætti það skap hennar er hún sá eiginmann sinn svo lítinn fvrir sér. Var þá stórlæti hans ekki meira en þetta? Hún hopaði frá honum, þegar hann hugðist sýna henni blíðuatlot. En það var sem hann kynni enn betur reiði hennar og stórlæti en blíðu hennar og hlédrægni. Plvasst blik íkorna- augnanna tinnudökku heillaði hann. Lars Friðrik var því vanur frá blautu barnsbeini, að beygia sig undir yfirráð annarra og smám saman lagði hann öll völd í hennar hendur. En fullrar hjónabandshamingju naut Anna Katrín ekki upp frá því. Anna Pernilla þóttist vita, að hún hefði gjarna viljað bíða ósigur fvrir bónda sínum. Hún hafði gert sér í hug- arlund, að hún giftist manni, er ekki léti sér neitt fyrir brjósti brenna. Hann var svo mikill á velli og svipdjarfur. Og nú bættist Lars Friðrik í hóp þeirra manna, sem voru garpar á sió, en lyddur í landi. En almannarómur kvað þær Lindemansdætur pilsvarga mestu, er væru eiginmönnum sínum harðstjórar, og ef menn þeirra revndu að standa á rétti sín- um, linntu þær ekki ósköpum fyrr en þeir hefðu beðið þær fyrirgefningar með knékropi. Þannig urðu þær til að skipta fólki á eynni í tvo andstæða hópa, — héldu sumir með Rauðsfólkinu, en aðrir drógu taum þeirra systra. Það slitnaði upp úr vináttu þeirra Rauðs skip- stjóra og Ólesonar, og Óleson vissi aldrei orsökina. Að vera að rífast og skammast vegna kirkjuleiðslu sængurkvenna, — nei, það fannst Óleson eiga að vera einkamál kvenna, og hann skildi ekkert í fornvini sínum að vera með þvkkiu þess végna. 30. Þennan vetur var Anna Pernilla ekki auðmiúkt man Óleson bónda sínum, hvorki við drykkjuborð nq í rekkju. Hún gerðist þunglynd og fáskiptin. Og sízt varð það til að vekja gleði með henni, er hún sá hveriu fram vátt um hjóna- band systurinnar. Miklu hafði hún fórnað og margt á sig lagt til þess að úr því vrði; hún hafði gert sér vonir um að þar ynni hún að hamingiu þeirra, en nú var sú von að engu orðin, að minnsta kosti að vissu levti. Hún hafði alið með sér tröllatrú á hiónabönd, sem stofnuð væru fyrir gagnkvæma ást; álitið það hið eina, sem gert gæti konur sælar á sínu heimili. Þáð hafði verið þyngdarpunkturinn í allri hennar siðfræði. Nú þótti henni sem allt það, er hún hafði barist fvrir, reyndist hégómi og öll fórn sín til einskis. Henni var þannig innan þrjósts sem bæði tilfinningar hennar og skynsemi væru á þrotum, og marg- ur dagurinn leið án þess að hún hugsaði frekar en básbundin kýr. Gremian og örvæntingin lagðist sem farg að hjarta hennar þegar Óleson kom heim það haust og ætlaði þau öll að kæfa með giöfum. Giöfum, — gjöfum, sem áttu að koma í stað alls þess, sem hann megnaði ekki að gefa. Bæta upp ástleysi hans. Gæzka hans og örlæti var ekki annað en grobb eitt; hjarta- gæzkan, sem allir þar um slóðir rómuðu svo mjög, ekkert ann- að en viðleitni hans til að levna tómleikanum og sinnuleysinu. Ekki það, að hann væri ekki sæmilegur maður. En þennan vetur var hún honum svo reið, að hún hataði hann skefjalaust. Og henni stóð á sama þótt hann yrði gremiu hennar var. Honum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.