Alþýðublaðið - 10.07.1957, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.07.1957, Blaðsíða 6
Uþýgublagig Miðvikuclagur 10. júlí 1957 Útgefandi: Alþýðuflokkuriim. Eitstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og, Loftur GuSmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslusími: 14900. Prontsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. Morgunblaðstónn HANN er skrýtinn, verk- fallstónninn, hjá þeim Morg unblaðsmönnum þessa stund ina. Það er eins og þeir geti í hvoruga löppina stigið. Aðra stundina fjargviðrast þeir einhver ósköp yfir því, að ríkisstjórnin skuli ekki leysa farmannadeiluna, hina stundina hlakkar í þeim yfir því, að kaupskipin skuli vera bundin í höfn. Það má svo sem lesa milli línanna, að þeim sé deilan ekki eins leið og þeir láta. Þetta kemur greinilega fram í klausu í Morgun- biaðinu í -gær. Þar er gef- ið í skyn, að ríkisstjórnin muni eitthvað vera farin að vinna að lausn deilunn- ar. En í framhjáleiðinni kemur blaðið heldur illa upp um sig. Það má alls ekki meta og vega kröfur verkfallsmanna, segir blað ið, alveg frágangssök að „gera upp á milli“ þeirra, sem í verkfalli eru. Til hvers eru þá málaiaöiðl- unarstörf í vinnudeilum, ef ekki á að grannskoða þær kröfur, sem fram koma hjá verkfallsmönnum, athuga hverjar séu sanngjarnar og réttmætar og hverjar óraun- hæfar og óframkvæmanleg- ar? Hvað meinar Morgun- blaðið með svona fáránleg- um athugasemdum? Eða veit það í rauninni nokkuð, hvað það er að segja? Jú, víst mun meiningin falin undir niðri, þótt lítt sé hampað á yfirborði. Blaðið grunar nefnilega, að menn séu ekki jafn ginnkeyptir fyrir kröfum allra verkfallshópanna. — Þar mun vera nokkur mun ur á. Almenningur telur, að sumum beri að bæta að nokkru launarýrnun til samræmis við aðrar stétt- ir, en kröfum hinna hæst- launuðu þurfi síður að sinna. En það niá ekki að dómi Morgunblaðsins. Það má ekki „gera upp á milli“, hinir hæstlaunuðu skulu fá allar sínar kröfur uppfyllt- ar! Þetta er gamli Morgun- blaðstónninn, hreinn og ó- mengaður. Hann er svo sem auðfundinn, þótt hann eigi að vera falinn að baki bók- stafsins. Það er auðvelt að lesa milli línanna. Bruni í HVERT sinn, er bruni verður, er jafnan spurt um það, hvort eigur manna, sem í brunanum skemmdust, hafi verið vátryggðar eða ekki. Vill oft verða misbrestur á því, að fólk vátryggi innan- stokksmuni og aðrar eignir og bíður því oft tilfinnanlegt tjón, er eldur verður laus, þótt skyldutrygging sé á hús- um. Það er full ástæða til að vekja athygli fólks á þessu atriði, því að tryggð eign er meira virði en ótryggð. Eiginn veit, hvenær ógæf- an skellur yfir, og er þá of seint að athuga hlutina, þegar í óefni er komið. Oft missir fólk aleigu sína í bruna og stendur uppi vegalaust. Er nógu illt að þurfa við húsnæðisleysi og önnur vandræði af völdum brunans að búa, þótt bóta- leysi fyrir dýrmætar eign- ir bætist þar ekki ofan á. Almenningur ætti því að hafa vaðið fyrir neðan sig og tryggja eigur sínar gegn elds voða. Aldrei er að vita, hve- nær slík trygging getur orð- ið dýrmæt eign, þótt allir voni, að ekki þurfi til þess að köma. í þessu efni sannast vissulega hið fornkveðna, að allur er varinn góður. SAMLA6 SKREIÐARFRAMLEIÐENDA. Tilkynning um ný símanúmer 2 - 43 - 03 5 línur F ramkvæmdast j óri 1-48-84 Ritstjóri: Ingvar Ásmundsson. IV. HEIMSMEISTARAMÓT stúdenta í skák verður sett í Háskóla íslands á morgun kl. 2 e.h. Klukkan 7,00 hefst svo fyrsta umferð. Fyrstu erlendu þátttakendurnir komu á laug- ardaginn var. Það voru Equa- dormenn, komnir árla morguns flugleiðis um New York án þess að nokkurn óraði fyrir að þeirra væri von. Töldu þeir, að flug- ferðir væru svo strjálar til þessa lítt byggða eylands, að vissara væri að taka sér far í tíma. Enn fremur álitu þeir að óþarfi væri að boða komu síná, þar eð allir eyjaskeggjar hlytu að heyra gnýinn í flugvélinni og vita að gesti bæri að garði. Vegna þessara hugmynda sinna urðu þeir að bíða nokkrar klukkustundir á flugvellinum. A meðan símaði einn af starfs- mönnum Loftleiða til helztu skákmanna þjóðarinnar og húð- skammaði þá ýmist fyrir að hafa verið látnir bíða einhvers staðar úti í heimi eða vera staddir á röngum reit á vitlaus um tíma. Um áttaleytið í kvöld er væntanleg frá Kaupmannahöfn flugvél með 60 þátttakendur frá Austur-Evrópu og Norður- löndum. Meðal þeirra eru 2 erkióvinir íslendinga á skák- borðinu, þeir Boþotsov frá Búlgaríu og Bent Larsen frá Danmörku. Bobotsov hefur bor ið sigur af hólmi í öll þau fjög- ur skipti, sem hann hefur teflt við Islendinga og sækir okkur nú heim í því augnamiði að drýgja þennan ósóma einu sinni enn. í hálft áttunda ár höfðu ís- lendingar haldið Norðurlaíida- meistaratitlinum, er Bent Lar- sen áleit að hann hefði verið nógu lengi norður í Reykjavík í frysti, brá sér hingað og sótti hann. Nú er þessi ungi stór- meistari á leið hingað við sjötta mann með þeim ásetningi að hafa einn heimsmeistaratitil af Rússum. Hér kemur svo skák eftir okk ar eigið stórmeistaraefni með skýringum eftir hann sjálfan. Dr. Filip hefur tvívegis orðið efstur fyrstaborðsmanna á stúd entamóti. Hann er núverandi skákmeistari Tékkóslóvakíu. Skákin FriSrik—Dr. Filip, svæðakeppnin Prag ’54. Spánskur leikur. I. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bb5, a6; 4. Ba4, Rf6; 5. o-o, b5. Dr. Filip ér „teóríumaður“ mikill og teflir gjarnan sjald- gæf afbrigði til að villa and- stæðinginn. 6. Bb3, d6; 7. c3, — Gætið þess, að 7. Rg5 er al- gjörlega máttlaust vegna —d5, 8. eXdð, Rd4. 7. —, Ra5; 8. Bc2, c5; 9. d4, Dc7; 10. Rbd2, g6. Hæpin i leikur, þó að hvítum takist r: :ki að sýna fram á það hér. EöKXgasti leikurinn er 10. — Bj7 II. a4(?), Skaipasta afbrigðið er 11. b4! eins og Bronstein lék á móti Evans í keppniniv Rússland— Bandaríkin 1955. Áframhaldið varð eitthvað á 1 a leið: 11. — cXb; 12. cX'o 06; 13. Bb2! Bg7; 14. Hcl, B'-r\ 15. Bb3, og hvítur hefur yíkijurðastöðu. 11. — Bb7. Hvítur hótaði 12. aXb, aXb; 13. b4. 12. aXb. 12. b4! kom ennþá sterklega til greina. 12. —, aXb; 13. dXe, dXe, 14. De2, Bc6; 15. Rb3!? Hið klassíska ferðalag drottn ingarriddarans til d5 (R-fl-e3- d5) er of hægfara hér. Hvítur reynir því að flækja stöðuna, áður en svörtum tekst að hróka, en svartur er vel á varðbergi og tekst að bægja frá allri hættu. 15. —, Rd7. Hvítur hótaði að vinna e- peðið svarta með 16. RyR, HXR; 17. HXH, DXH; 18. RXe5. 15. —, RXb3 gengur ekki vegna 16. HXH, BXH; 17. ÐXb5t Bc6: 18. DXb3, RXe4; 19. Hel, og svartur er glatað- ur. . 16. Bg5, Bg7; 17. RXR, H < R; 18. Dd2, o-o. Ekki 18. —, h6 vegna 19. Be3, og svartur fær ekki hrókað. 19. HXH. Ella leikur svartur —, HXal; 20. HXH, Ha8. 19. —, DXH; 20. h4!? Eini möguleiki hvíts til að flækja stöðuna er sókn á kóngs væng. 20. —, He8? Og svartur sér skyndilega of- sjónum yfir sóknarmöguleikum hvíts og auðveldar áform hans með næstu leikjum sínum. Ein- faldasta úrræðið til varnar var 20. —, Da2; 21. Bbl, De6. 21. h5, Da8. Hví ekki 21. —, Da2? 22. Hel, Bf8? En þetta var full mikið af því góða. Undanhald er ekki bezta vörnin eins og allir vita. 22. —, Da2 átti enn við. 23. Rh2. Nú á svartur í örgustu vand- ræðum enda staða hans ekki álitleg. 23. —, f6: 24. Bh6, Be7. Hvíta drottningin má ekki komast til h6. 25. hXg. hXg, 26. Rg4, Rb6. Furðulegt, að svartur skuli taka riddarann úr vörninni. en hvað á hann til bragðs að taka? Ekki dugar 26. —-, Rf8 vegna 27. BXf8, HXf8; 28. Dh6,' og hvítur vinnur. Svartur rýmir því leiðina fyrir drottningu sína. 27. De3, Dc8: 28. Dg3, De6; 29. f4, eXf; 30. BXf4, Rd7. ! Einmitt, þegar svartur er á góðum vegi með að endurskipu leggja vörn sína fellur sprengj- an. 31. e5!, f5; 32. Rh6?, Kf8. S V A R T SMm ......„ Ií±:í; STIi “ ......... M Y/f/Æ w'Æ. /. Zf-rr- V///////. fiSiiili.........Ht & íi ; co i J1 A B C D E F G II HVÍTT 33. RXf5, gXfö; 34. BXf5! Dg8. Eða 34. — DXf5; 35. Bh6t, Kf7; 36. e6t, DXe6; 37. Dg7 mát. 35. Bh6t, Kf7; 36. e6t, Kf6; 37. Bg4!, Rf8. Ekki verður feigum forðað. 38. Dh4?, Kg6; 39. Dh5t og svartur gafst upp, því að hann er mát eftir —, Kh7; 40 BXf8. Þessar ungu stúlkur eru ekki í sumarleyfi — heldur heræfing- um. Þær eru á foingianámkeiði í Bretlandi, þar .sem þeim er ætlað að hafast við úti, matar- og allslausar í viku; meira að segja að ganga 30 km. leið á dag eftir landabréfi og áttavita, og haga för sinni þannig, að „fjandmennirnir“ verði þeirra ekki varir. Fallhlíf, vasahnífur og 20 únsur af sykurgljákosi, kápur og áttaviti er allur farangurinn. ■ ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.