Alþýðublaðið - 10.07.1957, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 10.07.1957, Blaðsíða 11
Miðvikudagur lí). júií 1957 AIþýgu fo S a11 & 11 s s s s s s s s s s s i rpi Framhald af 5. síffu. izt í kurteisi og hollustu við tigna menn. UM RÆÐUR OG FLEIRA. Þetta sama kvöld talaði Sig- urður doktor Þórarinsson um Svía og Svíþjóð. Viðfangsefnið var harla umfangsmikið, enda var erindið nokkuð sundur- laust. En maður með rithöfund- arhæfileikum Sigurðar semur verla erindi, án þess að í því séu ýmsir snjallir og skemmti- legir sprettir, og svo fór hon- um nú. Ræður þær, er útvarpað var í sambandi við heimsókn sænsku konungshjónanna, voru allar prýðilegar, enda voru eng ir liðléttingar til kvaddir. En ekki varð hjá því komizt, að lík- ar vildu þær verða, og endur- tekningar miklar. En við því er víst ekkert að segja við slík tækifæri. Einna snjöllust mun þó talin ræða Halldórs Laxness í Háskól anum, og þótti raunar engum mikið. Nóbelskáldið virðist vera mælskara á sænska ungu en ís- lenzka. Og Kiljan kann engu síður lagið á því að geðjast fólki en hrieyksla það, og hann kann vel að vera með höfðingj- um, eins og siður hefur verið margra íslenzkra skálda. --------Þrátt fyrir viðhöfn og ,,glamour“ konungsheim- sóknarinnar mun mörgum út- varpshlustendum líka vel að út- varpið skuli nú vera komið nið- ur úr skýjum, á sléttlendi rúm- helginnar. Hins vegar þykir mér ekki sæma að tala um liversdagslega útvarpsviðburði í þessum þætti, þar sem svo margt hefur verið rætí um kon- unglegt útvarp. RJÓH. AÐALFUNDUIÍ Barnavina- félags Reykjavíkur var haldirin í Ausíurbæjarbarnaskólanum í fyrra mán. Formaour félagsins, dr. Matt- hías Jónasson, gaf skýrslu um störí félagsins á liðnu ári. Gat hann þess m.a., að á síðustu árum hefði félagið stutt all- marga efnilega menn til sér- náms á ýmsum sviðum kennslu og uppeldis, en sérfróðra manna er hér mikil þörf í þessum efn- um. Hefur félagi.ð alls vari'ð um 80 þús. krónum í þessu skyni. F'élagið hefur m.a. styrkt menn til að nema kennslu og meðíerð fávita og tornæmra barna. Enn fremur styrkir það nú mann, sem leggur stund á sálarlækn- ingar barna. Konu hefur það styrkt til þess að læra föndur fyrir sjúk börn. Þá hefur félagið styrkt fá- vitahælið í Skálatúni með því S ] s1 s s s s s c að gefa stofnuninni um 20 rúm með rúmíatnaði, sem eru um 60 þús. kr. virði. Þá gaf félagið sama heimili húsgögn í leik- stofu barnanna og kostuðu þau rúmar 22 þús. krónur. Fjársöfnunardagur harna- verndarfélaganna er 1. vetrar- dagur ár hvert. Eru þá seld fé- lagsmerki og bókin Sóhvörf. Fjársöfnun sl. vetrardag gekk óvenjulega treglega sakir óhag- stæðs veðurs. Félagið á þó nú í sjóði um 50 þús. krónur. Stjórn félagsins, sem var endurkosin, skipa nú: Dr. Matt- hías Jónasson, formaður; Símon Ágú.stsson, próf. ritari; frú Lára Sigurbjörnsdóttir, gjaldkeri. — Meðstjórnendur eru: Séra Jón Auðuns, dómprófastur; Krist- ján I-orvarðsson, læknir; Magn- ús Sigurðsson, skólastjóri og Kristinn Björnsson, sálfræðing- ur Tónleikar Framhald af 12. síðu. sern þessi tónlistarhátíð stend- ur. Frú Töpper hefur einnig sungið töluvert inn á plötur, ýmist ein eða með öðrum, t. d. í ágætum upptökum á passíún- um og oratorium undir stjórn heimsfrægra stjórnenda. Herta Töpper hefur titilinn „bæjörsk kammersöngkona", en kammer söngvaratitil þennan veita Þjóðverjar aðeins þeim, er heir álíta sína beztú söngvara. Framhald af 1. Aðgangseyrir hefur verið á- kveðinn 15 krónur fyrir hverja umferð, en 20cí,: afsláttur verð- ur veittur af verði aðgöngu- miða, sem keyptir eru allir í senn fyrir allt skákmótið. MÓTIÐ SETT Á FIMMTUDAG Mótið verður sett í hátíðasal háskólans á morgun kl. 2 e. h. af Gunnari Thoroddsen borgar- stjóra. Ávörp flytja þeir Pétur Sigurðsson háskólaritari, for- maður íslenzku framkvæmda- nefndarinnar, og Kurt Vogel, fulltrúi alþjóðasambands stúd- enta. Formaður stúdentaráðs kynnir, SJÖ MANNA FRAMKVÆMDANEFND íslenzku framkvæmdanefnd- ina skipa þeir Pétur Sigurðsson formaður, Árni Snævar, til- nefndur af bæjarstjórn Reykja- víkur, Baldur Möller, tilnefnd- ur af ríkisstjórninni, Friðrik Ólafsson og Þórir Ólafsson, til- nefndir af Skáksambandi ís- lands, Grétar Haraldsson og Jón Böðvarsson, tilnefndir af Stúdentaráði Háskólans. Kurt Vogel er hér og staddur sem sérstakur fulltrúi alþjóðasam- bands stúdenta, en það og al- þjóða skáksambandið annast um þessi mót. Hér er mótið háð á vegum Skáksambands ís- lands fyrir hönd alþjóða skák- sambandsins. Fr.amkvæmdastjóri mótsins er Grétar Haraldsson. KEPPENDIJR ÍSLANDS íslenzku keppendurnir eru þeir Friðrik Ólafsson á fyrsta bo.rði, Guðmundur Pálmas.on á öðru borði, Ingvar Ásmundsson á þiiðja borði og Þórir Ólafsson á fjórða borði. Varamenn eru þeir Jón Einarsson og Árni i Grétar Finnsson. Nokkrir heimskunnir skák- meisíarar eru meðal þátttak- enda, eins og blaðið hefur þeg- ar skýrt frá, m. a. þeir Spassky og Tal frá Rússlandi, dr. Filip frá Tékkóslóvakíu, Bent Larsen frá Danmörku og Padevski frá Búlgaríu. Alþjóðasamband stúdenta hefur gefið ýmsa fagra verð- launagripi til mótsins, og eru þeir til sýnis í glugga bókabúð- ar Lárusar Blöndal í Vesturveri ásamt þjóðfánum þeirra þjóða, sem þátttaka í mótinu. íslenzka framkvæmdanefnd- in væntir þess fastlega að þetta fyrsta alþjóðamót í skák, sem háð hefur verið á íslandi, megi á allan hátt fara vel úr hendi og verða þjóð vorri til sæmdar. Heitir hún því á alla unnendur skáklistarinnar, sem þess eiga nokkurn kost, að sækja vel mótið dag hvern, svo að hinir erlendu gestir geti af eigin raun sannfærzt um, hve ájh.ugl íslendinga á skáklistinni er mikill og almennur., FH4GSLÍF Ferððféiag fslands 11. júlí 8 daga ferð um Vest- urland. — 13. iúlí 5 daga ferð um Kjalveg. 4 helgaferðir, 1% dagur: í Þórsmörk. í Landmannalaugar. í Kerlingarfjöll og á Hveravelli. Á Tindafjallajökul. Lagt af stað á laugardag kl. 2 frá Austurvelli. Farmiðar eru seldir í skrifstofu félagsins. Túngötu 5, sími 19533. ss 28 mo o» « ? erðir fil úflanla. 28 • O C« l§ c« V©rkalý@smá8anefndar m\ viiiðiingar. Vero miða kr. 5,00. Skrifstofa í Alþýðuhúsinu. 28 Dregið 31. júlí. • 'iiioeceoeoooeoeoo'eoeco ■ o • • % •c«o«ofo*o«o.fo«o«o.«o«o«o«-.«c«'»';o-.«'9'• •:•'•• »'©'c •'-•oooeooooc.erð' •"«'o' ci'•"•'.c'• e o « » a * o a a *-? •:«• ocs'.«•:•:orooooo o:«oo:o ; o • :» ®:• «ooooofv?sc« D*o«oocoo#o#ooouo«o«oo_«..s.» *.«2'Oc*c«ooGoo«c«ooc«j»o«c)o;j«c«ooooc*ce.:»ooc«o#^oo«otf .» * • •»'* .*,-.*•«- «•« « • » • *-.*'•-.♦'•o* » •«o«' ••-••>• • *-•• ••--•« •'•'>•• •-•■'■* • • »:c-.4.-,«.* » * oc*5oc#o*o»c» .■* :»oooo:u oo*c.«-:«o»o #ooo*c«o«ooo» i. S. I. fer fram í dag, miðvikudaginn 10. júní M. 8,30 síðde gis á hinum nýja íþróttaleikvangi í Laugardal. Á undan landsleiknum, kl. 7,45 leika 3iu aldursílokkar KR -Valur (leiknar 2x15 mínútur). Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1 í dag í aðgöngumiðasölu íþróttavallarins í Bankastræti og á Hóteí íslfmds-lóðinni. Dómari: R. H. Davidson frá Skotlandi. Línuverðir: Haukur Oskarsson og Ingi Eyvindsson. Lúðrasveit Reykjavikur leikur frá »•.!. 7,30 síðdegis og í leikliléi. Móítökunefndin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.