Vísir - 24.12.1932, Blaðsíða 4

Vísir - 24.12.1932, Blaðsíða 4
V 1 S I R Arnljótur sauðamaður i. Eg kyntist lionum þegar eg var um í'ermingu. •— Hann var þá gamall maður og farinn, kominn fasl að áttræðu. Ilann var talinn einrænn og sérvitur. Hann var langt að kominn og enginn þekti ætt lians né upp- runa. — Og væri hann spurður um hagi sína, vék hann talinu i aðra átl og sinti ekki slíkum spurn- ingum. Menn vissu ekki til þess, að hann ætti annað at auðæfum þessa heims en hund og liesí. Og enginn hafði heyrt þess getið, að hann hefði nokkurn hug á,. að eignast neitt annað. Nokkur árin síðustu hafði Arnljótur verið talinu ársmaður á Barði, hjá Ólafi liinum rika, er þá var kallaður gildastur bóndi þar um slóðir. Ólafur var nokkuð við aldur, forn í skapi og háttum, kaldrifj- aður og aðsjáll í viðskiftum. Hann var talinn rnest- ur sauðabóndi þar í norðursýslum og var mælt, að hann setti atdrei færri sauði á vetur en þrjú liundr- uð stór. Fór önnur fjáreign hans þar eftir. Ilann hafði beitarhús mikil lengst frammi á hálsi, en hélst illa á sauðamönnum. Þótti þeim daufleg vistin þar fremra, langt að ganga milli beitarhúsa og bæjar, og vandratað í fjúki og náttmyrkri. Arnljótur lék lausu við á sumrin, fór út og suð- ur og samdi sig lítt að háttum annara. Stundum hvarf hann til fjalla, liafði nesti með sér og lá þá úti viku eða hálfan mánuð. Og sjaldan varð þess vart, að liann gisti á hæjum. Væri hann spurður, hverra erinda hann riði í óbygðirnar, svaraði hann þvi oftast á þá leið, að hann færi þangað til þess, að geta verið einn með guði sínum, hundi og liesti. Ólafur hinn ríki gat liaft það til, að bregða sér fram í afrétt og óbygðir að sumrinu. — En jafn- an kom hann þó heim að kveldi. Honum leiddist, þegar féð var runnið til fjallanna. Hann langaði til að sjá kindurnar sínar, einkum gömlu sauðina, og það brást ekki, að hann rækist á kind og kind eða smáhópa á þessum ferðalögum. — Stundum fór hann alla leið norður í TröUabotna, því að þar var Forustu-Höttur á liverju sumri með marga gamla sauði í fylgd með sér. Ólafur fekk hjartslátt, ef hann heyrði bjölíuhljóm i fjallakyrðinni, þvi að þá þótt- ist liann vita, að Höttur væri á næstu grösum. Hann vissi ekki til þess, að aðrir liefði svo mikið við for- ustusauði, að þeir léti þá hafa bjöllu í horni. Hann væri sá eini þar um slóðir, sem legði á sig þess liátt- ar útgjöld, epda ætti Höttur margfaldlega skilið, að honum væri sýndur fullur sómi. Það var í einni af þessum fjallaferðum Ólafs, sem fundum þeirra Arnljóts og hans bar saman. Ólafur reið í hægðum sínum upp með Tröllánni og var að Iiugsa um það, hvort hann mundi nú ekki þá og þegar heyra bjölluhljóminn einhversslaðar i nánd. En þegar liann kom á móts við fossinn, sá hann fannhvítan hest, mikinn og fríðan, í hvamm- inum fram undan sér. Hesturinn var beislaður, en hnakkurinn lá þar skamt frá. Ólafi varð hálf-bylt við, því að hann átti ekki von neinna mannaferða á þessum slóðum. Honum varð litið upp að fossin- um og sá þá, að maður og hundur sátu jjar á kletti og horfðu í fossiðuna. Þetta var ArnljótUr sauðamaður. Enginn veit hvað þeím Ólafi og Arnljóti hcfir farið á milli þenna dag. Þeir sáust þarna í fvrsta sinn, en síðan hefir Arnljótur verið talinn heimilismaður á Barði. Og næsta haust tókst hann á hendur sauðagæslu íyrir Ólaf bónda. Arnljótur hefir hest sinn og liund með sér við sauðagæslima. Þeir elta hann báðir, livert sem hann fer. Og það liefir Arnljótur sagt mér, að hcsturinn skilji orð sin til hlitar og hlýði sér skilyrðislaust. Kveðst hann liafa áll skynsama hesta um dagana. en þessi beri af öllum. Muni hann og verða síðasti gæðingur sinn og sé svo lil ætlast, að hvorugur lifi annan dægri lengur. Rakkinn er lcominn að fótum fram, sjónlitill og heyrnardaufur, en söm er enn ástúðin og trygðin við húsbóndann. Þeir fluttust í beitarhúsin allir þrír: inaður, hund- ur og heslur. — Arnljótur krafðist þess, að mega dveljast þarna jafnt nætur sem daga. Sér yrði löng- um óliæg vislin með mannfólkinu. — Ný kynslóð væri risin upp í Iandinu liláturmild, gálaus og alvörulitil. Auk þess væri hann tekinn fast að eld- ast og nenti ekld að leggja á sig óþarfa snúninga. Hann mundi reiða nesti sitt i beitarhúsin, smám saman, hálfsmánaðar- eða mánaðarforða í senn, en Ólafur bóndi mundi skjótast til sín við og við. Um þjónustubrögð eða annað þess liáttar þyrfti ekki að liugsa. Hann hefði komist af þjónustulaus um hálfrar aldar skeið, og færi líklega ekki að taka upp á því í elli sinni, að láta kvenfólkið fitla við garm- ana sína. Ólafur félst á þetta, en lét á sér skilja, að óvar- legt væri þó jafnan, að dveljast einn langt frá ölluin mannabygðum. — Þú ert gamall maður, Arn- Ijótur minn, og mér þætti eins og lakara, ef eitt- livað yrði að þér. — En þó mun eg hætta á þetta, er þú sækir það svo fast. Arnljótur þakkaði bónda fögrum orðum, kvaðsl skilja hugarþel hans og umhyggju fyrir sér, göml- um og lúnum. Og verði eitthvað að mér, þá skeður það samkvæmt guðs heilaga vilja, og honum fær enginn breytl. — Eg mun vitja þín, Ólafur bóndi, ef eg sýkist — vitja þín i draumi. Arnljótur tók við sauðagæslunni og þóttist Ólaf- ur ekki hafa kynst jafningja hans við þau störf. Lcið nú veturinn fram til jóla og bar ekki til tíðinda. II. Svo bar til á aðfangadag jienna vetur, að eg var sendur norður yfir fjallið. Eg liraðaði för minni, sem kostur var á, því að eg vildi ná heim i skímu. — Eg fór þvert yfir hálsinn, skáhalt utan við Sand- hól hinn meiri, og urðu þá beitarhús Ólafs rika á vegi mínum. Snjór nokkur var á liálsinum og jiæf- ingur, jafn-drifin injöll yfir alt. Eg var tekinn að jireytast, en sinti því litt og hélt áfram, svo sem eg mátti mest fara. Loft var þungbúið og dimt, hæg gola og lék við norður, fjúk í aðsigi. Þarna var Einbúi skamt fram undan, hár drang- ur og furðulega mikill. Hann stóð þama á eyðimel, jarðfastur og ægilegur í rökkrinu. Sögur gengu um það í sveitinni, að undir þessum mikla klctti liefði tveir menn borið beinin, faðir og sonur, og hefði þeir það lil, að villa um fyrir vegfaröndum. Þótti mér þvi réttast, að koma hvergi nærri Einbúa, held- ur slá mér á hægri liönd niður fyrir holtið. En rétt i jiessu heyri eg bjölluhljóm, og þykist þá vita, að Arnljótur sauðamaður muni skamt undan með hjörð sina. Hverfur mér jiá samstundis allur ótti, enda heyri eg að bjölluhljómurinn nálgast óðum. Eg var móður orðinn af hraðri göngu, en hægi nú ferð inína og stefni til beitarliúsanna. Eftir litla stund rennur sauðahópurinn fram lijá mér og er Höttur langl á undan. Þótti mér hjörðin frið og forustan sköruleg. Arnljótur sauðamaður fór liægl og gælilega. Fylgdi honum liundur og hestur, og liafði eg ekki séð það áður, að hestur elíi húsbónda sinn. En svo var það jafnan, er Arnljótur stóð vfir sauðunum, að hest- urinn fylgdi lionum og gekk ekki af haga, þó að kalt væri og fjúk eða skafrenningur, fyrr en Arn- ljótur kallaði á Hött, forustusauðinn, og sagði, að nú væri mál að halda lieim.. Spratt Höttur þá jafn- an snögglega upp úr krafstrinum og hristi höfuðið, en bjölluhljómurinn harsl víða vegu. Þá lagði liann af stað heimleiðis og fór greitt, ekki sist ef veðra- brigði í lakari átl voru í aðsigi. Arnljótur sauðamaður tók mér svo ástúðlega, að mér varð þegar i stað hlýtt til hans. Mér fanst góð- leikurinn streyma frá lionum og ylja mér öllum. Sauðirnir runnu viðstöðulaust í húsin, en hest- urinn fór inn síðastur. Sauðirnir gerðu sér dælt við liann, en Arnljótur taldi samkomulagið liið liesla. „Jökull“ sinn gerði engri slcepnu mein og þyldi sauð- unum allan átroðning. Eg ætlaði að lialda áfram för minni, þvi að óð- um rökkvaði og þyngdi i lofti. En þess var enginn kostur. Arnljótur sagði, að eg yrði að koma inn með sér og lita á húsakvnnin. Hann Iiafðist við inst í einni krónni. Þar var hólfaður af litill bás og kall- aði Arnljótur það baðstofu sína. Þarna mataðist hann og svaf. Lá hurðargarmur cinn á gólfinu, en ofan á honum lieydýna mikil. Þar var og koddi og vfirsæng forn. Þetta var rekkja Arnljóts. Matar- birgðirnar hafði liann á syllu, sem lá þvert vfir króna inst, frá garðabandi til útveggjar. Hann háraði sauðunum og kvað þetta vera i fyrsta skifti, sem liann gæfi þeim að kveldinu. Hins vegar væri það venja sín, að gefa þeim tuggu að nmrgn- inum. Þeir stæði betur á jörð, ef þeir ætti ekki von á glaðning, er heim kæmi að kveldi. En nvi veitti hann þcim þessa úrlausn, eins og til hátíðabrigðis. Eg vil að allir Iiafi nóg og að öllum líði vel þelía há-heilaga'kveld. Við vorum komnir i „baðstofuna“ og sátum flöt- um beinum á gólfinu: Arnljótur liafði tekið niður matarföngin, lcveikt á álnarlöngu tólgarkerti og var nú að undirhúa máltíðina. Eg sá, að þarna niundu gnóttir í búi: spikfeitt hangikjöt, magáll og bringu- kollur, nýtt pottbrauð, smjör í dalli, harðfiskur, há- karl og brennivín. Mjólkurflöskur tvær stóðu uppi á syllu. En engir voru diskarnir og stýfði sauða- maður úr hnefa. — Þótti hiér ekki að því og gerði' slíkt hið sama. Arnljótur var liljóður meðan hann mataðist. Þótti mér hann nejda lítils og fara prúðlega að mat sín- um. Hann bað mig neyta þess, sem fram væri reitL og virða á betra veg, þó að fátæklegt væri og fábreytt. Að lokinni máltíð liafði eg orð á því, að nú væri kominn timí til að lialda heimleiðis. Jólaliátíðin væri að ganga í garð og fóstri minn yrði ekki mönnum B. Cohen, 11 & 15, Trinily House Lane, Hull, fcerir öllum viðskiftainöimum sínum ósk um gleðileg jól og gotl og gœfuríkt nýtt ár, og vil ég jafnframl láta þá vita,.að öll efni, hvort heldur í karlmannaýöt, kvenkjóla eða frakka, eru nú mikið ódýrari heldur en jafnvel í fyrra.----- Vanhagi yður u mcitthvað, mun ég ávalt gera mitt besta fyrir yður alla, eins og ég he.fi gert að undanförnu. B. Cohen. íoo«íí«w»c }«;>»; ksooí5ís?5;k!ííí>í;o; k o tf (f (7 (} Ó (i Óslca öllum mínum viðskiftavinum GLEÐILEGRA JÓLA. Einar ./. Ólafsson. G g s; s;s;s;s;>;sco; socttvsoowsottooocss;:; >0 ^sttttí Stttto; Stttttt; Stttttt; sotttt; sottc GLEÐILEG JÓL! Versl. Rjörk. í; 1 G | GLEÐILEG JÓL! G G Verslun «.r í; Davíðs Kristjánssonar. s; í? s ? o « stttttttt;soott;stttttt;stttto;>tttto;sttOtt; G L E Ð I L E G J Ó L! óskum við öllum okkar viðskiftavinum. VERSL. HAVANA. GLEÐILEG JÓL! Veiðarfœraversl. Verðandi. JYV æ 'ó % tt ææææææææææææ^ææææææææææææ æ æ æ GLEÐILEG JÓL! SANITAS. æ o >oott;>OQtt;sotto;}Ooc;>ooo;sottoo;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.