Vísir - 24.12.1932, Page 12

Vísir - 24.12.1932, Page 12
VÍSIR IV. Eg kraup enn við rúmið. Bænirnar gengu til þurðar og hugurinn hvarflaði að skiftum okkar Moniku. — Eg var sannfærður um, að húu mundi hefna sín á mér. Hún mundi segja Kolfinnu, að eg væri hinn mesti fantur, legði hendur á konur, ef mér byði svo við að horfa, daðraði við hverja stelpu og væri efni í argasta flagara. — Og væri Kolfinnu sagt þetta, þótti mér óvíst, að hún mundi vilja líta við mér framar. Hún væri saklaust barn og dytti fráleitt í hug, að Monika, roskin konan, væri svo ómerki- leg, að segja ósatt. En við þessa litlu, hljóðlátu stúlku voru allar gæfuvonir mínar bundnar. Eg var sannfærður um, að án hennar yrði líf mitt endalaus, kolsvört nótt. — Mér væri því nauðugur einn kostur, að reyna að blíðka kerlingar-varginn. Og mér fanst ekki allskostar ósann- gjarnt, að eg legði eitthvað á mig, til þess að losna úr klípunni. Um þetta var eg að hugsa, þegar Monika kom inn í baðstofuna. -— Eg grúfði mig niður og lét sem eg yrði hennar ekki var. Tárin voru nú þornuð, en eg bætti úr því eftir föngum og vætti augun t munnvatni mínu. Eg bjóst við, að Monika yrði viðráðanlegri ef eg gréti sáran og iðraðist. Eg reyndi að láta allskonar kippi og rykki fara um herðarnar, í þeirri von, að hún áliti það grát- hviður eða ekka-flog. Monika nam staðar að baki mér, og þannig leið góð stund. — Þá tók hún í öxlina á mér, en eg spratt upp þegar. — Eg skotraði á hana augunum, en kerlingin var hörð á svipipn, köld og miskunnarlaus. — Hún horfði á mig andartak, en rykti þvi næst í mig og teymdi mig fram i bæinn. Eg rölti með henni og sýndi engan mótþróa. Hún settist á búrkistuna og eg stóð frammi fyrir henni. Eg einblíndi niður í gólfið, en þóttist vita, að Monika mundi stara á mig hátiðlega og sigri hrósandi. — Þegar hér var komið, stalst eg til þess að líta á hana, og sá j)á mér til mikillar skelfingar, að hún var blá og bólgin fyrir neðan annað augað. — Sestu, Nonni. — Og hún benti mér á kistuna. Eg þorði ekki annað en að hlýða. — Og nú sátum við þarna hlið við hlið. Hún þagði leugi, dró andann djúpt og óreglulega, eu stundum þaut í hénni, eins og hesti, sem sýpur hregg. — Eg heyktist allur í sætinu og fann ekkert ráð til þess, að blíðka varginn. Loksins tók hún til máls og röddin var óvenjulega ang- urvær. — Þú veist það. Nonni minn, að mér hefir alla tíð þótt vænt um þig. — Já, sagði eg svo lágt, að ég heyrði það varla sjálfur. — Eg hefi talið mér trú um, að þú værir góður dreng- ur. — Og guð veit, að eg hefi viljað vera þér góð. — — Já, sagði eg. — Eg hefi vonað, að |)ú ættir ekkert ilt til — værir eintóm elskulegheit og gæði. — En nú hefirðu sýnt mér skrápinn. — — Já, sagði eg. — Eg ætla ekki að fara að ávíta þig. Það væri gagns- laust. — — Já. sagði eg. — Þú verður náttúrlega að þjóha júnu eðli, eins og aðrir. — Já, sagði eg. — Viltu líta framan i mig, Nonni minn? — Já, sagði eg. —- Þarna sérðu handaverkin þín, góði minn. — Já, sagði-eg. — Eg er að hugsa um að skreppa til næsta bæjar. Þú lítur eftir aumingjanum í rúminu. Hún stóð upp og bjóst til þess, að strunsa út úr búrinu. en eg sat eftir á kistunni, ráðalaus og vansæll. — Hvert ætlarðu? — Eg hefi lengi átt heimboð hjá honum fóstra þín-* um. — Og nú datt mér i hug að láta hann vita, hvern mann þú hefir að geyma. -—• Þórðarsel er í leiðinni, dreng- ur minn. — Þú mátt ekki íara, sagði eg, spratt upp af kistunni og tók utan um hana dauðahaldi. — Þú mátt elcki fara. — Elsku-góða Monika — þú mátt ekki segja Kolfinnu neitt. — — Dettur þér í hug, að eg láti það viðgangast, að bless- að barnið lendi í klónum á örgum fanti. — — Eg er ekki fantur. — Elsku — góða — fallega Mon- ika. — Þú veist að eg e/ekki fantur.-------En þú skrökv- aðir að mér áðan. Þú sagðir að Jósi eða Steini eða hver sem væri gæti tekið hana frá mér. Og þá varð eg svo reiður, að eg vissi ekki hvað eg gerði. — En nú veistu það. Líttu frarnan í mig, drengur. — Virtu fyrir þér hnúaíörin á ásjónu minni. — Fyrirgefðu mér, elsku — góða — fallega — unga Monika. — •* — Hvað heldur þú að vinir mínir í Danmörku segði, ef þeir frétti, að þú hefðir lamið mig til óbóta? — Ætli það yrði ekki eitthvað stuggað við þér, 'greyið. — —- Mér er alveg sama urn alla Dani og allar manneskj- ur, nema Kolfinnu. — Hún má ekki fá að vita neitt um það, sem okkur fór á milli. — Og eg ætti að hafa það á samviskúnni, að svona illmenni næði tökum á henni. — — Eg er ekki illmenni — elsku-góða — fallega — unga konunglega Monika. — Eg er bara bráðlyndur drengur — altaf að reiðast og altaf að iðrast.---Eg skal gera alt, sem þú skipar mér, ef þú lofar því, að minnast ekki á yfirsjón mína við nokkurn mann, — — Bjóddu þá eitthvað til sátta. —- —- Já -— já -— það skal eg gera. — Eg skal bera inn allan eldiviðinn, fela eldinn á kvöldin, sækja vatnið, hreyta kúna, hita kaffið á morgnana og smíða fallegan hæl á danska skóinn þinn-------- — Og meira? — Meira! — Er þetta ekki nóg ? — Þetta er einskis virði. — Einskis virði, — alt þetta? —- Já, Nonni minn! — Eg skal — eg ska! kyssa á bólguna. — Og meira — — Meira? — Já. — Það er dýrt spaug, Nonni íninn, að misþyrma okkur húsfreyjunum — — Eg skal — kannske — kyssa þig á munninn — bara einu sinni -— í myrkrinu í kveld — áður en þú kveikir. —a — Nú, svo að skilja. — Jæja — vertu þá sæll, dreng- ur minn. — Hún Monika mín hefir aldrei verið lmeigð fyrir myrkraverkin. — — Eg skal gera það — núna - - strax. —- — Tvo kossa ? • — Já — tvo kossa — Monika breytist í einu vetfangi. Hún horíir á mig, eins og hún horfði á lækninn í dag, þegar hún lét dæluna ganga. — Því næst slöngvar hún handleggjunum um háls- inn á mér og rekur að mér miskunnarlausan gálu-koss. — Eg elska ])ig, strákur! — Eg elska þig, litli, fallegi syndari! — — Og því lofa eg þér, að þú skalt vera orð- inn útfarinn í kossa-listinni eftir fáeina daga. — Og svo kyssir hún mig með sama miskunnarleysinu og áður. — Eg má ekki venja mig á þetta, segi eg í vandræðum mínum. En samstundis kemur mér ráð í hug. — Var svo, að þér þætti það gott, segir sú gatnla og rekur að mér ])riðja kossinn. — Hvað stoðar það, segi eg þegar eg næ andanum. — Hann drepur mig, ef hann kemst að því. — — Hver — hver drepur þig? — Hann Jósías. — Hann elskar þig nefnilega. — 4£n kemur sér ekki að neinu. -—- Að svo mæltu sleit eg mig lausan og raulc á dyr. En kossa-flagðið liló og grét og söng ástavísur fram á rauða nótt. V. Daníel lá vakandi þegar eg kom inn í baðstotuna eftir samtalið við Moniku Eg sá að hann var eitthvað órólegur og spurði, hvort honum liði mjög illa. — líg er svo hræddur — fjarskalega hræddur. — Hann starir i húmið, óttaslegnum augun, eins og hann búist við, að einhver skelfing dynji yfir þá og þegar. Og hendurnar fálma eirðarlaust um brekánið. — Eg þori ekki að soína, Nonni — aldrei framar þori eg að soína .... Því að þá koma þeir — — Hverir koma? — Ólafur og drengurinn, — feðgarnir, sem urðu úti — feðgarnir, sem eg yfirgaf á heiðinni. Hann rís upp á olnbogann og þrífur í öxlina á mér — — Við vorum þrír saman. — Drengurinn uppgafst og karlinn tók hann á bakið.-----------Og svo gekk eg þá af mér.--------Heyrirðu ])áð, Nonni — eg gekk þá af mér — og þeir urðu úti á heiðinni.---------Og nú kemur Ólafur til min — allur fannbarinu — með drenginn á bakinu .... Hann kemur, ef eg sofna .... Hann er vís til að ákæra mig fyrir guði — og ])á verð eg rekinn á dyr. — Eg þori ekki að deyja — þori ekki að.deyja .... — Ekki er mark að draumum, segi eg méð mikilli alvöru- gefni og halla sjúklingnum út af á koddann. — Eg get vist ekki lifað. -------Svona þreyttur aum- ingi lifir ekki lengi...Og kvalirnar .... kvalirnar .... eins og verið sé að sarga með bitlausum hnif .... — Mér skildist á lækninum, að þú mundir hressast, sagði eg. — Eg er hræddur, Nonni. — Syngdu eitthvað fallegt — einhvern sálm. — Mig langar til að soína .... Eg raulaði sálmvers og Daníel féll ])egar í einhvers- konar mók. En litlu síðar hröklc hann upp með fáti og kvað sig hafa dreymt hryllilega. — Mér fanst rúmið mitt alt brotið niður......Það var sokkið niður í moldina-------það hélt áfram að sökkva — dýpra — dýpra — og moldin lagðist að mér og yfir mig .... þung og köld. — Eg vissi að nú átti eg að deyja 1— rleyja. — Eg þóttist kalla á hjálp. en enginn ansaði — eng- in mannleg vera neinstaðar —• engin Ijósglæta — ekkcrt nema myrkrið og náköld moldin.---------- Hann rykkir sér upp með erfiðismunum og ra*r fratn í gráðiÖ dnTklanga stund. Þá fara kippir unt hrörlegan líkafnann og tárin streyma niður vangana. — Hann tekur að biðja fyrir sér með miklum ákafa, ákallar guð í neyð sinni — biður hann að gefa sér heilsu og langa lífdaga. — Og svona líður góð stund. Eg sit á kistli við rúmið og þori varla að draga andann. — Kveiktu, Nonni. — Mér stendur ógd af þessu brúna- myrkri. — Lampinn er frammi. Eg ætla að skreppa eftir honum. — Vertu fljótur, góði. — Eg þori ekki að vera einn. — — Guð er þjá öllum sem þjást, sagði eg með mikillí alvörugefni. Eg hafði heyrt prófastinn segja þetta ein- hverntíma. — Hví skyldi hann muna eftir mér, sagði Daníel með kvíða í röddinni. — — Eg hefi aldrei munað eftir honum eða hugsað um hanu í alvöru......... — Eg ætla að sækja lanipann. — — Já -— já — gerðu það. Og taktu svo blessaða postill- una og lestu ... - Monika situr við hlóðirnar, bakar hnausþyklcar lumm- ur og kyrjar mergjaðar ástavísur. Hún syngur með stór- ( kostlegum rykkjum og hávaða, en stundum dregur hún dillandi seiminn, einkum þar sem fastast er að orði kveðið. — Þú kemur eins og þú værir kallaður. — Eg hefi sungið mig' heita og rjóða og hugsað fast um afdala- prinsinn. — — Daníel er mikið veikur. Eg er að sækja lampann. Hann langar til að eg lesi eitthvað gott. — Þá er hann feigur — guði Aé lof, liggur mér við að segja. — Eg hcfi beðið þess hátt og í hljóði, að góður guð legði ekki á bann langvinnar þjáningar. —- Lampann skaltu fá — það er ekki nema sjálfsagt — og koss i ofan á lag. — Og áður en varði hafði hún smelt ægilegum skessu-kossi á vanga minn. Eg beið nú ekki boðanna, þreif lampann og snaraðist inn í baðstofu. En húsfreyjan „trallaði“ og söng og sendi mér tóninn. Ógnar-hávaði er þetta, segir Daníel. Eg fæ hjartslátt og titring, ef eg heyri eitthvað óvenjulegt. Heyrðir þú ekki einhver læti? — Það er víst tíkin, sagði eg og lét lani])ann á borðið. Hún situr á öskuhaugnum og spangólar. — Jæja — er ]>að bara tíkin. — Reyndu nú að finna postilluna, Nonni minn. Skömmu síðar vindur Jósías sér inn úr dyrunum. Hann er ærið gustmikill, kastar á okkur kveðju, en dregur því næst pottflösku úr btiru-vasa sínum og réttir Daníel. — Drektu nú, frændi! —- Þetta er ósvikið. — Jósi ábyrgist! VI. Daníel lifnaði allur, er hann handlék hina miklu flösku. Kvað hann leggjast í sig, að þarna kæmi frelsunin. — Enginn efi, sagði Jósías. — Og súptu nú á pytlunni i herrans nafni. Daniel fékk sér vænan sopa og lét þess getið, að hann legði sig ekki niður við þann hégóma, að telja meðulin ofan í sig í dropum. Eg leit á miðann og þar stóð, að sjúklingurinn ætti að taka væna matskeið eða staup ])risvar á dag, og lét á mér skilja, að. réttara mundi, að hlýðnast fyrirmælunum. — Alveg hárrétt og út úr mínu hjarta talað, segir Jósías, ])rífur flöskuna og skoðar hana i krók og kring. — — Skrifað stendur —- látum okkur nú sjá. — Jú — það cr ekki um að villast. Það er nákvæmlega eins og Jón litlí segir. ^ — Taktu ])á nautshyrninginn undan sperrunni, góði minn, segir Daníel, og gefðu mér eins og í honum getur tollað. — Þetta er inndælis-meðal, líkist einna helst eini- berja-brennivíni, eða einhverju svoleiðis — hitar og mýk- ir og steindrepur verkina. Hann kemst ekki af með minna en tvo spæni — kv'eðst ætla að drepa öll smákvikindin í einum rykk. — Og á morgun fer eg á fætur. — Daníel Enoksson liggur ekki i bælinu lengur en hann þarf. Mig hafði grunað, að meðalið væri mestmegnis áfengi. — Og nú var ekki um það að villast, að karlinn var að veröa drukkinn. Monika kom nú með vel úti látinn mat handa Jósíasi, en hann tók htaustlega á móti og gleypti alt á svipstundu. Því næst ropaði hann furðulega hátt og sletti sér værðar- lega upp í rúm. Húsfreyja leit til hans hýru auga, tók matar-ilátin og gekk til dyra. — Ertu saddur, frændi, spurði Daníel. Hann var allur annar maður, sat uppi og rabbaði, kvartaði um ónota- fiðring og kláða undan mykju-bakstrinum, en stunduin tók hann í neíið. — Það hangir í ])ví, segir Jósias -— og ])ó ekki. — Eig- inlega er eg glor-hungraður. — Hniptu í kerlingar-álkuna, frændi. Segðu að eg — segðu að Daníel Enoksson skipi svo fyrir, að þú eigir að fá nægju þína. —--------Sú skal nú fá að dansa eftir nýju lagi, þegar eg er kominn á kreik. — Jósías gekk þegjandi á fund húsfreyju og dvaldist þeim góða stund frammi, en við Daníel ræddumst við á með- an. Bar þá margt á góma. Meðal annars kvaðst hann nú sannfærður uin, að sér mundi batna. — Eg ætti bara að vita, hvernig ylurinn og notalegheitiu færi um sig allan og eins og réðist á smákvikindin. Það væri eins og pödd- urnar vissi ekki sitt rjúkandi ráð eða hvað þær ætti af sér að gera. —- Þær þyti úr einum staðnum í annan, en altaf kæmi meðalið á móti þeim og ræki þær á ílótta. Sér væri engin launung á })ví, áð bráðlega kæmi ])ar, að allur ])essi aragrúi ætti ekki nema um tvent að velja: annað hvort að skjótast niður af sér í hvellinum eða þá að láta króa sig af og drepast bara hreinlega. — Þá lét hann þess getið, áð rétt i þessu hefði því verið eins og hvíslað að sér — líklega af æðri veru — að m'i yrði hann að skilja við kerlinguna strax eftir áramótin. — Og væntanlega yrði þess | >á ekki' langt að bíða, að hann fengi eitthvað yngra og notalegra í holuna sína. — Eg væri nú kominn á þann aldurinn, að eg hlyti að skilja, að það væri svona eins og ofurlítll munur á því, að hafa einhvern blessaðau sakleysingjann fyrir ofan sig i rúminu eða kerlingar-varg- inn hana Moniku.--------Og þá þætti mér eitthvað und- arlegt við það, ef Enok litli kæmi ekki til skila á sinum tíma.------Þú manst hvað eg sagði við lækninn.--------- t þessum svifum gengu þau í baðstofuna Jósías og hús- freyjan og féll þá talið niður. — Raulaði Monika fjöruga ástavisu, en Jósias stýfði úr hnefa ]iykka pottbrauðs-sneið. — Þau litu'hýrlega hvort til annars, drápu titlinga og kankuðust á. Þótti mér það góðs viti og vonaði, að nú væri Jósías genginn i gildruna. -— Jæja, kona góð — þá er nú líklega útséð uni það í bráðina, að ])ú komist í ekkjustandið. Eg kenni mér eldd nokkurs meins. — Jáfnvel þreytan er á förum. — Guði sé lof og ])ökk, sagði Monika. Eg hefi líka. altaf fundið á mér, að þú mundir hafa það af. -— Og svo vissi eg, að blessaðúr hnnnafaðirinn mundi ekki vilja taka ]>ig frá mér. 1---- -— Við sjáum nú til, heilla-skjóðan. En eitt ætla eg að láta þig vita strax: Það er ekki alveg áreiðanlegt, að eg kjassi þig tíl muna eða hátti hjá þér, um það leyti sem nýja árið heilsar i bæinn. — Gerir ekkert til. Hallinn verður ekki á mína híið, góði herra Enoksen. Eg er ánægð, ef hann Jósi litli fær að vera hérna kyr. — Þar er nú mannsefnið. — Hann á ekki langt áð sækjá það, stúfurinn. Og eg hefi altaf vonast eftir ])ví, að hann héldi uppi heiðri og frægð ættarinnar eftir minn dag. — Komdu hérna, Jósi minn, ög kystu gamla frænda! En Jósi kváðst vera sundurslitinn eftir hlaupin og færð- ist undan. — Jæja, blessaður ættar-laukurinn! — Segðu okkur þá ferðasöguna. — Þú hefir víst sprett úr, spori í dag? Jósíasi sagðist frá á þessa leið: — Eg fór hægt af stað — trítlaði rétt aðeins, en lækn- irinn reið skokk og fylgdi mér ]>ó tæplega. — Nú bíð eg ykkur gæta þess og skrifa bak við eyráð, að hann sat á alkunnum fjörgapa, ])rautreyndum veðhlaupahesti að sunnan. — Eg skil, segir Daníel og sýpur á flöskunni. — Þú hefir ætlað að hlaupa hann af þér---------- -— Éftir stundarkorn veiti eg því athygli, að hestur- inn er tekinn fast að mæðast — — En ])ú hcfir ekki blásið nös, segir Daníel. -— Já ■— svo sannarlega hefirðu bæði lungun og limina úr Enoks- ættinni — — — Þegar svona hafði gengið um hríð, kalla eg til lælca- isins og segi, áð mér leiðist gaufið. Og samstundis skeltí eg mér á rjúkandi ösku-sprett og held strikinu alla leið út að Klofasteinum. — En þáð er til marks um ferðina, sem á mér var, að rétt fyrir utan 1 .ómatjarnir hleyp eg fram úr melrakka, sem |)ar var á æðisgengnum flótta und- an þremur grimmum hundum. — Og blessaður, segir Daníel. — Ja —• hvort þú svtr þig ekki í ættina! — Einu sinni hljóp eg uppi niu tófur sama daginn — — Jæj a — eg orðlengi ])etta ekki frekara, en þegar eg lít aftur — eftir klukkutíma sprett — sé eg hilla undir

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.