Vísir - 24.12.1932, Blaðsíða 13

Vísir - 24.12.1932, Blaðsíða 13
VÍSIR lækninn á næsta leiti. Hann kemur þá þarna og baðar út öllum öngum, en hesturinn ri'Öar og skjögrar. Eg tylH mér á stein og doka vi'Ö. — Þegar minst varir steypist klárinn dauÖur til. jarÖar — sprunginn af rnæÖi. — — Eg eins og örskot til læknisins, hefi engar sveiflur á því. tek hann eins og hann leggur sig, skelli honum á mag- ann yfir hægri öxlina, hleyp alt hva'Ö af tekur og linni ekki á sprettinum fyrr en heima hjá honum. — En þá var eg lika or'Sinn svo héitur og sveittur, að læknirinn var orðinn gegndrepa á maganum, J)ar sem hann lá þvert yfir öxlina á mér. — Eg tala nú ekki um, að svo hastar- íega bullaði svitinn upp úr skónum mínum, að gríðarlegt flóð varð á stofugólfinu, þar sem eg nam staðar.--------- — Hraustlega gert frændi, sagði Daniel, og gengur næst hlaupunum mínum, eða þá hinu. jíegar eg bar vetrunginn forðum. — Jósías er kominn í æsing og hita, skálmar um gólíið og patar í ýmsar áttir. Monika horfir á hann aðdáunar- augum og segist vera viss um, að hann eigi ekki nokk- urn sinn líka í öllum heiminum. — Læknirinn var ringlaður og allur af sér genginn, þegar eg' fleygði honum í legubekkinn. Eg dustaði hann til, eftir því sem við átti, og þegar hann var búinn að jafna sig ofurlítið, sagði eg við hann: Jæja, lagsmaður! — Taktu nú til meðulin og flýttu þér! — Eg bregð mér hérna út fyrir á meðan og vind úr fötunum mínum. — En þá vissi eg ekki hvert hann ætlaði að komast. Hann hrópaði á ráðskonuna. Og inn kom ung stúlka, hnellin. brjóstamikil, kyssileg — gull-falleg — — Gull-falleg — hún Inga! — Monika hreytir þessu út úr sér. — En sá smekkur! — Gullfalleg er nú kannske heldur mikið sagt, — en iagleg var hún — einstaklega snotur og eiguleg — hita- mikil og voðfeld í rúmi — það er eg alveg viss um.------- — Jósi! Monika er tekin að ókyrrast og fitlar i ákafa við kögrið á þríhyrnunni sinni. — Og jjessi elskulega blómarós drífur mig bara með ■sér beina leið inn til sín — inn i fínt herbergi. — Og þar klæðir hún mig úr hverrí spjör — takið eftir því: úr hverri einustu spjör •— — Monika: — En siðsemin —! Og þarna undum vð fötin á milli okkar — bara þur- undum þau — einkum nærfötin. — Hún skotraði aug- unum á beran karlmannslikamann----------- Monika: Ja, :—• guð komi til. — En það kven fólk! — Og svo þerraði hún mig allan hátt og lágt með snjóhvítu handklæði — — Monika: Og þú leiðst þetta, Jósi? — Já — það gerði eg. Og eg held, að það sé ekki neinn misskilningur, að henni hafi þótt kroppurinn falleg- ur — eigulegúr og fallegur. — Og svo spurði hún mig .■að heiti og hverra manna eg væri — — Daníel: Og hvað sagðir þú? — Eg?--------Hún spurði hvort við — þú og eg — værum ekki náfrændur — hvort eg væri ekki af Enoks- .ættinni -— Danícl: Og þú hefir náttúrlega sagt, að þú værir bróð- •ursonur minn------- — Já, — jæja — svona hér um bil--------eg sagði — — Danícl: — Þú sagðir —? — Eg sá að stúlkan var að verða aldeilis bálskotin — — og svo sagði eg — til þess að æsa hana enn meira — —• sagði bara hreint og beint og með áherslu, að þú værir — pabbi rninn! Daníel hefir oftast setið uppi og haft flöskuna miklu í höndunum. Nú hallast hann út af á koddann og and- litið ljómar af fögnuði: — Jósi, drengurinn minn! Svo að þetta ge'rðirðu. Það væri þó synd að.segja, að þú vildir ekki gera mér alt til sóma.------Komdu — lofaðu mér að faðma þig. sögu sinni. — Hún vildi fyrir hvern mun hjálpa mér í fötin aftur, — skyrtuna, nærbrókina, en eg þakkaði gott boð, kysti hana rokna-kossi og kvaðst einfær um þetta sjálfur. — Kýstirðu hana — þessa béaða gálu, segir Monika En Jósías gefur þessu engan gaum og heldur áfram og stendur upp. — Skammast máttu þín, Jósías! -— Mér þykir vænt um að þú kystir stúlkuna, segir Daniel. Það hefðu áreiðanlega fleiri gert í þinni ætt — — Svo opnaði eg hurðina — og stúlkan fór út — Monika: Mikið var! — En þegar eg er að troðast i nærbuxurnar, veit eg ekki fyrri til, en blessað lambið stendur frammi fyrir mér öðru sinni. Og nú er hún með fulla mjólkurkönnu og kúfaðau disk af ilmandi kleinum. — Daníel: —- Einhverjum i þinni ætt hefði nú líklega dott- ið í hug að kyssa stúlkuna fyrir svona góðgerðir. Eg hefði kyst hana tvo kossa fyrir hverja einustu kleinu — — Eg fór hærra, frændi. Fimm kossa fyrir hverja kleinu og tuttugu fyrir mjólkina —• suma tvöfalda. — Þú ert sannur höfðingi, segir Daníel og bragðar á flöskunni. — Jósías! —- hvæsir Monika og stappar i gólfið. — Og þú marg-kyssir svona skepnu — svona flennu! — Eg fyrirbýð þér að koma á heimili læknisins. Nonni get- ur farið, ef sækja þarf meðul öðru sinni. Að svo mæltu strunsaði hún fram i bæ. Fyrst í stað var alt kyrt og hljótt, en bráðlega tók hún að syngja. Hallaði hún sér fyrst að sálmum og iðrunar-ljóðum, en skelti sér 1>ráðlega yfir í dillandi ástavísur og fór þá svo hátt, að undrun sætti. Jósíasi varð orðfall, er húsfreyja snaraðist til dyra, en Daníel spurði litlu síðar, hvort læknirinn hefði nokkuð látið uppi um það, hvað að sér gengi. — Ékki eiginlega. Eg hefi lengi haft rnitt sérstaka hugboð og sagði honum frá því.---------Eg er nefnilega sannfærður um, að þú gengur með vatnsketti í mag- anum. — — Vatnsketti? — Já, vatnsketti — þrjá eða fjóra vatnsketti. — Eða kannske það sé ekki nema brunnklukkur. — — Eg gæti nú betur trúað því, að það væri brunn- klukkur — skelfilegur sægur af brunnklukkum. — Eg man beinlínis eftir tveimur, sem stukku upp í mig í vor. Og þær fóru niður í maga, hvernig sem eg ræskti mig — Og svo hefir þetta aukist og margfaldast. — — Við drepum þær, frændi. — Súptu á flöskunni. Meðalið drepur alla vatnsketti og allar brunnklukkur. — — Eg er syfjaður og þreyttur. — En verkirnir eru horfnir — alveg horfnir. — Eftir litla stund var hann sofnaður. VII. Dagarnir liða. — Jólafastan hefir verið köld og fjúk- viðrasöm og enginn jólagesturinn hefir vilst að Trölleyr- urn. — Eg hefi löngum setið við sjúkrabeð Daníels óg mér hefir þótt tíminn seinn i förum. Og eg þykist vita, að þarna verði eg að sitja, uns kjúkubleiki sláttumað- urinn hefir lokið erindi sínu í kotinu. Daniel leið þolanlega fyrstu dagana eftir að hann fekk meðalið i hinni miklu flösku. Hann saup á jafnan, er verkirnir hörðnuðu og varð þá kvala-hlé um stund. En bráðlega tólc hann að kvarta undan því, að meðalið væri „hætt að verka“ og loks kom þar, að honum bauð við þvi. Honum leið mjög illa. Og ofan á likamlegar þjáning- ar bættist sifeldur ótti við óvissuna fram undan. Jósías og Monika gættu búsins. Þeim samdi hið besta, að þvx er séð varð, og undu sér lítt i baðstofunni. Daníel var orðinn sannfærður um, að hann mundi deyja • mjög bráðlega. Og honum fanst hann syndum hlaðnari en svo, að nokkur von gæti verið til þess, að guð tæki hann i sátt og leyfði honum vist i himnaríki. Hann hlytí að fara illa -— beina leið i kvalastaðinn. Hann hefði ver- ið að syndga alla sína ævi, liklega meira og minna á hverj- um einasta degi, siðan er hann komst til vits og ára. — Hins vegar væri gó'ðverkin engin, -—: nema ef telja skyldi það, að hann hefði verið heldur barngóður og haft sér- staka ást á kúnum hans fóstra mins. — En eins og allir gæti séð, væri þess háttar smámunir heldur léleg innskrift í bókina á himnum. og liklega ekki verðmætari en óþveg- inn hagalagður hjá kaupmanninum. — Sárast væri þó, að hafa hlaupist frá feðgunum á heiðinni. Frá þvi ódæðis- verki hefði hann aldrei þorað að segja nokkurum manni, en það hefði legið á sér og pínt sig í fimmtíu ár.------ Og nú koma þeir til mín, ef eg sofna — koma og ákæra mig .... allir fannbarðir .... karlinn með strákinn á bakinu .... Eg er gróflega hræddur um, að þeir bæti ekki fyrir mér á himnum .... Eg reyndi að sýna honurn fram á, að hann hefði eng- um manni mein gert, og að sagan um „feðgana á heið- inni“ væri hreinasti uppspuni. — Þetta væri eitthvað, sem hann hefði dreymt eða séð x óráði. — Eg er alveg sann- færður um, að Daniel Enoksson hefði ekki lilaupist frá nauðstöddum mönnum, sagði eg. — Það er fjarstæða — fjarstæða, senx hvorki mundi trúað á himni né jörðu. — Heldurðu það? —- Heldurðu, að það geti verið, að guð hafi ekki sé til mín, þegar eg hljóp? — Hann sér þó alt, jafnvel hinar minstu hugarhræringar. — Ilafi hann séð þig hlaupa, þá hefir hann lika séð og skilið, að þú hljópst til þess, að sækja mannhjálp, svo að þeim yrði bjargað. — Það var ekki þér að kenna, að þú mistir mál og vit og gast ekki sagt til samferða- mannanna, fyrr en að mörgum dögum liðnum. — — Eg sagði aldrei til þeirra. — Þagði eins og steinn. — Og svo fer eg illa fyrir vikið. — Guð almáttugur hjálpi mér .... — Þeirn hefir verið ætlað að deyja. — Prófasturinn segir, að allir verði að hlýða, þegar kallið komi. — Guð sendi þig til bygða og svifti þig minninu, en kallaði feðg- ana heim til föðurhúsanna. — Þú ert sýloi saka, Daníel. — — Eg er svo hræddur.---------Og svo allar ástasynd- irnar. — Þú hefir gert margar lconur vansælar, Daníel !mSIlliIlSI181!lglSIEI18II8!IKIIS!ll!III!KIIlIIl!lIlIS!lIIlSIEIK13IIIIIIIIIIlIIKI8I|N Óslca öllum mínum viðskiftavinum GLEÐILEGRA JÓLA. Þökk fyrir viðslciftin á hinn líðandi ári. Bergsveinn Jónsson. IlÍ!llIlg98!iIi!li!lil!ll!ilE888IIEIISIll3i!ií8IIIIEIliISi8iESK8ilIIIISlIKIIKIl!Í G L E Ð 1 LEG R ,1 J 0 L A óslca eg ölluni mínum viðskiflavinum. Þóroddur E. Jónsson. GLEÐILEG JÓL! Magnús Th. S. Blöndahl h.f. Hótel Borg óskar öllum þeim er þetta sjá gleðilegra jóla. miimimimimnmmmimmmmimmimmmmmmmm Óska öllum íslenskum bókamönnum H GLEÐILEGRA JÓLA > > FyFStn ferðii* es. Lyra og es. Mova 1933. E.s. „Lyra“ frá Bergen: 5. jan., 19. jan., 2. febr. og 16. febr. E.s. „Lyra“ til Reykjavíkur: 10. jan., 24. jan., 7. febr. og 21. febr. E.s. „Nóva“ frá Oslo: 1. mars, 5. apríl, 10. maí. E.s. „Nova“ frá Bergen: 7. mars, 11. apríl, 16. maí. E.s. „Nova“ til Reykjavíkur: 17. mars, 21. april, 26. maí. — Níc. Biarnason & Smith. y s B GLEÐILEG JÖL! Kolasalan s.f. \Á 0 0 !!iSI!l!lIKI8SiKSlfiiil88!il8ElliÍÍlKiilISll!SiÍi88IB8!Bil8IIIiSll!llBIEIliIil8l!I88!l Gleðileg jöll Verslunin Baldur. §liIÍ88i8IIIIlllil!Ei8i881S8llilfiEI81ll!SI81!l!E8Kfi8lfiSBIIfi8!IIiIiIEgillllli!fi8H8!IÍ ZSBfi GLEÐILEGRA JÓLA og gott nýtt ár, óskuni við öllum, og þökkum viðskiftin á árinu sem er að kveðja. G. Ölafsson & Sandholl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.