Vísir - 24.12.1932, Blaðsíða 19
VtSIR
fram meS aldrinum. — Nei, hann
á ekkert.
— AÖsto'Öarma'ður i stjórnarráð-
inu, — já, hann getur unniÖ sér
fyrir skóm og flibbum, — linum
flibbum.
— Drottinn minn góÖur, — mat
verða þau þó að hafa bæði. Þú átt
auðvitað við það, að þau ættu að
bíða gangað til hann er orðinn skrif-
stofustjóri. Annars málar Elsa á
postulín. Hún hefir erft listargáf-
una eftir föður sinn. (Ákaflega lít-
ilfjörlegur arfur, hugsaði hann). —
En þarna kemur hann!
Nú kom ungur maður inn í stof-
una, og þó að skrifstofustjórinn
hefði ætlað, að láta sér fátt um
hann finnast, varð hann að kann-
ast við, að þetta var viðkunnanleg-
ur maður. Honum þótti lika nokk-
urs um það vert, að ungi maður-
inn heilsaði honum mjög virðulega.
— Dyrnar inn í borðstofuna voru
nú opnaðar. Það var stór og falleg
stofa, og sérlega vistleg, hvort-
tveggja í senn: dagstofa og borð-
stofa. Að því hefði ef til vill mátt
finna, að full-mikið var af málverk-
um á veggjunum, — þarna voru
gafl-gluggarnir.
Hann skildi ekkert í sjálfum sér.
Hann sat þarna i besta yfirlæti,
stríddi systur sinni og lét hana
stríða sér, alveg eins og i gamla
daga. Það var eins og þau hefði
aldrei skilið. Og unga stúlkan var
farin að tala við hann eins og gaml-
an kunningja og þú-a hann og kalla
hann frænda. — Hann langaði til
að kyssa hana á vangann, — það
hlaut frændi að mega! Þarna var
á borðum prýðilegt rauðvín. — Það
eru ekki jól nema einu sinni á ári,
sagði systir hans, um leið og hún
rendi í glasið hans. Og Valbæjar-
systurnar voru ekkert fjörminni
en forðum. Hann átti jafnvel vou
á því, að þær færi að syngja þá og
þegar. En þær áttu raunar annríkt
við annað. Þær voru að segja sög-
ur, sem gerst höfðu í gamla daga
í fógeta-búgarðinum, og lýstu skrif-
stofustjóranum svo, að hann hefði
verið mesti ærslabelgur og galgopi
á yngri árum. Það náði ekki nokk-
urri átt! Hann hristi höfuðið.
En maturinn var alveg ágætur og
það fór ákaflega notalega um hann
þarna.
Að lokinni máltiðinni gaf hann
sig á tal við kandídatinn. Töluðust
þeir við um réttarfar. Og þó að
hinn ungi maður væri ekki sérstak-
lega kunnugur egipskum rétti, þá
var hann mjög skilningsglöggur og
íurðanlega frumlegur í skoðunum.
Skrifstofustjórinn festi sér jafnvel
i minni ýms ummæli hans. Hann
hefði haft gaman af þvi að bjóða
honum heim til sín og sýna honum
ritgerðir sínar, — í notanlegan mið-
degisverð, með kærustunni og Lísu
systur, — fröken Hansen væri vis
til þess að fá slag, — hún um það!
Mæðgurnar voru búnar að breyta
borð.stofunni i dagstofu. Um hann
hafði verið búið makindalega i stór-
um tágastól.
— Nú verðum við að syngja einn
jólasálm. Það voru Valbæjarsyst-
urnar, sem áttu uppástunguna. —
Enginn má sköpum renna, taútaði
skrifstofustjórinn og stundi við.
— Hvers vegna er þér svona kalt
til jólanna? Systir hans hafði sest
á stólbríkina hjá honum. Hann velti
vöngum, vandræðalega. Hann vildi
ómögulega fara í stælur núna, og
lét sér nægja að geta þess, að hann
hefði andstygð á hræsni og leikara-
skap.
— Eg veit, að þú hefir rétt fyrir
þér, að nokkru leyti. En það, sem
dásamlegt er, meðal annars, um jól-
in, er það, að þau vekja það, sem
best er í fari manna. Alt árið eru
menn að hugsa um eigin hag og hafa
af náunganum. En svo koma jólin
J ólanótt.
Blikar stjarna’ á bláum himni'
blærinn strýkur vangann hljótt.
Það er eins og alt sé orðið
umbreytt þessa helgu nótt.
Glaðir liirðar gjafir færðu
Guðssyni þá næturstund.
Gef þitt hjarta Kristi kærum,
kom þú skjótt á Drottins fund.
Efnalaug Reykjavikur.
Ómur berst að eyrum mínum
undarlega hreinn og skær,
jólaklukkna heilög hringing
„hallelúja" nær og fjær.
Lyftist sál til ljóssins heima
laugast þar i tærum straum.
Friður ljúfur fyllir hjartað
fjarlægt virðist heimsins glaum.
Birtir yfir! Blik af himni
berst sem leiftur yfir jörð,
syngja himins helgar verur.
— Hirðar glaðir vakta hjörð. —
Og þeir skilja englaraddir
„yður fæddur Drottinn er“.
Hann í jötu lágt er lagður,
lífið hann vill gefa þér.
alt i einu, og þá langar alla til að
gefa eitthvað, eða gera hver öðr-
um gott. Það er ekki heldur hræsni,
að menn þyrpast í kirkjur og syngja
sálma: Þáð er hjartað, sem vaknar
og vill láta til sín taka. Við erum
þá, vitandi eða óafvitandi, að ákalla
lausnarann. Við erum að halda há-
tiðlegan fæðingardag hans. Dettur
þér í hug, að við myndum geta hald-
ið jól i minningu um Voltaire, með
slikri hrifningu.-----
Hin fegursta rósin er fundin
og fagnaðar sæl komin stundin. —
Elsa sat við slaghörpuna. Val-
bæjar-systurnar tóku undir með
henni, af fullum hálsi, með ryðguð-
um röddum — er frelsarinn fædd-
ist á jörðu, hún fanst meðal þyrn-
anna hörðu,------kandidatinn raul-
aði lagið líka. — — Lísa lagði
handlegginn yfir herðar bróður sin-
um.-------Svo var og um vondan
heim þenna, hann var ei til neins
— nema brenna.
Hann hafði ekki augun af ungu
stúlkunni.
Það verður þungbært fyrir þig
að skilja við hana.
Hún kinkaði kolli og sagði lágt:
— Við gamla fólkið erum gleðin
i hamingju barnanna.
Nú dró Elsa lítið borð fram á
mitt gólf. Þar voru jólagjafirnar.
— Þú verður að fyrigefa mér, Lísa,
að eg hafði engar jólagjafir með
mér. — Þú ert sjálfur besta jóla-
gjöfin, sem mér gat hlotnast, svar-
aði hún brosandi. En eg geymi jóla-
gjöf handa þér.
Hún skrapp fram og kom að
vörmu spori inn aftur með mál-
verk. — Oft hefi eg ætlað að senda
þér þetta. Seinast í dag var eg bú-
in áð taka það fram og var áð
hugsa til þín. Maðurinn minn heit-
inn málaði það.
Þetta er furðulegt, — stórmerki-
legt, tautaði skrifstofustjórinn fyr-
ir munni sér. Þarna er mylnan,
grænu hjallarnir, nákvæmlega sama
landslagið, sem hann hafði séð i
draumnum í rökkrinu, — og þarna
sást fógeta-búgarðurinn, á milli
trjánna!
— En hvað er eg að hugsa, —
eg gleymi alveg vindlunum!
— Nei, þú hefir gleymt alt öðru.
Þú gleymir laginu, sem þú varst
búin að lofa mér.
Lísa settist við slaghörpuna. —
Þegið þið nú, kallaði Elsa til systr-
anna gömlu, sem voru í kappræðu
Jólin! Jólin! Kristur kominn!
Kveikjum ljósin, myrkrið flýr.
Nú er bjart i hug og hjarta
hefndarþorstinn burtu snýr.
Konungssoninn lcrýnum heiðri,
krjúpum fyrir mætti hans,
hann á vald á himni’ og jörðu.
Hyllum komu frelsarans.
Sjáið ekki syndamyrkrið,
sem að fjöldinn lifir í?
Viljið ei úr viðjum losna
og verða glöð sem börn á ný?
Viljið ekld verða Drottins?
Vitið hver er sigurgjöf?
Eilift líf á himinhæðum.
Hefjið merkið! Engin töf!
Hugrún.
æ
við kandídatinn. Mamma ætlar að
fara að syngja. — Nú stendur heim-
urinn ekki lengi.
Lísa fikraði sig fyrst áfram með
lagið og söng siðan:
Lát engan á þér finna
þótt æfikjör sé þröng---------
— Já, auðvitað. Kynlegt, að hann
skyldi ekki geta komið þessu fyr-
ir sig.
en drunga láttu linna
við ljúflega fallegan söng-------
Röddin var nú ef til vill ekki«
eins björt og þýð og fyrrum, en
hann tók ekki eftir þvi. Það var
hún litla systir hans, sem sat þarna
og var að syngja, heima i garðstof-
unni. Iiann kannaðist við hverja
áherslu og hvert hljómbrigði.
Ef glaðnar til í geði
er gnægð um sældarföng,
og léttfleyg lyftist gleði
við ljúflega fallegan söng.
Á eg að segja þér, um hvað eg
var að hugsa, á meðan þú varst að
syngja?-------Þegar þau gifta sig,
þessir gáleysingjar, þá er engin á-
stæða til þess, að þú húkir hér ein
eftir. Þú skalt þá láta þeim eftir
þessa íbúð og flytja heim til mín.
— Þú skalt fá alla efri hæSina, —
nei, það er raunar betra, að þú bú-
ir á stofu-hæðinni, svo að þú getir
verið með annan fótinn í eldhúsinu.
í lún starði á hann um stund. Síð-
an studdi hún höndunum á herðar
honum og sagði brosandi:
— Og þú ert ekki hræddur um
að við verðum ósátt aftur?
— Nei, þvi að það kemur ekki
fyrir í annað sinn, að þú hlaupir
á burt með ókunnum manni.
— Og þú gætir þá líka eftirlátið
þeirn eríðastyrkinn, hélt hann á-
fram, en hún heyrði það ekki. Ilún
var þotin á stað til þess að segja
Elsu og unnusta hennar tíðindin.
Skrifstofustjórinn var kominn
heim. Hann hafði aldrei fundið það
jafn áþreifanlega, hversu tómlegt
og óvistlegt var að koma heim.
Hann stóð stundarkorn í sömu spor-
um og kinkaði kolli. En þá fanst
honum sem hvíslað væri að sér:
Gleðileg jól!
Theódór Árnason þýddi.
ÖB
Heildverslunin Landstjarnan
sendir viðskiftavinum sínum innilegustu
jóla- og nýárskveðjur með þakklœti fyrir
árið sem nú er að líða.
GLEÐILEGRA JOLA
og farsœls nýárs óskum við öllum
okkar viðskiftavinum.
VERSLUNIN ÞÖRF.
æ
æ
æ
æ
æ
æ
æ
æ
æ
æ
G LEÐILEG JÓL!
Brœðurnir Ormsson.
ii '■—■
3
GLEÐILEG JÓL!
Versl. Guðm, Gunnlaugssonar,
Njulsgötu 65.
-*
GLEÐILEG JÓL!
Slippfélagið í Reykjavík.
æ
æ
GLEÐILEG JÓL!
Verslunin Fíllinn,
Laugaveg 79.
æ
æ
æ
æ
æ
æ
GLEÐILEG JÓL!
Benóný Benónýsson.
æ
æ
æ
æ
GLEÐILEG JÓL!
0. Ellingsen.