Vísir - 24.12.1932, Side 22

Vísir - 24.12.1932, Side 22
VlSIR „MuniS þér eftir Steinsunds- fjölskyldunni ?“ spuröi hann. Eg játti því. „Dóttir Steinsunds, Anna, er kona mín. Þa'ö er þriggja stunda ferð meö járnbraut þangaö sem við eigum heima. Og eg er hingað kominn samkvæmt ósk hennar, til að biðja yður að heimsækja okk- ar á morgun, annan jóladag. Hún segir, að það séu -sérstakar minn- ingar tengdar við þann dag.“ Þegar eg kom þangað daginn eítir, var mér fagnað af frú Onnu Bratberg, manni hennar og 2 böm- um þeirra, — hið eldra var 5 ára, íifandi eftirmynd móður sinnar. „Munið þér eftir ritningarorð- inu, sem þér gáfuð mér á skipinu forðum, þegar sorgin var nærri búin að yfirbuga mig?*“ spuröi frúin. „Nei,“ eg múndi þau ekki. Þá opnaði hún Biblíuna og las: „Sjá, til blessunar varð mér hin sára kvöl, og þú forðaðir sál minni frá gröf eyðingarinnar, því að þú varpaðir öllum syndum minum að baki þér“ (Jes. 39:17). „Nú á þetta ritningarorð bæði við mig og manninn minn,“ sagði hún. „Fyrirbænir foreldra minna fyrir okkur eru heytðar." Dýrð sé Guði! Á. Jóh. Gleðilegra jóla óskar Yisir ö/Ium /esöndum sínum. Jólamessu'tf: Dómkirk jan: Aðfangadagskveld, kl. 6, síra Bjarni Jónsson. Jóladag: Kl. 11, síra Friðrik Hallgrímsson; kl. 2, síra Bjarni Jónsson (dönsk messa); kl. 5, síra Bjarni Jóns- son. Annan jóladag: Kl. 11, sira Bjarni Jónsson; kl. 2, barna- guðsþjónusta (Fr. H.); kl. 5, síra Friðrik Hallgrímsson. Fríkirk jan: Aðfangadagskveld, kl. 6, síra Árni- Sigurðsson. Jóladag: Kl. 2, sira Árni Sigurðsson; kl. 5, síra Garðar Þorsteinsson. Annan jóladag: IH. 5, sira Jón Auðuns. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Aðfangadagskveld, kl. 8V2, sira Jón Auðuns. Jóladag: IH. 2, sira Jón Auðuns. Landakotskirkja: Jólanótt, kl. 12: Miðnættis- biskupsmessa með prédikun. Jóladag: Ivl. 10, hámessa með prédikun; kl. 6 síðd., biskups- guðsþjónusta með prédikun. Annan jóladag: Kl. 10, liámessa; kl. 6 siðdegis, guðsþjónusta með prédikun. Næsta blað Vísis kemur út þriðjudaginn 27. desember. Ráðherraskifti urðu liér í gær. — Úlafur Thors dómsmálaráðlierra lét af embætti, en við tók Magnús Guðmundsson. 70 ára er í dag Margrét Sveinsdóttir á Reynimel. Jólakveðjur frá sjómömumum. iFB. 23. des. Okkar bestu jólaóskir til vin.i og vandamanna. Skipverjar á Gcir. Cuxhaven, FB. 23. des. Gleðileg jól. Vellíðan. Kærar kveðjur til vina og vandamanna. Förum héðan á aðfangadag jóla. Skipshöfnin á Hafstein. FB. 23. des. Óskum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla. Skipvcrjar á Þórólfi. Óskum öllum vinum og vanda- mönnum gleðilegra jóla. Skipshöfnin á Gylli. GleÖileg" jól. Kærar kveðjur. Skipshöfnin á Tryggva gamla. Gleðileg jól. Farsælt nýtt ár. Skipshöfnin á Karlsefni. Óskum vinum og ættingjum gleði- legra jóla. Velliðan. Kærar kveðjur. Skipverjar á Venusi. Gleðileg jól. Kærar kveðjur. Skipverjar á Júpitef. Gleðileg jól. Hjartanlegar kveðj- ur til vina og vandamanna. Skipverjar á Hannesi ráðherra. Bestu jólaóskir til vina og vanda- manna. Vellíðan. Kveðjur. Skipverjar á Otri. Gleðileg jól til vina og vanda- manna. Skipverjar á Skúla fógeia. Innilegar jólaóskir til vina og vandamanna. Skipverjar á Ver. Barnaguðsþjónusta verður á Elliheimilinu annan jóladag kl. IV2. Öll börn vel- komin. Fjársöfnun fer fram í kirkjum bæjarins við allar guðsþjónustur á morg- un, til styrktar starfsemi Mötu- neytis safnaðanna. Er alvarlega skorað á alla þá, sem eitlhvað geta látið af hendi rakna, að Iiggja ekki á liði sínu, því að aldrei hefir þörfin verið brýnni en einmitt núna fyrir jólin. — Reykvikingar! Gerið það, sem í ykkar valdi stendur, til þess að fátækasta og bágstaddasta fólkið fari ekki alveg á mis við jólagleðina. Þess skal getið, að skrifstofa Mötuneytisins í Lækj- argötu verður opin til kl. 6 í dag (sími 4292). Geta þeir, sem á hjálp þurfa að lialda, snúið sér þangað og mun þeim lið- sint eftir því sem unt er. Sömu- leiðis er þar veitt móttaka gjöf- um þeim, sem berast kunna. Þjóðkirkjan í Hafnarfirði: Aöfangadagskveld, kl. 6, síra Garðar Þorsteinsson. Jóladag, kl. 11, síra Garðar Porsteins- son. Annan jóladag, kl. 11, síra Ámi Sigurðsson. Leikhúsið. Jólaleikur Leikféíags Reykja- víkur að þessu sinni verður gam- all og góður kunningi bæjarbúa: „Æfintýri á gönguför“ eftir Host- rup. — „Æfintýrið" er með allra ^ymilIIIIElIiIiHfiBElII89Ifl8lllIRIIIllllllll|I!IIIIIIX8lllHll8IIIIfllElfilEIIIXIl!|ll GLEÐILEG JÓL! S Timburverslun Árna Jónssonar. mfl8ESfllIlflllIlIIl!II8IÍ8!flfllE8BiilðfilflIIIIimilSlfillE81IfllfiIlflIIIII8IflIfllflIifll!fiimí lfllifl!81ISIBI81iBI!BE!iflifl§iflliSIIflifilllllll§lfl3iflflSiI!lll!llfliiB!!Ii8ElSIE!III8IIfl!9lfl GLEÐILEG JÓL! KJÖTBÚÐIN BORG. IfllfllllflflflSflSlllfllfllflfilfllflfllilflfllllSflfllllIlillllEfllIfllfllflflfllfllllflSIfllimilSiBEIIIIBIðil <?=«> GLEÐILEG J Ó L! Bókaversl. Guöm. Gamalíelssonar. iilE8flliilllSI8ISi[liBilI!18Illflfifl8SiEllIflflSllfllllliIl!l81ll8flB8lflfillllllllfll!S8B8iEl G LEÐIIÆG JÓL! Benedikt Guðmundsson & Go. IÍIf8IIIilllflllilIIIiIIflIilfllllll8IiiIlllflEI81ii!ll§EiIIlllllflfll8ElflIimiBIISIliSÍÍÍIMi lÆtueiygiyeite! Œ LfsiyeiueiireiiieiugRje! flfiflflH upru =Ut! GLEÐILEG JÓL! BOKHLAÐAN. GLEÐILEG JÓL! gott og farsœlt nýár og þökk fyrir viðskiftin á 'hinu líðai, di ári. Þvottahúsið Geysir. fRæææææææææææææææææææææss GLEÐILEG JÓL! Vélsmiðja Kristjáns Gíslasonar. immmi GLEÐILEG JÓI, Vöruhús Ijósmyndara, Karl Ólafsson. IU5 •SfflafD: GLEÐILEG JÓL! Frá Iiárskixrdarsíofu Óskars Árnasonar hárskera. vinsælustu leikum, sem hér liafa verið sýndir og mun hafa verið leikið oftar her á landi en nokk- u.rt annað erlent leikrit. Skemti- legra hefði óneitanlega verið, að fá nýjan leik nú á jóluilum, en ein- hverra orsaka vegna hefir ekki þótt tiltækilegt, að leggja út í slíkt að þessu sinni. Hagur leik- félagsins er mjög örðugur og ná- lega' ógerningur að halda uppi sjónleikum á þessum tímum. — Væntanlega verður „Æfintýrið“ enn sem fyrri vinsælt á leiksviði. Það er flestum leikritum skemti- legra, ef vel er með það farið, góðlátlegt og gamansamt. Eitt- hvað af hlutverkunum mun nú i höndum nýrra leikanda, m. a. þeirra Kristjáns Kristjánssonar söngvara og ungfrú Jóhönnu Jó- hannsdóttur, söngkonu. Gamla Bíó . sýnir i fyrsta sinni á annan jóladag kvikmyndina „Kirkja og orgel“, sem gerð er af Nor- disk Tonefilm, samkvæml hinu víðfræga harmkvæði danska stórskáldsins Holger Drach- manns. í kvikmyndinni leika margir frægustu leikarar Dana, t. d. Clara Pontoppidan, Svend Methling, Karen Nellemose, Hol- ger Reenberg o. m. fl. Nýja Bíó sýnir í fyrsta skifti á annan jóladag kvikmyndina „Sigurveg- arinn“. Er það þýsk tal og söngva- kvikmynd, sem erlendis hefir þótt afburða skemtileg. Aðalhlutverkin leika ýmsir víðkunnir þýskir leik- arar, t: d. Káthe von Nagy, Hans Albert, Frieda Richard o. fl. Til hljómleikanna undir myndinni er sérstaklega vandað. K. F . U . M. Á jóladaginn : Almenn samkoma kk 8 um morguninn. Blandað kór syngur. Sunnudagaskólinn kl. 10 árd. (jólatré). Y.-D. fundur kl. 1 (/2 e. h. V.-D. fundur kl. 3 e. h. og U.-D. fundur kl. 8)4 um kveldið. Sjómannastofan. Jólatrésfagnaður fyrir sjómenn á annan jóladag kl. 8 e. h. Heimalrúboð Ieikmanna, Vatnsstíg 3. Jólasamkomur: A jóladaginn: Fyrir trúaða kl. 10 f. h. Almenn samkoma kl. 8 e. h. Á annan jóladag: Sam- koma fyrir börn kl. 2 e. h. Al- menn samkoma kl. 8 e. li. Fátækra jól. Hvert fátækt hreysi fær sín jól, hvert fátækt hreysi skin á sól. t fátæks hreysi frelsarinn með friðarboðskap kemur sinn. Hann blessar ykkur, börnin sín, hann boðar hjálp þá sólin skín, hann býður þeim, sem betur má, þeim brauð að veita’, er raunir þjá. Því aldrei gleymir ykkur hann, sem öllum bót á krossi vann. Þó bitur reynslu beygi tíð, hann blessar allan kristinn lýð. Jón M. Mclsted. Dansskóli Rigmor og Asu Hanson hefir jólaskemtidansæfingu miðviku- daginn þ. 28. des. í Iðnó kl. 4— /j/2 fyrir barna og unglinganem- endur og gesti þeirra og kl. 9)4 fyrir fullorðna nemendur frá í vet- ur og sex undanförnum vetrum. Liátdanssýning verður á jóla- skemtidansæfingunni kl. 6 og 12 (sjá augl. í dag.). Barnanemendur dansskólans frá í vetur, s'em enn ekki hafa fengið aðgöngumiða (endurgjaldslaust) fyrir foreldra sína, eru beðnir að síma frú Han- son sem fyrst. Aðgm. fyrir gesti þeirra fást við inoganginn. II. Á Hótel Bþrg verða leiknir jólasálmar á jóladaginn. Til Mæðrastyrksneí'ndarinnar, afhent Vísi: 10 kr. frá S. S. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ, afhent Vísi: io kr. frá J„ 5 kr. frá LI. Áheit á Barnaheimilið Vorblómið (Happakrossinn) afhent Vísi: 2: kr. frá S„ 5 kr. frá ónefndum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.