Vísir - 04.03.1949, Blaðsíða 6

Vísir - 04.03.1949, Blaðsíða 6
6 V I S I R Föstudaginn 4. marz 1949 wxsxxs. DAGBLAÐ Ctgefandi: .BLAÐACTGÁFAN VlSIR H/F. - Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Herstcinn Pálsson. Skrifstofa: Austurstræti 7. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lansasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Upplýsingar nm Atiantshais- bandalag. Miðstjórn danska jafnaðarmannaflokksins hefur sctið á fundum að undanförnu, og markað stefnu flokksins i innan og utanríkismálum. Athyghsverðasta samþykkt mið- stjórnarinnar varðar afstöðu dönsku þjóðarinnar ut a við. llans Hedtoft forsætisráðherra lýsti henni svo, að Danir ættu um þrjár leiðir að velja: algjöra eingangrun, varnar- bandalag við Svía og þátttöku í Atlantshafsbandalagi. Taldi ráðherrann að hlutleysið veitti þjóðinni ekkert öryggi, varnarhandalag við Svía væri í reyndinni óframkvæman- legt og væri því ei;ia athugandi úrlausnin að gerast aðili að Atlantshafshandalagi. Aðrir forystumenn flokksins voru á sama máli og for- sætisráðherrann, þótt þeir gerðu sér fyllilega Ijóst og Iýstu yfir því, að flokkurinn hefði ekki fjallað um örlagaríkara mál frá því er mörkuð var afstaða þjóðarinnar er Þjóð- verjar hernámu landið. Samþykkti fundurinn að umræð- um loknum, að veita stjórninni og þingl'Iokknum umboð til að afla upplýsinga um skilyrði fyrir Atlantshafsbanda- lagi, og verður vafalaust ekki látið staðar numið við sam- þykktina eina, þótt erlendir sendiherrar vilji láta sig málið skipta, að því er fregnir herma. Reynsla Norðmanna og kunnugleiki þcirra af skilyrðum Atlantshafssáttmálans, bendir eindregið til, að hanil leggi þjóðunum engar óvenjulegar skyldur á herðar, nema þvi aðeins að ófriður sé yfirvofandi eða styrjöld hafin. Má segja að úr því að svo væri komið, myndi hverri þjóð fyrir beztu, að eiga hróður að baki og hafa sem nánasta samvinnu við aðrar þjóðir á sama siðgæðis- og menningar- stigi. Ætti það að reynast hverri þjóð ljúft, en ekki leitt. L'mræðurnar, sem fram fóru á miðstjórnarfundi danskra jafnaðarmanna, sanna að algjör meiri hluti danskra stjórn- málamanna og væntanlega meiri hluti dönsku þjóðal'innar allrar, lítur á að hlutleýsi sé þjóðinni einkisnýtt og geti beinlínis stofnað hagsmúnum hennar í voða. Slík hlut-l leysisafstaða á engan rétt á sér, þegar barist er um fram-l tíð mannkynsins, frelsi þess, menningu og siðgæði. Dauf- dumbir og blindir utangáttamenn, sem ekki hafa kynnzt þróun alþjóðamála, eða gert sér grein fyrir Jjeim lífs- stefnum, sem uppi eru í heiminum, geta einir staðið utan við þau átök og verið hlutleysir. Aðrir gera það ekki. Sannarlega sýnist tími til kominn, að íslenzkir stjórn- málamenn marki nú afstöðu sína skýrar, en þéir hafa gert til þessa, og feli ríkisstjórninni að eiga frumkvæði að því, að kynna sér þau skilyrði, sem sáttmáli Atlantshafsbanda- lagsins kann að setja varðandi aðild hcnnar og þátttöku í slíku samstarfi vestrænna þjóða. Þótt Svíar hafi ef til vill þol til að standa einangraðir, er hitt jafnvíst að við Is- lendingar getum það ekki. Feli sátlmáli veslrænna þjóða tngar þær skyldur eða kvaðir í sér, sem geta reynst þjóð- inni oí'viða, ber okkur að leggja það af mörkum til alþjóða og eigin öryggis, sem cðlilegt getur talist og sambærilegt er við skyldur annarra þjóða, miðað við alla aðstöðu. Fer illa á því að við-dröttumst síðastir um dyr bandalags- þjóðanna. 1 Alþingi og ríkisstjórn ber skylda til að gcfa þessu máli fullan gaum og gera þjóðinni grein fyrir afstöðunni allri, þamiig að hver einstaklingur geti myndað sér rökrétta skoðun á því, hvort æskilegt sé að íslenzka þjóðin gerist aðili að handalaginu eða ekki. Fordæmi Norðmanna og Dana sýnist frekar hvetja en letja lil aðildar. Vel kann að vera rétt að rasa í engu um ráð fram, en hitt er víst að aðstaða þjóðarinnar hefði verið öll önuur og lakari, ef Norðmenn og Danir hefðu skorlst úr leik. Verður landið úr því í aúnari varnarlinu, en ekki í þeirri fyrstu, en öryggi þjóðarinnar treystist að sama skapi. H.K.L. og M.K. spurðiríeinieldni Sumir virðast lialda, að hvað eina, sem þeir segi, sé , talið einhver visdómsins orð. Einn þeirra er Halldór Kiljan Laxness og birtir Þjóðviljinn í gær síðasta fóstur hans af þessu tagi. Nýtur hann þar samvinnu Magnúsar Kjartanssonar rit- stjóra og tekst þeim í sam- einingu að búa til rnikla langlokú, fulla af erlendum orðum, sem Þjóðviljinn hef- ir einkarétt á að beita til forheimskunar lcsendum sín- um. Stafa þessar orðaslettur ef til vill af því, að ritstjór- inn, sem færir speki Kiljans í letur, týndi niður íslenzku- kunnáttu sinni, þegar hann átti að semja íslenzka orða- bók, sem frægt er orðið. En mig langar nú — fá- fróðan Reykviking - til að spyrja þessa andans kemp- ur, hvorl eg skilji sumar rétí. eg það rétt, að höfund- setmngar gremarmnar Skil arinr eigi við, að kommún- istar ætli að stofna til bræðravíga í Noregi, er þeir festa á pappírinn: „Það er liægt að gera Noreg að öðru Grikklandi“? Eru þeir að koma upp um leyndar ósk- ir sínar um, að þær hörmung- ar skelli yfir Noreg, sem trú- bræður þeirra hafa leitfe- yfir bina ógæfusömu grísku þjóð? Og er það nokkur sönnun fyrir ágæti sósíalismans, þótt kommúnistar liafi unnið á í Asíu? Hitler vann líka mik- ið á og lengi — en sigurinn stóð í honiun að lokum og kæfði hann. Skyldi ckki eins fara fyrir þeim, sem nú kippa i þræði sprellikarlanna víða um heim og halda það sama og Hitler — að þeir hljóti að sigra? Það væri gaman að fá svör við þessu. Nágxanni Þjóðviljans við Skólavöi-ðustíg. Iðrun oí/ meðferð dýra Vér merinirnir iðrumst margs, en vor iðrun kernur jafnaðarlega of seint fyrir þann aðilann, sem líður. Oss cr kennt, að iðrun veiti oss fyrirgefningu og kann það að vera rétt. En er með iðrun þeirri og fyrirgfcfnu sorg og þjáning marins eða mál- leysingja þurkuð burtu? Vér spyrjum til þess að hinir lærðu svari oss? Vér spyrjuin: Er það mannúð að láta hesta ganga iiti eins og dæmi em um hér í Reykjavik og á öllu land- inu? Er það mannúð, að láta ketli kala og hláfdeyja úti i vetrarhörkunni af matar-1 skorti og umlúrðuleysi? Vér spyrjum: Getur iðrun eða iðranir nokkurs rnanns eða manna afmáð kalsár og luingurþjáningar þessara dýra og hver vill afsanna það, að liinar köldu og myrku nætur sldlji ekki eftir óaf- máanlegar minningar i liug- arlífi þeirra, sem þjást? I mörgu er oss ábótavant, en þá mannúðarstefnu verð- um vér að framkvæma, að málleysingjarnir líði ekki hungur og kulda meðal vor. Ennfremur verðum vér að hjálpa þeim mannverum, sem eru sjúkar og kunna ekki að stjórna sér og líða fyrir það Iiungur og kulda og ólýsanlegar þjáningar bæði á sál og likama. „fSjálfsköpuð þján bæði þjóðar og manns skal þurkast úr lífsins bókum.“ 1. marz 1919. Lárus Salómons: Til athugunar. Nýlega var þess getið í blöðunum hér, að brúttótekj- ur landlxúnaðarins árið 1916 hafi verið 270 millj. Það væri mjög æskilegt, ef viðkomandi aðilar vildu upplýsa, hvort hér er átt við verð til framleiðenda eða söluverð til neytenda. Það er ísk\rggilega mikill milliliðakostnaður á þessari innanlandsverzlun þrátt fyrir jiað, þótt nú séu greiddar um lugir millj. af almannafé til uppbótar. Bóndi skýrði mér frá, á siðasta hausti, að dilkajöt þeirra væri flokkað í 1 fl. og greitt kr. 5.50 fyrir kg. í 1. fl. og svo kannske einhver upp- bót síðar fyrir þann fl. En við kaupendur hér verðum að greiða fyrír dilkakjöt kr. 10.50 og kr. 11.50. Ástæða væri til að víkja að fleiru, t. d. mjólkurmálum okkar, þótt ekki væri nema um verðuppbót framleiðenda og söluverð til neytenda, og upp- bót af almannafé. Það eru fleiri milliliðir þurftafrekir en verzlunin. Það er vísitala landbúnaðar- ins sem fer verst með aðal- vísitöluna. Vísitala landbún- aðaríns var>1916 118 stig og mun hún liafa hækkað all- mikið siðan. Af sihækkandi verði ó land- búnaðai’f ramleiðslu leiðir vei-ðhrun krónunnar og aft- urfor eða hrun aðalundir- stöðu þjóðarbúsins, sjávar- útvegsins. Ó. J. Annan stýrimann vantar á gufuskipið ÓFEIG V.E. 30 sexn fer í fiskflutninga til Englands. Uppl. um boi'ð í bátnum. ❖ SR6MAL „G.“ hefir skrifað mér um erfiðlcika, sem hann hefir átt í að iiá sér í bíl á morgnana. Iíveðst hann jafnan þurfa að fara með sjúkling til læknis . um klukkan tíu á hverjum morgni, en þá sé nær undan- tekningarlaust ómÖRulegt að fá bifreið leigða nema eftir talsverða bið. * „G.“ segir ennfremur: „Fyrír nokkuruni áriun var því haldið frani, er bílstjórár gcngu í félag tii þess að stofua sína eigin bif- reiðastöð, að með þvi móti mundi betra skipulag komast á leigu- bifreiðaakstur í bænum. Um það mundi verða scð, að nægjanlegur bifreiðar mundu vera til á hverj- um tima dags og ekki færri þégar mest væri að gera en þegar minnst væri. Mér finnst það dæmi, sem eg befi getið hér að framan, vera sönnun þcss, að ekki liafi tekizt að koma á þcssu lof- aða skipulagi og er það vitanlega fyrir neðan allar hellur, að ekki skuli vera hægt að fá bifreiðir á þeini tíma, Jiegar umferð er tiltölulega lítil. Hitt er skiljan- legra, að erfiðara er að fá þær, þegar allt er „vitlaust“. * En eg hefi líka frétt, að menn „eigi stöðvarpláss", án þess að nota það og haldi því að nafninu til, til þess að halda í stærri benzínskammt, sem fæst á leigubíla cn ckki einkavagna. Virðist ærin á- stæða til að yfirvöl'din atbugi. iihvort einhver brögð eru að þessu og ekk.i ættu þeiif|Í(BÍgu- bílstjórar, sem gtaffið stunda að vera því andvígir.“ ★ Öðru atriði cr nauðsynlegt að Iireyfa í sambandi við leigubíla- aksturinn í bænum, en á það var niinnzt í einu blaðanna um dag- inn. Það er sú venja, sem alltíð virðist hjá bílstöðvunum — nefni- lega að svara ekki i sima, þegáv lítið er um bila. Virðist útlátalit- ið fyrir stöðvarntennina að svara, jafnvel þótt þeir Iiafi ekki bil við hendina. Það lieyrir tindir al- menna kurteisi. Og sumir mættu ve'ra öllu kurtcisari, þegar þeir skýra mönnum frá þeim illu tíð- indum, að bíl sé ekki að fá. Kurt- eisi kostar cnga peninga, segir danskurinn og er liann okkiu* fremri á þessu sviði. Sí En það er líka rétt, að sum- ir starfsmenn stöðvanna svara ævinlega, hvernig sem ástatt er. Þeir segja þá sem er — „því miður enginn bíll og gct- ur orðið talsverð bið.“ Slíka háttvísi kunna viðskiptamenn að meta og hún getur laðað viðskiptamenn að stöðinni. Það ættu hinir, sem óþjálli ‘ eru, að hafa hugfast.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.