Vísir - 28.09.1956, Blaðsíða 10

Vísir - 28.09.1956, Blaðsíða 10
10 VÍSIK FÖstudaginn 28. september 195i0. GERALD KERSH: 24 :• lilBElliiMSiHMiilimilfflllHiiliiliillillSliíllllilllíllillilimiliíl „Býr herra Tessier hérna?“ Gamli maðurinn sagði: „Nei frú. Hertoginn af Otranto býr hér, þegar hann er heima,“ ojphann skeilti hleranum fruntalega fyrir. Louise i'ékk sér hestvagn og hraðaði sér heim í hús frú Malet. Otranto? Otranto? Otranto? spurði hún sjálfa sig, er vagninn hristist og skrölti. eftir steinbrúnunni. Þá mundi hún að hertoginn af Otrando var kunnari undir nafninu Fouché; það var fyrrverandi yfirmaður leynilögreglu Napoleons, hættuegasti maður á Frakklandi og Louise várð kalt og hún varð gagntekin af skelfingu. Þegar hún kom á áætlunarstað var Ratapoil þar fyrir. Hún mætti honum í ganginum. Hann var að strjúka sig allan, toga í fötin sín og slétta þau. „Það ert þú, mín kæra,“ sagði hann og bandaði gömlum þjóni á burt með stafnum sínum. „Þú ert fljót í förum. En það er satt, það er ekki mannmargt í borginni núna. Ég hefi aldrei séð Parísarborg svona fólksfáa. Ég var að koma frá fantinum honum Myers veðlánara. Ég hefi eytt fjandans miklum peningum í heiðurspeninga; hefi keypt allt, sem gamlir, tannlausir her- manna vesalingar hafa við sig losað til þess að geta keypt sér vínflösku og kjötbita. Og prjónninn í einni medalíunni — ég held að hún hafi verið eitthvað sérstök — prjónninn losnaði og istakkst í riiig, ég settist óvart á hana í vagninum. Og þú? Hvað hefur komið fyrir þig?“ Þegar Louisa sagði frá muldraði Ratapoil, „Fuché? ha? Ef hann stendur á bak við þetta, þá er hér sannarlega óþrifaverk á ferðinni. Og Cazac — ég sver við sjálft himnaríki, að ef hann leikuf tveirn skjöldum — og mér væri það ekki undrunarefni — þá skal ég kyrkja hann — svo að hann verði steindauðari en sjálfur Júdas ískariot! — Ég skal hrista hann eins og irottu. .. . Hlauptu upp á loft, elskan, og mundu: Ef vanda ber að höndum, þá farðu til Tessiers.“ Hann snerti ennið á henni með yfirskegginu og stikaði út. Og er hann hélt á burt íhugaði hann málið. Hvaða fjandans óþokkabragð hafði Fouché í huga? Ætlaði hann að skríða aftur til valcla með því að blása svona samsæri upp eins og svína- blöðru, stinga svo gat á hana á hentugu augnabliki til þess að sýna fram á, að meðan Napoleon ríkti gæti Fouché einn séð um að allt væri með kyrrum kjörum á Frakklandi? Það var ólykt af öllu þessu máli, eins og af ársgömlu saltkjöti. Ratapoil minntist vistanna og matarskammtsins á herflutn- ingaskipinu, rétt fyrir orrustuna við Níl og sagði við sjálfan sig: Ója. Það eru víur í þessu kexi. Jæja, við skulum sjá hvað gerist 11. október. En 10. október var Rateau undirforingi í 'lífverðinum, að æfa flokk nýliða og varð sér þá til skammar. Hann var að dreyma um Malet. Rateau var stór en höfuð hans lítið og þar komst ekki fyriv nema ein hugsun í senn. Hann var að æfa flokkinn til undirbúnings fyrir hersýningu og skipaði fyrir „snúið — til hægri!“ — Þegar hann hefði átt að skipa þeim áð snua til vinstri. Hermennirnir gengu, hlýdduskipun hans, þangað til þeir lentu allir í skringilegri kös upp við einn vegginn á her- búðunum. Rateau hafði samt sjálfur snúið til vinstri, en J'tgar hann var búinn að ganga nokkur spor rankaði lrann við sér og sneri aftur og þá svo hratt og hann varð svo flaumósa, að hann steig ofan á hægri fótinn á sér og sentist svo enddangur á torg- ið. Byssa hans hraut eftir steinbrúnni í eina átt'ina, en húfa hans í aðra. Leblond höfuðsmaður hafði með sér gest. Það . :rr kona — og hafði hann oft er hann ræddi við hana gumað f þeirri frá- bæru reglu, sem væri á æfingum hjá hermönnum ians. Leblond varð öskureiður. Það hafði líka viljað svo til að vinkona hans hafði verið að dázt að karlmannlegu vaxtarlagi Rateau’s en höfuðsmaðurinn var sjálfur lítill og kvapholda. Hann kallaði undirforingjann fyrir sig og öskraði yfir honum skammírnar þangað til hann varð blár sem hel í andliti, en Rateau, sem hafði verið fölur, varð eldrauður í framan. „þarf ég að kenna þér æfingarnar! Þöngulhausinn þinn! Og slæpinginn. Réttast væri að rifa þig úr einkennisbúningnum og hrekja þig með trumbuslætti úr lífverðinum. Grautarhaus og letingi!.... Þú heldur þig inni í herskálanum í sjö dag'a! Snautaðu burt úr augsýn minni!“ Rateau undiríoringi hvarf til vistarveru sinna í herskálanum, ringlaður og skelfdur. Hann átti að sitja inni í herskálanum í sjö daga. En Malet hershöfðingi vænti aðstoðar hans á morgun. Þoka og ruglingur ríkti í huga hans og þó var, sem stormur geisaði þar. Hann tilbað Malet og Malet treysti honum. Hann hafði heitið Malet aðstoð og hann þurfti að halda loförð sitt. Hann hafði líka svarið hermannseið og gat ekki rofið harin. Hann gat gert samsæri með Malet, móti keisaranum, af því að hann elskaði Malet, en reglurnar gat hann ekki brotið — þær höfðu mótað hann og vanið undir agann. Rateau grét stutta stund er hann gekk afsíðis, en því næst kallaði hann á annan undirforingja, fékk honum blaðsnepil, og á hann hafði hann hafði hann skrifað þessa orðsendingu. „Get ekki komið. Er lokaður inni í herbúðunum í sjö daga. Rateau.“ Hann fékk undirforingjanum líka silfurpening og sagði: „í guðsbænum, Todor, farðu með þetta til Caamanos prests, í blindgötunni St. Pierre.? Todor sneri aftur miklu síðar, valtur á fótum og lagði af honum magnaðan vínþef og af ódýru ilmvatni. Hann sagði: „Heyrðu, hvers konar fólk umgengst þú? Þetta var undarlegur prestur! Hann gaf mér svona mikið af brennivíni —“ hann mældi 4 óákveðna þumlunga með tveim óstöðugum vísifingr- um — „Og þetta var reglulega gott. Hvað er um að vera? Ha? Þarna var allt troðfull af béuðum foringjum.“ „Todor, hvað gerðist? Hvað sögðu þeir?“ Presturinn gaf mér sopa af armagnae — og það hefði nægt til að slá 'skotfæra-múlasna í rot. — Þarna voru þrír prestar og líka hár, skinhoraður fyrirliði í borgara klæðum og með þetta1 líka indælis yfirskegg; hann stóð þarna teinréttur eins og hann hefði gleypt kláruskaft. Ég skal segja þér það laxi, að þegar sá náungi stendur auglits til auglits við mann, er það eins og að standa andspænis tveim miðuðum byssuhlaupum. Ég hélt að það væri hann, sem væri þarna öllu ráðandi, skilurðu? Ég sagði: „Góði herrar“ — ég talaði við þenna háa, magra sérðu — vinur minn, hann Rateau, verður lokaður inni í viku. Þá tók sá langi og magri að formæla þér frá hvirfli til ilja. Ég hefi aldrei heyrt annan eins munnsöfnuð.“ „Já, áfram, áfram!“ hrópaði Rateau undirforingi. „Þú hefðir átt að heyra hvernig hann titlaði þig. Það var nú skemmtun, sem segir sex. Hann bölvaði á ítölsku, þýzku, egypzku og pólsku. Þá lá við að ég missti glasið. En þarna var líka lítill náungi og sat við borð — hann var eitthvað fölur rétt eins og hrátt kökudeig í framan — og hann sagði: „Þér getið sagt vini yðar það, undirforingi, að hans verði ekki þörf fyrr en eftir 10 daga.“ Þá sparkaði sá langi út og það get ég sagt þér að hnéð á honum er alveg eins og byssuskefti“, sagði Todar und- irforingi og nuddáði á sér mjóhrygginn. „Ég hrataði niður hálfan stigann á hökunni og olnbogunum Á *.♦ kð$l4ti$kumi ♦ Tító og Churchill voru a'ð tala um ástandið í löndum sín-: um. „Hvað eru nú meöallaun, verkamanna í Bretlandi?“ spurði Tító. i „Svo í kringum 40. pund“. ,,Og hvað þurfa þeir nú til’. að lifa?“ spurði Tító aftur. „Svona milli 30 og 35 pund.‘s „Hvað gera þeir þá við af- ganginn“ var enn spurt. „Sjáðu nú til,“ sagði Chui’- chill, „við búum í frjálsu landí. og það kemur mér ekki við, hvað verkamaðurinn gerir við aurana sína. Hann getur gert hvað sem hann vill við þá. En segðu mér annars: Hvað hefur nú verkamaður í laun hjá þéf?“ „Tíu þúsund dinara.“ „Og hvað þarf hann mikið til að lifa?“ „Þrjátíu þúsund dínara.“ „Nú, hvar fær hann þá tutt- ugu þúsund dínara, sem á vant- ar, að hann geti dregið frana lífið?“ spurði Churchill undr- andi. „Ja — það er nú svona hjá okkur, við lifum í frjálsu landi, ög hvað kemur mér það við hvar hann fær þá?“ ★ Hin 38 ára gamla franská kona, Josette Emmee í Falaise, hefir tamið sér allóvanalegt mataræði. Hún gleypir öryggis- nælur af svo mikilli græðgi, að vinir hennar fá engu tauti við hana komið. Dag nokkurn fékk hún svo eirihverja slæmsku í magann, og var henni eindreg- ið ráðlagt, að láta taka af sér röntgenmynd. Kom þá í ljós, að hún var með 4 öryggisnælur í maganum, en ekki fékkst hún. til að láta skera sig upp. Seinna fékk hún annað magakast og enn tekin röntgenm;. nd og sá- ust þá 17 nálar í maganum á konunni og ein saumnál. Sálfræðingar haía nú gefið þær upplýsingar, að fóstra hennar hafi þröngva,; henni til að gleypa nálar, þegar hún var óþekk í æsku, og hafi þetta orðið að vana. Kaupi ísl. frímerki. S. ÞORMAK. Sími 81761. C R* £mm§ká TARZAN - 2191 ter Svo var kveikt á lukt og þá sást andlitið á Jóa, hafnsögumanni fljóta- skipanna. •—• 3á, hver skollinn, sagði hann, þegar hann sá apamanninn. Hvað ert þú að gera hér. Það munaði minnstu að ég dræpi þig. !. Hvað ert þú að gera her, sjálfur? spurði Tarzan. Hér eru morðingjar á ferli og þú ert mitt á meðal þeirraí

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.