Vísir - 01.02.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 01.02.1957, Blaðsíða 3
Föstudaginn 1. febrúar 1957 VÍSIH S ♦ FRAMFARIR OG TÆKNI ! . Tilraunir með nylonbelgi til olíuflutninga. Verður olía flult heimsáSfa mifis í 9 þús. smál. kelgjum? Kjarnorkan verður orkugjafi mannkynsins í framtíðinni — ef hann kann með hana að fara. Brctar leggja nú kapp á að koma sér upp kjarn orkurafstöðvum, og sést hér líkan af slíku orkuvcri. Fjögur af sama tagi verða reist fram til 1960, og verður heildarkostnaðurinn 155 milljónir punda eða um 7 milljarðar króna. Kjarnorkuver sjá V.-Evrópu fyr- ir nægu rafmagni eftir 11-111 ár, en Bretar spara sem svarar til 60- 70 miilj. smál. kola 1975. Sir John Cockcroft, brezki kjarnorkufræðingurinn heims- kunni, forstöðumaðm Harell kjarnorkuversins lýsti nýlega þeirri skoðun sinni, að eftir 8 ár myndi búið að koma upp nægilega mörgum kjarnorkuver- um tU að sjá að mestu fyrir raforkuþörf Vestur-Evrópulanda. Það var i ávarpi til iðjuliölda á kjarnorkumálaftmdi í París, sem Sir John kvað svo að orði, sem að framan greinir. Hann kvað reynslu Breta og rekstur Calder Hall orkuversins, fyrsta stóra kjarnorkuversins sem reist hefur verið til raforkufram- leiðslu, vera mjög hagstæða, en úrslitareynslan mundi fást er búið væri að taka i notkun 3 kjarnorkuver, sem nú er verið að reisa í Bretlandi, og á að vera lokið 1960. Orkuframleiðsla þeirra mundi nema frá 275 til 320 megavöttum, miðað við 70 megavatta framleiðslu Calder Hall. Sir John spáði þvi, að ..rið 1957, myndi „kjarnorku — rafmagn: vinna það verka sem ella þyi'fti til 60 — 70 milljónir lesta af kolum." Það var i þessum fundi, sem Sir John skýrði frá því, að brezkir kjarnorkuvísindamenn ynnu að kjarnorkuvélum til þess að knýja stór, hraðski'eið olíu- flutningaskip, til nötkunar á leið- inni suður fyrir Góðravonár- höfða. Skip þessi yrðu á stærð við hafskipið Queen Mary, eða yfir 80 þús. smálestir, og áætlað- ur hraði 25 30 mílur á vöku. Mikil vandamál væru þó enn óieyst, ekki sist með tillit til kostnaðai'hliðarinnai’, og gat þess, að kostnaðurinn við rekstur kjarnorkukafbátsins Nautilusar væi’i sex sinnum meiri en ef um venjulegt skip væri að ræða. Geimgeislar og geislavirkar agnir í háloftunum. Merkilégar rannsóknir úr loftbelg. Nýlega var sleppt á loft loft- belg í Bandaríkjunum, scm komst í 40 km. hæð og rak um 1300 mílur um háloftin. Var belgurinn fylltur helíum og gat hann borið um 70 kg. af ýmiskonar mælitækjum. Belg- urinn var úr plastefni og um 60 m. í þvermál. Rak hann með allt að 150 km. hraða á klst. Það var háskólinn í Iowa, sem stóð fyrir tilraun þessari og var tilgangurinn aðallega að mæla geimgeisla og viða að sér ýmis- konar þekkingu til undirbún- ings því, að gervihnetti vei'ði skotið á loft á næsta ári. Neðan úr belgnum hékk 2 m. j löng taug og í henni héngu ýms ■ mælitæki til að mæla geim- ! geisla. Með vissu millibili iosn- uðu mælitækin úr tengslum og féllu til jarðar í fallhlífum. Þá 1 miða þessar tilraunir að því að komast að raun um, hvar geislavirkar agnir, sem svífa Það er löugu orðið alkunnugt, að nylon er til margra liluta nyt- saxnlegt, enda hafa menn marga liluti úr nylon iðulega handa milli, fólk klæðist fatnaði úr nylon og net úr nylon þykja fiskisæl, svo að eitthvað sé nefnt, en það nýjasta er, að verið er að gera tilraunir með nylonbelgi, til að sannprófa hvort eigi sé un*t að flytja olíu landa milli og lieimsálfa, í gríðarstórum nylonbelgjum, sem skip Iiafa i efth'dragi. Enn er þetta á tilrauna stigi og eru það bi'ezkir vísindamenn, sem tilraunirnar gera. Fyrstu belgirnir voru mjög litlir, gei'ðlr úr nylon pylsu — „görnum," fylltum hreinsuðum vínanda, og síðar í stærri belgjum. Tilraunir þessar fóru fram i rannsóknar- stofum hins opinbera í Tedding- ton. Það eru tveir háskólakenn- ar'ar, sem áttu hugmyndina og hafa unnið að athugunum. Þeir W. R. Hawthorne og J. C. S. Shaw, báðir við Canxbridge há- skólann. í viðtali, sem birt var i háskóla- blaðinu i Cambridge, segja þeir, að þessar tili'aunir séu enn á fyi’sta tilraunastigi, þeir hafi að eins sýnt, að það sé þess virði að halda tilraununum áfram. Ýmis vandamál vei'ði þó ekki leyst með tilraunum í rannsóknastof- um, heldur verði að gei’a til- í'aunir á sjó í belgjum, sem rúmi 600 smálestir. Gengi þær vel yki um háloftin, eigi upptök sín. Koma agnir þessar utan úr geiminum og fara með elding- arhraða. Loks er reynt að kom- ast að þvi, hvort frumefnin lit- hium, beryllium, boron og car- bon finnst í háloftunum. Fylgst var með för belgsins í þrjá klukkutima í sérstöku viðtæki, sem háskólinn í Iowa setti upp í þessu skyni, en þeg- ar merkjasendingar frá belgn- um fóru að dofna vegna fjar- lægðarinnar, var flugvél búin næmu viðtæki notuð til að fylgjast með merkjasendingum frá belgnuxn. það vonir um, að hægt yrði að framleiða belgi, sem rúmuðu 9000 smálestir af olíu. Aðalkosturinn við framleiðslu slíkra belgja yrði tiltölulega litill íramleiðslukostnaður miðað við að smíða og reka olíuflutninga- skip. Slíka belgi væri hægt að framleiða á 4 — 5 mánuðum og ekki þyrftu menn að vera uppi á neinar skipasmíðastöðvar komm -m- Athugun á áhrifum mikils hraða. Fæstir gera sér í hugarluncí, hve mikill kostnaður liggur á bak við framleiðslu á nýjurn flugtækjum, j, Er mestu af fjármagnimí varið til allskonar tilrauna- tækja, sem nauðsynleg eru til að reyna þol efna og styi'kleika byggingar flugtækjanna ásamtj ýmsu því viðvíkjandi. I Cleveland í Ohio í Banda- ríkjunum hefur verið gerður vindstokkur, sem tekur fram öllu á þessu sviði. í honum er hægt að reyna flugvclar eða eldflaugar, sem eiga að ná 3850 kílómetra hraða og skapa loft- skilyrði sem áþekk eru og í 30,000 metra hæð frá jörðu. Tilraunir með eidflaugar. Fregnir frá Melbourne licrma að reyndar verði nýjar gerðir eldflauga i VVoomeratilrauna- stöðinni, á þessu ári. Þeirra meðal er 5 — 6 metra löng eldflaug, sem kemst nærri 100 kilómetra í loft upp, og er útbúin sjálfvirkum visindatækj* um, sem eru í sambandi á flug- inu við móttökutæki á jörðu niðri. Önnur eldflaug á að geta komist upp í 160 km. hæð. ★ Y. D. Kiselev, sendiherra Rússa í Kairo er sagður hafa lofað Egyptum kjarnorku- vopnum. / V Skofilafieiku** jórnmáiainan nshis: Li'itin að „Geortíe Framh, „Ég vinn í utanríkisráðuneyt- inu og er í opinberum erindum", svaraði Woocl hinn rólegasti, ,,hér eru skilríki mín.“ Lögreglumaðurinn leit með fýrirlitningu á Wood. Þér þykist véra diplomatiskur sendimað- ur? Hvaða pappíra hafið þér upp á það?“ „Þá á ég að taka í Bern, þegar ég kem þangað.“ „En hvað er með þessa konu?“ „Þessi kona er vinkona dr. Ritters í utanríkisráðuneytinu, Eftir E. P. fyrrverandi sendiherra, og hann fól mér að koma henni örugg- lega til Friedrichshafen.“ Hann sá hvei’nig maðurinn leit ýmist á bakpokann hans eða koffortið, sem konan sat á og reyndi auðsjáanlega að fela undir pilsunum. Honum fannst nú i fyi’sta skipti eins og ham- ingjusól sín væri að hníga til viðar. „Bíðið hér þangað :il ég get náð sambandi við Berlín og rann- sakað hvort ég má láta yður halda áfram.". Wood fylltist örvæntingarfullri reiði. Hann beygði sig yfir mann- inn með hakakrossskrautið, og öskraði: „Siðan hvenær tíðkast það að móðga foringjann og utanríkismálai'áðuneyti hans?“ og hann byrsti sig enn meir, „Síðan hvenær tíðkast það, að taka diplomatiska sendimenn til yfii’heyrzlu? Það geta liðið margir dagar þangað til þér náið sambandi við rétta aðila i Berlín, það vitið þér, og yfirleitt kemur yður þetta mál ekkert við! Ég krefst þess, að þér látið okkur bæði laus tafarlaust." Þetta reiðikast virtist hafa mikil áhrif á embættismanninn. „Ef þér haldið fast við það, að rannsaka skjöl mín, þá skuluð þér hringja til Múnchen. Þeir í Múnchen vita allt um mína ferð.“ Á meðan lögregluforinginn velti fyrir sér hvernig hann gíiti sem hægast dregið inn seglin og fór yfir að símanum, sneri SS- undirforinginn sér að konunni, sem sat á koffortinu. „Er kanske eitthvað þarna, sem þér eruð að reyna að fela?“ spurði hann. Konan stóð upp og lxann reif upp koffortið. En þar var ekkert að finna nema snyrtitæki hennar og annað einkisvert og svo föt hennar. . Foringjanum tókst strax að ná sambandi við Múnchen og jxar fékk hann fullnægjandi upplýs- ingar um Wood svo að þeir neyddust til að sleppa klónum af þeim baðum. Á leiðinni út á járnbrautar- stöíi-Qa aftur ságði Wood við konuna: „Yður tókst þetta vel með koffortið. Þegar maður er með eitthvað élöglegt — ég geymi til dæmis skammbyssuna i bakpokanum, sem ég lét fyrir framan nefið á þeim — þá er bezt að fela það ósaknæma en hampa hinu. Það gefst oftastnær vel.“ Hún hló við, en var náföl í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.