Vísir - 01.02.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 01.02.1957, Blaðsíða 6
vlsm Föstudaginn 1. febrúar 1957 I -'fe'fe- D A G B L A Ð Eitstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstrœti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1G60 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Húsnæðismálafrumvarpið samþykkt sem lög. Ný hslldarlöggjöf um húsnæðissná! beðssð á jsessu þíítfjí. Njésiilr um alian heiisi. Enn hefir orðið uppvíst um njósnir af hálfu Sovétríkj- anna — bæði vestan hafs og austan. í Bandaríkjunum hafa nokkrir menn verið handteknir íyrir að afla kommúnistum ýmissa upp- lýsinga, og gert er ráð fyrir, að fleiri handtökur muni á eftir fara. í Svíþjóð eru hins- vegar fleiri en eitt njósna- mál á döfinni um þessar mundir, því að uppvíst hefir orðið þar um njósnir á fleiri en einum stað á skömmum tíma, og loks hefir ríkisstjórn Dana þótt rétt að vísa her- málafulltrúa sendiráðsins rússneska úr landi, þar sem sýnt þótti, lfver voru aðal- áhugamál hans og til hvers hann ætlaði að notfæra sér veruna í Danmörku. Það er sannarlega ekki ný bóla, að upp komist um njósnir af hálfu Sovétríkj- anna eða annarra kommún- istaríkja í löndum utan járn- tjaldsins. Og þeir eru orðnir talsvert margir, þeir opin- bsr fulltrúar, sem vísað hef- ir verið úr landi eða heppi- legra hefir þótt að kalla á brott, af því að þeir hafa ] orðið berir að njósnum fyrir ríkisstjórnir sínar. Má minna á þau njósnamál^ sem upp hafa komið í Kanada, Ástra- liu, Svíþjóð og fleiri löndum á síðustu árum, þar sem einstaklingar innan sendi- sveita Sovétríkjanna hafa stjórnað fjölmennum njósna- sveitum, og virðast fyrst og fremst hafa helgað sig njósn- um fyrir mennina í Kreml. Vafalaust stunda kommúnistar njósnir í fleiri ríkjum en þeim, þar sem komizt hefir upp um þá þokkalegu iðju þeirra síðustu árin. Senni- lega er það land ekki til, sem þeim finnst ekki ærin ástæð'a til að athuga ná- kvæmlega með aðstoð njósn- ara sinna_ þótt árverknin í þeim sé ekki svo mikil, að fylgzt sé með slíkum flugu-' mönnum og flett ofan af. þeim að því búnu. Og erind- j rekar Kremlverja iinna vafalaust víða áhugamenn, I sem vilja taka njósnirnar áð sér; til þess að vinna fyrir þann málstað, sem þeir haí'a tekið trú á. Sannfærður komrnúnisti á aðeins eitt föðurland, og hann finnur, það ekki, að hann gerist j svikari við þjóð sína þótt hann gangi á mála hjá er- lenrlu ríki. Og varla eru njósnirnar gerðar í tilgangsleysi. Þær eru vit- anlega aðeins þáttur í því „plani", sem æðstu prestar kommúnismans hafa undir- búið íyrir löngu og er um að leggja heiminn undir hel- stefnu þeirra. Til þess að auðveldara verði að hrinda því í framkvæmd í fyllingu tímans, er upplýsingum safnað ötullega um allt, sem að gagni kann að koma. Qg liðsmennirnir eru margir, sem þarna leggja hönd á plógimi — það hefir komið í ljós í mörgum löndum undanfarið, og á vafalaust eftir að koma í ljós oftar. Umferðarvandræðin. Það er nú að kalla orðinn dag- legur viðburðoar, að umferð um bæinn og í nærsveitirnar teppist lengur eða skemur. Hefir þetta valdið margvís- legum erfiðleikum, og eink- um hafa mjólkurflutningar til bæjarins gengið erfiðleka, eins og greinilega hefir kom- ið fram í i'rásögnum blað- anna. Er það þó sannast sagna, að menn þeir^ sem vinna við að halda sam- gönguleiðum opnum og halda uppi samgöngum innan bæjar og utan, hafa auðsýnt frábæran dugnað, þótt þeir hafi oi't ekki fengið aðgert vegna veðrahamsins. En framlag þeirra í almennings þágu er samt ómetanlcgt. Það hefir hvað eftir annað komið fram í fregniim af samgöngutruflununum, að litlir bílar verða oft til mik- ils trafala. Þeir verða jafnan fyrstir fastir, þegar veður versnar eða færð þyngist, og loka þá oft vegum, ef um djúpa skorninga milli skafla er að ræða, svo að enginn kemst framhjá þeim og allt stöðvast. Ættu eigendur lít- illa bíla að láta sér þetta að kenningu verða og forðast aú nota bíla sína, þegar veð- ur er tvísýnt eða illviðri að skella á. Með þvi móti girða þeir fyrir að þeir lendi sjálfir í vandræðum og baki öðrum allskyns örðugleika. | ------------ | Brezkir ráðherrar. þeirra meðal Thornycroft fjár- málaráíYíierrn, ræddu í gær við stjórn Sambands verka- lýðsfélaganna atvinnuhorf-1 ur, atvinnuleysihættuna í iðnaðinuin, olíumálin og iðn- aðinn o. fl. Allmiklar umræður um hús- næðismál urðu í efri deild í gær, er fram fór 3. umræða um bráða birgðalagafrv um húsnæðis- málastórn, en það var að lokum samþykkt óbáeytt sem lög frá Alþingi. Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, bar fram breytingartil- lögu þess efnis, að felldur yrði niður sá liður laganna, sem tak- markar framlag ríkissjóðs til úlirým'lngar heilsuspíllandí !í- búða við ,,allt að 3 millj. kr. á, ári næstu 5 árin." Ætlast er til þess, að ríkissjóður leggi fram fé í þessum tilgangi til jafns við bæjarfélögin á hverjum stað,' og skýrði G. Th. frá þvi, að Reykjavíkurbær hyggðist nú leggja fram meira fé en ríkis-j sjóður gæti mætt að lögunum ó- breyttum. Taldi borgars*'óri rétímætt "ð afnema fyrrnefnt hámark. Þýðingarmikið atriði. Hannibal Valdimarsson, fé- lagsmálaráðherra, kvaddi sér þá hljóðs. og mæltist til þess að breyt.till. yrði dregin til baka á þeim forsendum, að óvenju- legt væri að bornar væru fram breyt.till. við bráðabirgðalög og — að sett mundi verða ný heildarlöggjöf , um húsnæðis- mál á þéssu þingi. Gæti breyt.- till. beðið þess. G. Th. kvað þær ástæður, er félm.ráðh. hefði fært fram alls ekki gefa tilefni til þess að draga tillöguna til baka. Þrátt fyrir það að ráðh. talaði um hana sem „framandi böggul" við umræðurnar, væri efni hennar ólíkt þýðingarmeira en brb.l. sjálf, sem eins og kunnugt væri snérust eingöngu um fjölgun manna í húsnæðismálastjórn úr 5 í 7. Samþykkt bæjarstjórnar. Vísaðí G. Th. síðan til sam- þykktar, sem nýlega var gerð af fulltrúum allra flokka í bæj- arstjórn Rvíkur, þar sem talið var bráðnauðsynlegt að ríkis- framlag-til útrýmingar heilsu- spillandi húsnæðis verði aukið. Gunnar benti á það, að hin mikla hugsjón íél.m.rh. að fjö'lga um tvo í húsnæðismála- stjórninni næði fram að ganga, þó að sín till. yrði samþykkt. Alfreð Gislason lýsti sig efn- islega sammála tillögu G. Th., en var að öðru leyti í sama báti og ráð'herrann og vildi slá mál- inu á frest. Áhrif laganna frá 1953. í sambandi við tillögurnar var talsvert rætt um húsnæð- ismálin og íbúðabyggingar al- mennt. Bentu þeir Gunnar Thoroddsen og Jóh. Þ. Jósefs- son á það, hve farsæl áhrif lög- in frá 1953 um byggingafrelsið hefði haft á framþróun þeirra mála og létu í Ijós þá von, — að það frelsi yrði ekki skert. Hannibal Valdimarsson taldi á hinn bóginn að byggingarfrels- ið hefði verið mönnum hinn mesti fjötur um fót(?) og vitn- aði um röksemdir til ástands- ins í dag, x/-> ári eftir að hann sjálfur hefur tekið við frm- kvæmd laganna, en sem al- kunnugt er hefur sá tími meira en nægt honum til þess að sigla málum þessum í algjört strand. Var ráðh. stóryrtur á köflum, sem hans er vani, og flaustrið melra en svo, að honum tækist að finna orðum sínum stað nema endrum og eins. Að umræðum loknum greiddu 8 atkvæði með brb.l. en 5 voru á móti. ísrael skilar fönginn. Israelsmenn eru nú í þann veginn að Ijúka afhendlngu egypzkra stríðsfanga. Samkvæmt fyrri fregnum tóku þeir yfir 6000 fanga i innrásinni, og hafa nú skilað Egyptum, á undangengnum 10 dögum, 5840 föngum. FEóttamonahgjðir í V.-Þýzka- íandi yfírfuflar. <».T> |»ú*>. ílótfíameiiit I Austfurríki «»« sí»<lii^í bœíast flciri vi«l. Tilkynnt hefur verið í Bonn, að ekki sé unnt að veita mót- töku fleiri flóttamönnum frá Ungverjalandi um sinn, þar sem allar nóttamannabúðir séu fullar. Á undangengum vikum hef ur verið stöf'ugur straumur flótta- manna frá Ungvei'jalandi til V-Þýzkalands og alls eru komnir þangað 12.000. en gera verður ráð fyrir að um 3000 ættingjar þeirra, sem komnir^ eru vilji einnig koma. Hér við bætist, að stöðugt kemur margt flóttamana frá Austur-Þýzka- landi. Hlutur Austurríkis. í Austurríki eru nú um 65.000 ungverskir flóttam. og stöðugt bætast fleiri við, en ýmsar þjóQ- ir eru nú farnar að fara sér hægara við móttöku og fjár- hagslega fyrirgreiðslu flótta- mönnum til aðstoðar. Innan- ríkisráðherra Austurríkis flutti ræðu í gær og hvatti þjóðirnar til framhaldsstuðn- ings, einkum Bandaríkin, — Austurríki bæri svo þungar byrfar vegna flóttamannanna, að því væri það um megn leng- ur. — Austurríki ætlar að sjá 20.000 í'lóttamönnum fyrir að- setri til frambúðar, og ef aðrar þjéðir gerðu hlutfallslega hið sama. jafnvel þótt þær væru ekki nema hálfdrættingar við þetta litla og tiltölulega fá- menna land, mundi vandamálið auðleyst. Eftirfárandi bréf hefur dúlk- iniim ]>orizt: „Kæra Bergiriál! Það bljóta íleiri en 6g að brosa atS fregnun- um, seni vcrið er að birta um að nú hafi áfengisneyzlan minnkað. Með öllu þvi nragni, sem smyglað cr, og auðvitað finnst aldrei nema litið brot af, verður áfeng- isneyzlan óþekkta stærðin og það er vægast sagt meira en lítið ein- feldnislegt að vera að birta fregn- ir um aukningu eða minni neyzlu, scm aðeins eru byggðar á töluiu Áfcngisvcrzlunarinnar cða Hag- stofunnar. Blcssaðir, fyrir •alla muni, hættið að blekkja sjálfa ykkur og aSrá með slikii og þvi- Ííku. Blekkingar. Svo cr það önnur blekking, seni nú viðgengst, þegar verið ci- að birí-a tölur, sem ná aftur til ár- anna fyrir stríðið, eða jafnvcl lengra, til samanburðar við töl- ur siðustu ára, og sem svo cru teiknaðar töflur eftir til -að sýna hvað þctta eða hitt liafi aukist á tilteknu tímabili. Þetta var gert í nS'útkomnu afmælisriti góðs og gegns fclags, og fyndist manni þá, að það ætti að vera látið nægja að biria krónulöluna, sem hvcrgi seg ir sannlckann, en teikna niynd- ir af blckkingunum lika, það er of mikið af þvi góða. Bókaflóðið. Þá cr það cin blckkingin ciin og það er í sambandi við allt bókaflóðið i desember, því eins og allir vita kemur varla út bók nema í þeim mánuði. Ástæðan til þes.'.a er vitanlega sú, að það cr orðin tizka hér að gefa bækur i jólagjafir, og þessar gjafabækur eru svo lesnar eð-a ekki lesnar, cftir atvikum, en fullyrða niá að ótrúlega niikið af þeim lendir í bókaskáþnum', litt lesið og cnnþá minna melt. En tölurnar uin bóka og blaðaútgáfu hér verða svo öll- um þjóðtim liið mcsta undrunar- efni, og við fáuni orð fyrir að vera heimsins mesta bókaþjóð, og erum ])að líklega þrátt fyrir allt. Kurteisin kostar ekkert. Svo ég hafi -allt á hornum nicr þá langar mig að minnast á ó- kurteisina, scm er mein í þjóð- lífi okkar. Það er stundum talað um kurteisi hjartans, sem á þá víst að vcra mcðfædd og vist er um það að einstaka maður virð- ist hafa fengið slikt vegarncsti í vöggugjöf, en flestir þurfa að læra kurtcisi og þvi ætti að sjálf- sögðu -að kcnna hana í ölluiri skóluin landsins, cinnig í liáskól- anum. Og kvenfólkið. Það cr talað um það, að ís- lcnzkir karhnenn kunni lítt kurtcisi og er það orð að sönnu, en því miður á þetta lik'a við uni stóran hóp -af kvenþjóðinni okk- ar. Haldi maður opnum hurðum og sýni fyllsta tillit og tilhliðr- unarsemi við konur á ahnánna- færi, þá kemur Jxið varla fyrir að kona álíli slíkt þakkarvert, en vénjúlega er gengið framhjá manni cins og maður væri at- vinnu-inaður í opnun hurða. Ókurieisi cr i eðli sínu fyrst og frcmst tillit.slcy.si við aðra, hjá okkur s-ambland af fáfræði og tómlæíi, seni vcldur þvi að við crum scm þjóð varla álitnir ,,sí- vili.scraðir", og eigum þann dóm skilið, þrátt fyrir það að okkur finnst að orðið mcnningarþjóð fari okkur sérlega vel. ÐrunguleR hljómlist. .Svo bara citt enn: Langar ekki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.