Vísir - 01.02.1957, Blaðsíða 10
10
VÍSIR
Föstudaginn 1. febrúar 1957
EDSSON IUARSDALL:
Víkinqurim
40
land mitt og ríki með fangana og annað fólk yðar og fjármuni.
Þér verðið hvergi beittur ofbeldi og sætið hvergi sviksemi.
Hér undir mitt konunglega innsigli. Aella Rex.“
Því næst sigldum við upp eftir ánni í ágætum byr og bróðir
Godwin vísaði veginn og réði ferðinni. Hann lét konurnar
tvær setjast fram í stafn, en Lapparnir, Sendlingur og ég
sigldum bátnum, efi Ragnar lá í botni bátsins. Það var sums-
staðar dásamlegt að horfa upp á ströndina.
Bróðir Godwyn fylgdi okkur að skipalægi konungsins sjálfs,
sem var girt frá borginni sjálfri með háum veggjum. Hann
fullvissaði okkur um, að bátnum yrði óhætt hér, en Kuola vildi
samt heldur vera kyrr um borð í bátnum með hnífinn sinn í
hendinni. Nokkrir varðmenn sáu okkur hverfa um bakdyr inn
í höllina. Kitti gekk fast á hæla mér. Berta var stoltleg á svip-
inn, en Sendlingur gekk eins og { draumi.
Við gengum gegnum dimman forsal og inn í háhvelfdan sal,
tjaldaðan innan, og í öðrum enda salsins var pallur. Fáeinir
lávarðar og frur stóðu á marmaragólfinu, en inn a pallinum1
sátu ungur maður og miðaldra kona á háum stólurn. Þessi stóri|
salur virtist bæði tómlegur og kuldalegur.
Stóll unga mannsins var settur gulli og gimsteinum, en
stóll konunnar var settur siliri. Hún var með silfurspöng um
eennið og gimsteina í hárinu, en hann hafði gullkórónu á höfði.
Þetta voru mannlegar verur en ekki guðir. Skikkia kon-
ungsins var úr dýrum feldi. Konan hefur ef til vill einhvern-
tíma verið falleg og vel vaxin, eins og Berta, en nú var hún
orðin feit. Konungurinn var miklu stærri, en ég hafði gert
mér í hugarlund. Víkingarnir álitu sjálfa sig hæsta manna í
heiminum, en þessi konungur var þrem þumlungum hærri en
ég og var ég þó hár maður. Hann var allur hinn hermanri-
legasti. Ég vissi, að hann var tuttugu og fjögurra ára gamalt,
en hann virtist vera eldri. Ef konan var Enid, sem ég efaðist
ekki um, hafði hún verið mjög ung, þegar hún átti hann.
— Ég er Aella konungur Norðimbralands, sagði hann hátíð-
legri röddu, sem bergmálaði í hljóðum salnum. — Hver ert
þú og hvaða erindi áttu til hirðar minnar?
Honum hafði verið sagt, hvert erindi mitt væri, en hann
hafði ekki trúað því.. Allt í einu varð mér ljóst, að það hafði
verið of mikið til þess mælst að hann gæti trúaö' því, að ungur
Dani, tveir Lappar og tungulaus maður hefði fært honum í
senn brúði hans og nauðgara móður hans. Það var dauðaþögn
í salnum og hírðfólkið þorði naumast að draga andann.
— Ég er Ogier hinn danski sagði ég, — og það var j fyrsta
skipti, sem ég hafði kynnt mig þannig. — Ég er kominn hingað
til að gera kaup við þig. Þannig, að ég læt þig fá annan fang-
ann fyrir að mega halda hinum.
Ég þóttist hfa komið vel orðum að erindi mínu og gat ekki
varizt því að renna augum til félaga minna. Aðeins Ragnar,
sem skildi ensku, virtist hrifinn af framistöðu minni. Morg-
ana brosti, en Berta var eins og steingerfingur.
— Berta hin saxneska færði oss þau skilaboð að annar fangL
þinn væri Morgana, dóttir Rhodri konungs af Wales, og unn-
usta min, sagði konungurinn og brosti til ástkonu minnar.
Brosið átti að vera hýrlegt, en mér var ljóst, að hann var í
beizku skapi.
Ég hélt, að Morgana mundi segja eitthvað, en hún þagði og
orkaði ekki vel á Aella.
Þarna er hún, sagði ég eftir ofurlitla stund. |
— Þú ert velkomin hingað, Morgana, sagði Aella. Því næst
hélt hann áfram. i
— Ogier! Berta flutti oss'einnig þau skilaboð, sem hvorki j
ég né hirð mín hefur getað trúað. Hún var sú, að hinn fangi
þinn væri Ragnar loðbrók, skelfir gervallrar kristni, höfðingi
Norðmanna og svarnasti fjandmaður minn.
— Þarna stendur hann, sagði ég.
Allir viðstaddir gripu andann á lofti og karlmennirnir gripu
um sverðshjöltun. |
— Ogier! Ég efast ekki um, að þú haldir, að þetta sé Ragn-
ar, en það kemur oft fyrir að fangar þykjast vera aðrir en
þeir eru í þeirri von að þeir verði teknir í gislingu í stað þess
að vera hengdir strax. Hann sneri sér að fitu konunni í stóln-
um og sagði.
— Frú, sérðu nokkuð líkt með þessum manni og þeim, sem
tók þig fanga fyrir tuttugu og þremur árum. I
— Minnstu þess Aella, að jég var blinduð af tárum þá nótt,
svaraði Enid. — En vöxtur hans er hérumbil sá sjypi og það
er eitthvað í svip hans, sem skelfir mig, en hvort hann er
þetta skrímsli, sem þú spurði um eða ekki, get ég ekki sagt
um.
Ég sneri mér að Ragnari og sagði á dönsku: — Enid er ekki
viss um, hvort þú ert Ragnar eða ekki.
— Spurðu hana þ* hvort hún sé búin að gleyma örinu eftir
sverðshöggið á vinstri lterinu á mér sem ég sýndi henni.
Þegar ég endurtók þ«tta, rak konan upp óp.
Ég var búinn að segja yður þetta frú, sagði Godwin. |
— Þetta er Ragnar, sagði ég við Aella. — Ég hef þekkt
hann frá því ég man aftir mér. Hann er fangi minn. Ég fæ þér
hanr í hendur og þi mátt gera við hann það sem þú vilt, ef
þúvilt leysa Morgaita frá eiði sjnum, sem húi. sór við kné
föður síns.
•
Þótt Berta væri !»úin að segja honum þetta, varð hann samt
ókvæða við.
— Hamingjan góða, Morgana, æpti hann. — Ég ætla að tala
við þig í einrúmi.
— Ég sver það við Óðin, Aella, að bað færðu ekki.
Aealla blóðroðnaði af reiði og reiddi hnefann, en Godwin
gekk til hans.
— Vertu kyrr, annars svívirðirðu sjálfan þig og kórónu þína,
sagði hann.
Aella stundi þungan, en því næst settist hann i stólinn aftur.
— Fyrirgefðu, bróðir Godwin. Þú veizt, hvað ég er bráð-1
lyndur og mér þykir vænt um, að þú skulir vera hér til að(
hjálpa mér til að hafa vald á mér. Morgana! Þú ert fangi Ogiers
og ég get ekkert gert til að hjálpa þér. Ég hef látið hann hafa
skjal, sem verndar hann, meðan hann er í riki mínu. Hann
getur því farið með þig á brott aftur, ef honum þóknast. I
— Ég óska sjálf eftir því að vera leyst frá ciðnum, sagði
Morgana.
— En setjum svo, að ég gefi ekki samþykki mitt til þess.
— Hann mun fara með mig samt og ég fer rneð honum af
fúsum vilja. En þú getur létt þungri byrði af samvizku minni
með aðeins einu orði. I
— Af frjálsum vilja? spurði Aella, þegar hann gat náð
andanum.
— Já.
— |Ég áleit sennilegast, að hann hefði lagzt rneð þér gegn
vilja þínum og ég hefði tekið við þér þrátt fyrir það, eins og
faðir minn tók móður mína aftur, eftir að Ragnar hafði svívirt
hana. En nú er ég í miklum vafa. Ég get ekki trúað því, að
kristin kona.... |
— Þú þarft ekki áð brjóta heilann um það, sagði Morgana.
— Hann hefur ekki lagzt með mér- gegn vilja mínum, heldur
hef ég lagzt með honum af frjálsum og fúsum vilja okkar
beggja.
— Svei! Svei! hrópaði Enid feita, og ég hefði getað hlegið,
ef Morgana hefði ekki verið svona rjóð í kinnum og með
leiftrandi augu.
— En hvað um heimanmundinn, sem Rhodri lofaði að senda?
spurði Aella. — En ég þarf sennilega ekki að spyija.
J
-=1=0
k»v*ö*l»d*v*ö«k*u*n-n*i
Ungur fiðlari gekk eitt sinn.
á fund Toscanini’s og langaði
til þess að heyra álit hans á því
hvernig honum findist hann.
leika.
Þegar Toscanini var búinn
að hlýða nokkra stund á miður
góða hljómlist fiðlarans bað
hann hann að hætta og kvaðst
geta látið álit sitt í ljós strax.
„Eg skipti mönnum í þrjá
hópa,“ sagði hann, ,,í 1. flokki
eru þeir sem spila vel á fiðlu,
í 2. flokki þeir, sem spila illa á
fiðlu og í 3. flokki menn sem
spila alls ekki á fiðlu. Eg tel
að þér séuð komnir uppj í 2.
flokk.“
*
Pétur litli bað pabba sinn að
koma með sér í hringleikahús,
en pabbinn kvaðst ekki nenna
því.
„Það er afar margt skemmti-
legt að sjá þar,“ sagði Pétur
biðjandi. „Þar er t. d. ung, voða
falleg stúlka, sem ekki er í
neinum fötum og hún þeysir
um sviðið á hvítu hrossi.“
Pabbinn hugsar sig um svo-
litla stund. „Kannske eg komi
með þér, Pétur minn. Það er
svo langt siðan að eg hef séð
hvítt hross.“
„Hvernig fellur þér í hjóna-
bandinu?“ spurði Hardy Kriiger
vin sinn, Adrian Hooven.
„Prýðilega," svaraði Hooven.
„Mér finnst eg vera farinn að
yngjast upp, því nú er eg aftur
byrjaður að reykja í laumi eins
og eg gerði þegar eg var strák-
ur.“
¥
Eg las í blaði, sem gefið er út
i New York, að maður nokkur
hafi verið dæmdur í 1000 doll-
ara sekt fyrir að kyssa konu
gegn vilja hennar. Eg las þessa
frétt fyrir konu mína, en að
því búnu spurði sonur minn:
„Hvað gerði maðurinn við
konuna’og hvers vegna kærði
hún hann?“
„Það var vegna þess að hann
kyssti hana gegn vilja hennar,
og hún taldi sig móðgaða."
Þá horfði sonur minn, fullur
vantrúar á mig og sagði að því
búnu: „Trúir þú þessu pabbi?“
£ R. SuncugkA TAIIZAN — 2200
i-
Ertu ekki hræddur við mig,
skrækti apinn. Eg er ægilegur stríðs-
maður. Eg drepa þrjá hermenn.
Er það nú svo, Manu. Sýndu mer nokkru og svo sannavlega voru þar
eitthvað til sanninda um dáð þína. lík þriggja hermanna.
Apin litli fór með Tarzan að rjcðri