Vísir - 29.11.1957, Síða 7
Föstudaginn 29. nóvember 1957
Vf SIR
Fá launþegar hlutdeild í
atvinnufyrirtækjum ?
Gamalt frunivarp teklð upp á AEþfngi?
Nýlega var lögð fram þings-
ályktunartillaga í Sameinuðu
þingi uni hlutdeUdar- og arð-
s kipti fyr ir komul a g 1 atvinnu-
rekstri íslendinga.
Flutningsmenn eru Gunnar
Thoroddsen, Magnús Jónsson og
Sig. Bjarnason. 1 tillögunni er
farið fram á að ríkisstjórnin láti
rannsaka hvernig og hvar megi
bezt koma á hlutdeildar og arð-
skiptifyrirkomulagi í atvinnu-
rekstri þjóðarinnar og hvernig
hægt sé að stuðla að eflingu þess.
Samráð skal hafa við atvinnu-
rekendur og launþega að undir-
búningi málsins.
1 greinargerð segir m. a. að
tillaga þessi hafi verið flutt á
Alþingi 1937 og kosin 5 manna
milliþinganefnd til að rannsaka
málið og gera tillögur. Nefndin
kom saman á einn fund en flutti
engar till. Það er skoðun flutn-
ingsmanna, að hér sé um að
ræða svo mikilvægt mál að gera
beri tilraun til að koma því á
frekari rekspöl.
í greinargerð fyrir tillögunni
1937 segir m. a. að arðskiptifyrir-
komulagið gangi út á að veita
starfsmönnum fyrirtækjanna
hlutdeild í arði þeirra. I stuttu
máli séu grundvallarsetningar
fyrirkomulagsins þessar:
1. að verkamennirnir fái auk
hinna föstu launa einhvern
hluta í arðinum;
2. að þeim gefist kostur á að
safna arðhluta sínum, eða
einhverjum hluta hans, til
þess með honum að eignast
hluta í atvinnufyrirtækjun-
um;
3. að þeir fái hlutdeild í stjórn
fýrirtækjanna, annaðhvort
með því: a) að eignast hluta-
fé og verða á þann hátt að-
njótandi rétti venjulegra hlut
hafa, eða með því:) b) að
nefnd vérkamanna hvers fyr-
irtækis hafi íhlutun um rekst
ur þess.
Ef kleift verði að ná þessum
tilgangi sé það auðsætt að það
sé spor í þá átt að leysa eitt
höfuðvandamál þjóðfélagsins og
kippa fótum undan þeim áróðri
andstæðinga núverandi þjóð-
skipulags að atvinnurekendur
hljóti að vera andstæðingar ef
ekki fjendur verkamanna. Mörg
happsælustu fyrirtæki heims
hafi verið rekin með þessu fyrir-
komulagi og eitt af höfuðkost-
um þess sé að vinnudeilur komi
aldrei fyrir og flest séu þau
annáluð fyrir snilldarlegan að-
búnað við verkamenn. Sé málið
þannig vaxið að ástæða þyki til
að athuga hversu feikna stórt
spor til heilbrigðrar þróunar
efnahagslífsins, væri hægt að
stíga með framkvæmd þessa
fyrirkomulags.
Biðskýli SVR og kostnaður-
inn við þau.
Þar sem ráðizt hefir verið á
mig og vélsmiðju mína í til-
teknum blöðum á mjög óvenju-
legan og rætinn hátt, vegna
smíði 12 biðskýla fyrir S.V.R.,
þá þykir mér rétt að gera hér
með grein fyrir því, hver hlut-
■ur fyrirtækis míns raunveru-
lega er fyrir þessa smíði. Geta
þá allir sanngjarnir og hugs-
andi menn sannfærzt um, að
hér er síður en svo um „fjár-
bruðl“ að ræða og vona eg, að
allir þeir, sem ekki eru star-
blindir af pólitísku ofstæki og
hatri á öllum atvinnurekstri
einstaklinga sjá, að hér er allt
með felldu og engu þarf að
leyna. Það mun óvenjulegt, að
jafn ódrengilega sé ráðizt að
mönnum og fyrirtækjum, sem
starfað hafa í þágu atvinnu-
veganna um land allt í sam-
felld 20 ár sem hér er gert.
Sögumaður Mánudagsblaðsins
og Þjóviljans mun einhvern
tíma verða sviptur grímunni,
þótt nú vegi hann úr launsátri.
Munu og þá þau óhreinu vopn,
sem hann beinir gegn mér og
forstjóra S.R.V. snúast gegn
honum sjálfum, og hann falla
á eigin bragði, eins og títt er
um slíka manntegund.
Sundurliðun á kostnaði við
smíði biðskýlis af þeirri gerð,
sem um hefir verið rætt, lítur
þannig út:
læg lönd“. Og ungmennum lands
ins ættu slíkir sigrar að vera
hvatning til að snúa sér að göf-
ugum viðfangsefnum, skemmti-
legum og þroskandi í senn. — 1.
Efni kr. 5.692.70.
Rafsuða, gas, vélavinna,
málmhúðun kr. 3.750.00
Greidd vinnul. kr. 5.800.00.
Kostnaður við rekstur fyrir-
tækisins kr. 3.619.20.
Alls kr. 18.861.95.
Verkfræðileg störf teikning
og hagnaður fyrirtækisins
kr. 1.596.77. Samtals krónur
20.458.72.
Reikningsliður sá, sem nefnd-
ur er „kostnaður við rekstur
fyrirtækisins“, er heildarsam-
tala eftirtalinna gjalda:
Orlof, greiðslu vegna helgi-
daga, slysatryggingariðgjalda,
atvinnuleysistryggingarið-
gjalda, lífeyrissjóðstillaga,
’ brunatryggingariðgjalda,
skatta, útsvara, félagsgjalda,
sjúkragjalda og læknishjálpar,
rafmagns til ljósa, húsaleigu,
símakostnaðar, skrifstofukostn-
aðar, viðhalds véla og áhalda,
lóðarleigu, endurskoðunar,
auglýsinga og aksturs.
Björgvin Frederiksen.
Úr, jslenzkrl lyiidnl."
Vísa úr Mývatnssveit.
Hér kemur svo vísan. sem
átti að fylgja umsögninni um
„íslenzka fyndni“, sem nýlega
kom út.
S
Öll þig flýi örlög grimm
og þér fylgir lukkan,
ef að þú á fætur fimm
ferð þegar er klukkan:
Myndirnar í bókinni eru
teiknaðar af Halldóri Péturs-
syni listmálara.
7
Um ísland tíl AndesfgjóSa.
SkemmtiSegar ferðasögur efti'ir
Fáar bækur hef ég lesið, sem
skrifaðar hafa verið af jafnmik-
illi frásagnargleði og látleysi, -—
Fyrst þótti mér nóg um slark
Erlings og Kalla hins káta, því
kaflinn um Island er dæmalaust
glæfralegur.
Þeir félagar virðast fæddir
ævintýramenn og seinþreyttir
að krafsa sig fram úr erfiðleik-
um og hættum. 1 einni setningu
segir Erling hug sinn allan: „Ef
menn hafa mætur á ævintýrum,
verða þeir að skapa þau sjálfir."
Margir auralausir piltar hefðu
látið nægja í bili að endaskella
örævi Islands, klæðlitlir og nærri
matarlausir. Islandsævintýrið er
aðeins inngangur. Reynslunni
rikari vinna hinir ungu menn
sér fyrir fari til Norður-Ame-
ríku, og þar hefst landshornalíf-
ið fyrir alvöru. Þeir fá stutt
landvistarleyfi, með hjálp skip-
verja (sem lána þeim dálítið af
dölum til að sýna landsyfirvöld-
um). Aftur er stefnt norður á
bóginn, gangandi, akandi með
tækifærishjálp og sem laumufar-
þegar járnbrauta. Þeir elda sinn
graut, veiða vatnafisk og grípa
hæns.ni, sem eru á flækingi.
Stundum eru þeir gestir landa
sinna og lifa í dýrlegum fagnaði.
1 nyrstu Kanadabyggðum snúa
þeir við og halda til hlýrri landa.
Bregða fyrir sig epla- og bóm-
ullartínslu í Bandaríkjunum.
Dökkeygar meyjar reyna að
snara þessa farfugla frá norð-
lægum löndum. Þeir flýja sem
fætur toga, kaupa bilskrjóð og
leggja á hálendi Mexikó bremsu-
lausir, með baunir og hundakex
sem nesti.
Aftur skiptast á skin og skúr-
ir. Kaflinn um Mexikó er afar
litríkur og skemmtilegur, en £ev-
intýralífið byrjar fyrir alvöru, er
þeir félagar losa sig við bil-
skrimslið og halda til sjávar. Þar
lenda þeir á flutningadalli, sem
hásetar með von um laun i næstu
höfn, en í þeirri höfn lenda þeir
aldrei.
Þeir félagar skilja í Panama,
Kalli er kallaður heim, Erling
heldur áfram einsamall, tak-
markið er að ferðast um Suður-
Ameriku með fáeina dali í vas-
anum. Hann lendir á Galapagos-
eyjum, þar sækir hann í sig
veðrið á ný. Eg tel kaflann um
paradísarlífið á eyjunni hiklaust
hinn bezta í bókinni.
Félaga missirinn orkar mjög
á hina óstýrilátu lund Erlings,
frásögnin af unaðstundum og
hættum verður dýpri og inni-
legri. Lýsing á einverunóttum
við Skjaldbökuflóa er afbragð,
einnig örlagaþrungin saga
Stamp-ættarinnar.
Erling snýr aftur til megin-
landsins, hann leggur land undir
fót, smíðar sér balsafleka og
gripur mannlausa indíánabáta,
sem reka niður árnar. Drekkur
hið sollna vatn stórfljótanna og
aflar sér fæðu með veiðistöng
sinni og ýmsum uppátækjum.
Stundum er hann fréttaritari
dagblaðs í Lima. Landið um-
hverfis upptöku Amazonfljótsins
hefur löngum verið talið ótryggt
ferðamönnum, en hinn ungi
maður vinnur bug á allri tor-
tryggni hinna villtu manna með
hispursleysi sínu og einurð.
Hvorki krókódílar né kjötætu-
fiskar vinna honum geig. Það er
mývargurinn, sem að lokum
bugar hann og svo hríðskjálf-
andi af Malaríuflugum yfirgefur
hann lönd frumskóganna og held
ur heimleiðis með eitt banana-
knippi og smá minjagripi, kemst
á skip i Santos og vinnur fyrir
heimferðinni.
Hér hefur verið stiklað á stóru,
nægir samt til að sýna, hvað
hugdirfð og ævintýraþrá ungra
manna getur verið hamslaus.
Þessir eiginleikar eru megin-
þáttur í frásögu Erlings Brun-
borg (og verða það vafaiaust
framvegis). Stíll hans er marg-
slunginn og sterkur, stundum
grófur. Við lestur bókarinnar
flýtur þó yfir staksteinana, og
bak við hrjúf orð er góður vilji
og drengskapur.
Höfundur hefir myndskreytt
bókina sjálfur, bæði teikningar
og ljósmyndir vitna um listrænt
auga, og kunnáttu.
Erling Brunborg er æfður
teiknari, og hefur starfað sem
blaðamaður á því sviði. Með fá-
um linum dregyr hann fi-am hið
sérkennilega sem fyrir augu ber.
Er það gott dæmi þess að ekki
er myndavélin einhlýtur föru-
nautur ferðalangs.
Þýðing Hersteins Pálssonar
ritstjóra er vönduð og góð, hef-
ur sérstaklega vel tekizt að varð-
veita liinn einkennilega stílmáta
höfundar.
Prentsmiojan Oddi h.f. hefir
séð um hið ytra útlit bókarinnar
af mikilli prýði, en myndamót
munu vera hin sömu og í frum-
útgáfunni.
Móðir höfundar, frú Guðrún
Brunborg, hefir gjört sitt til að
þessi ævintýrabók vrði svo vönd-
uð sem verða má.
Guðmumlur Einarsson
frá Miðdal.
Um 12.000 líflömb flutt frá
Vestfjörðum í haust.
Auk þess nokkur hundruð af vet-
urgömlu fe' og eldra.
í haust var flutt líffé frá
Vestfjörðum í Klofningshrepp,
Skarðshrepp og Saurbæjarhr. í
Dalasýslu.
Einnig í Borgarhrepp og á
fjóra bæi í Ospakseyrarhreppi
í Strandasýslu. Alls var flutt
um 12.400 fjár á þessi svæði,
þar af um 12 þús. lömb. Fjár-
kaup og flutningar fór fram á
vegum sauðfjárveikivarna-
nefndar.
Allt líffé í Dalasýslu, alls um
sjö þúsund, var flutt sjóleiðis
og afhent á Hjallanesi á Fells-
strönd eða í Skarðsstöð á
Skarðsströnd. Fyrstu fjár—
flutningabátarnir hrepptu vont
veður og drápust hjá þeim
nokkur lömb, en yfirleitt gengu
fjárflutningar á sjó vel eftir á-
stæðum.
Um fimm þúsund líflömb
voru flutt í Strandasýslu. Var
það fé úr Reykjarfjarðarhreppi
í Vestur-ísafjarðarsýslu og úr
Barðastrandarsýslu. Var þetta
fé flutt á bílum að mestu leyti.
Gekk sá flutningur vel og tafa-
laust.
Auk líflambanna keyptu
bændur nokkuð af hrútum og
veturgömlu fé.
Eins og kunnugt er hefir
fjárstofninn veistfirzki reynzt
íslenzk-amei,ðsE;a félag-
15 heldur kvöldfagnað
Íslenzk-ameríska félagið efnir
til kvöldfagnaðar í Sjálfstæðis-
húsinu í kvöld, föstudag, í til-
efni þakkargjörðardags Banda-
ríkjanna.
Hefur það verið föst venja fé-
lagsins undanfarin ár, að minn-
ast dagsins með kvöldfagnaði.
Meðal skemmtiatriða á kvöld-
fagnaði Íslenzk-ameríska félags-
ins í kvöld má nefna ávarp, sem
dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamála
ráðherra flytur, einsöngur Krist-
ins Hallsonar, óperusöngvara og
þjóðdansa, sem flokkur úr þjóð-
dansafélagi Reykjavíkur sýnir.
Að lokum verður stiginn dans.
Kvöldfagnaðir Islenzk-amer-
íska félagsins njóta mikilla vin-
sælda, og skal fólki bent á að
tryggja sér aðgöngumiða tíman-
lega.
vel víðast hvar, en hann hefir
við undanfarin fjárskipti verið
fluttur víðsvegar um land. >
Haustslátrun
Á ísafirði var slátrað um 4
þús. fjár hjá Kaupfélagi ísfirð-
inga, og um 1800 fjár hjá Ágústi
Péturssyni kaupmanni. Þyngstu
dilkar á þessu hausti voru tveir,
jafnir að þyngd, 26V2 kg kropp-
ur af hvorum. Annan dilkinn
átti Magnús Ketilsson, Tungu
í Dalsmynni í Nauteyrarhr., en
hinn Tómas Guðmundsson á
Stað í Grunnavík.
Talsvert af slátri var selt að
vestan til Vestmannaeyja og
Suðurnesja, einkum Keflavík-
ur. —
Laugavegi 10. Sími 13367.
I.s.
vestur um land í hringferð
hinn 3. des. n.k.
Tekið á móti flutningi til
áætlunarhafna vestan
Þórshafnar í dag og
árdegis á morgun.
Farseðlar seldir á mánu-
dag [
V.s. Skafifdlisigur
fer til Vestmannaeyja í
kvöld.
Vörumóttaka dagega.
Jóhan Rönning h.f.
Raflagnir og viðgerðir á
öllum heimilistækjum. —
Fljót og vönduð vinna.
Sími 14320.
Jóhan Rcnning h.f. _j