Vísir - 04.12.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 04.12.1957, Blaðsíða 1
12 síður 47. árg. Miðvikudaglnn 4. desember 1957 12 síður 285. tbl. Spánverjar senda llð til Marokkós og Kanaríeyja. Ber'dager liahfa áfra’m i IíbiL Áframhald er á liðfh.tningi Spánverja til Marokkó og enn var barizt i Ifni og víðar er síðast fréttist. Ekki er kunnugt, hve mikið lið hefur verið flutt til lands- ins seinustu daga, en eftir að uppreistin hófst var flutt þang- að a. m. k. ein bataljón (800 menn), en fyrir var um 2000 manna lið, en herskip úr flota- deild Spánverja, sem hefur bækistöðvar á Kanarisjcu eyj- unum, hafa eftirlit með strönd- um fram, og hefur títt verið skotið af falbyssum þessara herskipa til stuðnings landher- sveitunum. Þá hafa flugvélar vehið tekn ar úr geymslu og fluttar til Gando, sem er aðalflugstöð spænska liðsins á Kanarisku! eyjunum. Telja Spánverjar nauðsynlegt, eins og horfir, að efla hernaðarstöðu sína, ekki aðeins í spænsku Marokkó, heldur og á eyjunum. Ráðherrar í heimsókn. Þrír ráðherrar frá Madrid eru komnir til eyjanna og er sagt, aðheimsókn þeirra hafi verið ákveðin, áður en farið var að berjast í Ifni. ar til flugvalla Spánverja í Afr íku, er, að flugbrautir þar eru ekki gerðar fyrir slíkar flug- vélar, segir í fregnum frá Madrid. Stjórnin áhyggjufull. Af stjórnarinnar hálfu er tregða að segja neitt um horf- urnar, en þó er vitað, að hún er áhyggjufull út af horfunum í Marokkó og telur þær mjög alvarlegar. Þá er tal'ið, að stjórninni sé ekki um heim- sókn konungsins af Marokkó í Bandaríkjunum, og óttist, að hann muni leggja að Banda- ríkjastjórn að styðja kröfurn- ar um að Spánn láti af hendi suðurhluta hins fyrrverandi „spænska verndarsvæðis“, en því er nú stjórnað sem hluta af „Spænsku Vestur-Afríku“. Marokkó hefur verið að gera vaxandi kröfur til þess lands- hluta, sem upphaflega var her- setinn 1912. Evans og Szabo efstir. .Þýzka myntsláttan.er farin að ,slá Adenauer-mynt úr gulli í þremur stærðum. Er þetta minnispeningur. Hinn þyngsti vegur 105 grömm og kostar 750 mörk, sá næstþyngsti 70 grömm og er seldur fyrir 500 mörk, en sá minnsti vegur 35 gr. og kostar 250 mörk. „Upp- lagið“ er mjög takmarkað. Eisenhower önnum kafinn. F-86 þotur sendar til Vestur-Afríku? I Madrid eru bornar til baka fregnir um, að bandarískar þot- ur af gerð F-86 hafi verið send- ar til V.-Afríku. Þotur þess- ar fekk Spánn frá Bandaríkj- unum, er þau fengu herstöðv- ar á Spáni. Fregn'ir um þetta bárust upphaflega frá Rabat í Marokkó. Næg sönnun þess, að F-86 þotur hafi ekki verið send Eftir þriðju umferð á skák- mótinu í Dallas er staðan þann ig: Evans 2 vinninga, Ezabo 2, Yanovsky 114, Resevsky 1 y2, Larsen 1%, Friðrik 1, Gli- goric 1, Njadorf lú. Yanovsky og Larsen eiga ó- lokið taiðskák úr annarri um- ferð, og eru því möguleikar á að annarhvor þeirra verði efst- ur að þeirri skák lokinni, eða jafnir þeim tveim efstu. Eisenhovver forseti var í for- sæti á stjórnarfundi í gær og að honum loknum ræddi hann sérstaklega við þá John Foster Dulles og Adlai Stevenson, leiðtoga demokrata. Það er nú talið fullvíst, að Eisenhower forseti fari til Parísar, ef framhald verður á bata hans. — Einnig hefurl heyrzt, að Adlai Stevenson fari til Parísar, en sjálfur hefur hann lýst yfir, að hann fari ekki nema þá, ef helztu menn flokks hans óskuðu eftir því. Eisenhower var önnum kaf- inn mikinn hluta dags í gær og var hinn hressasti. Er gengið á síldarstofninn með veiði smásíldar? \ 2. hundrað síldir fara s 1 kg. i sfað 3-4ra hafsíldla. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri, í gær. Sídveiðiskipin, sem veiðar liafa stundað á Eyjafirði að undanförnu, eru tekin, sum lvver, að hætta þessum veiðum og telja það ekki svara kostn- aði að halda þeim áfram. Sjö skip halda þó enn áfram og á laugardaginn bárust 500 mál í Krossnes ,og 400 mál á mánudaginn. Þar af fekk Snæfellið rúmlega 100 mál á mánudaginn, en hin minna. Á mánudagskvöldið höfðu sam- tals 8500 mál borizt Krossn.es- verksmiðjunni til bræðslu. Á mánudaginn var 236 smál. af karfamjöli lestað í Krossa- nesi í ms. Kötlu, sem fer með mjölið til Danmerkur. I Margir eru uggandi út af síldveiðunum nyrðra og telja ! að með þessum veiðum sé , gengið um of á síldastofninn. Er talið, að meira en 100 smá- síldar fari í eitt kílógramm, en 3—4 hafsíldar fylli sama þunga. \ Skipin lóða enn sem fyrr mikla síld í öllum Eyjafirði, en hún heldur sig svo djúpt, að ekki næst til hennar. Veðurblíða fyrir norðan. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Veðurblíða hefir ríkt á Norðurlandi að undanförnu og hefir snjó tekið upp allt upp á fjallabriinir, enda þótt hann væri orðinn allmikill eftir snjó- Ihretið ' sl. mánuði. Á Akureyri komst hitinn upp í 10 síig sl. laugardag eða eins og hlýtt vorveður. En oftast hefir hitinn verið 4—5 stig, lygni veður og úrkomulítið. ÍH«a. var eklð aflan á 2 drengi á ielð í skéls. í morgun slösuðust tveir skóladrengir á Ieiðinni í Lang- holtsskóla, er bíl var ekið aft- an á þá svo þeir köstuðust í götuna. Slysið varð á Holtavegi stutt frá mótum Engjavegar, um átta leytið í morgun. Drengirnir voru fluttir í sjúkrabifreið í slysavarðstof- una, þar sem meiðsli þeirra voru könnuð, en þau voru ekki talin alvarleg. Um hádegisleytið í gær skeöi það óhapp á Suðurlandsbraut, að maður á bifhjóli ók aftan undir pall vörubifreiðar og meiddist. Kvartaði hann eink- um undan eymslum í hand- leggjum en læknir taldi hann samt ekki mikið meiddan. Um fimm leytið í gær varð kona fyrir bíl suður á Melum móts við Loftskeytastöðina og meiddist nokkuð. Bílstjórinn, sem valdur var að slysinu, ók konunni í slysavarðstofuna. Á ellefta tímanum I morgun v. Brentano kom- inn til London. Von Brentano, utanríkisráð- herra V.-Þýzkalands kom til London í dag. Fyrir dyrum standa þar tveggja daga Viðræður hans við Macmillan, Selwyn Lloyd og fleiiri ráðherra, Upphaflega í ætl/aði Adenauer kanzlari til London og von Brentano með honum, en vegna inflúenzu á Adenauer ekki heimangengt. ’ varð sex ára drengur, Þorkell Einarsson, Þinghólsbraut 47 í Kópavogi, fyrir flutningabif- j reið fyrir framan heimili sitt. Hljóp drengui'mn fram undan bíl er stóð kyrr og skipti það engum togum að hann varð fyr ir flutningabifreiðinni, sem kom að í sörnu svifum. Sjúkra- bifreið kom á vettvang og flutti drenginn í Slysavarðstof una. Ekki er blað'inu kunnugt um meiðsli drengsins, en hald- ið var, að hann hefði fótbrotn- að. GaiUard heimtar traust í 4. sinn. Gaillard forsætisráðherra Frakklands hefur enn farið fram á traust bingsins og fer atkvæðagreiðsla fram á morg- un. — Efri deild þingsins breytti frumvarpi hans um sérstakar efnahagsráðstafanir til þess að auka tekjur ríkissjóðs, og lækk- aði skatta, sem lagðir voru á varasjóði hlutafélaga, úr 2 í einn af hundraði. Gaillard vildi ekki sætta sig við þetta og krafðist þegar í stað, að frum- varpið yrði lagfært og gerði málið að fráfararatriði. Verður því litið á atkvæða- greiðsluna um lagfæringuna á frumvarpinu sem atkvæða- greiðslu um traust til stjórnar- innar. Þetta er fjórða atkvæða- greiðslan um traust, sem Gaill- ard fer fram á. Gervitungli skotið í loft frá Florida þá og þegar. Það er rúm 2 kg. og skotið með Vanguard- eldflaug. Á Carnaveralhöfða á Flor- idaskaga er nú lokið öllum undirbúningi þess, að skotið verði út í geiminn fyrsta gervi- tungli Bandaríkjanna. Ef veð- ur leyfir er búizt við, að til- raunin verði gerð þegar í dag, leins og áformað hefur verið. Þriggja hylkja eldflaug af Vanguard-gerð á að bera gervi tunglið, sem vegur rúm 2 kg. út í geiminn. Tilraunin er hin fyrsta af þremur undii’bún- ingstilraunum, sem áformaðar eru áður en aðaltilraun Banda- ríkjanna með gervitungl fer fram. Rússn. eldflaugarhylkið, sem flutti Sputnik I út í geiminn, er enn að hringsóla kringum jörðina, að sögn Rússa — en það muni brenna út innan hálfs mánaðar. Vest- rænir vís'indamenn hafa ekki orðið þess varir síðan fyrir helgi. Hylki eða loftsteinn? Um helgma fregnaðist, að einhver þungur hlutur hefði fallið til jarðar nálægt Ham- borg. Myndað'i hann fimm metra djúpa holu, og hafa fund- izt í henni málmagnir. Getgát- ur komu fram um, að hér muni annaðhvort hafa verið um að ræða eldflaugahylki eða loft- stein — en síðarnefnda tilgát- an var talin ólíklegri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.