Vísir - 08.01.1958, Síða 6
VÍSIB
WÍSIIR
D A G B L A Ð
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl 8,00 18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00 19,00.
Síml: 11660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á nármði,
kr. 1,50 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Þeir eru sannir fjandmenn
Nýjasta lántakan.
Milli jóla og nýárs var til-
kynnt í blöðum og útvarpi,
að ríkisstjórnin hefði enn
tekið lán erlendis — að þessu
sinni fimm milljóna dollara
lán, sem tekið var í Banda-
ríkjunum. Verða þær átta-
tíu milljónir króna, sem
ríkissjóður fær þar til ráð-
stöfunar, notaðar til að
koma upp sementsverk-
smiðjunni á Akranesi, svo og
til ýmissa annarra fram-
kvæmda, eins og skýrt hef-
ir verið frá í fréttum í sam-
bandi við lán þetta, enda
mun þörfin nokkurn veginn
óseðjandi.
Núverandi ríkisstjórn hefir
setið að völdum í hálft ann-
að ár, og mun það vera eitt
helzta afrek hennai', að hún
hefir tekið fleiri lán á þess-
um stutta tíma en nokkur
önnur ríkisstjórn á jafnlöngu
tímabili. Hún hefir á þessu
hálfu öðru ári tekið fleiri og
meiri lán erlendis en marg-
ar ríkisstjórnir tóku á öllu
stjórnartímabili sínu, enda
’ munu íslendingar nú skulda
tvöfalt meira erlendis eri
þeir gerðu, þegar ríkisstjórn
„umbótaaflanna" tók við
völdum, og eru þó á engan
hátt í betri aðstöðu til að
standa undir sívaxandi af-
borgunum og vöxtum af
siíkum lánum en áður. Er
nú einnig svo komið, að um
tíundi hluti af öllum gjald-
eyristekjum þjóðarinnar
renna til að standa undir af-
borgunum og vöxtum.
Annars hefir það vakið athygli
sumra, hve Þjóðviljinn tek-
ur þessari lántöku með mik-
illi stillingu. Hingað til hef-
ir hann ekki verið svo hrif-
inn af dollurum og lántökum
vestan hafs, að honum þætti
ekki rétt að vara við áhrif-
um af slíku. Rósemi komm-
únista getur ekki stafað af
neinu öðru en því, að þeir
gera sér enn góðar vonir
um, að lán verði einnig tek-
in úr austurátt. Það er á
allra vitorði, að þeir hafa
hug á lánum þaðan eins og
viðskiptum við löndin aust-
an járntjalds.
Eins og vitað er, eru Austur-
Þjóðverjar nú að smíða fyr-
ir íslendinga tóif 250 lesta
fískiskip. Mun skipasmíða-
stöðin treysta sér til að lána
andvirði skipanna að nokkru
en aðeins skamman tíma,
svo að útvega verður lán til
að standa straum af kaupun-
um að miklu leyti. Auk
þess ætlar ríkisstjórnin að
láta smíða 15 togara austan
járntjalds, og það var upp-
lýst á þingi fyrir jólin, að
ríkisstjórnin hefir ekki hug-
mynd um, hvernig hún ætl-
ar að afla fjár til þeirra
kaupa, en hyggst samt gera
samning um smíðina í al-
gerri óvissu um fjárútvegun.
Kommúnistar gera sér vonir
um, að tekið verði lán aust-
an járntjalds í sambandi við
skipasmíðar þessar. Þeir
gera sér vonir um, að þá
verði tekið svo stórt lán, að
öll hin verði smámunir einir
í samanburði við það. Þess
vegna eru þeir enn svo ró-
legir yfir dollaralánunum,
sem stjórnin er alltaf að
taka, að þeir gera ráð fyrir,
að ,,góða“ lánið, sem brátt
vei'ður vonandi tekið, vei'ði
upp á meira en tugi mill-
jóna, helzt nokkur hundruð,
svo að það bindi íslendinga
rammlega í þessa átt og helzt
miklu fastar en dollaralánin
binda vestur á bóginn. Með
viðskiptum hefir þegar tek-
izt að binda íslendinga að
nokkru, en kommúnistum
finnst ekki nóg að gert og
lántaka mundi vera hið
mesta happ í þeirra augum.
Fyrir um það bil 15 árum
fluttist ég, sem þetta skrifa, til
Reykjavíkur. Ástæðurnar voru
mai'gvíslegar, svo sem erfiðleik-
ar á búskap og fleiri af þvi tagi,
en þó réð það ekki litlu, að ung-
iingarnir á heimili mínu heyx’ðu
mikið um það talað, að mönnum
liði svo vel í Reykjavík, þvi að
þar væru bændur mergsognir í
þágu svejtanna, og allar skemmt
anir þar og því líkt væri borgað
með svita sveitamanna.
Það voru vitanlega vinir sv-eita
manna, sem komust þannig að
orði, og þeir fóru heldur ekki
leynt með það, að allt mundi
vei'ða betra, ef hægt væri að
klekkja á Reykvíkingum, láta
þeim blæða fyrir sveitirnar en
ekki öfugt. Og unglingarnir i
sveitinni töldu það hcilaga
( skyldu að fara til Reykjavíkur
1 — það var þeirra krossferð, þvi
að þeir ætluðu að vinna borgina.
svo að bændum gæti liðið betuiv
1 Fi’amsóknarmenn hafa streymt
til Reykjavíkur í þúsundatali
undanfarna ára tugi, en svo
undarlega hefur brugðið við
að þeir hafa flestir hætt að vera
framsóknarmenn, þegar þeir
hafa fengið að kynnast Reykja-
vík og gera samanburð á sann-
leikanum um hana og skáld-
skapnum, sem þeir fréttu um i
j sveitinni. Það er eins og bæfinn
hafi verið stórkostleg verk-
smiðja, þar sem framsóknar-
mönnum hefur verið breytt jafn
óðum og þeir komu inn fyrir
bæjarmörkin.
Þetta er líka eðlilegt, því að
jafnskjótt og menn hafa oi'öið
bæjai’menn — Reykvikingai" —
hafa þeii- gert sér grein fyrir
þvi, að stefna framsóknar var
ekki að gera þéttbýlinu til góða
og ekki heldur dreifbýlinu, held-
ur aðeins lítilli klíku, sem stjórn
ar í sameiningu Framsóknar-
flokknum og þeim verzlunarfyr-
irtækjum, sem stai’fandi eru í
kringum hann.
Það er rétt, að mönnum líður
vel í Reykjavik, en ekki er það
á kostnað sveitanna, því að vit-
anlega helzt allt i hendur í þessu
landi eins og öðru. Það er
ekki hægt að segja. að einhver
lifi á öðrum, heldur lifa allir í
sameiningu. Það vill Framsókn
ekki heyra nefnt, þegar talað er
um Reykjavík og Reykvíkinga
— og því þarf að vinna grenið.
Eg ætla ekki að hafa þetta öllu
lengra, en einu verð ég að bæta
við, áður en ég legg frá mér
pennann. Framsóknarmönnum
er ævinlega illa við að heyi'a á
það minnzt. hversu fjandsam-
legir þeir eru Reykjavík. Þeir
svei'ja og sárt við leggja, að þeir
séu sannir vinir Reykjavik, en
hafi nokkur efazt um undirferli
þeirra og flærð, þá þarf hann
ekki annað en að lita á lista
Framsóknai’manna við bæjar-
stjórnai’kosningarnar.
Þar er i f\Tsta sæti maður,
sem taldi það ágætt, að Reyk-
víkingar greiddu milljóna króna
skatt í framsóknarhitina, þegar
leyft var farmgjaldaokur Hamra
fells. Hann neitaöi að mótmæla
skattinum.
Og sem undii’staða listans i
síðasta sæti hans, er maðurinn,
sem taldi að í í-auninni ættu
Reykvikingar að gx-eiða meira
fyrir olíuna, en þeim var gert
með milljónaokrinu. Hann sagði,
að Reykvíkingar — og aðrir
landsmenn — mættu þakka fyr-
ir að vera ekki látnir borga enn
meira, og þóttist vist vera að
gera góðverk!
Og þessir tveir menn krefjast
þess, að þeir séu taldir til vina
og velgerðarmanna Reykjavík-
nr. Það eru skaplitlir kjósendur,
sem taka undir kröfu þeirra
með því að kjósa þá.
Munum, að við kjósum hag
Reykjavíkur aðeins með því að
setja x við D.
Gamall Strandamaður.
Stórfróðleg bók um kommiínis-
mann og feril hans í Evrópu.
Lítið f jör enn.
Nú er aðeins hálf þriðja vika
til bæjarstjórnarkosning-
anna og má segja, að lítið
fjör sé komið í kosninga-
baráttuna. Andstöðuflokkar
sjálfstæðismanna sækja af
litilli snerpu, enda ekki við
miklu að búast af þeim, því
að þeir vita sem er, að Sjálf-
stæðisflokkurinn mun vinna
glæsilegan sigur í kosning-
unum hér í bæ — fær vafa-
lítið níu menn kjörna — og
þeir skilja, að baráttan er
vonlaus.
Það liggur í augum uppi, hvers
vegna Sjálfstæðisflokkurinn
vinnur svo glæsilegan sig-
ur. í fyrsta lagi af því, að
sjálf gagnrýni andstæðinga
hans — ef gagnrýni skyldi
kalla — er góð sönnun fyr-
ir því, að bænum er stjórn-
að af fyrirhyggju og gætni.
Og í öðru lagi af því, að
kjósendur munu nota tæki-
færið til að lýsa vantrausti
á núverandi ríkisstjórn, þeg-
ar þeir ganga inn í kjörklef-
ann 26. þessa mánaðar.
Hvort tveggja tryggir sjálf-
stæðismönnum glæsilegan
sigur.
„Verkamenn undir ráðstjórn"
eftir Anatole Shub og í þýðingu
l Stefáns Péturssonar þjóðskjala-
) varðar nefnist iítil, snotiu- bók,
sem komin er út fyrir nokkrum
dögum á vegum Ingólfsútgáf-
uiinar.
Nafn bókarinnar, segir til um
efni hennar, og skiptist hún í 5
kafla, sem heita „Svikin bylting
(1905—24)“, „Stéttaríki ráð-
stjórnarinnar (1928—52)“, „Kúg
un Mið-Evrópu (1944—52)“,
iiiiifiBiiiiiiiiiiiaiiiðiiiiiiiiiiiiHii
Lausn á leynilögregluþraut:
ouSibjuojjj — 'uin
-unfuaA efStÁj ua goj epuiftu
ge suisuiiaq tuba ja ge<j
'utSaiu ;
b-ijsuia eueddeuq ejeq .indeji
-uoAq suxagy 'iuuiqqj e ui.§aui
b.ijsuia iq.iouiuin gis uijja.
ipqqs ‘suisqq puoq i jsuuejj
§o luundeq je öijoa igjeq
uuiju utas uuunddeuH 'iqau j
-ijjoj npj ipjBA uui.iossajaij; i
iiiiiiiiiiiixiiiiiiiniiiiiimiiiiiiii
„Gagnsókn verkalýðsins (1953—
55)“, og „Frelsisbaráttan (1956
—?)“.
Þetta er í einu orði sagt stór-
fróðleg bók, og ætti enginn, sem
hefur hug á að kvnna sér þróun
heimsmála en þó einkum bar-
áttu þjóða meginlands Evrópu
gegn kommúnismanum, að láta
hana framhjá sér fara. Þarna er
hálfrar aldar saga — eins mesta
umbrotatimabils sögunnar — í
stuttu máli en greinilegu, því að
þarna eru aðalatriðin tekin til
athugunar og meðferðar.
Kommúnistahættunni verður
ekki bægt frá, fyrr en
verður ekki bægt frá. fyrr en
nógu margir gera sér grein fyr-
i þvi, hvenig kommúnistar
starfa og hvað fyrir þeim vakir.
Um þ'að fræðir þessi bók og er
því tímabær hér á landi, þar sem
kommúnistum hefur verið hoss-
að í æðstu stöður af misvitrum
og metorðagjörnum svonefnd-
um stjórnmálamönnum.
Miðvikudaginn 8. janúar 195S
1 frétt, sem birt var hér í blað-
inu um fjölgun sauðfjárins, var
minnst á nauðsyn þess, að gæta
yrði vel haglendisins. Mörgum
mun þykja fróðlegt að sjá, hvað
frekara er um þetta sagt í Ár-
bók landbúnaðarins enda er
þetta eitt af framtíðarmálunum.
Hér á landi er sem sé að verða
mikil breyting, sem fer í þá átt,
að beita sauðfé æ meira á rækt-
að land, og haglendi, sem borið
verður á. 1 Árbókinni er og vik-
ið að því framtíðarverkefni, að
stækka gróðurlandið.
Mennilegir
landvinningar.
Þar er einnig rætt um það,
sem ritstjórinn, Arnór Sigurjóns
son, kailar menniiega landvinn-
inga. Hann segir:
„Það er þegar ljóst orðið, að
hægt er að auka gildi beitilands
stórkostlega með því að þurrka
upp mýrar og græða sanda og
mela, sandgræðslan getur orðið
miklu ódýrari og greiðari en
nokkurn mann dreymdi um fyr-
ir fáum árum (sbr. og greinar
sem eigi alls fyrir löngu voru
birtar hér í blaðinu, eftir skýrslu
Run. heitins Sveinssonar). Gróið
land hér á landi er ekki nema
17—20 þúsund ferkílómetrar og
sumt af því mýrar og hálfgerð
óræstis holt. Líkur eru til, að við
getum auðveldlega stækkað gróð
urlandið meira en um þriðjung,
og bætt það gróðurland, sem við
eigum, að mjög miklum mun.
Með því mundi landið okkar
raunverulega verða tvöfalt
stærra en nú. Þetta er veglegt
framtíðarverkefni, friðsamlegir
og mennilegir landvinningar, þvi
líkir, sem þegar Hollendingar
vinna land af Norðursjó. En það
land, sem við vinnum af öræf-
unum verður fyrst hagi fyrir
sauðfé okkar, en síðar fær það
væntanlega enn meira og veg-
legra hlutverk.“
Fjölgun með gát.
„Ef við viljum auka landbún-
að okkar frá þvi, sem nú er sýn-
ist vegna markaðshorfa sá kost-
ur líklegastur í bili að fjölga
sauðfénu. En sú fjölgun verður
úr því sem nú er orðið, að vera
með fyllstu gát. Við verðum að
gæta þess, hvort tveggja, að
spilla ekki högum með ofbeit
og láta ekki koma rýrð í féð
vegna hagaþrengsla, og einkum
verðum við að gæta okkar að
hleypa fénu ekki geyst upp í
góðu árunum, en þá er sú freist-
ing mest að fjölga fénu. Hefur
þó fáum orðið slíkt arðsamlegt,
því að oftast hefur þurft að
fækka fénu aftur, þegar illa
árar, en þá er það oftast rýrt og
því lítið, sem fyrir það fæst.
Þetta hefur beztu búmönnum
okkar skilizt, og hafa þeir því
löngun gætt þess að halda.fjár-
stofni sinum sem jöfnustum,
auka hann gætilega og jafnt, en
varast að láta hann minnka í
vondu árunum. Fram til þessa
liefur það aðallega verið fóðrið,
sem þurft hefur á að líta i'.m
stærð búsins, en hér eftir verður
einnig og engu síður að líta á
það, livað hagarnir þo!a.“ — 1.
Þegar brezkt kaupfar nálg-
aðist strendur Kína fyrir
nokkru gerði ein af flugvél-
um þjóðernissinna steypi-
árás á það þrívegis, en þá
varð flugvélin fyrh' skotum
úr loftvarnabyssum kínv.
kommúnista á ströndinni og
flaug liún þá á brott, en
skipið komst óskaddað í
höfn.