Vísir - 17.01.1958, Page 6

Vísir - 17.01.1958, Page 6
6 visir Föstudaginn 17. janúar 1958 WSSXR- D A G B L A Ð Víslr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl, 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kL 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 3,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á nánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Páfi tekur ftil máls um líferni Rómverja. Þeir eru syndugir í meira lagi. Tryggingin eina. Því er nú haldið fram í Þjóð- viljanum dag eftir dag, að , ekki verði komið í veg fyrir , gengislækkun nema með einu móti — með því að tryggja kommúnistum sigur í stjórnarkosningu í Dags- brún. Fara kosningarnar fram um helgina, og ganga kommúnistar berserksgang til að halda völdunum þar. Er raunar ekki einkennilegt, þótt þeir leggi mikia áherzlu , á að halda völdum í þessari háborg sinni, því að svo miklar hafa hrakfarir þeirra verið á öllum sviðum und- anfarið, að ekki er á þær bætandi. En rökstuðningur- inn fyrir atkvæðabeiðni þeirra er næsta hæpinn. Æ síðan varnarliðið kom til landsins hefir það verið við- , kvæðið hjá kommúnistum, að hér á landi væri engir andstæðingar ,,hernáms“ nema þeir. Með öðfum orð- , um, ef menn vildu losna við j þetta ástand, þá áttu þeir að veita kommúnistum stuðn- j ing og efla flokk þeirra með öllum hætti. Kommúnista- flokkurinn væri „eina trygg ingin“ fyrir því, að hernám- inu yrði aflétt. Því yrði ekki hrundið í framkvæmd með neinu móti öðru en að auka mátt kommúnista sem allra mest, svo að aðrir flokkar yrðu hræddir við þá og neyddust þannig til að full- nægja kröfu þeirra. Þessi „eina trygging" lands- manna gegn hernáminu reyndist þó ekki betri en það, þegar til kastanna kom, að kommúnistar samþykktu hiklaust, að herinn skyldi verða áfram í landinu, þegar hinir flokkarnir höfðu skipt f um skoðun í því máli. Þótt kommúnistar hefðu flest at- kvæðá að baki sér innan rík- isstjórnarinnar, var ekkert tillit tekið til þeirra, þegar foringjunum þótti hentugt og heppilegt að söðla um. „Tryggingin", sem var fólg- in í atkvæðamagninu, er var að baki ráðherrum komm únista í ríkisstjórninni, var því alls engin — verri en engin, Kommúnistar hafa svo sem fullyrt, að flokkur þeirra væri „trygging" gegn ýmsu öðru, ef hann hefir þá ekki verið trygging fyrir ein- hverju. Hann hefir löngum verið talinn trygging gegn kaupbindingu, því að hún hefir ekki verið vel séð með- al launamanna. En hvernig fór með þessa „tryggingu“ sumarið 1956, þegar komm- únistar voru í stjórn? Jú, hún fór fyrir anzi lítið, því að það voru einmitt komm- únistarnir í ríkisstjórninni, sem gengust fyrir því, að all- ar kauphækkanir voru bann aðar, og svo buðu þeir upp á verkfallsbann á móti. Það mætti nefna fleiri dæmi þess, að öll trygginga- starfsemi kommúnistaflokks ins er harla lítils virði. Samt er verkamönnum nú ætlað að trúa því, að ekki sé hæg't að tryggja sig gegn gengis- lækkun með öðru móti en að kjósa lista kommúnista í Dagsbrún. Ef verkamenn geri það, verði ekki um gengislækkun að ræða. Og verkamenn, sem óttast geng islækkun eins og aðrir launamenn, eiga að vera búnir að gleyma þvi, að stuðningur við kommúnista hefir verið býsna bágborin trygging fyrir því, að komm- únistaforingjarnir standi við öll sín loforð. Páfi hefur gagnrýnt synd- samlega lifnaðarhætti Róm- verja — þeir eru ekki eins og þeir ættu að vera samkvæmt samkomulagi frá 1929 um borgina eilífu. En þetta hefur fætt af sér miklar blaðadeilur og vitanlega komið siðsemisfélaginu ka- þólska til að taka rögg á sig. Tengslin milli ríkis og kirkju á Ítalíu eru allt í einu orðin raunveruleg en á því hefur tæpast borið fra því að páfa- stóllinn og fasistaríkið sömdu frið fyrir fjórðungi aldar. Luigi Gedda, sem er læknir að veraldlegri mennt og sér- fræðingur í tvíburafæðingum, en á andlega sviðinu forystu- maður fyrir kaþólikkum, hefst skipti af málum hins ve'rald- lega ríkis. Frá sínu sjónarmiði segja kommúnistar hér um bil það sama, en nýfasistai' senda saknaðarhugsanir til hinna gömiu fasista, sem fremur en nokkur önnur stjórn höfðu vriðingu fyrir Róm sem „mið- depli kristindómsins“. Þá fengu sannarlegar engar létt- klæddar konur að sýna sig á leikhúsum eða skemmtistöð- um. Þess háttar ,,dömum“ var ætlaðir aðrir staðir. Hví hefir siðgæði hrakað'? En þeir sem bera umhyggju fyrir þjóðfélaginu óttast að þetta tal páfans geti þýtt upp handa sem gamall stríðshestur | ^afið að sókn kaþólskra, með og geysar á stökki inn á rit-, margvíslegum forboðum, auk- . völlinn. í grein, sem hvert ka- þólskt blað hefur tekið upp, heimtar Gedda að stjórnar- völdin rífi sig upp úr sljóleika sínum og geri ráðstafanir sem sé færar um að vernda orð- spor Rómar, svo að nafnið „borgin helga“ verði ekki nafnið tómt. Eins og venjulega þegar svona herrum hitnar i hamsi við ræðuhöldin tilfærir ^Gedda líkingar milli höfuð- .staðar kaþólsku kirkjunnar og t höfuðstaðar h eimsins. Ekki fær maður að vita hversu langt kaþólska stefnan vill ganga í banni og höftum. En kaþólska stefnan á margar herdeildir í sínum her og hefur sent fram 1 deild, sem heitir „fjölskyldu- fylkingin“, og hugsar sér að setja upp nefnd lögfræðinga, I sem á að hafa það verkefni, að 1 gera áætlun um nokkurskonar ! krossferð fyrir kaþólskri sið- semi. Lýðveldið mátti kvarta. Það var hressandi að sjá hvernig þjóðlegi flokkurinn lét til sín taka í málinu. Þessir gömlu, góðu, róttæku frelsis- unnendur létu ekki virðinguna hafa áhrif á sig, knésettu kirkj- una og sögðu óhikað að það væri lýðveldið Ítalía, sem hefði ástæðu til að kvarta undan kirkjunni, sem þrátt fyrir samkomulagið hefði hafið af- Hægt sð verzta. En verkamenn skulu aðeins hafa hugfast, hvernig komm únistar hafa brugðizt að undanförnu, þegar þeir hafa fullyrt, að þeir mundu ekki svíkja. Þeir hafa aldrei hik- að við að ganga á gefin heit, ef þeir hafa með einhverju móti getað verzlað þannig með sig og fylgi sitt, að þeir teldu flokkinn geta haft nokkurn hagnað, enda þótt einstaklingarnir yrðu fyrir áföllum og tjóni. Og það mega menn vita, að ef talið berst að því innan rík- isstjórnarinnar, að grípa verði til gengisfellinfíar, þá munu kommúnistar-láta ó- líkindalega, svo að nógu vel verði boðið í stuðning þeirra við slíka ráðstöfun. Það verður hægt að verzla við þá um málið, og þegar þeim verða gerð nógu góð boð, mun ekki standa á þeim að samþykkja stýfingu krón- unnar. Þeir munu ekkert hirða um það, þótt þeir hafi ætlað að vera „trygging“ gegn geng- islækkun, ef þeir fá fyrir- mæli um það að austan, að þeir verði að vera í ríkis- stjórninni hvað sem það kostar — hvort sem gengis- lækkun verður eða ekki. wnmwmm Fækkað í Bandaríkjaher um 410,000 menn. I lok fjárhagsársins 1958— 1959, stmkvæmt áætlun Eisen- liovvers forseta um hernaðor- útgjöld á fjárhagsárinu, verð- ur búið að fækka mönnum í landher, flugher og flota Bandaríkjanna svo að þeir verða 410.000 færri en 1955. Samkvæmt þessum áætlun- um verða þeir samtals 2.525.300 30. júní 1959, en 30. júní sl. voru þeir 2.976.000. — í landhernum verða 30. júní 1959 870.000 menn, eða 239.000 færri en 1955, í flot- anum verða 630.000 eða 31.000 færri, í landgöngusveitum flotans (Marine Corps) 175.000 eða 30.000 færri, og í flughernum 850.000 eða 110,000 færri. inni ritskoðun og öðru þvílíku, sem sé á dagskrá. Þetta kemur greinilega í ljós í forystugrein í stærsta blaði Rómaborgar, Messagero, sem segir nokkuð yfirlætislega, að ekki sé hægt að banna allt, sem manni geðj- ist ekki að. Það, sem eftirtektarverðast er við alla þessa ritdeilu er það, að enginn af þátttakendum gerir tilraun til þess að leggja áherzlu á það hvað Róm sé í dag og að af hvaða ástæðum vaktarar almenns siðgæðis eigi að vera strangari hér en í öðr- um ítölskum borgum og hvern- ig á því standi að siðgæði hafi hrakað svo mjög sem páfinri segif — sérstaklega þegar þess er gætt að kaþólski flokkurinn hefur stjórnað Ítalíu og Róm óslitið siðan við endurlok stríðsins. Óhæít að segja hvort menn Stafa kosft! Eins og kunnugt er, v-oru gerðar ýmsar breytingar á kosningalöguniun skömmu áður en þingmenn fóru heim í jólaleyfi, en almenningi mun ekki vera kunnugt um þær að neinu ráði, þar sem stjórnarvöldin liafa ekki liirt um að skýra frá þeim á vættvangi, þar sem almenn ingur gæti haft aðgang að slíkum upplýsingum. Vísir getur hinsvegar bent á bað, að endirinn varð sá. að eng- ar hömlur voru á það lagc- ar, aff menn gefi upplýsingar um það, livort þeir hafi kos-' ið eða ekki. — — — I því sambandi er skorað á Sjálf- 1 stæðismenn að hafa sem nánast samband og samstarf við skrifstofur flokksins og aðra starfsmeim fyrir kjör- dag og þann dag, til þess að^ auðvelda þeim starfið í þágu flokksins og til þess að kjör- sókn verði sem mest. x-D „Bókavanur" skrifar: Bókaflóðið. „Það mun sennilega mega kallast „að bera í bakkafullan lækinn" að minnast á bókáflóð- ið, er menn svo nefna í daglegú tali og blöðum, þ. e. bókafjölda þann, sem út kemur árlega í des embermánuði, en ég vona, að þetta verði virt til betri vegar, því að það er nauðsynlegf, að um það verði hugsað og i-ætt, að nokkur brsyting verði hér á. Hér kemur að sjálfsögðu til greina, að bækur eru mjög keyptar til gjafa i þessum mánuði, o g miklu meira en í nokkrum mán- uði öðrum. Er von, jafnkostnað- arsöm og bókaútgáfan er orðin, að útgefendur vilji nota sér sem bezt það tækifæri til bókasölu, sem þannig býðst, og vist er um það, að margir vilja helzt kaupa bækur til gjafa, sem eru „nýjar af nálinni". Ýmsir ágallar. En það héfur ýmsa ókosti í för með sér bæði fyrir útgefend- ur og kaupendur bóka. hve miklu af nýjum bókum er dengt á markaðinn fyrir jólin. Hvað útgefendur varðar verður það stundum einskonar happdrætti hversu bókaútgáfu þsirra reiðir af, þegar bækur koma svo seint á markaðinn, sem reynd ber vitni. Er hætt við að val manna verði handahófsval, bvggt á fuli- yrðingum auglýsinga, útliti frek ar en efni o. s. frv. Þótt blöðin vilji gera sitt til að vekja at- hygli á bókum, eru engin tiltök að geta margra þeirra sem vert væri, sökum þess hve seint þær koma, en við val á bókum ættu menn að réttu, að geta haft til hliðsjónar ritdóma manna, sem skrifa um bækurnar af þekk- ingu. Margir telja mikilvægt, að hafa til hliðsjónar við bókaval, ritdóma kunnra manna. Álmgann þarf að glæða. Þótt það kunni að láta kyn- lega i eyrum margra, er það samt svo, að áhugann fyrir bók- um þarf að glæða — áhugann fyrir hinu sanna gildi þeirra, sem menn sannfærast bezt um við rólega athugun. Það þarf að verða breyting í þá átt, að menn kaupi bækur og lesi vegna sann- gildis . þeirra á hvaða tíma árs sem þær koma út. Og þvi betri og vandaðri bækur, sem út verða gefnar, þvi fyrr mun sveigjast í þessa átt. Bókaútgefendur ættu að gera tilraunir til þess að dreifa bókaútgáfunni meira en gert er og blöðin ættu að geta stutt að því, að skilningur al- mennings aukist á nauðsyn þess. Hér gætu félög þau, sem gefa ! út bækur, gengið á undan. Á- skrifendur að bókum þeirra myndu vafalaust fegnir því, að fá félagsbækurnar 3—4 sinnurri j á árinu, heldur en allan búnkann i einu. Almenna bókafélagið mun ætla að gera athyglisverða tilraun með því að gefa út „bói-c mánaðarins". Það er góð hug- mynd, sem menn ættu að veita athygli. Og það er líka góð hug- mynd, að menn sem eru áskrif- endur að bókum félaga, sem gefa út margar bækur. árlega, geti valið sjálfir. Leiðbeiningar um val. Vönduð fyrirtæki auglýsa bæk ur sínar án alls skrums og segja ekki annað en hægt er að standa við, en menn vilja eðlilega heyra álit fleiri en útgefandans eins, og leiðbeiningar hæfra manna eru þvi mörgum velkomnar og nauðsynlegar, og fengur einnig

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.