Vísir - 10.10.1958, Síða 3

Vísir - 10.10.1958, Síða 3
r'öS'IWaglnn 10. október 1658 VlSIR 9 ' FHAMF "1 w Oerið er nothæft í blásturshreyfla. Glerverksmiðjurnar Corning í Bandaríkjunum hafa búið til nýja tegund glers, sem er harð-j ara en nokkurt stál, þolir meiri hita en nokkur málmur og meiri þrýsting og núning. Gler- tegund þessi nefnist Pyrocer- am. Pyrcceram þolir yfir 1000 st. hita á C. án þess að harka þess minnki og meiri titring en nokk urt öryggis- eðabrynvarnagler. Það er léttara en alúminium. Með mismunandi blöndunarað- ferðum er hægt að breyta til um eiginleika þess eftir því sem henta þykir fyrir notkun þess hverju sinni. Það getur því meira en aðeins komið í stað- inn fyrir málmblöndur í þrýsti- loftshreyfla eða eldflaugar, heldur e’r það þeinlínis betra til þessbrúks en nokkur málmteg-! und. Þá er miklum mun auðveld-| ara að vinna úr því, því það máj blása það eins og hvert annað; gler, búa til úr því fína þræði og spinna úr því og loks má steypa úr því. Eiginleika sína fær Pyrocer- am-glri í herðingunni og má sannarlega segja að hún breyti venjulegu gleri í algjörlega nýtt efni. Geysimikil vindmylla hefúr verið sett vmp nálæj't St. AI- hans í Bretlandi. Reyndar er þetta fyrst og fremst gert til revnslu. því u.m nýjung á þessu sviði að ræða. Snaðar myllunn- ar draga loft úr mastrinu þar sem snælda — túrbína — er staðsett og knýr súgurinn snælduna, sem síðan knýr rafal eg framleiðir rafmagn. Momdrekinn er skip framtíiíarinnar. MnB&m ver&mr úr múinmi* plasti gleri* I.angt, lágt á borðstokkinn, boglínur, enginn reykháfur, eng- ar siglur, — gert úr plasti, gleri og málmi. Knúið kjarnorku- hreyfli. Þannig verður olíuflutninga- skip framtiðarinnar. Þá verða skipin með háu yfir- byggingarnar, möstrin og hin reykspúandi gímöld að safngrip- um alveg eins og segl og árar forfeðranna. Upp úr sjónum stendur aðeins lág yfirbygging aftast í skut, og að öðru leyti er skipið likast kaf- báti. Kafbátur og ofansjávarfar — þannig verður það. Vindar mun ekki hamla íör þess, því að þeir ná hvergi taki á því og öldur hafsins munu ekki geta læst í það klónum. Það verður öruggara og hraðskreið- ara en fyrirrennarar þess. Það veður 1000 feta langt, og hefur meira lestarrými en nokkurt annað skip af sömu stærð. Útblástursrör hreyfilsins verð- ur ekki himinhár svelgur heldur op í skutnum, þar sem blástur- inn fer lárétt út yfir sjávarflöt- inn. Hreyfillinn og vistarverur skip verja verða í skutnum. Það verður rennilegt og fagurt eins og flugvél. Engar lunningar, engin lestar- op. Á stefni og siðum þess eru dyr inn i lestarrúmin. Það þarf ekki að lyfta farminum upp úr eða ofan í lestirnar. Það verður lengra og breiðara, en grunn- skreiðara en gömlu skipin, ann- ars mundi það verða of stórt fyr- ir venjulegar hafnir. Á því verða engir björgunarbátar í uglum — það er gamalsdags og þungur búnaður. Gúmmíbátar verða geymdir í hólfum aftur undir skut, betri og hentugri en hinir þungu bátar gömlu skipanna, og þeim stafar ekki hætta af sjó og vindi þar. Plast er efnið, sem það verður gert úr — og gler, og styi'kfar- bönd úr málmum. Þau skip, sem nú sigla um höf in blá eru „kynslóð“, sem er að hverfa. Atómskipin munu taka við. Þau eru það, sem koma skal. Spor á hafsbotni í Norður-íshafinu. Meðal nýjustu gagna, er jarð- Jrœðingar hafa fengið í hencLur til lausnar á ráðgátum náttúr- unnar, eru spor á hafsbotni í Norðuríshafinu, um 640 kíló- metra frá heimskautifiu. Myndir af þessum sporum tóku bandarískir jarðfræðingar, er starfa að rannsóknum í sam- bandi við alþjóðajarðfræðiárið og hafa bækistöðvar á ísbreiðu á þessum slóðum. í skýrslu vísindamannanna segir, að sporin, sem líkjast kjúklingasporum, gætu verið tannafor eftir fiska eða rispur eftir steina, sem skolast hafa eftir hafsbotninum. En þau úti- loka hins vegar ekki þann mögu leika, að einhver óþekktur borg ari undirdjúpsins hafi gengið þar um. Æfðir vísindamenn geta les- ið undraverðar upplýsingar úr dýrasporum, jafnvel þótt þau séu margra milljóna ára göm- ul, segir Landfræðifélag Banda- ríkjanna. Steingjörvingafræðin er tiltölulega ung vísindagrein, en er stöðugt að afhjúpa ný atriði í forsögulegu lífi. Fót- sporin ein geta sagt til um teg- und dýrsins, stærð þess og þyngd og jafnvel gefið bending- ar um venjur þess og dauða- orsök. Nýtt tæki til rannsékna á iirum jaréar. írsnnkalEaðar eru hræringar b jarðskorpwrcni. Tveir vísindamenn við Haryard- háslrólan, Thomas Gold, prófess- or í stjörnnfræði og Donald H. Menzel, forstöðimiaður athug- anastöðvar skólans, liafa komið fram með nýja aðferð til þess að rannsaka hin dýpri jarðlög og þá verðmæta málma, sem þau kunna að geyma. Hingað til hefur tíðkazt að nota spengiefni til þess að fram- kalla hræringar í jarðskorpunni — járðskjálftakippi —- og kom- ast má nærri um samsetningu jarðlaganna, sem liggja næst jarðskorpunni, og málminnihald þeirra með því að athuga hvern- ig og með hvaða hraða þær hrær ingar berast gegn um jarðlögin. Með nýju aðferðinni er notað sérstakt tæki, sem lætuv bylm- ingshögg détta á jörðina með margra smálesta afli og kemur þannig af stað jarðskjálftakipp- um eða „skeytum" með tíðninni 10—100 á sekúndu. Þennan titr- ing má finna með þar til gerð- um tækjum í þúsund mílna fjar- lægð, jafnvel hinum megin á hnettinum. Jafnframt eru send út útvarpsskeyti, sem berast gegnum jarðlögin samfara tilr- ingnum. Með því móti er komið í veg fyrir, að athuganastöðvar á fjarlægum stöðum villist á þessum tilbúnu jarðhræringum og ýmsum öðrum hræringum í jarðlögunum. Það er víðar en á íslandi, sem unnið er að jarðborunum. Þessar myndir voru teknar á Suður-Jótlandi fyrir skömmu, en þar er nú borað eftir olíu. Þegar komið er niður á um 2.200 metra dýpi, fæst úr því skorið, hvort olíu er að finna á þessum stað eða ekki. Maðurinn á „stjórnpalli“ borsins er bandarískur, Budd Elmore, en hann stjórnar boruninni. Á neðri myndinni sjást nokkrir „borhausanna“ en þeir eru mjög dýrir. 450,000 lestum áburéar dreift úr bfti. Flirgmál Wý-Sjálesidis'aga srsáast fyg'st fremst rnm það. Þegar fulltrúar flugvélaiðnað- arins halda ráðstefnu á Nýja- Sjálandi, snúast umrajður ekki fyrst og fremst um flugsamgöng ur, heldur um droifingú áburðar úr flugvélum. Síðan 1950 hefur þetta verið aðalviðfangsefni flug vélaiðnaðarins. Nýja-Sjáland er landbúnaðar- land fyrst og fremst og þarf á FSugvéiin verl- ur væntjjaians. Bandaríkjaherinn er að at- huga möguleilía á að láta smíða flugvél án vængja. Eru það Chrysler-verksmið.iurnar, sem falið hefur verið að fram- kvæma hugmyndina, en hún er fólgin í þvi, að loftstraumi er beint í ýmsar áttir eftir því hvort flugvélin á að fara beint upp eða fljúga áfram. Til- raunaflugvélin á að geta lior- ið hálfa smálest, og verður hún prófuð vandlega, áður en hafin verður fjöldafram- leiðsla. miklum áburði að halda til að auka ræktunina. Framfarirnar á seinri árum eru aðallega því að þakka að tek- izt hefur að leysa vandann við áburðardreifinguna með því að nota ílugvélar við þessi störí. I dag er 45% af öllum ábui'ði dreift úr flugvélum. 1 fyrra var dreift 450.000 smá’estum á þenn- an hátt yflr meira en fjórar millj. ekra. Af þeim 636 flugvélum, sem landið á (flugherinn undanskil- inn) eru 279 við áburðardreif- inguna. Þær voru reyndar um 300, en hefur fækkað vegna þess að nú eru notaðar stær'ri' flug- vélar en áður. Með dreifingu áburðar úr lofti ; hefur tekizt að rækta viðáttu- mikil eyðiflæmi. Frjósöm lönd gefa meira af sér en áður og hef- ur nautgriparæktin aukizt um 25% beinlínis vegna þess að á- burðarvandamálið var leyst. —- Framleiðsluaukningin nemur 56 milliónum sterlingspunda á ári. Búið er að leysa hinar gömlu Tiger Moth flugvélar af hólmi og stærri vélar komnar í notkun, svo sem Dakota-vélar, sem bera fimm smálestir. j' _i_J

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.