Vísir - 10.10.1958, Side 4
V í S I R
Föstudaginn 10. október 1958
4
„íg vil aldrei framar
líta Arabaland augum.“
Frásögn uhgrar, skozkrar konu, sem var 4
mánuði í kvennabúri konungsins af Yemen.
Það varð hlutskipti ungrar
skozkrar konu, 25 ára að aldri,
að vera haldið nauðugri í
kvennabúri konungs í Araba-
landi. Þar var hún í 4 mánuði
ásamt fimm ungum börnum
sínum, en tókst að flýja með
f»au úr landi, og þykir ganga
kraftaverki næst, að slíkt
skyldi heppnast. — Við heim-
komuna til Englands með
ínanni sínum og börnum sagði
hún: „Eg vona, að eg líti aldrei
framar Arabaland augum“.
Hin unga kona heitir Rita
Nasir, en það var í Yeraen,
sem hún var í haldi. Við heim-
komuna til London sagði hún
fréttamönnum sögu sína, en
hún er á þessa leið í höfðuð-
atriðum:
Hún hét Rita Lynass og var
17 ára og átti heima við
Succothstreet í Glasgow. Þar
kynntist hún ungum Yemena,
Ahmed Nasir, sem rak sína eig-
in skipaafgreiðslu þar, og voru
þau gefin saman eftir trúar-
reglum Mohammeðstrúar-
manna.
Krónprins Yemen
kynnist hjónunum.
í nóvember s.l. kynntist A1
Badr krónprins í Yemen ungu
hjónunum og lofaði Ahmed
góðri stöðu í Yemen, sem vél-
fræðingi og fjölskyldan 8 manns
að meðtöldum syni Ahmeds frá
fyrra hjónabandi, fluttist til
Yemen. Þau settust að í eyði-
merkurborginni Tazir, þar sem
loftslag er mjög þurrt og hitar
miklir.
Ahmed fór að heiman.
„Ahmed varð nú að fara að
heiman, vegna starfa síns,“
sagði Rita, „en eg varð eftir á
gestaheimili með börnin mán-
aðartíma. Dag nokkurn var
bifreið ekið að húsinu og út úr
henni stígu tveir þjónar Imams
eða konungsins. Þeir sögðu mér,
að konungurinn óskaði þess, að
fá að sjá mig, og var farið
með okkur öll til hallarinnar.
Eg hafði enga hugmynd urrt,’ að
mér væri þar nokkur dvöl ætl-
Uð“.
En Rita var komin í kvenna-
búr konungs — og eftir öllum
líkum að dæma var henni sama
hlutskipti búið og um 200 am-
báttum, sem í höllinni voru, og
enginn karlmaður, nema hinn
sextugi kóngur. Engri kvenn-
anna var leyft að fara úr höll-
inni.
Sérherbergi.
„Hver okkar um sig hafði
sitt eigið herbergi. Mitt var
eins og gengur og gérist í Aust-
urlöndum, með þykkum vegg-
tjöldum og gólfábreiðum og
silkisvæflum. Mér var leyft að
hafa börnin hjá mér. Fyrir
konui'nar var hver dagurinn
öðrum líkur. Konungurinn var
örlátur á silki við konurnar og
þær vörðu dögunum til að
sauma sér skrautleg föt og til
að snyrta sig. Þær voru allar
arabiskar og mai*gar þeirra
höfðu ættarhöfðingjar gefið
konunginum, m. a. ættarhöfð-
irigjar í öðrum Arabaríkjum.
Meðal þeirra, sem komu meðan
eg dvaldist þar, voru 15 ára
stúlkur. Imaminn átti tvær
löglegar konur, en hann sinnti
þeim lítið.“
Kjörambáttin.
Hann . átti sér eina kjöram-
bátt, sem var næstum ávallt
hjá honum. Klæði hennar voru
dásamleg og skartgripir henn-
ar. Það sást vart í háls hennar
og handleggi fyrir skartgripum
úr skíru gulli.
Imaminn sat meðal kvenna
sinna daglega með hvíta kollu
á höfði og reykti. Það var eng-
inn hljóðfærasláttur og ekkert
dansað, en þegar hann var
hvergi nálægur gerðu ambátt-
irnar það stundum sér til gam-
ans, að stíga dans. Það kom
fy-rir endrum og eins, að ein og
ein stúlka var boðuð til einka-
samvistar með Imamanum, en
hann virtist litla athygli veita
flestum þeirra. Þeirra hlutverk
var að eins að sita í skartklæð-
um á gólfinu, sem var þakið
marmaraflísum, og vera sem
fegurstar.
Rita fær boð! —
Rita var oft kvödd á konungs
fund. „Hann gaf mér fínasta
silki og eg ein kvennanna mátti
sauma úr þeim fatnað með
Evrópusniði. Hann talaði við
mig um England og kjör manna
þar. Eg varð þess aldrei var, að
hann kallaði mig til sín af sömu
hvötum og arabisku stúlkui’n-
ar, en hann mátti ekki heyra
það nefnt, að eg færi.“
Rita tryggði sér leyfi til að
stunda hjúkrunarnámskeið í
sjúkrahúsinu í Taiz, og fékk
þannig leyfi til þess að fara út
á vissum tíma. Gafst henni
þannig tækifæri til að hitta
Ahmed, mann sinn. „Við ör-
væntum um hvernig fara
mundi, en nú vildi svo til, að
Halima, sem er tveggja ára,
varð fyrir slysi, og þurfti
sjúkrahúsvistar, og mér var
leyft að vera hjá henni og hafa
hin börnin hjá mér.“
Ráðabrugg um flótta.
Með aðstoð vinar Ahmeds
skipulögðum við flótta. Seint
kvöld nokkurt kom maður og
sagði okkur, að við skyldum
vera tilbúin. Það var meðan
hin svokallaða Raadan-hátíð er
haldin, er flýja skyldi. Meðan
hún stendur eta menn og
drekka alla nóttina og sofa á
daginn. Á seinasta degi hátíð-
arinnar, um miðdegi, kom bif-
reið eftir Ritu og börnunum.
Rita var tilbúin, klædd
svai’ti'i arabiskri skikkju, með
blæju fyrir andliti sínu, og eins
voru klæddar elztu tvær dæt-
urnar. Vinur Ahmeds hafði út-
vegað fölsk vegabréf fyrir urn
100 riala (25 stpd.) og komst
fjölskyldan þannig yfir laijda-
mærin inn í Aden, eftir 8 klst.
bifreiðarferð um sandauðnirn-
ar.
Slypp og snauð.
Brezki ræðismaðurinn í Aden
greiddi farið fyrir fjölskylduna
til Englands, en hún kom þang-
að slypp og snauð. Þau lögðu
leið sína til Midálesborough,
þar sem Ahmed gerir sér vonir
um að geta byrjað atvinnurekst
ur með aðstoð góðra manna. Af
börnunum er aðeins einn
drengur, 15 ára, af fyrra hjóna-
bandi.
„Með Gamelu, yngstu dóttur
sína, í fanginu, sagði Rita við
f réttamennina:
„Eg hafði áður reynt að
flýja, — eg komst til brezka
ræðismannsins í Taiz, en verðir
Imamans sóttu sig. Nú óska eg
þess, að þurfa aldrei framar að
líta augum Arabaland, jafnvel
þótt til boða standi að búa í
konungshöll."
— • —
□ íbúatala N.-írlands er 1.4
milljónir og tæplega þó. Út-
flutningur á hveru íbúa nem-
ur 213 stpd. Til samanburðar
er tekið fram um útflutning
á einstakling í þessum lönd-
mn (í stpd.): Nýja Sjáland
124, Kanada 111, Svíþjóð 104,
Holland 100, Danmörk 96,
Noregur 84, Ástralía 82, V.-
Þýzkaland 67, frska lýðvcldið
45, Bandaríkin 43, Frakkland
41, Suður-Afríka 32, Ítalía 19,
Argentina 18, Brazilía8 og
Indland 1,5.
Öldrykkjuhátíðin í Múnchen er á hverju ári mikill viðburður í
borgarlífinu og keppast menn þá um að gera sér dagamun. Meðal
nýjunga á hátíð þessari í ár var hringekjan „Sputnik“, sem sézt
hér á myndinni. Hún vakti mikla athygli og dró að sér gífur-
legan fjölda fólks.
Reykjavík fyrir 130 árum:
Englendiitgur gefur lýs-
ingu á Ingólfsbæ.
Ónafngreindur enskur maður, sem sótt mun hafa ísland
heim einhverntíma um eða eftir 1830 hefur skrifað lýsingu á
Reykjavík og fyrstu kynnum sínum af höfuðborginni. Þessi
lýsing er hér tekin orðrétt úr blaðinu ,,Ingólfi“ frá árinu 1853.
Þegar útlendur ferðamaður — segir Englendingurinn — kem-
ur inn á höfnina og horfir á land — á Reykjavík sjálfa, og
ef hann eigi veit áður á hvei’ju hann á von, þar sem sá bær er,
þá getur hann með engu móti horft svo á höfuðstað íslands,
að honum ekki sái’ni hve mjög honum bregzt vonin um hann,
og sér hann þó þegar utan af höfninni skáztu hliðina á honum.
Hann sér sem sé ekki annað en langa húsaröð, eða þó heldur
aðeins ofan á mænirinn á húsunum, sem byggð eru fyrir ofan
svai’tan og grýttan malarkamb, er liggur fyrir framan alla
húsaröðina. Upp yfir þenna malai'kamb sést þó aðeins á hús-
þökin, biksvört eða rauðleit, ofan á sjálfar dyrnar og á glugg-
ana héi’umbil niður til miðs. Nægir þegar þessi sjón til að segja
hverjum útlendum rnanni, að eigi séu húsin nema einloftuð
og mjög auðvii’ðileg að ytra útliti. Þar sem þessi húsaröð
sleppur, rís dálítil brekka, eins beggja megin, varla þó svo að
menn geti kallað það hæð. Þar er fjöldi mikill af moldarbæjum
bæði að veggjum og þaki, grasivaxnir að utan. í þessum aumu
íbúðarhúsum búa sér í lagi sjómenn, öaglaunamenn kaupmann-
anna og fátæklingar.
Bak við húsaröðina, sem sést ofan á utan af höfninni, og með
henni endilangx'i, liggur götumynd, og ei'U líka húsaraðir
sín hvoru megin við hana. — Þessar þreföldu húsaraðir
liggja allar frá austri til vesturs, en nú liggur líka gata
vestur af þessum húsaröðum neðán frá malarkambi og gegnt
suðri með húsum beggja megin. í endanum á þeirri götu
sem fjær er snjónum, er eins konar veitingahús eða samkomu-
staður. Það er gildaskáli danskra og íslenzkra kaupmanna;
þar koma þeir saman til að spila og leika knattleik á borði.
Þar halda þeir og dansleiki og veizlur og hafa þar öll sín hátíða-
höld.
í húsaröðinni, sem næst liggur sjónum, búa helzt kaupmenn,
sem flestir eru danskir. íbúðai’húsin eru úr timbri, eins og í
Norvegi, og eru áföst við þau flest, eða mjög nærri þeim vöru-
húsin, þar er kaupmenn geyma varning sinn. Ekki er nema
aðeins eitt steinhús í bænum og býr stíftamtmaðurinn í því.
Það liggur skammt fyrir austan þessi kaupmannabýli. —-
Biskupssetrið er örskammt frá bænum, úti á nesi einu. Það
er dáindislaglegt hús úr brenndum tígulsteini, mjallhvítt að
utan.
Hið helzta og merkílegasta, sem gjörist í Reykjavík á ári
hverju eru lestirnar. Það er einskonar kaupstefna, sém þar er
haldin, og sækja liana landsbúar úr flestum héruðum. Þegar
loks er á enda hinn langi vetur, byrjar annasamt líf hjá ís-
lendingum. Vegii'nir verða þá aftur færir ef vegir skulu heita.
því ekki er að hugsa til að koma við nokkuru aktæki. Bændur,
sem þá til sláttar hafa ekki nein störf með höndum, er sér í
lagi krefja orku þeirra og athygli, fara nú að búa sig í júní-
mánuði til lestafei'ðar, því langfei'ð er það fyrir þá til Reykja-
víkur. í pokum, skrínum eða belgjum, sem þeir hengja upp á
hesta sína, flytja þeir þá til bæjarins tólg, brennistein, kjöt,
fjallagrös, lýsi, harðan fisk og saltfisk, smjör í döllum, fiður,
skinn, ull og vaðmál, og allskonar prjónles, peysur, sokka og
vettlinga. Líka koma þeir með nautkindur og þeirra alþekktu
litlu hesta, í stuttu máli allt, sem jarðir þeirra gefa af sér.
Fyrir þennan varning kaupa nú íslendingar í Reykjavík sykur,
kaffi og te, reyktóbak og neftóbak, dálítið af brennivíni, rúg
og rúgbrauð, hveitibrauð og hveitimjöl, salt, sápu og annað
þess konar, er heimili þeirra þai’fnast fyrir.
Varla er sá lestamaður, ef hann hefur nokkur ráð, sem ekki
kaupir sér þá dálítið af fötum úr lérefti eða viðarullu. Eru
þau farin að tíðkast æ meir og méir nú á seinni tíma, og eru
miklu þi'ifalegri og hollari að hafa næst sér en vaðmálsfötin
og þau oft óhrein, sem þeir hafa áður haft og þess vegixa ollið
í óþrifum og kláða.
Um lestirnar flytja sjávai’bændur helzt-í kaupstaðinn harð-
an fisk og saltfisk, lax, sels-, þorska- og hvalslýsi og líka sel-
kinn.
Lestamenn allir tjalda í nánd við Reykjavík, og á meðan
lestirnar eru, er þar allt á ferð og flugi. Aldrei er betra en þá
að sjá ýrnsa háttu og siðu íslendinga. Þó lestirnar séu úti, þá
er þó énn í Reykjavík, meðan súmárið vai'ir, dálítið líf og
félagsskapur. En þegar kaupmennirnir eru sigldir burt á haust-
in, og veturinn gengur í garð, þá er í sannleika að segja að
þessi bær er einhver hinni eyðilegasti og daprasti bústaður á
állri jörðunni. .