Vísir - 10.10.1958, Blaðsíða 10
Ví SIR
Föstudaginn 10. október 1958
11
Útsölur VÍSIS
AUSTURBÆR:
Hverfisgötu 50. — Verzlun.
Hverfisgötu 69. — Florida.
Hverfisgötu 71. — Verzlun.
Hverfisgötu 74. — Veitingastofa.
Hverfisgötu 117. — Þröstur.
Söluturninn — Hlemmtorgi.
Bankastræti 12. — Adlon.
Laugavegi 8. — Boston.
Laugavegi 11. — Adlon.
Laugavegi 30 B. — Söluturninn.
Laugavegi 34. — Veitingastofan.
Laugavegi 43. — Silli & Valdi.
Laugavegi 64. — Vöggur.
Laugavegi 86. — Stjörnukaffi.
Laugavegi 116. — Veitingastofan.
Laugavegi 126. — Adlon.
Laugavegi 139. — Ásbyrgi.
Snorrabraut. Austurbæjarbar.
Einholt 2. — Billiard.
Hátún 1. — Veitingastofan.
Vitastíg. — Vitabar.
Samtún 12. — Drífandi. ,
Miklubraut 68. — Verzlun.
Mávahlíð 25. — Krónan.
Leifsgötu 4. — Veitingastefan.
Barónsstíg 27. — Veitingastofan.
SUÐAUSTURBÆR:
Skólavörðustíg. — Gosi.
Bergstaðastræti 10. — Verzlun.
Bergstaðastræti 40. — Verzlun.
Bergstaðastræti 54. — Veitingastofan,
Fjölnisvegi 2. — Víðir.
Lokastíg 28. — Veitingastofan.
Þórsgötu 14. — Þórskaffi.
Oðinsgötu 5. — Veitingastofan.
Týsgötu 1. — Havana.
Klapparstíg. — Verzlun.
Frakkastíg 16. — Veitingastofan.
MIÐBÆR:
Söluturninn við Arnarhól.
Hreyfilsbúðin við Arnarhól.
Söluturninn við Lækjartorg.
Pylsusalan við Austurstræti.
Hressingaskálin við Austurstræti.
Blaðasalan, S. Eymundsson, Austurstræti.
Sjálfstæðishúsið. — Austurvöll.
Söluíurninn. — Kirkjustræti.
Aðalstræti 8. — Adlon. 1 j! | J í
Veltusund. — Söluturninn. , |
0'!!
1 íl<
Tl i
VESTURBÆR: "J j
Vesturgötu 2. — Söluturninn.
Vesturgötu 14. — Adlon.
Vesturgötu 29. — Fjólan.
Vesturgötu 45. — West-End.
Vesturgötu 53. — Veitingastofan.
Mýrargötu. — Vesturliöfn.
Bræðraborgarstíg 29. — Veitingastofan.
Framnesvegi 44. — Verzlun.
Sólvallagötu 74. — Veitingastofan.
Kaplaskjólsvegi 1. — Verzlun.
Melabúðin. — Verzlun.
Sörlaskjól. — Sunnubúð.
Straumnes. — Verzlun.
Hringbraut 49. — Silli & Valdi.
Blómvallagötu 10. — Veitingastofan.
Fálkagötu 1. — Reynisbúð.
ÚTHVERFI:
Lauganesvegi 52. — Söluturninn.
Lauganesvegi 52. — Lauganesbúð.
Brekkulækur 1.
Langholtsvegi 42. — Verzlun G. Alkulnia.
Langholtsvegi 52. — Saga.
Langlmltsvegi 131. — Veitingastofan.
Langholtsvegi 174. ■—• Verzlun.
Skipasund. — Rangá.
Réttarholtsvegi 1. — Söluturninn.
Hólmgarði 34. — Bókabúð.
Grensásvegi. — Ásinn.
Fossvogur. — Verzlun.
Kópavogsliáls. — Biðskýlið h.f.
Borgarhollsbraut. — Biðskýlið.
Silfurtún. — Biðskýlið við Ásgaið.
Ilótel Hafnarfjiirðar.
Strandgötu 33. — Veitinguiifu.
Söluturninn við Álfaskcið. 1 : ’
Aldan, veitingastofan við Strandgötu.
TT"
li
T7
tiróíhom frá Vdðförlu:
Lögreglu er þörf hvarvetna.
l •! 1
Vegna forfalla er orðið nokkuð
langt síðan ég sendi pistil til Vís-
is, eins og ég gerði Stundum áð-
ur, þegar mér fannst úr hófi
keyra einhver hringavitleysan í
athöfnum fólks á ýmsum svið-
um.
En nú sé ég að Vísir er búinn
að taka mig úr umferð og setja
inn i staðinn nýjan ,,Viðförla‘\
sem aðallega skrifar um vonda
vegi og fleira, sem af má ráða,
að hann sé nokkuð mikið á ferð-
inni. Virðist þá vel til fallið, að
hann kallaði sig blátt áfrúm
„Ferðalang“ í staðinn fyrir „Víð-
förla“„ sem ég þó var búinn að
nota öðruhverju undir pistla
mina og greinar síðastl. þrjátiu
ár eða meir, eins og reyndar Vís-
ir hefur skýrt frá á sínum tima.
Ekki geri ég þó ráð fyrir að
fara i mál við hann eða Visi fyr-
ir þetta traustatak orðsins, geri
ráð fyrir að um það náist fullar
sættir, alveg eins og í landhelg-
isdeilunni, sem ég efast ekki um
að verði sætzt á svo að allir
megi vel við una þegar Bretar
eru búnir að skemmta sér við
það dálítinn tíma að sýna um-
heiminum almætti sitt á öldum
hafsins gagnvart Islandi.
Um orðið ferðalangur er ann-
ars það að segja, að það er mjög
í tizku nú um stundir, það er að
mestu búið að útrýma hinu
gamla og yfirlætislausa orði
ferðamaður eða ferðafólk, og er
hrein undantekning ef það kem-
ur fyrir í ferðapistlum, sefn birt-
ir eru i blöðum eða útvarpi Þar
hljómar sífellt „ferðalangur“,
„ferðalangar“, „ferðamaður eða
ferðafólk“ er að mestu horfið úr
málinu. Þó að mér falli ekki
þessi nýsköpun málsins, var það
ekki ætlun mín að fara að rita
um málspjöll eða orðskrípi i
þetta sinn. Það hef ég gert áður
í pistlum þessum, og vik máske
að þvi siðar eftir því sem atvik
gerast.
Það sem vekur mesta athygli í
þetta sinn, er hávaðinn í heims-
fréttunum eins og þær birtast í
blöðum og útvarpi i seinnitíð.
Þar verður ekki betur séð, en að
allur heimurinn standi i hcrku-
rifrildi, og þá fyrst og fremst
um það, hver eigi að stjórna
hverjum, og miðla lífskjörum
til annarra eftir eigin geðþótta,
en að því v'rðast a-llir menn
loeppa, að mei-a eða minna leyti.
En við hver'u var að búast?
Allir vita að í nábýli eða sam-
býli, ber oft á ágreiningi meða1
nágrannanna, venjulega kallað
nábúakritur. Hvers var þá að
vænta þegar nálega ailar þjóðir
jarðarinnar komast í svo náið |
sambýli, að samdægurs fréttist ,
um ai!an heiminn þegar flugvél
er skotin niðúr yfir Formósu-
sundi, og iítill prins týnir boit-
anum sínum í Englandi. j
Jafnframt þvi, sem viður- j
kenna ber nytsemi hinnar dá- I
samlegu tækniþróunar í sam-
göngumálúm, sem skapað hef-
ur þetta mikla nábýli þjóðanna,
vcrður einnig að viðurkenna þá
staðreynd, að með nábýlinu hafa
skapazt flókin og erfið vanda-
mál. Vegna þessa nábýlis eru
fiestar þjóðir jarðarinnar orðn-
ar svo háðar hvor annarri, um
löggjöf og fjármál, að margar
þeirra geta naumast talist sjálí-
stæðar. Til þess að bæta úr
þessu var stofnuð nokkurs kon-
ar alheimsstjórn — þjóðabanda-
lagið, og siðar Sameinuðu þjóð-
irnar, til þess að jafna deilur ná-
búanna og fyrirbyggja styrjald-
ir, og var þessari miklu stofnun
fengin stjórnarskrá og viðtækar
starfsreglur, sem allar sambands
þjóðirnar áttu að hlýða. En eitt
gleymdist, eða var vanrækt, en
það var að fá þessari yfirstjórn
þjóðanna fastan her eða lög-
reglu, til þess að geta fram-
kvæmt hiutverk sitt.
Naumast er til svo lítið bæj-
arfélag með J svokallaðra menn-
ingarþjóða, að ekki þyki þurf;
að hafa þar lögreglu til þess ai
halda uppi reglu, og framkvæma
ákvarðanir bæjarfélagsins á ýms
an hátt. En þar sem um var að
ræða sambandsstjórn allra þjóða
jarðarinnar, eins og stofnuninni
er ætlað að verða, þ. e. nokkurs
konar alheimsstjórn, þá fannst
hinum sprenglærðu stjórnvitr-
ingum ekki þörf neinnar lög-
reglu, nema þá kannske það, sem
einstakar þjóðir samtakanna
vildu góðfúslega leggja þeim til
í vissum tilfellum, og þá eink-
um ef þær teldu sínum eigin
hagsmunum ógnað. Þessar ráð-
stafanir hefur mörgum gengið
illa að skilja, enda nokkuð ver-
ið um það deilt.
Ef til vill hafa Bretar og aðrar
nýlenduþjóðir, sem voru vanar
að drottna yfir smáþjóðum, ekki
kært sig um að hafa þessi al-
þjóðasamtök sterkari en svo, að
þær gætu áhættulaust sniðgeng-
ið mannréttindaskrá Sameinuðu
þjóðanna þegar þeim sýnist svo,
eins og nú kemur fram í deilu
Breta við Islendinga. Þó að fleiri
þjóðir en Englendingar hafi hags
muna a<ð gæta um fiskveiðar við
Island virðast þeir þó einna við-
kvæmastir fyrir þessari endur-
teknu sókn Islendinga út á haf-
ið, og finnst það vera alveg sér-
stök áreitni við sig, þvi að
„Britannia rules the Waves“ að
þeirra dómi, þar sem engir litlir
kallar fá að leika lausum hala
án beirra leyfis. Þessi skoðun
styðst meðal annars við brezk
ummæli, sem nýlega birtust í
fréttum, en þau voru á þá lund,
að ef alþjóðadórnur í deilu þeirra
við íslendinga gengi þeim ekki
í vil, þá mundu þeir ekki hlýða
þeim dómi.
Annars er það ýmislegt dálítið
skrítið, sem biöðin hafa eftir
Englendingum um þessar mund-
ir, svo sem það, að 16000 Islend-
mgum eða 200,000 sálum, ef Fær-
t'- :ngar og Grænlendingar err
tal.hr með, eigi ekki að liðast af
taka s:Alfstæðar skoðanir urr
landhel": '•ina, gegn vilja Breta
og anna...i milljóna þjóða, sem
áðu.r hc : notað þessi mið. Og
til þe’ss nú að r'na öllum heim-
inum bi'ezkt sjn -armlð um rétt-
læti í framkvæm'l ~'n,n smáþjóð,
sem dirfist að halc"nm rétti
sínum gagnv'art mi1!1.''"-! bjóð-
inni, hefðu Bretar ákvr' ð að
fara með fjölda togara til ve!ða
undir herskipavernd í hinni nýju
landhelgi þegar hún Tigur í
gildi, en með því tryfTTi beir sér
rétt ti! ve'ða bar í fr-<-'Vlð:nni!
Hyað er svo rétt í þessum
blaðafregnum, og hvað ekki?
Það hlýtur að vekna alveg sér-
staka athygli blaðalesenda, hvað
öll dagblöðin virðast vera önn-
um kafin við að leiðrétta mis-
sagnir og hrekja einhver ósann-
kidi hvert hjá öðru, eða hjá ein-
hverjum vondum mönnum, sem
telja málstað sinum betur henta
lýgi en sannleikur til framdrátt-
ar. Það verður ekki betur séð,
en að lygin skipi allháan sess í
heimsmálum nútímans, og að
sannleikurinn eigi býsna erfitt
uppdráttar, þegar lyginni er
beint gegn honum af vísinda-
legri nákvæmni eins og nú virð-
ist oft koma fram. Gamla spak-
mælið, að aftur renni lygi þeg-
ar sönnu mætir, virðist enn eiga
langt í land með að rætast.
Víðför’i.
BreSar aiska vl&sklpti
við samvefdið.
Nokkrir þingmenn i íhalds-
flokknum brezka liafa birí, bækl-
ing, þar sem þeir gera grehi fyr-
ir tillögiun sínum um stóraukin
viðskipti við samveldislönd.
Þeir vilja hætta kjötinnflutn-
ingi frá Argentinu sem nemur
37 millj. stpd. á ári, og flytja
inn kjöt frá Kanada og Ástralíu
sem þessu nemur, og hveiti frá
Kanada, en hveitiinnflutningur-
inn frá löndum utan samveltíis-
ins nemur 46 millj. stpd. Enn-
fremur kaupa Bretar sykur fyr-
ir 28 millj. stpd. árlega og fóður-
vörur fyrir 22 millj. frá ýmsum
löndum, sem hægt væri að fá frá
samveldislöndum. Alls gera þeir
ráð fyrir kaupum á afurðum að
innflutningsverðmæti 300 millj.
stpd. sem nú eru fluttar inn frá
löndum utan samveldisins.
Vilja þeir láta fcreyta gildandi
GATT-samningum til þess að
kleift verði að koma á þessari
tilfærslu- á viðskiptum. Ekki er
að því vikið í fregninni hve mik-
ið Bretar selja nú til þeirra
landa, sem þeir kaupa afurðá’
hjá fyrir 300 millj. stpd.
— „nýtt helgafsir
Framh. af 9. síðu.
yfir Grænlandi en þann, sem er.
Vér óskum aðeins, að sá rétt-
ur og réttlætið fái framgang, og
ef ágreiningur verður um það,
hvað sé rétt, þá skeri alþjóða-
dómstóllinn úr. — En það er
einmitt þessi vor beina réttlæt-
isbraut, að þannig skuli með
lögum og dómi flett ofan af of-
beldi, lögleysi og kúgun Dana
á Grænlandi, sem piltum „nýs
helgafells“ er svo sár þyrnir í
augum. Þeir eru verjendur hins
danska ofbeldis og kúgunar og
þrældóms og dönsku þjóðern-
isofsóknarinnar á Græniandi,
máske þó allramest vegna þess,
að þetta allt er dönsk óhæfa.
Þeir fyalla okkur, sem erum
andvígir öllu þessu, en viljurii
frelsi, jafnrétti, réttlæti og
bróðurhug til Grænlendinga,
„sérvitringa“, „skýjaglópa“ og
jafnvel imperialista. Nú, jæja,
ef það er sérvizka, glópska og
imperialismi að fara ekki feli
lengra en réttlætið leyfir, rétta
hlut hins kúgaða og láta lög ag
dóm skera úr öllum ágreinings-
málum, þá erum við Græn-
landsáhugamenn sjálfsagt allt
þetta, annars ekki.
29./3. 1958.
Jón Dúason.
Fárvií i, sem gekk yfir
Japan um síðustu manaða-
mót, varð samtals um 409
manns að bana.