Vísir - 10.10.1958, Síða 7
Föstudaginn 10. október 1958
V 1 S I K
bgalliis-kynnisig
DAGSKRA:
Ávarp: Dr. Alexander Jóhannesson, prófessor.
Erindi: Andrés Björnsson, cand. mag.
Samlestur úr Kristrúnu í Hamravík:
Valur Gíslason, Arndís Björnsdóttir,
Róbert Arnfinnsson.
Einsöngur: Guðmundur Jónsson. — Undirleik
annast Fritz Weisshappel.
Upplestur: Þorsteinn Ö. Stephensen.
Upplestur: Guðm. G. Hagaiin.
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ
Eftirleitarmenn úr Biskupstungum, sem viðgerðarsveit Ferðafclagsins hitti á Hveravöllum. —
Á myndinni eru, frá vinstri: Þórður Kárason, Litla-fljóti, fyrirliði í leitinni, Haukur Daðason,
Bræðraíungu, Ragnar Jóhannsson, Ásakoti, Jóa Þorláksson, Borgarholti, Einar Guðmundsson,
Drumboddstöðum, Trausti Kristjánsson, Einholii, Hörður Ingvarsson, Hvítárbakka, Guðjón
Gunnarssan, Tjörn, Kristin i Ingvarsson, Austurlilíð.
Dyttað að sæluhúsum F. í.
fyrir veturinn.
Hópur uianna fór til þess fyrlr nokkru.
Það hefur verið venja und-
anfarin haust, þegar sumar-
ferðalögum er hætt og áður en
snjóar að farið er í sæluhús
Farðafélagsins og þau búin
undir veturinn og ýmislegt
dyttað að þeim.
Um síðustu helgina í sept-
ember var farið í Hvítárnes, á
Hveravelli og í Kerlingarfjöll.
í förinni voru 17 manns undir
leiðsögn Jóhannesar Kolbeins-
sonar. Lagt var af stað héðan
úr bænum föstudagskvölaið
26. sept. ns.l. og komið í Hvít-
árnessæluhúsiS um kl. 2 um
nóttina.
Sæluhúsið í Hvitárnesi er
b/ggt 1930 og elzta hús félags-
ins. Það var farið að láta tals-
vert á sjá, en síðastliðið sumar
fór fram gagnger lagfæring á
því. Var klæðning lagfærð og
endurnýjuð, settur gluggi að
norðan o. fl.
Það, sem gert var í húsinu í
þetta skipti, var að lakkera
klæðninguna og lagfæra glugga.
Flestir, sem gista í húsunum,
ganga vel um og skilja frekar
eftir hluti, sem geta orðið að
gagni, en að fjarlægja þá. í
sumar virðist. þó hafa veri á
ferð þarna fólk með einhverja
ónáttúru. Venjulega hefur ver-
ið til nægilega mikið af hnífa-
pörum handa þeim, sem þar
hafa gist, en nú fannst ekki
nema ein stór matskeið, hitt
var allt horfið. Stundum hverfa
og pottar, fötur, verkfæri o. s.
l'rv.
Það er sjálfsagt að nota laupina á Hveravöllum, þegar tækifæri
gefst til að væta í sér. (Myndir: St. Nik.)
Síðastliðið sumar voru
vatnamælingamenn frá Raf-
orkumálaskrifstofunni við
mælingar við Hvítárvatn. Eftir
upplýsingum frá Sigurjóni Rist
vatnamælingamanni er hugs-
anlegt að byggja stíflu í ósi
Hvítárvatns skammt ofan við
brúna. Vatnið mundi þá hækka
að mun og stækka. Það myndi
t. d. ná þangað sem sæluhús
Ferðafélagsins er nú, en að
sjálfsögðu færi stærð þess eftir
hæð stíflunnar. Mesta dýpi sem
fæst í vatninu er nálægt 80
metrum,
Ef vatnið yrði stíflað væri
hægt að virkja foss í Hvítá sem
Ábóti heitir, en hann er
skammt neðan við brúna, neð-
an við þar sem Jökulfallið kem-
ur í Hvítá, svo að virkjunin
hefði vatn beggja ánna.
Vatnamælingamennirnir
komu fyrir vatnshæðarmæli við
brúna á Hvítá, en til að fylgj-
ast með honum þarf að fara
þangað oft á ári og oftar yfir
veturinn en á sumrin. .
Er því nauðsynlegt, að allt
nauðsynlegt sé fyrir hendi í
sæluhúsum sem menn þurfa e.
t. v. að gista í. Þjófnaðir úr
sæluhúsum getur komið sér
mjög illa af þeim sökum.
Þegar öllu var lokið í Hvít-
árnesi, var farið til Hveravalla.
Þar átti að mála inni og lagfæra
hver, sem sér um upphitun
hússins. Eyjólfur Halldórs-
son og Guðmundur Magnússon
sáu um þann hluta verksins.
í sumar var útbúin lítil sund-
laug sunnan við húsið. Þó
hvorki sé hún stór né djúp er
þægilegt að geta fengið sér
heitt bað.
Þegar komið var í sæluhús-
ið voru þar fyrir eftirleitar-
menn úr Biskupstungum, und-
ir leiðsögn Þórðar Kárasonar,
Litla-Fljóti. Þeir voru í annari
leit og búnir að fara í Fremsta-
ver Fossrófur, með Jökulkvísl í
Austurkrók og Blönduupptök.
Þeir áttu eftir að fara í Þjófa-
dali og á sunnudaginn ætluðu
þeir að fara í Hvítárnes. Búnir
voru þeir að finna 35 kindur,
sem þeir fluttu á vörubíl.
Um kvöldið var setið í góð-
um fagnaði og fór mjög' vel á
! með leitarmönnum og' okkur
hinum.
Daginn eftir, þegar nokkur
dagskíma sást, var byrjað að
undirbúa dagsverkið. Veður
var sæmilega kyrrt svo hægt
var að bera út dýnurnar, og
þegar leitarmennirnir voru
farnir, var byrjað að mála.
Um kl. 4 var öllu lokið og
var þá farið til Kerlingarfjalla
og skálanum þar gerð sömu
skil daginn eftir.
Um kl. 3 á mánudaginn var
haldið heimleiðis, en komið við
í Hvítárnesi. Leitarmennirnic
voru þá komnir þangað. Þeir!
voi u búnir að finna talsvert af
fé í viðbót, en áttu eftir a£J
smala sunnan við Bláfell.
Stefán Nikulásson.
La^dhð!gIsmáBið rætt
s
Fiskveiðideila Breta og ís«
lendinga var til umræðu á
flokksþingi Brezka íhaldsflokks
ins í Blackpool í gœr og flutti
John Hare landbunaðar- og sjá-
varútvegsmálaráðherra þar.
framsögurœðu.
Hann kvað brezku stjórnina
jafnan reiðubúna ti samkomu*
lagsumleitana um málið, og von
hennar væri, að haldin yrði
önnur alþjóðaráðstefna um rétt«
arreglur á hafinu.
Þá kvað hann íslendinga ekki
hafa rétt til einhliða ráðstafana,
heldur yrðu þeir að virða al*
þjóðalög, og vildu Bretar alls
ekki fjandskSpast við íslend-
inga.
Flokksþingið samþykkti
stefnu og aðgerðir ríkisstjórnar-
innar í þessum málum.
„Dagsbrún“, „löja” og tré-
smiðir kjosa ASÍ-fu!lírúa.
Um helgina kjósa ,,Dags-
brún“, „Iðja‘£ og Trésmiðafélag
Reykjavíkur fulltrúa sína á
þing Alþýðusambands íslands i
næsta mánuði og er B-listinn
listi lýðræðissinna í félögunum
þremur.
Kosið verður í skrifstofum
viðkomandi félaga en auk þess
munu lýðræðissinnar hafa opn-
ar kosningaskrifstofur og eru
stuðningsmenn B-listans beðn-
ir um að hafa samband við þær,
að því er upplýsingar varðar.
Nánar verður skýrt frá þessu
í Vísi á morgun.
Árið 1957 lögðu Bandaríkin
fram 1500 millj. dollara sem
bein framlög eða lán í
löndum, sem skammt er á
veg komin.
Rýmingarsalan Garðarstræti 6
Enn er óseit;
50 pör flókaskór, stærSir 35—36 á kr. 30,—.
40 pör flókaskór með svampsólum, stærSir 35—36 á kr. ú0,—.
70 pör tékkneskir flauelsskór, svartir ograuðir, stærðir 3ocg39ál:r.
100 pör kvenskór með Káum hælum, allar stærðir á kr. 60,—.
40 pör karlmannaskór, stærðir 39—40 á kr. 150,—.
30 pör spánslur kvenskór, stævðir 35 og 36 . kr. 1 50,—.
20 herrarykfrakkar á kr. 495,— stk.
15 telpnaúlpur á 12—15 ára á kr. 203,—.
Ermalausir bolir (lítil númer) á kr. 1 5,—.
ABems 5 dagar eftlr á rýmingarsölunni
Verzlunin Garðarstræti 6
10,—