Vísir - 10.10.1958, Side 9

Vísir - 10.10.1958, Side 9
Föstudaginn 10. öktóber 1958 VlSlR 9 Svo bera ritstjórar „nýs helgafells“ sig upp undan því, hversu áróður Grænlandsáhuga manna fyrir yfirráðarétti ís- lendinga yfir Grænlandi hafi „stórlega“ skaðað málstað ís- lands í handritamálinu. Vand- séð mun, hvernig það ætti að geta rýrt rétt vorn til handrit- anna, þótt ísland eigi og haldi áfram að eiga eignar- og yfir- ráðarétt sinn yfir Grænlandi. Þetta skýrist þó. Þeir telja oss aðeins eiga siðferðilegan rétt til handritanna, með Öðrum orð um engan rétt. Þeir fara fram á það að fá handritin sem betl- arar, sbr. það, sem þeir segja um stefnu landsstjórnarinnar í málinu frá upphafi. Segja þeir satt um það? Með yfirlýsingu sinni um, að ísland eigi ekkert annað óút- kljáð mál vð Dani en handrita- málið, hafa riístjórar „nýs lielgafells“ lýst því afdráttar- laust yfir, að þeir og Island ætli að gefa upp eignar- og yfir- ráðarétt íslands yfir Grænlandi svo og öll óuppgerð mál Islands og Danmerkur fyrir það eitt, að Danir skili handritunum, sem vér eigum sjálfir. Hvað sýnist ykkur um það? Sú ágizkun, sem gerir því skóna, að þeir séu að ala á því við Dani, að sleppa ekki hand- ritunum, nema íslendingar gefi heildarkvittun, sýnist því ekki vera alveg út í bláinn. Annað furðanlegt við fram- komu þeirra er það, að þeir telja sig þekkja leyndustu ráð landsstjórnarinnar í handrita- málinu. Segja þeir satt um þetta eða ósatt? Er það satt ,að einhver stjórn- arherra hafi x nýársboðskap sín- um lýst yfir því, að ísland ætti ekkert annað óuppgert mál við Danmörku en Iiandritamálið? Er það satt, að þetta sé stefna landsstjómar vorrar? Ég spyr þegnsamlega um þetta af tveimur ástæðum: 1) Ég lá veikur frá því fyrir jól og langt fram á þetta ár og fylgdist ekki með því, sem þá gerðist. 2) Ég spyr einnig vegna þess, að þjóðhöfðinginn og utanríkis- málaráðherrann geta ekki að- eins í sameiningu skuldbundið þjóðfélagið þjóðréttarlega, heldur einnig hvor þeirra sem er, einn útaf fyrir sig. Mýmörg dæmi eru til, sem sanna þetta. En nærtækasta dæmið er, má ske, Ihlensyfirlýsingin svokall- aða, munnleg orð sögð 22./7. 1919 af utanríkisráðherra Nor- egs: „at den norske regjering ikke vilde jjjöre vanskeligheter ved denne saks ordning1 2 * * * * * * * * 11. Noro- menn álitu ekki þessi munnlegu orð skuldbindandi fyrir Noreg. En Fasti alþjóðadómstóllinn leit öðruvísi á það. Á þessum munnlegu orðum og á því, að hinn forni yfirráðaréttur íslend inga yfir Grænlandi dæmdist enn vera óslitnu gildi og taka yfir allt Grænland, töpuðu Norðmenn Grænlandsmálinu 5./4. 1933. Form heimilda skipt- ir, sem kunnugt er, engú máli í þjóðaréttinum, heldur aðeins það, hvort gefin hefur verið í orði eða verki viljayfirlýsing aí aðila, er getur skuldbundið landið eftir reglam þjóðarétt- arins. Ákvæði stjórnlaganna um það atriði gilda innanlands, en skipta engu máli út á við. Þar gilda aðeins reglur þjóða- I | I réttarins um heimild eða aðild- arrétt. Hvar eru svo sannanir pilta „nýs helgafells“ fyrir því, að kröfur vorar til yfirráða á Grænlandi hafi skaðað hand- ritamálið? Þær eru auðvitað hvergi. Þeir reyna ekki að sanna neitt, og geta ekkert sannað. Öll þeirra orð eru að- eins ósannaðir sleggjudómar. Sé litið á tímasamhengið, kem- ur eitthvað annað út, en að kröfur vorar til yfirráða á Græn landi hafi skaðað handritamálið. Skrif um yfirráðarétt vorn á Grænlandi eru að vonum til komnar fyrir tiltölulega stuttu vörzlu þeirra. Þá greinargerð Páls lögmanns Vídalíns, sem Jón Sigurðsson segir að verið hafi í Steph. 13, hafa þeir fjar- lægt, og eflaust eyðilagt. Frá- sögn Brynjólfs biskups um eiða- tökurnar í Kópavogi 1662 hafa þeir skorið burt úr bréfabók hans og eyðilagt. Frá og með árinu 1927 beind- ist aðalstarfið fyrir rétti íslands til Grænlands að fræðilegri rannsókn um skeið, enda gekk nú hvorki né rak í handrita- málinu. En fyrst eftir að hafinn var harður áróður fyrir rétti ís- lands til Grænlands, fór að nýju að koma los á handritamálið. r orð til | Ew' vkh&g't &ftil' Bt&BMíM 'handt'itc&máliö 9 Þar hafa eflaust þó vegið þyngst þau skrif Grænlandsáhuga- manna, er beinlínis hafa fjall- að um handritin og bússkipti íslands og Danmerkur sam- kvæmt landslögum og þjóðar- rétti. En fram mun handrita- málið vart ganga fremur en Sf5arl hlutl. önnur mál vor við Dani, fyrr en þeir eygja ekkert undanfæri frá því, að verða við réttmætum kröfum vorum. Og í þeirri sókn á Grænlandsmálið að ganga á undan. Leiðin til að fá hand- ritin, og til þess að ná öllum öðrum rétti vorum úr höndum Dana, er aðeins ein, og hún er sú, að gera þeim það ljóst með framkvæmdum réttarathöfnum, að þeir komist ekki undan því, að standa oss rétt skil í öllum greinum. „Sá betlar um ánauð, sem rétt sinn ei rækir..“ Þá staðfesta ritstjórar „nýs helgafells", að Grænlandsmál- ið sé ekki réttlætismál, og virð- ast grunda það á því sjónarmiði, síðan. En handritamálið er mjög gamalt. Segja mætti, að það væri jafngamalt sjálfstæð- isbaráttunni. En aldrei gekk þar neitt eða rak. En á árunum 1921 til 1926—27 birt- ust mikil skrif um réttartilkall vort til Grænlands, og 1925 var lögð fram fyrir lagadeild há- skólans í Ósló doktorsritgerð' um réttarstöðu Grænlands í fornöld. Ekki er það trúa mín, að samvizka Dana sé mjög hör- undssár, en ca. 1927 lofuðu þeir að skila töluverðu af embætt- isskjölum. En þegar skjölin komu 1928, reyndust efndirnar dnskar. Úr því, sem skilað var, höfðu þeir tínt öll kröfuskjöl ís- lendinga samkvæmt Gamla sátt mála, nema eina greinargerð eftir Finn biskup. Varð hún eft- ir fyrir hreina handvömm þess, er tók skjölin út. Þessi skjöl, sem þeir tíndu úr, voru stór- merk og ^jölmörg, og áður ó- kunn, svo til öll frá 18. öld. Þessi stolnu skjöl hafa þeir annað- hvort falið eða eyðilagt eða ým- ist þetta eða hitt. Er þetta ekki nema í samræm við aðra skjala- að það sé „fásinna og fullkomin afneitun eigin hugsjóna, að gera kröfu til yfirráða á landi, sem önnur þjóð hefur byggt um aldaraðir." Lítum svo á málið frá þessu þeirra eigin sjónarmiði. Hver er þessi þjóð, sem byggt hefur Grænland um aldaraðir? Ekki eru það Danir, því ekki hafa þeir byggt Grænland, en sitja þar aðeins yfir hlut Græn- lendinga og íslendinga, í landi sem þeir hafa „innlimað" í Danmörk, en eiga þó ekkertj réttartilkall til. Þegar vér fundum Grænland, könnuðum það og námum það ca. 980—986, var það mann-| laust. íslendingar námu fyrst bændabyggðirnar, en færðu síðan skjótlega byggð sína sem! veiðimenn (setar, búðsetu-' menn) út um alla Norðursetu, allt norður á nyrztu tanga vest- ursetustrandarinnar, og norð- ur á 78° nbr. á austurströnd- inni, og var þó landið sannan- lega nytjað lengra norður. Nú- verandi íbúar Grænlands eru beinir afkomendur þessara ís- lenzku landnámsmanna, sárlítið blandaðir Skrælingjum. Hefur sönnunum mínum fyrir þessu í Landkönnun og landnám fslend inga í Vesturheimi alls ekki verið 'andmælt af neinum. — Skrælingja, huglausra, dug- lausra, siðlausra, vopnlausra (þ. e. bogalausra), kolsvartra jarð- holudverga, 3—4 fet á hæð, þeir hæstu, varð fyrst vart nyrzt í Upernivik-héraði 1266. Búa af- komendur þeirra þar enn; og þótt þeir séu orðnir mjög bland- aðir hvítum mönnum, eru þeir enn alveg gerólíkir öðrum Grænlendingum í einu og öllu. Það er siðferðisskylda vor og réttlætismál, að rétta þessum löndurn vorum og frændum á Grænlandi hjálpandi bróður- hönd, og leggja þeim allt það lið, er vér megum. Þetta er stefna vor, Grænlandsáhuga- manna, gagnvart þeim. Hafi það verið réttlætismál, að losa ísland undan ánauð Dana, þá er það sama réttlætis- málið, að losa allt land íslenzka þjóðfélagsins, einnig Grænland, undan Dönum. Nú þegar ísland hefur feng- ið utanríkismál sín í eigin hend- ur og getur með aðstoð hins al- þjóðlega dómsvalds heimt Grænland undan hinni dönsku ánaiið, en gerir það ekki, berum vér ábyrgð á framferði Dana £ Grænlandi. Það er nú almennt viður- kennd réttarsöguleg staðreynd, að Grænland hafi verið nýlenda íslands í fornöld, — að vísu án arðráns og kúgunar, og að sá réttur hafi haldizt óslitinn til vorra daga. Þessa réttarstöðn Grænlands margviðurkenndi Danmörk, sjálfviljug og ótil- kvödd á aðalþingi Sþ. 1954 og í yfirlýsingu danska utanríkis- málaráðuneytisins dags. 27./11. 1954 heima í Danmörku. Fasti alþjóðadómstóllinn leit svo á, að þessi forni, ísl yfirráðarétt- ur hefði enn verið við lýði yfir- Grænlandi 10./7. 1931, og á grundvelli hans og Ihlens-yfir- lýsingarinnar frá 2277. 1919 dæmdi dómurinn Grænlands- málið Dönum í vil, er þá fóru með utanlandsmál íslands. Rétt íslands til Grænlands er því ekki lengur hægt að véfengja af nokkru viti. Eigi íslendingar lífsrétt sinn og frelsi undir virð- ingu annarra þjóða, er vísasta leiðin til að fyrirgera þeirri virðingu, að rækja ekki rétt sinn, og bjóða þar með öllum heimi að traðka á oss. Ritstjórar „nýs helgafells“, sem aldrei hafa snert á ár, sjá enga skynsemd í Grænlandsmál inu. En um það eru dómbærarí íslenzku ^jómennirnir, sem dag- lega verða vitni að því, að hin áður auðugu fiskimið við ís- land eru hröðum skrefum að breytast í auðn vegna ofveiði. En lífsafkomu sína eiga þeir og allir landsmenn undir sjávar- aflanum. Ritstjórar „nýs helgafells" myndu ekki vera slíkir menn sem orðspor þeirra vottar, ef þeir litu ekki á alla aðra menn, er ekki skríða fyrir Dönum, sem sérvitringa og skýjaglópa, sem sýna beri umburðarlyndi. — En ætli þeir ættu ekki að telja áskrifendátölu tímaritsins síns upp einu sinni enn, áður en þeitf aumkvast yfir fæð okkar Græn- landsáhugamanna. Vér Grænlandsáhugamenn hyggjum ekki á nýlendupólitík, eigi heldur á arðrán eða á- gengni við einn eða neinn, ekki heldur á landvinninga, nema það séu landvinningar, að losa íslenzkt land og íslenzka þegna undan danskri ánauð. En það eru ekki landvinningar. Vér óskum ekki að skapa annan rétt Frh. á 10. s. , „Gæsamamma gekk á fjall“ gæti þessi mynd svo sem ósköp vel heitið, ef það liitíist bara ekki svo á, að hún var tckin í Ðan- mörku og þar eru éngin fjöll, eins og menn vita. Annars er v arla við eigandi, að hafa myndina í flimtingum, því í næsta mánuði verða sennilega flestar gæsirnar, sem á henni eru gerðar höfðinu styttri. Þær vappa hó enn um áhyggjulausar og stúlkan á myndinni gætir þess að þær séu ekki of -lengi úti á kvöldin.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.