Vísir - 10.10.1958, Blaðsíða 6
6
V 1 S I B
Fösludaginn 10. október 1958
D A G B L A Ð
Víslr kemur út 300 daga á árl, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn PálssoD.
SJsrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
■Itatjómarskrilstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstoiur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræfi 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 -nntakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Fyrsta verkefnið.
Alþingi íslendinga er sett í dag
með nokkurri viðhöfn eins
og venja hefir verið. Er und-
irbúningsstörfum hefir síðan
verið lokið, mun þinghemur
taka til starfa, og veltur það
að miklu leyti á því, hvern-
ig stjórnin hefir undirbúið
þinghaldið, hversu afkasta-
rnikið þingið verður, og
hversu heilladrjúp spor það
markar í sögu þjóðarinnar.
Verði undirbúningurinn og
dugnaðurinn eitthvað á borð
við það, sem menn fengu að
kynnast á siðasta þingi á
almenningur ekki von á
góðu, og er raunar víst, að
hann býst ekki lengur við
neinu öðru en illu, vaxandi
erfiðleikum og vandræðum
af hólfu þeirrar duglausu
stjórnar, sem nú situr.
En engum blandast hugur um,
hvert verður fyrsta verkefni
þingsins. Það verður að
hlaupa undir bagga með rík-
isstjórninni í því máli, sem
nú er fyrir mestu, að lands-
menn geti leyst með heilla-
drjúgum hætti. Þingið verð-
ur að segja skoðun sína á
því, hvernig það telur, að
ríkisstjórnin hafi staðið sig
i því máli, og enginn vafi er
á þvi, að ef þingmenn segja
raunverulega skoðun sina og
álit, eru ekki bundnir
flokksaga, þá leggja þeir
þann dóm á frammistöðu
rikisstjórnarinnar, að hún
hafi engan veginn verið eins
og þjóin ætlast til. Það er
iandhelgismálið, sem hér um
ræðir.
Utanríkisráðherra hefir verið
staddur á þingi sameinuðu
þjóðanna til að reyna að
vinna þjóðirnar til fylgis við
málstað og aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar. Það kann að
vera góðra gjalda vert — er
Sexiugur i dug
Guðmundur G.
þó ef til vill of lítið og of
seint, eins og margt fleira,
sem ríkisstjórnin hefir gert
í þessu máli — en fleira þarf ^ -^eSa
að gera. Sjálfstæðisflokkur- ^ honum
inn hefir tilkynnt, að hann skjott
muni bera fram tillögu um úkan
það þegar í upphafi þings, j ungi
sem hann telur nauðsynlegt geyma
til þess að framkvæmd
landhelgisgæzlunnar geti
orðið sem affarasælust.
í dag er Guðmundur Gísla-
son Ilagalín rithöfundur sex-
tugur.
Það er langt síðan Guðmund-
ur Hagalín vakti á sér athygli
fyrir ritstörf. Athyglin beindist
að beittum penna hans og ó-
venjulegri rithæfni löngu áður
en Guðmundur ar fullþroska
maður. Hann var skeleggur
baráttumaður, gaf sig allmjög
að landsmálum og var þar í
senn djarfur og óvæginn og
hlífði engum, hvort heldur
höfðingjar áttu í hlut eða aðrir.
Á þeim árum mun Guðmund-
ur hafa orðið nokkuð óvinsæll
hjá mótherjum sínum, þeim
sem urðu fyrir örvum hans og
ekki kynntust honum persónu-
En þeir, sem kynntust
af raun komust
snoðir um hvi-
mannkostamann hinn
baráttumaður hafði að
enda þótt hann héldi
skoðunum sínum fram af fullri
einurð og færi þá á stundum
ekki einhamur fram á ritvöll-
inn.
Flokkurinn leggur til, að eftir-
lit með iandhelginni verði
aukið og verndun fiski-
skip landsmanna að sarna
skapi. Verður tillagan um
það, að þingheimur skori á
ríkisstjórnina að hefjast
þegar handa um að láta
smíða fleiri varðskip, svo og
að leigð verði heppileg skip
til þess að hafa með hönd-
um eftirlit og vernd skipa-
flota landsmanna. Við verð-
um að bægja hættunum, sem
stafa af lögleysum og of-
beldi brezkra sjómanna, frá
þeim mönnum, sem stunda
veiðar meðfram ströndum
landsins og eiga heimtingu á
slíkri vernd.
Mönnum er í fersku minni,
hversu ásiglingar brezkra
togara á íslenzka fiskibáta
urðu tíðar 1952 og næstu ár,
og var ekki einleikið. Und-
anfarnar vikur hefir hvað
eftir annað verið reynt að
sigla varðskipin í kaf, og
menn geta rétt hugsað sér,
hvernig ástandið muni verða
á miðunum, þegar tugir og
hundruð vélbáta verða að
veiðum. Þá kemur það vafa-
laust í ijós, að brezkir sjó-
menn missa næstum sjónina,
þegar þeir standa við stýri á
togara og vélbátur er í nánd,
og er þá ekki að sökum að
spyrja.
Meíri gæzCa er nauðsyn.
Þingheimur kemst ekki hjá
því að láta það verða eitt
fyrsta verkefni sitt að efla
iandhelgisgæzluna eftir
mætti, og það má ekki láta
nein smásálarsjónarmið
ráða, þegar ákvörðun verð-
ur tekin um gerð skipanna
eða hversu miklu við eigum
að verja til þeirra. Hið bezta
er ekki of gott, má oft lesa
í auglýsingum um ýmiskon-
ar varning, en hér á það bet
ur við en jafnan ella,
Flokkum ríkisstjórnarinn
I
hefir gengið illa að samein-
ast um flest atriði varðandi
stækkun fiskveiðilögsög-
unnar, eins og margoft hef-
ir komið fram síðustu mán-
uði. Vonandi bera þeir þó
gæfu til að fylgja tillögu
Sjálfstæðisflokksins, sem
getið er hér að framan, því
að varla fer milli mála, að
eins og landhelgismálinu er
nú komið, verður að grípa
til þeirra ráðstafana, sem
Sjálfstæðismenn benda
þarna á.
En enda þótt Guðmundur
Hagalín hafi látið sig landsmál
miklu varða og tekið mikinn
og virkan þátt í stjórnmála-
deilum áður fyrr verða það þó
skáldrit hans sem halda nafni
hans á loft um ókomna tíma.
Guðmundur G. Hagalín er
einn mikilvirkasti rithöfundur
íslendinga, sem lifað hefur og
starfað með þjóð vorri til þessa.
Það má segja að har.n sé fædd-
ur með pennann í hönd og
varla mun til sá maður, sem
er léttara um að skrifa heldur
en honum. Nú er það um Guð-
mund að segja, að honum tekst
ekki ævinlega jafnvel upp með
skáldrit sín. Mér er nær að
halda að hann sé óvenjulega
mistækur miðað við aðra ís-
lenzka höfunda — en það má
líka vera að þessi dómur sé
byggður á þeim forsendum, að
eg geri meiri kröfur til Haga-
líns heldur en flestra annarra
höfunda og ætlast ævinlega til
mikils af honum. Og um Guð-
mund Hagalín gegnir það sama
og um aðra höfunda — að fyrir
beztu verk sín skal hann met-
inn.
Hér skal ekki lagður dómur
á einstök rit Guðmundar Haga-
líns, heldur aðeins bent á það
hversu frábær stílisti hann er
þegar honum tekst upp, hversu
ljóslifandi persónur hans verða,
atburðarás beztu skáldsagna
hans hröð og samtöl persón-
anna eðlileg og dregin út úr
lífinu sjálfu.
Guðmundur hóf snemma að
skrá ævisögur og hefur skráð
margar fram á þennan dag. Á
þeim er þvílíkt snillingshand-
bragð að aðrir leika þar varla
eftir, þótt snjallir séu. Hann
færir ævisögur sínar í listræn-
an búning, þannig að lesandinn
hefur á tilfinningunni að hann
sé að lesa listrænt skáldrit
fremur en frásögn um hvers-
dagslega atburði venjulegs
fólks.
Eg sagði að framan að Guð-
mundur Hagalín yrði metinn
fyrir það bezta sem hann hefur
gert. Og með það mat í huga
spái eg Guðmundi lífdögum í ís
lenzkum bókmenntum á meðan
tunga vor er töluð og bækur
lesnar á íslenzku.
Þ. J.
1 dag á einn af helztu rithöf-
undum þjóðarinnar afmæli. Guð-
mundur Hagalín er sextugur í
dag. Hér verður ekki um neina
bókmenntagagnrýni eða ævisögu
að ræða heldur stutta kveðju.
Eins og kunnugt er ólst Hagalín
upp á Vestfjörðum við kröpp
kjör. Þá höfðu ungir menn ekki
fullar hendur fjár. En þjóðin var
heiðarleg og andleg menning í
blóma. Við þurfum ekki að nefna
nema örfá nöfn — Einar Ben.,
Þorst. Erlingsson, Jón Trausti
og Hannes Hafstein — til að
sannfærast um að rétt eftir 1900
hafa Islendingar sjaldan átt
glæsilegri sveit andlegra og ver-
aldlegra forystumanna. Alda-
mótakynslóðin sótti fram til auk
innar menningar í landinu. Þeg-
ar Islendingar fengu heimastjórn
hófst hér á landi sannkallað
framfaratimabil á hinu verklsga
sviði. Hinn vestfirzki unglingur
sogaðist íljótt inn í hringiðu at-
burða þessa tímabils. Hann lauk
ekki einu sinni námi í mennta-
skóla, svo mjög kallaði athafna-
og ævintýraþráin á þennan unga
mann.
Eftir 1900 fór mjög að bera á
þeim mönnum í Evrópu, sem
andmæltu Kristinni trú. Voru
þar fremstir í flokki Friedrieh
Nietzsche, sem dýrkaði ofur-
mennið og fyrirleit lítilmagnann,
Karl Marx, sem innprentaði vinn
andi fólki hatur á þeim, sem
meira áttu af veraldlegum fjár-
munum og loks Sigmund Freud,
ei- gerði kynlifið að grundvelli
manníegrar hegðunar. Það fór
ekki hjá því að þessir postular
upplaúsnar og haturs hefðu
sterk áhrif á gáfaða unglinga á
íslandi. Og Guðmundur Hagahn
var engin undantekning í þeim
efnum. Um skeið var hann mjög
hrifinn af mannfyrirlitningar-
stefnu Friedrich Nietzsche. En
uppeldi móður hans og hjarta-
gæzka hins óbrotna alþýðu-
manns læknaði skjótt hið verð-
andi skáld af stórmennsku brjál-
æðinu. I stjórnmálalífinu skip-
aði Hagalín sér þá í sveit með
Jóni Baldvinssvni og félögum
hans í Alþýðuílokknum. En um
það getur fáum blandazt hugur,
sem kynna sér söguna að á fyrri
hluta tuttugustu aldarinnar voru
sveinar Jóns farsælir framfara-
menn. Er um afrek Guðmundar
á stjórnmálasviðinu og þá lielzt
á Isafirði mikil saga, sem hér
verður ekki rakin.
Þegar skáldið hafði aftur fast
land undir fótum komu frá þvi
verk, sem telja má með þvi bezta,
er skrifað hefur verið á íslandi
á þessari öld. Eg nefni i því sam-
bandi hina stórmerku bók hans
um þá góðu konu, Kristínu í
Hamravik. Þar hyllir hann hina
þjóðlegu menningu íslendinga
trúna á Guð, þjóðsögur og hið
góða í mannsálinni. Og þegar
flestir samherjar Guðmundar
hafa sezt i helgan stein eða fyr-
ii’gert mætti sínum sökum aðdá-
unar á mannhöturum, þá skrifar
Hagalín, á gamals aldri eina
beztu samtímaskáldsögu, er út
hefur komið hér, þegar aðdá-
endur Stalíns og atómskáld
hafa ekki lengur undirtökin i
menningarlífi Islendinga, mun
„Sól á náttmálum“ verða talin
einn óbrotgjarnasti minnisvarði
i islenzkum bókmenntum á þess-
ari öld. Eg sendi Guðm. Hagalín
mínar innilegustu hamingjuós!:-
ir á þessu afmæli með þökk fyr-
ir ánægjulegar samverustundir
og ósk um að honum væi’ði enn
langra lifdaga auðið.
Hilmar Jónsson
Tveir menn
slasast
Umferðarslys varð um liádegis-
leytið í gœr við brúna á Brexð-
holtsvegi.
Olíuflutningabifi’eið frá Skelj
ungi var þar á fei’ð og er hún
var komin fast að brúnni,
missti bifreiðarstjórinn stjórn á
henni með þeim afleiðingum að
bifi’eiðin fór út af allhái’ri veg-
brún og valt. Bæði bifreiðar-
stjórinn og maður, sem með
honum var í bílnum, meiddust
eitthvað og voru fluttir í slysa-
vai’ðstofuna.
Orsök slyssins mun hafa ver-
ið sú, að stýi’isútbúnaður bif-
reiðarinnar bilaði.
í fyrrakvöld, laust fyrir kl. 9
lenti bifreið út af vegi hjá
Stilli. Vildi það til með þeim
hætti, að öldruð kona, sem ekki
veitti ferð bílsins athygli, gekk
skyndilega út á götuna og í veg
fyrir hann. Bílstjórinn sá, að
hann myndi ekki geta hemlað
nógu fljótt til að forða slysi og
greip því til þess ráðs að snar-
beygja út af götunni. Fyrir
þetta snari’æði ökumanns sak-
aði konuna ekki.
í gær var slökkviliðið kvatt
að málmsteypunni við Elliða-
árveg, en sú kvaðning mun þó
hafa verið á einhvei’jum mis-
skilningi byggð, því þai’na var
aðeins um í’eyk að ræða.
Jóhan Rönning h.f.
Haflagnir og viðgerðir i
óllum heimilistækjum —
Fljot og vönduð vnin».
Simi 14320.
ióhan Rnnning h.f.