Alþýðublaðið - 08.01.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.01.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. janúar 1958 AlJýðublaSiS 3 Alþýöublaöiö Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjáflmarsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsíniar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 1 4 9 0 6. Afgreiðslusinú: 1 4 9 0 0. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðs ins, Hverfisgötu 8—10.. Skrytið stjórnarskrárbrot MORGUNBI.A-BIÐ er þessa dagana stórhneykslað á því, að ríkisstjórnin skuli hafa samráð við verkalýðshreyf- inguna og bændasamtökin um stefnuna í efna’hagsmálun- um. Það telur, að með þessu sé verið að láta öfl utan alþing- ' is og ríkisstjórnar taka þær ákvarðanir, sem stjórnarskráin : ætli alþingi og ríkis'stjórn að kveða á um. Þetta er með öðtum oröum stjórnarskrárbrot að dómi Mofgunblaðsins. Og maðurirur á bak við þessa lögfræði er vitaskuld Bjarni : Benediktsson. Auðvitað bera stjórnarflokkarnir og þingmenn þeirra þá ábyrgð, hvaða stefna er mörkuð á alþingi hverju sinni. En þeim ætti að vera heimilt að leyfa hvaða þjóðfélagsaðila, sem vera vill, að hafa samráð við þá urn þessi efni. Slíkt er sjálfsagður hlutur i lýðræðislandi. Og er nokkuð eðlilegra en fjölmennustu vinnustéttirnar eigi þátt í að móta stefnuna í efnahagsmálunum á hverjum tíma? Óneitanlega er mest í húfi fyrir þær. Meginviðfangsefni sérhverrar ríkisstjórnar hlýtur að vera að tyggja atvinnu og afkomu almennings. Og verður það gert betur en í samráði við fjölmennustu vinnustéttirnar í landinu? H.vað hefur Sjálfstæðisflokkur- inn til þeirra mála að leggja? Engum dettur annað í hug en Sjálfstæðisl'Iokkurinn haii samráð við ötl utan alþingis og ríkisstjórnar, þegar hann situr að völdum. En hver eru þau öfl? Ekki full- trúar yinnustéttanna lieldur þeirra hagsmuna, seni Sjálf- stæðisflokkurinn her mest fyrir brjósti. Bjarna Bene- diktssyni gremst, að þessi öfl skuli ekkj lcngur róða úr- slitum og fulltrúar fjölmennustu vinnustéttanna koma í þeirra stað. Þá rís upp kappinn í Morgunblaðinu og til- kynnir þjóðinni, að þetta athæi'i sé í raun og veru stjórn- arskrárbrot að hans dótni. Og þetta segir málgagn þeirra stjórnmálasamtaka, sem kalla sig flokk allra stétta. Bjarni Benediktsson ætlast til þess, að Reykvíkingar feli Sjálfstæðisflokknum áframhald- andi meirihlutavöld í bæjarstjórn höfuðborgarinnar. En jafnframt lýsir hann því vfir', að fjölmennustu vinnustétt- irnar eigi að vera áhrifalausar — það sé stjórnarskrárbrot að hafa samráð við þær um efnahagsmálin. Ætli verkamönn- um, sjómönnum, iðnaðarmönnum og opinberum starfsmönn- um finnist ekki fýsilegt að trúa og treysta Sjálfstæðisíiokkn- um eftir slíka yfirlýsingu þess manns, sem lítur á sig sem Hitler. Göring og Göbbels fyrirtækisins, hinn þríeina, sjálf- kjörna einræðisherra Bjarna Benediktsson? Strandkapteinninn íordœmir MORGUNBLAÐINU er glatt í geði um þessar mundir í tilefni þess, að nokkrir erfiðleikar eru á að vetrarvertíðin hefjist alls staðar á tilsettum tíma. Ágreiningur, sem vafa laust jafnast næstu dága, veldur því miklum fögnuði. Ver- tíðin getur ekki alls staðar byrjað eins og til stóð, gamar., gaman! Svona er hljóðið í málgagnj. atvinnurekendanna og fjármagnsins á Islandi. En væri ekki Morgunblaðinu sæmst að rifja upp fyrir sjálfu sér og öðrum hvernig ástatt var í þessum efnum, þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við völd og Ólafur Thors æðsti maður sjávarútvegsmálanna af hálfu ríkisvaldsins. Þá strandaði þessi aðalatvinnuvegur þjóðarinnar um sér- hver áramót og sat fastur langtímum saman. Morgunbiaðið ætti að minnast þessa og tala varlega. Það er broslegt, þegar str-andkapteinninn stendur nú í fjörunni og fordæmir, að skipið, sem hann braut á skerjum og boðum, skuli taka niðri. Ólafur kallar núverandi vald- hafa klaufa og kjána. En finnst mönnum kannski ekki vcn, að strandkapteinninn sé orðhvatur og dómharður, þegar um er að ræða annarra manna siglingu? Auglýsíð i A lþýðublaðinn Herranótt 1958 Vængstýfðir jólaengiar HVORT maður man ekki. Þegar t. d. Valur Gúst. missti nefið, sneri sér við og skellti því á í ofboði, sneri sér síðan fram í sal og mælti nokkur vel valin orð með það öfugt — þangað til það datt aftur og áhorfendur skelitu upp úr. Eða þega/ Bjarni Bein hrundi niður af kassanum sem var notaður fvrir tröppur, þeg- ar hann var að koma inn, og’ þeyttist endilangur þvert yfir sviðið, en áhorfendur veinuðu af lukku og höfðu atdrei séð jafn eðlilegan og hiægilegan leik. Nú eða þegar Jón Ragn varð það á í misgripum að taka ónefndan hlut af ónefndum stað í stað krukku eða einhvers ann ars álíka í laginu, og leikendurn ir urðu svo þrumulostnir að I þeir misstu leikgáfuna og flissuðu óvirðulega í alvarleg- asta atriði leiksins. Eða þegar við urðum veðurteppt á Akra- nesi og komumst ekki 1 bæinn fyrr en allir tímar voru úti næsta dag, heldur en ekki hróð- ug. Svo maður tali nú ekki um ferðina yfir heiðina frá Hvera- gerði í kafaldsbvl um svarta vetranótt, og sumir vi.idu við , mokuðum okkur áfrant, þó að vegagerðin með sína íiu veg- hefla hefði revndar geíizt upp. Við vorum með eina skóflu. Og sem við sátum þarna sem fast- ast reis þá ekki ísak upp og þuldi yfir okkur tuttugu ára portion af g'ömlum revýuvís- um, og nú æðraðist enginn leng ur og engri var lengur kalt, cg nóttin var stutt. Og frumsýningarkvöldið, þeg ar Pálmi heitinn þakkaði okk- ur öllum með handabandi, hverjum fyrir sig, og sagði, að þetta væri bezta herranótt, sem hann myndi eftir. Þá vovum við svo stolt og g'löð, að við hefðum getað dáið á staðnum í þeirri fullvissu, að ætlunarverki okk- ar í lífinu væri nú lukkulega lokið — —þ. e. a. s. ef við hefðum mátt vera að því. — Frúmsýningarhófið beið okkar, reyndar. Jú, hvort maður man ekki. Það er annars skrít'ö með þessa kennara, eins og þeir ættu þó að hafa góða aðstöðu til að fylgjast með og dæma réttilega. Þeir eru svo gleymn- ir á gömul listræn afrek. Eins og þeir eru þó lítið gleymnir á göt og aðrar ófyrirsjáanlegar yf irsjónir í kennslustundunum. En á hverri einustu hevranótt skal maður heyra til þeirra í kór, að þetta sé bara sú al- bezta og skemmtilegasta herra- nótt, sem þeir hafa lifað. Og þessir menn, sem okkur þóttu svo íhaldssamir í gamla daga. Nema þessu sé alltaf að fark fram. Að minnsta kostj átti maður erfitt að verjast þeirri hugsun, á frumsýningu á þrett ándakvöld, að óvenjugóðir leik kraftar væru nú í menntaskól- anum. Leikritið heitir Væng- stýfðir engl’ar, og það hafa Sam og Bella Spewack samið upp úr frönskum gamanleik, La Cui- isne des Anges eftir Albert Husson. Bjarni Guðmundsson hefur þýtt það mjög skemmti- lega. Það er bjarnargreiði við væntanlega áhorfendur að rakja efni gamanleiks. Þessi gerist á heimili kaupmanns- hjóna í Cayenne á jólum 1910 og' koma þar einna mest við sögu jólagestir þeirra, væng- stýfðu englarnir, sakamenn nr. 3011, 6817 og 4711. Um valið má deila. Surrir eru þeir þræð- ir, sem maður þykist geta rakið til hinnar frönsku boulevardko- medíu, sem kannski eiga hetur heima annars staðar en í menntaskólaleik. Og' svo þetta gamla: sæmir annað en að menntaskólaleikur hafi bók- menntalegt gildi? Hitt er óneitanlegt, að !eik- ritið er bráðskemmtilegt. Og úr þ\i sem komið var, er varla á betri meðferð kosið af 'hálfu hins unga skólafólks. Benedikt Árnason, leikstjórinn, hefur áð- ur sýnt það, að honum lætur mætavel að segja til ungum og óreyndunr leikendum. Ekki bregzt honum heldur bogalist- in að bessu sinni, og sjálfsagt I er að þakka honum fyrir betri og jafnari heildarsvip að þessu sinni en oftast áðuf. Það þætti heldur þunn súp- an, ef ekki væru hér taldir upp leikendur og þeim gefnar eink unnir. Skal þá fyrst telja væng stýfðu jólaenglana, þá Þorstein Gunnarsson, Ómar Ragnarsson og Ólaf Mixa. Þessir afbrota- menn eru hinn viðkunnanleg- asti og notalegasti kunnings- skapur og allir leiknir af miklu fjöri, eins og vera ber á herra- nótt. Auk þess eru þessir ungu menn ótrúlega öruggir á svið- inu og skemmtilega næmir á hvernig tilsvör þeirra megi vekja sem mesta kátínu. Hinn síðastnefndi ætti þó aS gæta meiri hófs í svipbrigðum sín- um. Kaupmannshjónin leika Sigurður St. Helgason og Brynja Benedikisdóttir þokka- lega, en dóttir þeirra er bæði yndisleg og eðlileg í meðförum Þóru Gíslason. Ragnar Arnalds leikur Trochard kaupsýslu- mann af miklum myndugleika, en mætti að ósekju viðhafa fleiri blæbrigði. Ragnar hefur óvenju hljómmikla rödd. Páll frændi hans verður sennilega mátulega rolulegur í með'förum Björns Ólafs, en ýkjur Ragn- heiðar Eggertsdóttur í hlut- verki frú Parole voru spaugileg ar og vöktu mikinn fögnuð. Loks er Haukur Filipps ií smá- hlutverki. Snoturt. Leiksýningin bar því vitni, að vel hafði verið unnið. Und- irritaður þakkar fyrir ágæta skemmtun. þ S. E. " i" P. S. Hugmyndin að leika í Þjóðleikhúsinu, svo sem ymprað er á í grein í leikskrá og í ávarpi formanns leikneínd ar, finnst mér vanhugsuð og misskilningur á eðli herranait- ur. Og þegar leiknefnd 'kynnir leikrit bað, sem sýnt er í ár, er því talið það eitt til gijdis, að það hefur notið vinsælda er« lendis. Það sjónarmið er óvið- komandi herranæturhaldi. í fullri vinsemd, o. s. frv. Sami.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.