Alþýðublaðið - 08.01.1958, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.01.1958, Blaðsíða 8
I Alþýðublaðið Miðvikudagur 8. janúar 1958 Leiðir allra, sem ætla að kaupa eða selja Bl L liggja til okkar Bílasalan Klapparstíg 37. Sími 19032 Húseigendur önnumst allskonar vatns- og hitalagnir. Hifalagnir s.f. Símar: 33712 og 12899. Húsnæðis- miðlunln, Vitastíg 8 A. Sími 16205. Sparið auglýsingar og hlaup. Leitið til okkar, ef þér hafið húsnæði til leigu eða ef yður vantar húsnæði. KAUPUM prjóratuskur og vað- malstuskur hæsta verði. Álafoss, Þingholtstræti 2. Sigurður Ól ason Hæstaréttarlögmaður Austurstræti 14. Sími 15535. Viðtalst, 3—6 e, h. K/linningarspjöld D. A. S. fást hjá Happdrætti DAS, Vesturveri, sími 17757 — Veiðarfæraverzl. Verðanda, sími 13786 — Sjómannafé lagi Reykjavíkur, sími 11915 — Jónasi Bergmann, Háteigs vegi 52, sími 14784 — Bóka verzl. Fróða, Leifsgötu 4, sími 12037 — Ólafi Jóhanns ssmi, Rauðagerði 15, sími 3309€ — Nesbúð, Nesvegi 29 ----Guðm. Andréssyni gull smið, Laugavegi 50, sími 13769 — í Hafnarfirði í Póst hösinu, sími 50267. Áki Jakbbsson Og Krisiján Eirfksson hæstaréttar- og héraðs dómslögmenn. Málflutningur, innheimta, samningageirðir, fasteigna og skipasala. Laugaveg 27. Sími 1-14-53. Samúðarkort Slysavarnafélag Islands kaupa flestir. Fást hjá slysa varnadeildum um land allt. í Reykjavík í Hanny -ðaverzl uninni í Bankastr. 6, Verzl. Gunnþórunnar Halldórsdótt ur og í skrifstofu félagsins, Grófin 1. Afgreidd í síma 14897. Heitið á Slysavarnafé lagið. — Það bregst ekki. — Skák Framhald af 7. síðu. 42. Ke2, He3t! (Hvítur verður að drepa hrók inn því annars kemur 43. — Hd3). 43. Ke3, Rc4t 44. Ke4, RxdGt 45. Kd5, (Nú getur svartur unnið skákina hvernig sem hann lyst- ir). 45. — Rf7. 46. Rc6, a5. 47. Ra7, a4. 48. Rb5, Kg6. 49. Kc6, Kxg5. 50. Kxb6, Kg4. 51. ,Kxc5, Kg3. 52. Kb4, Kxg2. 52. Rd4, h4. 54. Re2, Kf3. 55. Rglt Kg4. 56. Ka4, Rg5. 57. Kb4, (Kóngurinn leggur nú af stað í vörnina!). 57. — Rf3. 58. Re2, h3. 59. Rc3, Rg5. Og þá fannst Bent Larsen nóg komið að sinni. Mjög fallega tefld skák af Friðriks hálfu og minnir á skák- ir heimsmeistarans, þegar hon- um tekst bezt upp. Ingvar Asmundsson. Þú ert a Framhald af G. síðu. upp við að skilgreina ljóð að hætti ,,gamla tímans", þótt menn gerist nokkuð efagjarnir á atómljóðagerðina. Og hvers vegna ætti nýju „skáldunum“ að vera það eitthvert metnað- armál að kalla framleiðsluna endilega ljóð? Eg fæ ekki séð, að þar sé um annað en hreina fordild að ræða, eða hvað? Segja mætti að formið skipti máske ekki miklu máli, en inni- haldið væri það, sem líf eða dauði framleiðslunnar veltur á. A hitt er þó að líta, að um- búðirnar eru ekki alveg einkis- verðar. Mér dettur í hug gam- ansagan um afdalakonuna, sem í sakleysi sínu færði sýslumann inum súpu í skrautlegu nætur- gagni, sem vitanlega hafði ekki verið notað til þess, sem það var gert fyrir. Sagan hermir að sýslumanni hafi fátt um fundizt, þótt ekki vændi hann konuna um neitt misjafnt, og hafi fúlsað við matnum. Það skyldi þó ekki vera að almenningi finnist hann svipað á vegi staddur og sýslumann- inum, þegar hann lítur yfir krásaborð hins „nýja skáld- skapar“? Þó margt sé enn, sem freist- andi væri að taka til athugun- ar verður það að bíða síns tíma máske skamms tíma. Næst vil eg snúa mér að þeirri umkvörtun, sem eg bjóst við að kæmi frá vini mínum, Helga, sem sé, að eg hafi ekki nefnt dæmi um hvað mér þyki góður skáldskapur og réttlæti það, að umþráttuð bók leyni á sér við nánari lestur. Eg vil alls ekki skorast undan þessari sjálfsögðu kvöð, og vil gjarnan bæta því við að þar' olli meira tímaskortur en viljáleysi eða getuleysi, er hin fyrri grein var rituð. Eg vil nefna kvæðið Söngva- Borga, sem mér þykir haglega gert, þótt að vísu skilji það les andanum nokkurt svið til hug- leiðinga þar sem baksviðið er helför hinnar ógæfusömu dótt- ur Jóns Sigmundssonar, reik friðvana sálar um fornar stöðv- ar. Þar er þetta erindi: Andardráttur öræfanna undui’mjúkt um dalinn fer. Blær úr heimi fjalla og fanna flytur söng að eyrum mér. Söng er tjáir sorg og trega, sára kvöl og bæn um grið. Andi er reikar villur vega, varnað hvíldar, þráir frið. Kvæðio Vor: Sólin Ægi sefur hjá sveipuð mistur dúðum ljós og skuggar skylmast á skelja-bláum flúðum. gjúga urtu selabörn seiðið lokka fljótin. Endurnar við óskatjörn eiga stefnumótin. Meðan léttstíg æskan á ástafund í leyni gægist fögur fjólan blá feimin undan steini. Svona lífsins angan er áfeng jarðarbarni þegar íslenzkt vor um ver vefur töfragarni. Mér þætti ekki óráðlegt fyrir gamlan sveitadreng, jafnvel Jjótt alinn sé fjarri risháu lands lagi, að dusta malbiksrykið af gömlum endurminningum áður en felldur er sá dómur, að þetta sá kveðið úr svefni. ð spinna Eg vil nefna kvæðið Róður, að vísu ekki gallalaust, en glögglega aregin mynd af vígslu verðandi sjómanns. Og skyldi vera falskur tónn í þessu er.indi bess sem er hið síðasta, að afloknum róðrinum: Um kvöldið eg krökkunum sagði að köld væri sjómannsins önn og áherzlu á orðin lagði um Ægis rjúkandi hrönn. -— Svo lét eg húfuna hallast og hróðugur spýtti um lönn! Skyldi ekki vera hægt fvrir jafnvel mann, sem ekki hefði meira fengizt við fisk en lóna- jontur við sandströnd, að skynja kotroskni unga sjó- mannsins, sem talar við félaga sína, sem ekki hafa enn dregio út? Nokkuð nýstárlegt er kvæðið Öskubuska um efnismeðferð. Eg minnist þess ekki að hafa séð þennan skilning áður lagð- an í það gamla ævintýri. Eg sé ekki betur en jafnvel Örn Arnarson hefði getað verið fullsæmdur af kvæðinu „Ná- granni minn og eg“, sem lýsir hugraunum hins ,,vammlausa“ (?) borgara vegna ádeilna ill- skeytts nágranna. Því lýkur svona: „Hræðist eg nágrannans nöldur? Nei, mín samvizka er góð. — Þó kasta eg nokkrum krónum í kirkjubyggingarsjóð. Ekki er það samt af ótta við alheimsmeistarann. Því — hvernig má Drottinn dæma Dannebrogskrossaðan mann? Einkar hugljúft virðist mér kvæðið ,,Barn“, en niðurstaða þess er þessi: Eg krýp fvrir brosandi barni og barnið að jöfnu met, hvort það er íslenzkt — eða austan frá Nazaret. Þá vildi eg leyfa mér að benda á kvæðið „Dropinn", sem laglega hugleiðingu. Kvæðið „Við Eyjafjörð“ og „Munaðar- leysinginn11, sem vel má þó vera að fari fyrir ofan garð og neð- an hjá stríðöldum unglingum á gelgjuskeiði r.ú, en er jafn raun satt fyrir því. Kvæðin ,,Hulda“ og „Fang- inn í Grófargili“ tel eg bera vott um kunnáttu til að draga upp lifandi myndir. Þó að margt sé enn ótalið og fljótar yfir sögu farið en vera rnætti verður þetta rúmsins vegna að nægja, enda hár feng- ið ritdómaranum nokkuð úr að moða. Að lokum þessi sjálfs- lýsing, svona til þess að benda á, að það er ekki bein ástæða til að bera manninum á brýn neinn rembing: Eg er svo undarleg vera, aldrei eg sjálfan rriig skil þótt langi mig góðverk að gera eg geymi það morguns til. En þá er hið fegursta fokið, sem fyílir hug minn í kvöld samúð og sanngirni lokið sjálfselskan ein um völd. Af hverju geri eg ekki einmitt það sem eg vil, en sál mína sífellt blekki sjálfan mig aldrei skil? Neskaupstað 27. nóv. 1957 Oddur A. Sigurjónsson. Hagalagðar Framhald af 4. síðu. í Lundúnum í fyrravor, en hef- ur þegar verið sýnt víða á meg- inlandinu og á Norðurlöndum og alls staðar vakið hina mestu eftirtekt enda seg'ir þar frá fólki og vandamálum, ssm þykja ekki evrópsk og nýstár- leg. oOo RÚSSNESKI ballettflokkur- inn við Bolshoi-leikhúsið í Möskvu er sem kunnugt er, tal- inn einn hinn bezti ef ekki bezti í heimi. En undanfarin ár hef.ur verið lítil samvinna meðal stjórnenda lians og stjórnencla fremstu ballettflokka á vestur- löndum. Hefur þróunin orðið önnur innan hins rússneska balletts og ballettflokka á vest- urlöndum t. d. Sadler Wells og danska ballettsins og talað um óíkan stíl og ólíka skóla. Þegar Bolshoi-flokkurinn með hina frægu dansmey Galina Ulanöva í broddi fylkingar í fyrra var honum vissulega vel tekið ög einkum hrósað fyrir frábæra tækni, en ýmislegt þótti þó gamaldags. Einkum þótti skorta ferskleika og djörfung í nýjum verkum rússneskra leikdansa- smiða, en hins vegar sögðu ball- ettgagnrýnendur, að fáir eða engir ballettflokkar stæðu hin- um rússneska framar í klass- ískum ballett. Nú virðist vera sem einhver skriður sé að kom- ast á frekari samvinnu. Beryl Grey, einhver bezta dansmær Sadler Wells-flokksins (sem nú hefur verið skírður upp og kall- aður konunglegi brezki ballett- inn), hætti nýega að dansa m'eð þeim flokki, en stofnaði sinn eigin flokk og hefur ferðast með hann víða um lieim að undan- förnu. Og nú í s. 1. mánuði lagði hún leið sína austur í Rússíá og dansaði sem gestur á sviði Bolshoi-leikhússins. Var þá ár og dagur síðan dans- mær frá vesturlöndum hafði dansað á þeim sögufrægu fjöl- um. oOo ? NÝLEGA er komin út í Bandaríkjunum skemmtieg bók eftir Charies Richard Sanders, prófessor við Duke-háskólann. Bókin er ævisaga rnanns, sem einmitt varð sjáfur frægur fyr- ir að skrifa ævisögur, Lytton Strachey. Strachey er íslenzk- um lesendum að góðu kunnur, t. d. hefur sú bók, sem talin er meistaraverk hans, Viktoria drottning, til í íslenzkri þýð- ingu. Skoðanir mar.na á afrek- um Stracheys hafa ekki alltaf verið einar og sömu, sumir háfa gagnrýnt hann fyrir t. d. í bók- unum „Eminent Victorians“ og „Eizabeth and Essex“, að haga atvikum og öðru svo sem hon- um þykir taka sig þezt út á kostnað kunnra staðreynda, en enginn frýr honum þó fráþærr- ar frásagnargáfu. Strachey, sem lézt 1932, þótti á sínum tíma einkennilegur maður, hann var til dæmis mjög andvígur bæði stríði og kristinni kirkju, og hann gekk með eitthvert hið lengsta rauða skegg, sem elztu menn þykjast muna. Þorvaldur Ari Arason, hdi. LÖGMANNSSKRIFSTOFA Skólavörðuatíg 38 c/o l'áll Jóh. Þorleifsson h.f - Póslh. 621 Símar 15416 og 15417 - Simnefni: Aii r \ ■; i »'r j .Vi . . . • . • . IÓ.X 1 líi.’Tj.í', II.GL'.L' iifMrríiJ -ÍJJrtVl .8

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.