Alþýðublaðið - 08.01.1958, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 08.01.1958, Qupperneq 7
Miðvikudagur 8. janúar 1958 AlþýSublaðið Samtal við Stefán Júlíusson: í s- Islenzk anoinn I STEFÁN JÚLÍUSSON kenn- ari í Hafnarfirði duldist lengi sem skáld og rithöfundur und- ir ■ nafninu Sveinn Auðunn Sveinsson. — Hann skrifaði sjö bamabæ-kur, eitt smásagnasafn og -eina stóra skáldsögu — og ég man það, að þegar skáldsag- án kom út og síðar smásagna- safnið, vakti hvort tveggja mikla athygli, og menn spurðu mjög, hver þessi rithöfundur væri. Stefán Júlíusson hefur nú lokið við aðra stóra skáldsögu, og kemur hún út um næstu mánaðamót hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu. Um ieið gengur hánn fram í dags- Ijósið,. leggur frá sér hið gamla duínefni sitt og skrifar undir eigin nafni. Stefán Júlíusson er verka- mannssonur. frá Hafnarfirði, og þar hefur hann alizt upp og starfað. Hann gerðist kennari við-barnaskólann þar og síðan yfirkennari. Hann stóð næstur því .að verða skólastjóri, þegar Guðjón Guðjónsson lét af störf- um. en af pólitískum ástæðum fékk. Stefán ekki starfið og hvarf þá frá skólanum. Hann er nú kennari við Flensborgar- skólann. Stefán Júlíusson er langsýnn og djúpskyggn í öllu, sem hann tekur sér fyrir hendur að skrifa um. Hann er vandvirkur, allt að því nosturssamur, og lætur ekkert frá sér fara fyrr en hann fcefur gengið þannig frá því, að fcann telji, að ekki verði betur . gert. Menn geta deilt um niður- stöður hans, en varla um vand- virkni hans. Af skáldsögu hans: „Leiðin lá til Vesturheims“ og af smá- sagnasafni hans: „Vitið þér ertn . . . ?“ er sýnt að Stefán hefur næmt auga og djúpa til- finningu fyrir þjóðfélagslegum hræringum og að hann sér inn fyrir yfirborðið, glysið og glitr- 18. HannJeitar sð undirstraumn um og finnur hann. Hin nýja skáldsaga Stefáns heitir „Kaupangur“, og gefur nafnið strax til kynna efnisval- íð. Húh gerist nær öll vestan- hafs á stríðsárunum. Sagan mót ast í hugá skáldsins á árunum þegár íslenzkir menn leituðu mjög véstur um haf í viðskipta erindum. Þá var tímabil „fakt- úrúsVihdls“ og „hundrað þús- uhd naelbíta“. Um bað leyti dvaldi Stefán í New York sem námsmaður og kynntist lífinu. Þa'ð var eins og ómar af við- fourðunum heima bærust að eyrum háns vestra . . . Sagan myndaðist í húsa hans, en hann - skrifaði hana ekki strax. . ' .' ’. II. Ég snéri mér til Stefáns Júlí- ússónar og bað hann að rabba við mig um hina nýju skáld- sögu. Hann sagði meðal annars: „Sagá mín ,',Leiðin lá til Vest urheims“, gerist vestan hafs þó að sumum kunni að sýnast sem grunntónn hennar sé íslenzkur. Um það bil, sem ég var búinn að skrifa bá sögu, fór sú hugs- un að ásækja mig, að ég ætti í fórum hugans annað skáldsögu- efni, sem gæti, ef sæmilega tæk ist, speglað og skýrt merkileg- Stefán Júlíusson án — og raunar sögulegan — þátt á örlagaríkum árum. Þetta var þjóðfélagslegt efni að mestu leyti . . . Ég hafði dval- izt í New York á árunum 1941 og 1942 og þar fannst mér ger- ast mjög afdrifaríkur þáttur í sögu íslands, eða öllu heldur beggja vegna hafsins. Nýtt ís- land var að koma til sögunnar, og stríðið átti aðalþáttinn í því. Þarna voru að myndast ný verzlunar- og menningartengsl við Ameríku. Um þetta leyti breyttust viðhorf mín mjög, enda hafa styrjaldir alltaf ör- lagaríkar breytingar í för með sér á hugsunarhátt fólks, ekki sízt ungra manna. Árið eftir að „Leiðin lá til Vesturheims“ kom út var mér boðið að dveljast vestra vetrar- langt við bókmenntanám í Cor- nellháskóla. Þann skóla valdi ég fyrst og fremst vegna ís- lenzka bókasafnsins þar, Fiske- safnsins. En ég hafði ekki dval- ið lengi í Cornell þegar mig tók að iðra þess að ég skyldi ekki heldur hafa valið Columbia- háskólann í New York. Mér hefur alltaf fallið vel við þá ■ miklu mauraþúfu. Kunningjar l mínir ýmsir kalla hana ófreskju og kunna illa við sig þar, en ' ég hef miklar mætur á henni. I jólafríinu 1951—52 dvaldi ég . í heimsborginni í þrjár vikur. Þar bjó ég einn í hótelherbergi og ranglaði um borgina. Þá hugsaði ég þessa nýju sögu ] mína að mestu, hnitmiðaði per- isónurnar og skrifaði hjá mér nokkrar mihnisgreinar. Þegar ég svo kom aftur til íþöku fór ég að skrifa nýja bók, kerfis- bundnar smásögur. Við þá bók lauk ég eftir að ég kom heim sumarið 1952, og hún kom út um haustið. III í jólafríinu 1952—53 byrjaði ég örlítið á skáldsögunni, en mér sóttist verkið seint, enda var ég önnum kafinn og skyldu störf hlóðust á mig. Næstu ár urðu mér erfið. Ég hafði unn- að mjög starfi niínu, hafði eig- inlega tekið alltof miklu miklu ástfóstri við það og drevmdi um að skapa fyrirmyndarskóla í Hafnarfirði. En ég fékk ekki kosti á því og skipti um starf. Ég gat ekki setzt við skriftir — og skáldsagan sat á hakan- um, hins vegar lifði hún og Framhald á 9. síðu.. SKÁK SÚ, sem hér birtist, I var tefld í fimmtu umferð skák t þingsins í Dallas í fyrra mán- uði og er sextánda skákin er þeir félagar, Bent Larsen og Friðrik tefla sín á milli um dagana. Áður en skákin hófst hafði Friðrik unnið Bent tvisv- ar sinnum oftar, en Bent hafði unnið hann. Á mótinu í Dallas hafði Bent forvstuna með 3 Vz vinning eftir fjórar umferðir, en tapaði henni í þessari skák og náði aldrei aftur. Þetta er einkar lærdómsrík skák, og ber því glöggt vitni hvilíkri tækni Friðrik hefur yfir að ráða. Teflt í Dallas 4. desember 1957. Nimzóindversk vörn. Hvítt: Bent Larsen. Svart: Fríðrik Ótafsson. 1. d4f Rf6. 2. c4, e6. 3. Rc3, Bb4. 4. e3, o-o. 5. Bd3, d5. 6. a3, dxc4. 7. Bxc4, Bxc3. 8. bxc3, c5. 9. Re2, Dc7. 10. Bd3, e5. 11. dxeö, Dxe5, 12. f4? (Veikir um of hvítu reitina á miðborðinu. Eðlilegast var að hróka stutt í þéssari stöðu. Hvít ur hefur að öllum líkindum sézt yfir næsta leik svarts). 12. — Dd5! 13. o-o, Hd8. 14. Bc2, Dxdl. 15. Hxdl, Hxdlt 16. Bxdl, Rc6. 17. Rg3, (Hvítur leítast \dð að fylla upp í götin en verður of seinn). 17. — Bg4. 18. Ba4, (Eftir kaup á hvítu biskupun- um yrði hvítu reitirnir enn aumari). 18. — Ra5. 19. e4, Hd8. 20. Be3, 1)6. 21. h3, Hd3. (Héðan í frá getur svartur reiknað yfirburði sína í kú- gildum. Það er deginum ljós- ara að hvítur hlýtur að tapa peði). 22. hxg4, Hxe3. 23. Rf5, Hxe4. 24. Hdl, h6. 25. Hd8t Kh7. 26. Bc2, (Hvítur brýzt um á hæl íakka). 26. — Helt 27. Kf2, Hcl. 28. Re3 g<>. 29. g5, hxg5. 30. hxg5, Rh5. 31. Bdl, (Annar möguleiki álíka ,á“ batavænlegur var 31. Hd7, Kg7. 32. Hxa7, Rf4! 33. Ha6, Rc4 og svartur stendur mun beturj. Kg7. 31. — 32. Bxh5, 33. Hd6, 34. Rf5t 35. Rh6t 36. Rf5t gxli5. Hxc3. Kg8. Kg7. Kg8. (Leiki svartur 36. — Kh7 fæj; hvítur mótspil með 37. g6t). 37. Rh6t Kh7. 38. Rx£7, Rc4. j 39. Hh6t (Sennilega hefði 39. He6 vei>- ið betri leikur). 39. — Kg7. 40. Rd8, Re4. 41. Hd6. (Drepi hvítur peðið á h5 lok> ast hrókurinn úti frá vígstöðv>- unum á drottningarvæng). > 41. — Hxa3. Framhald á 8. síðu. FJÖLDINN allur af ungu fólki hefir mikla ánægju af því að fara út á veitingahús að borða öðru hvoru. Þegar það hefir svo gift sig og eignast börn, verour oftast að leggja bessa ánægju- stund niður annaðhvort vegna þess að þau hafa ekki Icngur efni á þvi eða þá sókum þess að ekki er hægt að fá barnagæzlu. Kona ein sem skrifaði mér ný- lega segir svo frá, að hún og maður hennar haíi haft þennan sið meðan þau voru trúlofuð og síðar haldið honum áfram eftir að þau giftu sig, en svo kom fyrsta barnið. Það reyndist oft erfitt að fá einhvern til að sit ja hjá því, ef þeim langaði út sapi- an, en þó tókst það oftast nær. Þegar svo annað barnið fæddist fóru erfiðleikamir ao segja til sín fyrir alvöru. Þau fengu nokkrum sinnum stúlku er þau borguðu fyrir að sitja hjá börn- unum, en fljótt komust þau að raun um að þetta reyudist nokk- uð dýr skmmtun og þá fóru þau að brjóta heilann uta aðra úr- lausn. Endirinn varð sá að þau fundu leið til að njóta þessará kveldstunda sinna á mun ódýr- ari og skemmtilegri hátt, en nokkru sinni fyrr og segist henni svo frá: „Við gátum ekki hugsað okk- ur að leggja niður þennan vana, því að við fundum svo vel hversu mikils virði hann var fyrir okkur og heimilislífið í heild. Við sameinuðumst ennþá betur og lærðum alltaf að þekkja betur þær hliðar hvors annars, er ekki snéru .að hinum gráa raunveruleika. Þar sem svo annað virtist útilokað reyndum við að ’endurlífga bessár kveld- stundir á héimiliiiu sjálfu. Við gáfum börnunum snemma að borða og komum þeitn i rúinið, en eldúðum síðan i sameiningu góðan kvöldverð, skiptnm um föt og fórum i okkar bezta .stáss og lögðum á borð í stpfuiihi. — Síðan setturn við kerti og blóm á borðið og fundum stöð sem iók danslög í útvarpinu. Þáma höf- um við fundið nýjan og mun ó- dýrari möguleika til að njóta áfram hinna unaðslegu kvöld- stunda saman, sem við höfum kviðið svo mikið fyrir að við yrðum að leggja nið.ur. Er við höfðum borðað og rabbað sam- an nokkra stund, dönzuðum við svo saman nokkra stund og þetta var meira en veítingahús hér á landi geta yfirleitt boðið upp á, nema þá -þau aldýrustu, sem við ekki höfðum haft efni á að sækja. Þó að íslendingar séu yfir- leitt þannig gerðir, að þeir hafi. ákaflega gaman að íara á veit- ingahús, finnst okkur eítir þetta að ástæða sé til að benda' á, þar á meðal giftu fólki, áð á þennan hátt getur það átt engu síðri kvöldstundir á heimilum sinum, en á opinberum veitingahúsum.“ Þannig farast hinni ungu konu orð og að auki má geta þess, aö þau ræða aldrei vandamál eÖa neitt e reliðindum geti valdið á þessum kvöldum sínum, heldur aðéins hinar skemmtilegu hiiðár lífsins. Og eftir bréfi hennar að dæma eru þau hreint ekki í vand ræðum með umræðuefni. —o— H Ú S R A B B : Bletti, sem koma undan eggj- um má fjarlægja með þvi að skafa þá fyrst lítið eitt með bit- litlum hníf og strjúka þá síðan með svampi vættum í köldu vatni. oOo Næst, þegar þið málið her- bergi, skuiið þið bera sápu á hurðarhúna og aðra þá hluti er málning má ekki fara á. Þó svo einhver málning lendi á þeim, fer hún þegar sápan er strokin af. oOo Ef ná þarf blettum úr tauí, sem erfitt er að hreinsa, er oft gott að nú Pepsi dufti á bleitinn og hreinsa það svo úr aftur að hálfri klukkustund liðinni. oOo Ef maðurinn yðar gengur mik ið með blýanta í vösunum, þá bendið honum á að láta yddaða enda blýantsins ávarllt snúa nið- ur í vasann. Þetta hindrar ekki aðeins blýið í að brotna, heldur forðar það einnig því, að blýið núist í tauið fyrir ofan vasann og setji bletti í jakkann cöa skyrtuna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.