Alþýðublaðið - 11.01.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.01.1958, Blaðsíða 3
3 Laugardagur 11. janúar 1958 AlþýSublaðlS Aíþýöublaöiö Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 1 490 1 og 14 9 02. Auglýsingasími: 14 906. Afgreiðslusími: 149 0 0. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. Oheppileg forusta KOMiMÚN'ISTAR láta mikið af þvi. hvað þeir séu ske- leggir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins í bæjarmálum. Og víst hafa þeir hátt. En málefnaleg andstaða þeirra í bæj- arstjórninni hefur ékkí skilað Reylcvíkingum miklum ár- angri. Því síður hefur hún reynzt Sjálfstæðisflokknum póli- tískt hættuleg. Hér kennir þess sem sé einu sinni enn, hvað kommúnistar eru óraunhæfir og eins og utan við íslenzkan veruleika. Barátta þeirra er því sjónarspiL og sýndar- mennska, þegar á heildina er litið, þó að auðvitað komi einstaka sæmilegar undantekningar við þá sögu. Rök þessarar ályktunar eru hantlhæg. Þegar Alþýðu- flokkurinn hafði forustu íhaldsandstöðunnar í bæjar- stjórn Reykjavíkur, var hvert stórmálið öðru athyglis- ■ vcrðara á dágskrá, og bæjarbúar fylgdust með afgreiðsiu þeirra af Jífi og sál. Þá lá Hka við í sérhverjum bæjar- stjórnarkosningum, að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann í Reykjavík, En þetta hefur gerbreytzt við mannfjölgun kommúnistanna í bæjarstjórninni. Þeir telja sig íhafa i'orustu um íhaldsandstöðu og þeim ber vissulega að rækja það hlutverk sem næststærsta flokki bæjarstjórnarinnar. En hvernig hefur til teldzt? Óneit- anlega fer lítið fyrir þeim málefnuni, sem kommúnistar berjast fyrir nema þegar þeir bera gæfu til að fylgja gömlum eða nýjum baráttumálum Alþýðuflokksins. Og síðau befur brugðið svo við, að athygli Reykvíkinga á bæjarmálum he'fur minnkað ár frá ári. Bæjarstjórnar- fundirnir eru íbúum höfuðstaðarins fjarlægar samkomur. Og undanfarin ár ltefur Sjálfstæðisflokkurínn átt nokk- urn veginn vísan sigur í öllum bæjarstjórnarkosningiim. Honum hefur gefizt vel, að kommúnistar væru forustu- menn andstöðunnar í bæjarmálunum. Þessu þurfa Reykvíkingar að breyta. Meginverkefni bæjarstjcrnarkosninganna, sem nú fara í hönd, eru tvö: Annars vegar að hnekkja valdi Sjálfstæðisflokksins í Reykia vík og láta hann þannig gjalda ofstjórnar sinnar og óstjórn- ar. Hins vegar að láta Alþýðuflokkinn koma í stað komm- únista sem annan stærsta flokk bæjarstjórnarinnar. Hann mun reynast vaxinn þeim vanda, sem hefur augsýnilega ( Utan úr heimi ) STJÓRNARSKRÁIN í Frakk | landi er nú enn á dagskrá þar. Hún er ekki nema 12 ára göm- | ul, en þegar árið 1950 tóku ýms ir að efast um að hún væri mik- ! ils virði. Nú er það sem engin ný jbóla í Frakklandi. Eitt af því, sem einkennir franska stjórnmálamenn er hin mesta oftrú á öllum lagasetninguni en um leið næstum eilíileg óá- nægja með lögin. Þannig nægir Frökkum ekki að skipta' nm ríkisstjórn á 6 htánaða fresti, hcldur skipta þeir um stjórnar- skrá að meðaltali 15. hvert ár. Ekki færri en 11 stjórnarskrár hafa verið í gildi síðan stjórn- arbyltíngin var gerð, 1789. Enn einu sinni reyna nú franskir stjórnmálamenn að að méð þvi að breyta lagagrein- , trúa þvi, að öllu verði við bjarg að. En nú er það alvara. — Franska kreppan er orðin eins könar kreppa lýðræðisins. — Franska þjóðin hefur ekki leng- ur traust á stjórnarformi sínu, eða að minnsta kosti ekki hin- um þjóðkjörnu stjórnarherrtim. TILLÖGUR GAILLARDS Stjórn Felix Gaillards reynir nú að bjarga kenfinu frá íalli með því að breyta stjórnar- skránni. Er í tillögum hennar lagt til, að af þingmönnum sé svipt réttinum til að ráðskast með tekjur og útgjöld ríkisins, að forseti lýðveldisins og for- sætisráðherra fái vald til að rjúfa þing, ennfremur að stjórn arfrumvarp, sem lagt er fram í þinginu og jafnframt skoðao sem traustsyfirlýsing, skuli skoðazt sem samþykkt, svc fremi ekki algjör (absoiute) meirihluti þingmanna greiði at- kvæði gegn því. Með þessu móti á ríkisstjórnin að fá yfirráða- rétt í fjárinálum, getur faiið það kjósendum, að skera upp úr eða koma á sáttum milli sín og þings, sem er annaiTar skoðun- ar, og loks gert ráð fyrir. að stefna sín sigri, þegar þingið getur ekki komið sér saman um aðra stefnu. Að minnsta kosti mun þetta vaka fyrir stjórninni með frumvarpi sínu, sem ein- mitt leggur áherzlu á þessi þrjú atriði. FJÁRHAGSMÁL. í fyrsta lagi eiga þingmenn ekki að hafa leyfi að bera fram lagafrumvörp, sem hafa í för með sér tekjurýmun fyrir ríkið eða aukningu útgjalda. Meðal annarra orða geta þeir ekki lagt til, að afnumdir verðr skattar og gjöld, sem þegar eru til, og geta ekki komið með tillögur um vegagerð eða brúagerð eða annað þvíumlíkt í kjördæmum. sínum. Eins og' nú .er ástatt í þinginu, eru slíkar lagasetning- ar tðar og ekki minnsti þáttur þess, að stöðug er ófyrirsjáart- legur greiðsluhalli á fjárlög- um. ÞEIM, SEM SITJA JIJÁ. í öðru lagi verða öll !aga- frumvörp stjórnarinnar sjálf- kratfa að lögum, um leið og gengið hefu verið til atkvæða í þinginu og absolut meiri'hluti þingmanna hefur ekk: greitt at- kvæði á móti. Það sem hér ligg- ur á bak við, er að þeir þing- menn, sem sitja hjá (sem er afar algengt meðal franskra stjórn- málamanna, og' skapar oft mikla erfiðleika), verða algjör- lega hlutlausir, því að atkvæði þeirra verða ekki talin með í talningunni. Hinir þjóðkjörnu þingmenn verða neyddir til að taka ákveðna afstöðu til stefnu stjórnarinnar. ÞINGROF. í þriðja lagi fær fosætisáð- herra rétt til þess 18 mánuðum eftir kosningar að rjútfa þing, það er að segja svo fremi forseti. sé fáanlegur til að skrifa undir þá tilskipun. Förseti öðlast sama rétt eftir tvær sjórnar- kreppur eða tvær tilraunir til stjórnarmyndunar, sem báðar hatfa mistekizt. Þessi réttur er vissulega að nokku leyti til samkvæmt núverandi stjórnar- skrá, en takmarkaðri. Og það er erfð að beita honum ekki. Sé það gert, fær sá, sem það gerir stimpilinn „bonapartisti" fyrir Mfstíð, og það þýðir, að um- ræddur maður gangi með það í maganum að koma á einræði. Edgar Faure er eini st j órmnála maðurinn, sem hefur neytt þessa réttar í rúmlega 60 ár, og þingmenn hafa líka. sýnt hon- um mikið vantraust. Spummg- in er nú, hvort fieirt þora að feta í fótspor hans í þessu efni. Ef ekki, munu þingmenn ekkl líta á þessa lagagrein sem neina beina hótun við lýðræðið. ÞJÓÐARATKVÆBI Felix Gaillard, forsætisráð- herra muit leggja tilíögur sín- ar fyrir þingið í þessnm mán- uði, Séu þær ekki samþykktar með 3/5 atkvæða, svo sem stjórnarskráin segir fyrir um, leggur hann málið undir þjóð- aratkvæðagreiðslu. Sé tekið til- lit til þess, að allir öfgaflokk- arnir: poujadistar, kommúnist- ar og degaullistar eru andvíg- ir tillögum stjómarinnar, má gera ráð fvrir að slík þjóðarat- kvæðagreiðsla yrði einskcnar þjóðarúrskurður um lýðræði sem slíkt. G. A. v i orðið kommúnistum ofraun. Oheppileg forusta kommúnista i íhaldsandstöðu bæj- arstjórnarinnar hefur orðið Reykjavík til mikilla óbeilla. Eitt hefur þeim sem sé heppnazt. Kommúnistar liafa fengið Sjálfstæðisflokkinn út x skrýtinn dans. Með þess- um tveimur flokkum hefur tekizt kapphlaup um margs konar yfirboð og sýndarmennsku. Og Reykvíkingar borga að sjálfsögðu brúsann. Kommúnistar minnast aldrei á sparnað og ráðdeild. En þeir haga sér eins og maður á uppboði, sem ekkert ætlar að kaupa, en býður samt í af ofurkappi, til að láta hlutina verða keppinautunum sem dýrasta. Sjálfstæðismenn hafa látið kommúnistaná kom- ast upp nleð þetta ábyrgðarleysi. )En þeir áfla ekki fjár- munanna. Ráðanienn Reykjavíkur jnna af hendi fc böf- uðstaðarbúa að loknum þessum uppboðum sýndarmennsk unnar og ábyrgðarleysisins. Hér er um að ræða eina meginorsök ofstjórnarinnar og óstjórnarinnar, sem einkennir Reykjávík. Alþýðufiokkur- inn mun beita auknum áhrifum sínum til þess að losa höf- uðstaðinn og Reykvíkinga við þennan ófögnuð. Aðrir verða naumast til þess. verks. Sjálfstæðisflokkurinn vill gjarnan haida dansinum áfram, og kommúnistar hafa sýnt og sann- að, að þeir eru ekki vaxnir þeirri ábyrgð að hafa málefna- lega forustu. Hennar er umfram allt þörf, ef koma á bæjar- málum Reykjavíkur í farsælt framtíðarhorf. Þess vegna þártf Alþýðuflokkurinn að mega sín meira. Og honum er trú- andi fyrir úrslitavaldi í bæjarstjórn Reykjavíkur að kosn- ingunum loknum. Atíglýsið i Alþyðublítðinu ( Bækur og fiöTundar ) Holl bók á hverju heimili Fjölfrreðibókin. Frcvsteinn Gunnarsson þýddi og stað- færöi. 220 bls. Setberg. Pvent smiðjan Oddi. — Reykjavík 1957. EKKI mun það verða öllum bóltum jaín-happasælt að koma út í hrotunni miklu fyrir jólin. Sumar kafna, að kalla má, í auglýsingamoldviðrinu, venju- lega vegna fjárskorts forlaga sinna. Aðrar eru þess efnis og eðlis að þær þurfa nokkurn tíma til þess að afla sér kynn- ingar og álits. í síðari flokkn- um er bók sú, - sem hér er til umræðu, Fjölfræðibókin. Hún hefur verið auglýst hófsamlega, enda þótt allsterkt útgáfufvrir- tæki standi að henni; hvorki er hún æsirit né metsölubók, — en hún er samt stórmerk -bók - • og góð' bók. Þegar ég var farinn að kynn- ast. Fjölfræðibókinni nokkuð, fiaug mér það' í hug, hvílíkur dýrgripur og gersemi slík bók hefði þótt fyrir nokkrum ára- tugum, þegar færrá var um baikur, og þær, sem fengust, Freysteinn Gunnarsson. voru drjúgum fáskrúðugri og íburðarminni en nú tíðkast. Fyrir fjörutíu til fimmtíú árum bótt ekki sé litið lengra aftur, hefði flestum unglingum bótt svona bók á við meðal-hval- relta: Full af fjölbreyttum og alþýðlegum íróðleik, og hvorki meira rié minna en 1800 mvnd- um, þar af 900 litmyndum! En þrátt fvrir meiri og fjöl- breyttari bókakost mun mörg- um þykja fjölfæðibókin mikill fengur, og sumir munu líta á hana sem gersemi, sem þeir skoða oft og fræðast af. Einkum spái ég henni vinsældum hjá bókhneigðum unglingum og jafnvel börnum, því að fram- setningin er vel við beirra hæfi. Þó er þetta engin barnabók, - heldur miðuð við fullorðna les- endur líka. enda segir þýðand- inn í formála: „Bókin er upp- lega samin og gerð-handa ung- lingum. én sannleikurinn- er nú sá, að hún er engu síður fyrir fullorðið fólk. Auk yfiriits'um landafræði og náttúrufræði er í bókinni vikið að flestum helztu viðfangseínum mannlegs framtaks og hyggjuvits. Hér eru því óþrjótandi umhugsun- arefni hverjirm marnii, ökin- um jafnt sem ungum, sem for- vitni hefur á því, sem gerzt hef- ur og er að gerast í þearrir furðu legu veröld, sem -við hfeim. j.-“’ Hér eru engar autýsingaýkj- ur á ferðinni, enda er sá, sem Frainhald á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.