Alþýðublaðið - 11.01.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.01.1958, Blaðsíða 4
4 A 11 ý 3 vl b 1 a 5 i B Laugardagur 11. janúar 1958 TTVAN6t/k MffS/AfS ÞAÐ VAR FAGUR og góður draumur, sem rættist, þegar Dvaiarheimili aldraðra sjó- manna tók til starfa í Laugar- ásnum. Lengi hafði verið taíað um það og sjómennirnir sjálfir háð langvinna baráttu fyrir því. Eg gléymi því aldrei, að einn af vinum mínum í mörg ár, sem alla ævi hafði verið á hrakhólum —- og oft hafður að bitabeini, átti þann draum dýrastan, að geta orðið fyrsti vistmaður þessa héimilis. Honum auðnaðist ekki að sjá þann draum rætast, því að hann fékk lausnina nógu tím- anlega til þess, að hann þyrfti ekki að eyða s-ðustu dögum sínum bæði blindur og heyrnar- laus. EN AÐKIK sáu drauminn ræt ast. Þeir höfðu ekki verið á hrak hólum eins og hann, og ef tii vill hafa þeir ekki þráð það eins heitt og hann að eignast þarna heimili. En samt sem áður. Nú •eru heimilismennirnir orðnir 50' að töiu. Þeir eru komnir í höfn eftir margvíslegt volk á langri ævi — og sitja nú í fögrum stof- um við ágæta aðbúð i glæsilégu stórhýsi, sem stendur þar sem •Reykjavík ber hæst og geta séð út á sjóinn annað hvort spegil- sléttan neöa úfinn og gráan, í ölium þeim myndum. sem þeir vönduts honum frá blautu barns beini. ÉG EFAST UM að val stjórn- 'enda og húsbænda á þessu heim iíi hefðu getað tekist betur en rau'n varð á. Sigurjón Einarsson Um Hrafnisía, húsbænd- urna og lífið þar. Bréf frá visímönnum. Áramótaannáll og guðs- þjónusturnar. hefur alltaf verið talinn góður oð gætinn stjórnandi á sjó —og það mun þegar hafa komið í Ijós í hinu nýja starfi hans Ef- ast ég og um, að hann hafi nokku sinni haft á að skipa eins góðri skipshöfn, að minnsta kosti ekki hvað lífsreynslu snertir. Og auk þess mun það síst draga úr styrk hans á hinum nýja stjórnpalli, að nú hefur hann við hlið sér hina glæsilegu konu sína RannVeigu Vigfús- dóttur, sem af næmleik sínum og alúð kynnist viðhorfum skips hafnarinnar og á ekki lítinn þátt í að gera vislina ijúfa og áhöfn- ina ánægða. ÉG SEGI ÞETTA af tilefni i fyrsta bréfsihs, sem mér hefur borist frá vistmönnum á Dvala-:- heimilinu. að er undirritað: „Gamall sjómaður“ og er á þessa leið: ,,Ég er einn af gömlu sjómönnunum á ,.Hrafnistu“. — Hér líður okkur vel. Vistarverur eru giæsilegai' og allar viðgjörð- ir mjög góðar, enda vormh við svo heppnir, að Sigurjón Einars- son skipsstjóri og kona hans Rannveig Vigfúsdóttir, gerðust húsbændur okkar. Hið sama er um allt annað starfsfólk hér. — Betra verður ekki á kosið. AF SÉRSTAKRI ÁST/EÐU varð okkur éinn daginn tíðrætl um þig og var ákveðið að senda þér línu og var mér falið það fyrir hönd okkar allra. Við hlustum mjög mikið á útvarpið og við lesum blöðin. Við hlustuð um á annál ársins, en hvergi sáum við minnst á Hrafnistu og hófst þó starfsemin hérna á liðnu ári. Hugsa ég að það verði einhverntíma talinn merkisvið- burður þó að hann hafi farið framhjá þeim, sem helzt röktu viðburði ársins. Við hlustuðum líka á allar messur, sem útvarp- að var um hátíðarnar, en enginn prestanna lét svo lítið að minn- ast á okkar lieimili og heidur 'ekki bað neinn prestanna' sér- staklega fyrir sjómönnunum. ALLTAF þegar ég var i iandi fór ég í kirkju. Þá báðu pfestar alltaf fyrir sjómönnum. Nú er þessu hætt. Ef til vill er þet.ta ein af breytingunum, en sú breyting er ekki góð. — Jæja, Hannes minn. Okkur langar til að þú birtir þetta frá ckkur. Svo þökkum við þér fyrir pistl- ana á liðnum árum og við ósk- um þér allra heilla.“ ÉG ÞAKKA bréfið og kveðj- urnar. Mér þætti vænt um að fá fleiri bréf frá „Hrafni'stu“. Hannes á horninu. Hlufhafafundur Hfufhafafundur halda almennan hluthafafund í Silfurtunglinu iaugardaginn 18. b. m. kl. 2 s, d, Dagskrá: 1. Lagabreyting samkvæmt 4. og 27. grein fé- lagssamþykktanna. 2ö Onnur mál. Stjómin. sem augiýst var í 85., 88. og 87. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1957, á hluta í Melavöllum við Hlíðar- veg, hér í bænum, eign Juno, kemisk verksmiðju h.f. fer fram eftir kröfu Siguroeii's Sigurjónsson- at hrl., á eigninni siálfri fimmtudaglim 16,- jan- úar 1958 kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Mhmingarorð í DAG verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni Haraldur Guðmundsson frá Háeyri á Eyrarbakka, dyravörður í Bún- aðarbanka íslands. Varð hann bráðkvaddur síðast liðið mánu- dagskvöld. er hann var að bú- ast til heimferðar að loknu dagsverki. Haraldur Guðmundsson var læddur að Stóru-Háevri á Eyr- arbakka hinn 4. okt. 1888, son- t;r hjónanna Sigríðar Þorleifs- elóttur og Guðmundar ísleifs- sonar, og þarf ekki að rekja hér ættir hans frekar, svo kunnir voru foreldrar hans og aðrir forfeður. Svstkini Haráldar, er upp komust, voru Guðbjörg, Guðmundur, Þorleifur, Sylvía, Geir, Sólveig og Elín, og var Haraldur yngstur þeirra bræSra. Aðeins 16 áfa gamall 'fór hann að heiman tíl tré- smíðanáms hjá Vilhjálmi Ing- varssyni, trésmíðameistara í Eeykjavík, og vann að húsa- femíðum og rnannvirkjagerð í Reykjavík um 10 ára skeið. FÍinn 4. júní 1910 kvæntist Haral'dur eftirl'.fandi konu. sinni, Þuríði Magnúsdóttur frá Árgilsstöðum í Hvolhreppi. A’orið 1914 fluttu þau hjónin ibúferlum austur á Eyrarbakka og hófu búskap á Stóru-Háeyri á móti Guðmundi, föður Har- aldar, o:g biuggu þar í þrjú á'r, fluttu þaðan að Merkisteini á Eyrarbakka og bjuggu þar lengst af meðan þau voru bú- sett eystra. Jafnframt búskapn ém stundaði Haraldur dýra- lækningar, en hann hafði geng- ió á námskeið í dýralækning- um hjá Magnúsj héitnum Eiharssyni, ; Árið 1920, eða um þær mu .id ir. hafði Landsbankinn eignazt 'Viðáttumiklar lendur í Eyrar- bakkahrepþi og fól Haraldi um sjá þeirra. Var þá hafizt handa um þurrkun fúamýranna fyrir ofan Eyrarbakka, og stjórnaði Haraldar þeirn framkvæmdum fyrir bankann og síðar fyrir Haraldur Guðmundsson ríkissjóð. Blasa nú við augum vegfarenda hvanngræn tún og engi þar, sem áður voru fen ein og foröð. Var æði fjöl- mennur hónur verkamanna, sem vann undir stiórn Har- aldar með frumstæðum verk- færum að framkvæmdum þessum. Um verkstjórn Har- aldar mætti ýmislegt upp rifja, þótt ekki gefizt kost- ur á þessum vettvan'gi. En ekk: get ég stillt mig um að greina hér frá atviki, er samverkamað ur Haraldar sagð: mér frá og ég hygg að varpi Ijósi á við- horf Haraldar til manna sinna. Haraldur hafði einu sinni sem oftar féngið því framgengt, að menn hans fengu að vinna verk eitt í ákvæ’t svi’nnu, og var vitað, að tekjur þeirra voru mun hælri en tímakaup. Meðal verkamanna var gamall og siit inn maður, er eigi mátti leng- ur inna af höndum full afköst. Ungur afkastamaður kom áð máli við Harald og innti hann eftir því, hvort ekki væri hægt að halda gamla manninum ut- an við ákvæðisvinnuna. „Jú, sjálfsagt, þið vinnið þá bara allir upp á tímakaup", gegndi Haraldur. Árið 1933 flutti Haraldur með fjölskyldu sína til Reykja víkur, en hélt áfram umsýsiu og verkstjórn fyrir ríkissjóð, austan fialls og víðar, þar til 1. október 1935 að hann gekk í þjcnustu Kreppulánasjóðs og síðar Búnaðarbankans. Vann hann þeirri stofnun til ævi- loka. Haraldur Guðmundsson og Þuríður kona hans eignuðust sjö börn, er á legg komust. Þau eru: Lsifur, Sigríður, Magnús, Sylvía, Guðmundur, Unnur og Anna, öll á lífi, nema Anna, er lézt um tvítugt. Eins op; að líkum lætur og framan greint ágrip ber með sér, hafði Haraldur kynni og skipti af fjölda manns á löng- um starfsdegi. Drenglund hans, skaphiti og hrein skil í öllum greinum, svo og meðfædd lífs- gleði verða þsim hópi minnis- stæð. Þagalt og hugalt skyli Þióðans barn ok vígdjarft vera. Glaðr ok reifr skyli gumna hver unz sinn bíðr ba'na. Við samstarfsmenn Haraldar minnumst hans með söknuð: og' virðingu og vottum konu hans, börnum og ættingjum samúð okkar. Trvggvi Pétursson. DAHSLEIKUR í Iðnó í kvöld klukkan 9. * Valin fegursta stúlka kvöldsins. * Sigrún Jónsdóttir syngur dægurlög. * Ragnar Bjarnason. syngur dægurlög úr Tommy Steel myndinni. * K. K. Sexieítinn leikur nýjustu dægurlögin. * Hinn vinsæli Óska-dægurlagatími kl. 11. Aðgöngumiðasala frá kl. 4—6. Síðast seldist upp. Komið tímanlega — Tryggið ykkur miða á f jöl- mennustu og vinsælustu skemmtun kvöldsins. I-ÐNÓ IÐNÓ t Ð N Ó

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.