Alþýðublaðið - 16.01.1958, Page 5
Fimmfcudagur 16. januar 1958
A 1 í> ý ð u b 1 a 5 i 5
6
EINN af kunnustu iðjuhöld-
um í Evrópu, hollenzki verk-
smiðjueigandinn B. van Leer,
er Iátinn fyrir skömmu í París,
74 ára að aldri.
Van .Leer var einkennilegur
maður. Og ævi hans varð líka
dálítið' óvenjuleg. Ungur að ár-
um setti hann á stofn verk-
smiðju, þar sem framleiddir
voru ásar og legur á járnhverfla.
Brátt var sagt að þar sem þeir
er framleiddu járnhverfla vildu
ekki kaupa af honum ása og leg
ar; ictj hann krók koma á móti
taragði og setti sjálfur á stofn
járnhverflaverksmiðjur. Víst
er um það að smám sanian kom
taann á - fót verksmiðjum víða
um heim, og ekki alis fyrir
löngu átti hann 20 verksmiðj
ur í Evrópu og öðrum heims-
álfum.
Danski framkvæmdastjórinn
K. Hannover kveðst hafa \
kynnzt honum fyrst á alþjóð-
‘legri ráðstefnu, sem hann hafði
boðað til í Amsterdam fyrír ná-
lægt þrjátíu árum. Þegar funda
höldum dagsins lauk, bauð
taann öllum þátttakendum tii
taátíðarhljómleika í tónlistar.
taöll borgarinnar, en í hléinu af-
henti ritari hans hverjum um
sig vélritaða skýrsiu um það,
se.m gerzt hafði á fundinum.
.Nokkrum árum síðar heim-
sótti danski forstjórinn Van
Leer enn í skrifstofu hans.
Kveðst sá danski aldrei á ævi
sinni hafa augum Itið stærra
skrifborð en það, sem hann saí
við, en á véginn bak við það
var gert heimskort mikið og
merktar á það allar verksmiðj-
nr hans þá. Mussolini haíði
haldið ræðu kvöldið áður, og
Van Leer, sem ekki var toikill
aðdáandi hans, spurði danska
forstjórann hvað ihann segði
um ræðuna. Sá danski kvaðst
að vísu hafa litið á hana í dag-
blöðunum, en lézt ekki skilja
hollenzku það vel, að hann gæti
sagt álit sitt. Van Leer hringdi
samstundis á ritara sinn og
bauð að ræðan skyldi tafarlaust
þýdd á ensku. Og þegar hann
heyrði að Daninn væri á leið til
Lundúna, kvaðst hann mundu
geta greitt götu hans þar, og
bað um símasamband við skrlf-
stofur sínar í Lundúnum, —
tafarlaust. Spurði síðan þann
danska hvort hann gæti getið
sér þess til hvert væri tóm-
stundágaman sitt.
— Temsla f jölleikahúsahesta,
svaraði hann sjálfum sér, þegar
sá danski lét gátuna óleysta. —
Þú ættir að líta á þá.
Að svo mæltu fylgdi hann
Dananum til fjölleikahúss, sem
hann átti þá, og var þar sæti
fyrir um 300 áhorfendur. Og
þegar kveikt hafði verið á Ijós-
kösturum, lét hann reka inn á
hringsviðið hesta nokkra, lét
smella í svipunni, og þegar fák-
ar þeir höfðu runnið brautina
umhverfis sviðið að vild hans,
námu þeir staðar frammi fyrir
honum og risu upp á afturfæt-
urna. Þá voru reknir inn nokkr-
ir arahiskir gæðingar, sem
hann kvaðst enn ekki vera bú-
inn að temja.
— Á hverjum degi, þegar ég
dvelst hér í Amsterdam, eyði ég
hér hálfri annarri klukkústund
í hestatemslu. Það hlítur vel,
því að engin önnur hugsijn
kemst að á meðan á því stend-
ur.
Hann kvaðst efna til sýninga
nokkrum sinnurn á ári og selja
aðganginn dýru verði, „enda
eru sýningarhestar mínir þeir
beztu í Evrópu.“ Og ári síðar,
um páskaleytið, var hann sjálf-
ur kominn til Danmerkur með
tólf úrvals sýningarhesta, sem
hann stjórnaði sjálfur við fjol-
IHÍlIIIÍÍIIiÍIIÍiiiÍ
lllffll
Dagsbrún.
Tilkynning
Kosning stjórnar, varastjórnar, stjornar vinnudeilu
sjóðs, trúnaðarráðs og endurskoðenda fyrir árið 1958, fer
fram í skrifstofu félagsins dagana 18. og 19. þ. m. Sömu
daga fér. einriig fram allsherjaratkvæðagreiðsla um laga
breytingar. Laugard. 18. jan. hefst kjörfundur kl. 2 e.
h. og stendur til kL 10 e. h. Sunnud. 19. jan. hefst kjör-
fundur kL 10 f. h. og stendur til kí. 11 e. h. og er þá kosn
ingu lokið. ...................
.... Atkvæðisrétt hafa eingöngu aðalfélagar, sem eru
skuldlausir fyrir árið 1957. Þeir, sem enn skulda, geta
greitt gjöld sín meðan kosning stendur yfir og öðlast þá
atkvæðisrétt. Inntökubeiðnum verður ekki veitt móttaka
eftir að lcosning er hafin. ............'
Kjörstjórn Dagsbrúnar.
leiksýningar í Kaupmannahöfn.
— en aðeins nánustu kunningj-
ar hans þar fengu að vita hver
hann í rauninni var. Hélt hann
þeim hinar dýrlegustu veizlur
í glæsilegustu Salarkynnum
borgarinnar og sagði þeim frá
nýjum stálverksmiðjum, er
hann væri að koma upp í Hol-
landi á milli þess sém hann
sveiflaði svipunni að hestum
sínum í fjölleikahúsinu, og
virtist þeim ógerlegt aö sjá
hvort hann mæti meira, —
verksmiðjurnar1 eða fjölieika-
hesta sína.
Þessar stálverksmiðjur hans
fullnægðu ekki aðeins ströng-
ustu kröfum hvað alla fráto-
leiðslutækni snerti, heldur
starfrækti hann þar veitinga-
hús með sætum fyrir 250 gesti
og umhverfis verksmiðjurnar
var einn hinn fegursti biómgarð
ur í Hollandi, þar sem tólf fast-
ráðnir garðyrkjumenn sýndu
sína list og tækni. Þegar haft
var orð á því að hann legði mik-
ið í kostnað, kvað hann þetta
sinn máta að auglýsa. „Það
koma að jafnaði þúsund gestir
hingað á vi-ku og er þeim veitt-
ur allur beini ókeypis. Svo er
það kaup tólf garðyrkjumanna.
Þetta er að vísu verulegur
kostnaður, en ég geri ekki ráð
fyrir að önnur fyrirtæki hljóti
jafn athyglisverða auglýsingu
fyrir svipað verð.“
Þegar Þjóðverjar gerðu inn-
ráSína í Holland, varð Yan Leer
að flýja til Bandaríkjanna rneð
konu sína, — og hesia. Hann
átti að vísu verksmiðjur í
Bandaríkjunum, en þar eð
hann var þegn þjóðar á valdi
fjandmanna, voru þær taldar
„eígn fjandmanna“, og hafði
hann því ekki af þeim neinar
tekjur. Þá tók hann að sýna
hesta sína, og eftir tæpt ár hafði
hann komið sér upp fjölléíka-
húsi, sem hann rak af írábær-
um dugnaði. Eftir það vár hann
stoltastur, er hann sýndi kunn-
ingjum sínum langar greinar
um fjölleikasýriingar hans og
hesta, sem birzt höfðu í banda-
rískum blöðum á styrjaldarár-
unum.
Þegar styrjöldinni lauik leið
ekki á löngu áður en hann vár
farinn að leggja stund á stóriðj
una aftur, og af enn meira
kappi en nokkru sinni fyrr.
Hann flaug nú í einkaflugvél á
milli : verk'smiðjanriá, en hún
var búin öllum þægindum, með
al anriars baðh'erbergi, —- enda
voru sumar af verksmiðjum
hans í Suður-Áfríkú, aðrar í
Ameríku, margar í Evrópu og
nokkrar í Asíu, svo harirí var
oftasf á ferð og flugi.
Van Leer dáðist mjög að
CHuréhilI, og eitt áinri er hann
heyrði að hanri var staddur á
Hollandi riotaði hari ntækifærið
og vildi gefa honum tvo beztu
.sæðingana sína, þar sem
Ohurchill var á yrigr; árum
ahnálaður hestamaðui’. ’ Þakk-
aði hann Van Leer goít boð,
kvaðst fyrir lóngu hættur að
koma á hestbak, en sariit lang-
aði sig hálft um hálft að líta á
fálkaria. Og þegar hann sá þá,
stóðst hana ekki rriátið, rétti
Van Leer staf sinn og mælti:
„Haltu í ístaðið, lagsmaður.“'
Van Leer hafði gaman af
sýninaum. Hann ér nú horfinn
úr fjölleikahúsi þéssa heims,
eftir að hafa skemmt sér kon-
unglega.
UM SÍÐUSTU ITELGI hefði
danska skáldið Kaj Munk
orðið 60 ára, ef hann hefði lif
að. í því tilefni gefur hans
gamli forleggjari út þrjár
bækur: Skólaútgáfu af Cant,
stydta og nokkuð breytta út-
gáfu af ævisögu séra Nöj-
gaards, sem var æskuvhiur
Kaj Munks, — loks eins konar
sjálfsævisögu Munks, þ. e. bréf
þau og ritgerðir, sem fjalla
um hann sjálfan. Hefur séra
Nöjgaard valið í þá bók. Flest
þau bréf, sem verðmætust eru
talin til skilnings á léikrituni
hans, ritaði háriri. prófessor
Hans Brix, en þau hafa hiris
vegar ekki verið gefin út í
heild, aðeins brot og undir dul
nefni í bók Brix, Hurtigt
svandt den lvse sommer. Har-
ald Mogensen segir í Politik-
en, að í samanburði við þau
arnar-bréf, sé mest allt í hinrii
nýju bók gráspörvatíst. Kon-
unglega leikhúsið minntist
einnig dagsins með nýrri sýn-
ingu á leikriti Munks, En Idea-
list. Meðal leikenda er Anna
Borg. Loks má geta þess, að í
kgl. bókhlöðunni í Kaup-
mannahöfn stendur nú yfir
sýning til minningar um
Munk, og var hún opnuð á af-
mælisdaginn, 13. janúar.
— H —
BANDARÍSKA kvikmýridin
12 angry men — eða Tólf
reiðir menn — er einhver at-
hyglisverðasta kvikmynd, sem
gerð var á síðastliðnu ári. Mynd
iri fjallar um úrskurð kvið-
dóms í morðmáli, en er ó-
vénjuleg að því leyti, að hún
gerist öll í því herbergi, sem
kviðdómnum er feng’ið til að
koma sé sarnan um úrskurð
sinn. Eigi að síður er myndin
ótrúlega spennandi. Er þar
fjallað um efnið með sál-
fæðilegum skýringum, svo
sem. oft er háttur í bandarísk-
um kvikmyndum. En að tækni
til minnir þess.i mvnd ekki all-
lítið á kvikmynd Danans Carl
Th. Dreyers um Jeanne d’Arc,
andlitsmyndirrnar skipta miklu
máli. Henry Fonda og Lee J.
Cobb með aðalhlutverkin.
- -II —
TÖLUVERÐAR horfur eru
taldar á því, að Hamletsýn-
ingarnar í Kronborg verði
teknar upp, aftur í sunaar, en
þær hafa legið niðri sakir fjár
skorts síðan sumarið 1954. Það
ár sýndi brezkur leikflokkur
frá Old Vic leikhúsinu leik-
inn og lék Richard Burton
titilhlutverkið og Claire
Bloom Opheliu. Auk erfiðleika
á að útvega nægilegt fé í
styrk til að halda áfram þess-
ari merkilegu menningarstarf-
semi, reyndist veðráttan oft
duttlungafull og jók enn á
fjárhagsörðugleikana, þegar
aflýsa þurfti sýningum alltof
oft. Hins vegar hafa Haml'et-
leikirnir orðið mikið til þess
að kynna Danmörku og
danska me'nningu erlendis, og
aukið ferðamannastrauminn.
Eru því öflug samtök í Dan-
mörku tekin að vinna að því,
að koma fótum undir þessa leik
starfsemi á ný. Takizt þetta
í sumar, er talið líklegt, að
danskur leikflokkur sýni Ham
let í hinum sögufræga kast-
alagarði í sumar. Meðal
kunnra leikara, sem leikið
hafa Hamlet í Kronborg, má
nefna Bretann Sir John Guil-
gud, Sir Laurence Olívier,
Michael Redgrave, Þjóðverj-
ann Gustaf Grúndgens og
Norðmanninn Ilans Jakob
Nilsen, sem nýlega er látinri.
— II —
JOHN PATRICK, sem
skrifað hefur leikritin. Segðu
stainlrium, sem Leikfélag
Reykjavíkur sýrrdi 1951 ,og
Tehús Ágústmánans, sem
sýnt var í Þjóðleikhúsinu í
fyrra, hefur nú enn á ný
samið leikrit, sem leikhúsin
flykkjast til að sýna. Leikrit-
ið heitir „The Curious Mrs.
Savage“ og segir þar frá rosk-
inrii konu, sem hefur lausa
skrúfu,; þj |ist af þeirri teg-
und brjálsemi, sem kölluð er
hjartagæzka. Min-ni leikritsins
eiri því ekki ósv.ipað og hjá
franska skáldinu Giraudoux í.
„La Folle de ChaiIlot“, v.it-
lausu konunni frá Chaillot. —
Léikritið haut ágætar viðtök-
ur' vestra og eru hafnar á því
eða eru að hefiast sýningar
víða urn Evrópu. T. d. avr ný-
lega frumsýning á leikritinu
í Kaupmannahöfn.
— H —
UM FÁTT er nú meira rætt
meðal tónlistarmanna en.
elekróniska tónlist, og telja.
sumir, að þarna hafi opnast
nýir heimar möguleika, en.
aðrir hlæja eða yppta öxlum.
í ýmsum löndum eru þó kom-
in á fót eða verið að rei'sa.
stúdíó fyrir elektró'niska tón-
list, t. d. í Þýzkalandi, Milano
og nú er í ráði að reisa eina
slíka í Svíþióð. Ýmis tónskáld
hafa aflað sér frægðar fyrir
elektróniska tónlist, t .d. Þjóð-
verjinn Stockhausen. Á hljóm
leikum, þar sem flutt er elek-
trónisk tó.nlist, sitja menn fyr-
ir auða sviði, en elektróniska
tónlistin er þá þangað komin
frá einhveriu studíól og síðan
útvarpað gegnum hátalara.
Um nótnaskrif er h.eldui
ekki að ræða í elekiróniskri
músik, heldur ger.ir höfundur
eins konar uppdrátt að lag'inu..
Silkisnúrur í mörgum litúm
Gardínubúðin
Laugaveg 28 (Gengið inn frá götunni)