Alþýðublaðið - 20.02.1958, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 20.02.1958, Qupperneq 4
\ AlþýCnblaBlB Fimmtudagur 20. febrúar 1958 wrrmmm wmsms BIFREIÐ ARSTJ ÓRI skrifar: r,Ég varð áhorfandi að tveimuf atvikum í umferöinni i gaer- kvöldi, sem ég álít nauðsj'nlegl að fólk, og þá sérstaklega bif- ji-eiðastjórar og'. hjólreiðamenn, iaki eftir og hugsi um. Ég kom Snorrabrautina á Miklatorg og ætlaði vestur í bæ. Á undan mér fór piitur á skellinöðru á hring- ánn. Þarna var glerhált, ýmist ílaus snjór eða spegilfrosið mal- ibikið. Allt í einu snerist skelli- naðran með piltinum, hann missti stjórn á henni og enda- sentist utan í torgbrúnina. ÉG VAR alls ekki á miklum hraða, ég hemlaði, en um leið .snerist bifreiðin og stóð næst- um þversum þarna á hringnum. Pilturinn á skellinöðrunni meiddi sig ekki. Hann reisti reið hjólið við, steig aftur á það og þaut Öskjuhlíðarveginn. Ég fór að hugsa um framhaldsferðalag hans, jafnvel á glerhálum Hafn- arfjarðarveginum. EN ÞETTA átti ekki af mér að ganga. Ég ók veslur Hringbraut ina, en fór svo inn á Fríkirkju- veginn, þaðan á Skothúsveg, inn á Suðurgötu og að IMiklatorginu. Torgið er mjög þröngt og snjó- þungt þar, og sama glerhálkan er þar alltaf, eins og á Mikla- Saga bifreiðastjórans. Tvö athyglisverð úr umferðinni. Varið ykkur á glerhál um torghringjum Frakkar og ölvun við akstur torgi, og liáir veggir sinn hvoru megin. Á undan mér fór dreng- ur á reiðhjóli. Ég fór mjög var- lega og hafði langt bil á milli okkar •— og allt í einu „skrens- aði“ hjólið á hálkunni og dreng- urinn datt. .. MENN KOMU öskrandi að í einni svipan, ég snarhemlaði og bíllinn mjnn snerist, en þó ekki mikið af því að ég var svo langt á eftir drengnum og tilhlaupið nægilegt. En þarna munaði litlu eins og á Miklubrautinni. Ég fór að hugsa um það með hryll- ingi, að ef til vill hefði ég ekið hraðar og haft bilið styttra milli mín og drengsins, hefði ekki at- vikið á Miklatorgi átt sér stað. AF ÞESSU tilefni vil ég segja þetta við foreldra: Látið ekki börnin ykkar leika sér á reið- hjólum í ófærð eins og þeirri, sem verið hefur undanfarið. Það er alger tiiviljun ef hægt er að forða slysum þegar svona ber við. Börn og unglingar: Hjólið ekki um torgin, leiðið lijólin ykkar á rhingjunum. Þið getið ekki stjórnað hjólunum á beygj unum. Bifreiðastjórar: Gætið ítrustu varfærni þegar hjólreið- armaður er á undan ykkur á hringjunum." FEAKKAR HAFA tekið upp strangar refsingar við ölvun við akstur. Enn eru refsingarnar hér á landi við slíku afbroti allt ol vægsr. Það á að svifta menn öku 1 eyfi í heilt ár, sem tekni r eru ölvaðir við akstur. Við ann- að brot á að dæma þá í háar sekiir og svipta þá ökuleyfi ævi langt. Það er næstum því hægt að leggja það að jöfnu, að aka ölvaður og gera tilraun til að drepa mann. Hannes á horninu. ÞÝZKUR prófessor, Karl Schlechta að nafni hefur nýlega séð um útgáfu á heildarverk- urh Frisrich Nietzsche. í for- inála túlkar K. Schlechta skoð- anir og kenningar Nietzsche á annan hátt en hingað til hefur tíðkazt. Lengi hefur mönnum verið Ijóst að skjálasafn Nietzsche í IVeimar, sem systir hans, frú Elisabeth Förster-Nietzsche stofnaði, hefur frekað þjónað pólitískum. tilgangi en heim- spekilegum. Samkomulag 'þeirra systkinanna var aldrei •gott, og versnaði stórum þegar Élisabeth giftist Föster prófes- sor, sem var æstur gyðingahat- ari. Nietzsche gerði hvað hann gat til að bíía af sér mág sinn, sem nota vildi vaxandi frsegð Nietzsche til framgangs kenn- mgum sínurn um gyðingahætt- una. En Nietzsche hafði hina .mestu skömrn á slíkum fræð- um. Geðveiki Nieízsche, sem fvrst gerði vart við sig 1889, auð- veldaði mjög hlutverk Elisa- bethar Förster-Nietzsche. Hún kevpti af móður þeirra, sern erfði son sinn, öll handrit hins brjálaða bróður síns og stofn- setti Nietzsche-safn í Weimar. Bókmenntafræðingar hafa Æyrir alllöngu bent á ýmislegt, -em grunsamlegt má telja í •sambandi við safn þetta. En •valdataka nazista gerði frú "örster hægara um vik. Hitler heimsótti hana og þáði að gjöf •göngustaf Nietzsche. Hitler lagðí blessun sína yfir allar ialsanir frúarinnar, þar eð þær láíu nazismanum þann andlega föður, sem hann svo nauðsyn- ’ -'ga þurfti á að halda. Um svipað leyti hóf Karl Schiechta rannsólcnir sínar. Frú :■ örster tók honum illa og grun £.ði hann um græsku. Hann veitti. strax athygli. nokkrum :stúðlegum bréfum frá Nietz- sche tii s.ystur sinnar, en sá alli var á gjöf Njarðar að Jrumritin voru týnd. Hann hafði upp á þeim á endanum, -n af einhverri tilviljun var Friedrich i nafn móttakanda alls staðar ó- ! læsilegt vegna blekslettu. En í öllum útgáfum frú Förster var jafnan sett „kæra systir“ á blekslettustaðina. Schlechta fann fljótlega að bleksletturnar huldu nöfn ýmissa vina Nietz- sche og voru langt frá því að vera stíluð til systur hans. Karl Schlechta gat ekki gef- ið út ritverk sín um Nitzsche fyrr en nazistar höfðu tapað völdunum í Þýzkalandi. Hann lýsir vel mörgum fölsunum og breytingum, en aðalupp- gtövun hans er í sambandi við bókina „Vilji til valda“, sem gefin var út að Nietzsche látn- um. í fvrstu útgáfu frá 1901 voru í bókinni 403 þversagnir | (aphorismen), en í annarri út- gáfuhni voru þær orðnar 1067. Þessa viðbót telur Schlechta | alla falsaða. Hann segir, að i Nietzsche hafi hugsað í þver- i sögnum og hripað niður hug- i dettur sinar jafnóðum Þessum bréfmiðum og hug- ! dettum hefur í’rú Förster safn- ;að saman og gefið út í bókinni Nietzsche. „Vilji til valda“ eins og um hefði verið að ræða undirbún- | ing að sérstöku riti. En þessar þversagnir eru frá ýmsum tím | um og eru alls ekki hugsaðar ; sem bókarstofn. Schlechta I kemst að þeirri niðurstöðu, að ; um það bil 400 setningar hefðu | verið undirbúningur að nýju ; riti, en 700 hefði Nietzsche j sjálfur hafnað. Þannig varð til sagan um : Nietzsche, föður nazismans. En : hvernig mátti það verða að j nokkur sem þekkti andúð jNietzsche á gyðingahatri, júnk j urum og ríkisalræði, gat tekið | þessa sögu trúanlega? Albert, Camus hefur í rit- gerð rætt um þá óskaplegu van- túlkun, sem Marx og Nietzsche hafa oröið að þola, og hversu mikla skuld við eigum þeim að jgjalda. En Nazistarnir fóru verr imeð Nietzsche, heldur en kom- • múriistar nokkurntíma hafa far jið með Marx. Sú bók, sem þeir jslógu föstu, að væri andleg jerfðaskrá Nietzsche hefur 'aldrei verið til í huga hans. Minningcirorð í DAG er til grafar borin að Hvanneyri, Ingibjörg Sig'urðar- dóttir frá Árdal í AndakíL's- hreppi. Hún var fædd í Árdal 21. febrúar 1907, dóttir Sigurð- ar Þórðarsonar bónda þar og Sigurbjargar Björnsdóttur, — Hún ólst upp hjá föður sínum og fósturmóður, Ingibjörgu JónSdóttur, og í Árdal sleit hún æskuskóm sínum, norðan und- ir Skarðsheiðinni tignarlegvi og ægifagurri. Dvaldist hún óslitið þar, unz þau faðir hennar og fósturmóð- ir brugðu búi, þegar aldur færð ist yfir þau og heilsu hnignaði. Þau fluttu til Hafnarfjarðar á- ; samt Ingibjörgu árið 1934. Dvöl þeirra í HasEnarfirði varð -ekki löng. Þar misst'i Jngi- björg ástkæru fósturmóður sín-a, se-m alla tíð haíoi rey.nzt' hennj sönn móðir, og Sigurður konu sína. Og nú festi hann ekki iengur yndf í Firöinum. Hann langaði til að ílyíja í átt til heimahaganna. Þráin eft ir .sveitinni og kannski líka svip'hreinni Skarðsheiðinni var sterk. Og á árinu 1935 fluttl hann til Akraness og Ijósið hans hún Ingibjörg líka meS honum. Nú var þó að minnsta kosti Heiðin komin í sjónmái. 'Þar settust þau nú að, og áttu þar saman heimili æ siöan þar til Sigurður lézt árið 1953 eftir stutta legu nærri níræður að aldri. Öllum þeim mörgu sem þekktu til á heimili þeirra, var ljóst hve náið og innilegt sam- band var milli föður og dóttur, og af hve mikilli ást og um- hyggju Ingibjörg annaðist föð- ur sinn aldraðan, og eigi hvað sízt, er hann hatfði tekið bana- m'ein sitt og þrekið dvínaði. Þegar Ingibjörg fluttist til Akraness, hóf hún störf í hópi verkakvenna, í fiskþvotti við þurrkun á saltfiski, síldarsöltun og seinna við hin ýmsu störf í hraðfrystihúsi. Hún þekkti þvf af eigin reynd aðbúnað og vinnuskilyrði verkakvenna og fann að þar þurfti rnargra um- bóta við. Hún gekk því fljót-lega í 'kvennadeild Yerkalýðsfélags Akraneiss, og gerðist þar eins og henni var lagið hinn öt.uli °g glöggi félagi. 1 Þar lágu leiðir okkar fyrst saman, en séinna varð þó sam- starf okkar enn nánara, er hún árið 1945 var kosin ritari deild arinnar, sem hún gegndi svo ósltið síðan eða um 13 ára skeið til dánardægurs. Einnig átti hún sæti allan þann tíma í trún aðarráði Verkakvennafélags Akraness, og þar sem hvar- vetna skipaði hún sæti sitt með ágætum. Og ég vil um leið og ég þakka Ingibjörgu.hin traustu og yfir- lætislausu störf hennar í þágu verkakvenna og verkalýðs- Jireyfingarinnar í heild á Akra niesj fullyrða, að nú, þegar við höfum misst mikið meira, en okkur öllum er yfirleitt Ijóst. Hin hógværa, trausta dóm- greind hennar í örlagaríkum málum var ómetanleg. En það var líka fleira en sameiginleg áhugamáil okkar í verkaiýðstfélaginu, sem gerði okkur stallsystur að vinkonum. | Við vorum báðar uppaldar í faðmi fjallanna í kyrrð og frið sæld sveitarinnar. Og stundum, j:á helzt á heiðum sumardög- um, greip okkur þrá að komast burt úr ýsi og ryki kaupstað- Ingibjerg Eigur' . rclóttlr. arins og fá að anda ao sér hress andi lofti frannmi til fjalla og dala. Og þá tókum við okkur upp nokkrar vinkonur, meði prímus, kaffikönnu og nestis- bita og áttum saman, undic heiðum himni, óglgyraanlegaa dag eða daga. : Á þesum stuttu ferðum okk- ar, gaf ísland okkur oft það fegursta, sem það. átti. Og brúnu augun hennar lngibjarg- ar voru næm og skyggn á marg breytilega náttúrufegurð, og öc uggur fegurðarsmekkur henn- ar var okkur hinum góður leiá beinandi. Og fyrir alla þessa yndislegu samvprudaga, vii ég, að við allar bökkum henni nú þá leiðir skiljast. Um margra ára skeið vana Ingibjörg í Efnalaug Akraness og var þar sem annars staðac hinn trúi og dyggi starfsmað- ur. Seinustu tvö starfsár síu var hún vökukona á sjúkrahúsí Akraness. Var það henni hug- stætt starf, að annast um sjúka, Oft sagði hún mér, að það, semi hún he.fði þráð í æsku, heíði verið að læra hjúkrun og verðá hjúkrunarkona. En ýmsar á- stæður leyfðu ekki að svo mætti! verða. Þó færðu síðustu árin. hénni það erfiða og vandasama starf að hlynna að veiku fóiki á löngum nóttum í sjúkrahúsi. Og ég er þess fullviss, að það befur verið gott og öruggt að vita af henni Ingibjörgu vak- andi, hlustandi og leitandi eft- ir því á hvern hátt hún gaéti létt sálarlegar og líkamiegar. þjáningar sjúklinganna. Á síðastliðnum vetri kenr.di hún sér lasleika, svo að hún ákvað að fá þriggja mánaða fri í sumar til að safna nýjum kröftum og ef mögulegt væri að fá heilsuna bætta. Hún sjálf og allir hinir mörgu vinir von- uðu að sumarið mundi færa henni aftur það þrek og þá hreysti, sem þurfti til að hefja: á ný með haustinu, hennar vandasama en hugþekka starf, að vaka nótt hver|a yfir þj-áð- um sjúklingum á Sjúkrahúsí Akraness. En jafnvel ekkj hinu yndis- lega sólríka sumri 195.7 tókst að færa henni heilsuna afíur, og þó bar hún sjálf mikið traust til sumars og sólar. Með hau'stdögum varð hún að’ segja upp starfi sínu, því að heilsunni hafði enn hmgnaö. Hún lézt í Sjúkrahúsi Ak.rnness 12. þ. m. Þassum fátæklegu orðum mínum vildi ég Ijúka mað hjart ans þakklæti til h.ennar fyrir (Frh. á 2. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.