Alþýðublaðið - 29.03.1958, Síða 7

Alþýðublaðið - 29.03.1958, Síða 7
Laugardagur 29. marz 1958 AlþýSubiaBiS 'T I. ÞAÐ KEMUR vonandi eng- um á óvart, sem fylgist með stjórnmálum, að kommúnistar eru með afbrigðum slyngir á- róðursmenn. Þeim hefur frá upphafi verð ljóst, að árangur af baráttu þeirra byggðist að miklu leyti á áróðri, enda lagði sjálfur Lenin í þeim efnum ít- arlegar lífsreglur, sem hefur verið dyggilega fylgt. Nú á dögum heldur heims- kommúnisminn uppi langmesta, voldugasta og dýrasta áróðurs- kerfi, sem til er. Þessari um- fangsmiklu starfsemi er stjórn- að í Moskvu af stofnun, sem heitir AGITPROP, og er ein að- aldeild rússneska kommúnista- flokksins, heyrir beint undir miðstjóm hans, Þar er stefna áróðursins ákveðin og þaðan berast boðin um heim allan með ýmsii móti. Á vegum sovét- stjórnarinnar sjálfrar er haldið úppi miklum. áróðri af utanrík ssráðuneytinu, menntamálaráðu neytinu, ráðuneyti. utanríkis- verzlunar óg loks Tass, sem að nafninu til á að vera frétta- Stofa. Allir þessir aðilar hafa fulltrúa hér á landi, þar á með- ál Tass. Þá er umfangsmiklum éróðri stjórnáð af einstökum stofnunum, til dæmis sambönd um rithöfunda, listamanna og folaðamanna, verkalýðsfélögun- um, vísindaakademíunni og loks VOK3, en síðastnefnd stofnun er móðurskip MÍR og slíkra félapa. sér um menning- arskipti, sýningar, ferðamenn, iþróttir ofl. ofl. Það þarf því engan að undra, þótt menn sem stjórna allri ’ þessari áróðursstarfsemi, hafi getað skólað umboðsmenn sína,1 kommúnistana erlendis, vel í hvers konar áróðurslistum. Virðist svo, sem nemendur þeirra hér á landi hafi lært list ina vel, enda verður ekki ann- að sagt, en þeir sýni töluverða leikni í áróðri sínum. Sérstak- lega hefur þeim orðið vel ágengt hér á landi. í því að blekkja alls konar sakleysingja til stuðnings við sig og nota þannig nöfn og krafta. góðra manna, sem ekki sjá við brögð um þeirra. Á stjórnmálasvið- inu er listi þessara manna lang ur, allt frá Héðni til Hannibals, en méstúm árangri hafa kom- múnistar þó náð meðal mennta manna og listamanna. II. Um þessar mundir gefur að líta hér á landi mjög glöggt dæmi um starfsaðferðir kom- múnista á þessu sviði. Einar Olgeirsson . var. . í Moskvu í nóvember síðastliðn- um og sat þar alþjóðlegan fund kommúnistaleiðtoga. Höfuðsam þykkt fundarins var þess efnis, að ahir kommúnistaíiokk- ar heims lytu yfirráðum og for ustu kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna og var tilefni þeirrar samþykktar hreyfing gegn yfir ráðum Rússa, sem hafín er í mörgum kómmúnistaflokkum álfunnar og nefnist þar „revi- sionismi". Aðrar samþykktir voru þess eínis, að kommún- istaflokkarnir skuli herða bar- áttu sína gegn herstöðvum At- lantshafsríkjanna, og styðja ut- anríkisbaráttu Sovéístjórnar- ihnar eins og hún birtist skömmu síðar í bréfum Bulgan ins. Þar var eitt-aðalatriðið að hvetja til hlutleysis, þar sem s’Iíkt átti við. Þjóðviljinn greindi að sjálf- sögðu ekkert frá þessum sam- þykktum kommúnistaleiðtog- anna. Hins vegar lét Einar Ol- geirsson hendur standa fram úr ermum, strax og heim kom við að framkvæma samþykktirnar, sem í raun.réttri voru ekki ann að en fyrirskipanir í áróðurs- stríðinu, samdar í Agitprop. III. Einar setti þegar í gang nýja Þaráttu fyrir brottför varnar- liðsins. Það var raunar ekki sérlega erfitt, þar sem dvöl er- lends hers í landinu er tiifinn- 1 ingamál fyrir ýmsa landsmenn. Eínar vissi af langri reynslu, | að hentugt mundi að fá rithöf-! unda til að standa fyrir þess-1 ari sókn. íslenzka þjóðin er j bókmenntaþjóð og hlustar á rit j höfunda sína, lætur sér annt um þá. En hvernig áttr Einar að koma af stað hreyfingu um hlut leysi? Það var nokkru vanda- samara, þar eð hlutleysismálið var í raun réttri löngu útrætt mál, ekki lengur neitt tilfinn- ingamál. Þá datt honum það þjóðráð í hug, að hengja þetta mál líka á rithöfundana og slá þarmeð tvær flugur í einu höggi. Þetta tókst, þeir sáu ekki við bragði hans. Og nú hrópa þeir af sannfæringu: Fram- kvæmum ályktunina frá 28. marz, herinn burt og- hlutlaust ísland! En hvað er at.hugavert við þetta hjá þeim? Það geta menn séð, ef þeir lesa sjálfan texta hínnar marg umræddu ályktunar frá 28. marz. Fyrri málsgrein hennar hljóðar svo: „Stefna íslands í utanríkis- málum verði hér eftir sem hing að til við það miðuð að tryggja sjálfstæði og öryggi landsins, að höfð sé vinsamleg sarnbúð við allar þjóðir og að íslend íngar eigi samstöðu um övyggis mál við nágarnnaþjóðir sinaii m. a. með samstarfi í Atlants- hafsbandalaginu.“ Af þessu er augljóst, að á- lyktunin frá 28, marz er ein- hver skeleggasta samþykki GEGN HLUTLEYSI ÍS- LANDS, sem gerð hefur ver- ið. Ályktunin tekur beinlínis fram, að íslendingar skuli hafa samstöðu við grannþjóðirnár um örvggismál og starfa í At- lantshafsbandalaginu, en þetta er alger andstaða þess að gér- ast hlutlaus. Það er því fullkomin mótsögn í að ber jast samtímis fyrii: framkvæmd ályktunarinnar og hlutleysi landsins. Virðist svo. sem hinir ágætu, rithöfundai' hafi.gersamlega gleymt að lesa' álýktunina yfir, áður en þeir boðuðu til fundar í Gamla bíó með upplestri og söng. IV. Það er varla hægt annað en dást að því. hvernig Einár 01- geirsson hefur leikið á rithöf'- undana — eða látið liðsmenn sína leika á þá, ef hann hefur talið hentugra að láta Kristin Andrésson eða einhvern slíkan vinna verkið fyrir sig. Einar ög liðsmenn hans kunna sannar- legá áróðurslistina og þeir eru viðbúnir, þegar kallið kemui’ frá Agitprop í Moskvu. Rithöfundar fá tíðum skálda leyfi, og enginn ásakar þá í list þeirra, þótt þeir hugsi ekki rök- rétt. En setji þeir sig á háan hest og bjóðist til að taka við forustu í landsmálum, dugir Framhald á 8. síðu. BÓKMENNTIR Sunnlend- inga auðguðust að tveimur góð «m ritum. árið 1957, þar sem eru bækur þeirra Eyjólfs Guð- mund'ssonar . á Hvoli, Merkir Mýrdælingar, og Þórarins Helgasonar í Þykkvabæ, Lárus á Klaustri. Bók Eyjólfs á Hvoli leynir ekki snilli höfundar síns, en mun þó varla teljast jafn- oki fyrri bóka hans, Veldur þar mestu um, að fengizt er við meira efni en ein bók geti gert full skil. Má ætla, að ævi Hail- d'órs i Vík ein saman væri mik- ið bókaretfni. Þá hygg ég, að foókinni hefði orðið gróði að því, ef meira hefði verið seilzt ’til fanga í skráðar heimildir 19. aldár, sem til éru í skjalasöfn- um. • • Því ber að fagna, að haldiö Skuli áfram útgáfu 4 ritum Eyjólfs á Hvoli. í þeim er 'fólg . inn mikill'fjársjó&ur, sém seint ■mun- fymast með þjóð hans. Eyjólíur á Hvoli vár óvenju snikill ahdans maðuþ og verður dllum ógleymanlégur, sém Siöfðu það lán að eignast hann að vini. Þórami í Þykkvabæ hefur vel heppnazt að varðveita mynd stórbrotins höfðingja í foændastétt, en jafnframt er foók hans drjúgur hluti héraðs- sögu Vestur-Skaftafellssýslu um fullrar hálfrar aldar skeið. Bók Þórarins gefur gott fyr- irheit um það, að frá honum sé að vænta góðra verka í per- sónusögu sveitanna milli sanda. Þar sem víðar hggur mikill fjöldi mætra manna óbættur hjá garði, þegar litið er til rit- aðs máls. ( Bækur og höfunctar ) ankar um menn Þassar tvær bækur rifjuðu upp fyrir mér nokkur atriði, sem bar á góma í einní sam- ræðu minni við göíugmennið Lárus Bjarnason, fyrrum skóla stjóra í Flensborg. Hann bar sama nafn og Lárus á Klaustri, enda voru mæður systur. Sig- ríður móðir Lárusar Bjarna- sonar var dóttir Lárusar bónda í Mörtungu, Stefánssonar stúd- ents í Sélkoti undjr Eyjafjöll- um, Ólafssonar. Kona Lárusar í Mörtungu var Ragnhildur Ein arsdóttir hreppstjóra s. st. Ein- arssonar frá Holti á Síðu. Syst- ur Sigríðar voru þær Halla á Foss og .Anna í Efri-Mörk og Guðrún, . Einar hét bróðir þeirra. Af honum er stutt saga, því hann. lézt á æskualdri, en óvenjulegur maður var hann að gáfum og öðru atgervi. Þórar- inn Helgason minnist hans með þessúm, orðum: „Bróðb- þeirra systra var -Einar, er dó á bezta aldri í Mörtungu, ágætlega gef- inn maður, burðamaður og mik iU á vell.i, glæsilegur útlits, lip- urmenni og skáld. Ber öllum heimildum saman um ágæti þess manns.“ Hér er sterkt að orði kveðið .og mætti vænta þess, að minning slíks manns væri ekki komin að því að hylj ast sandi. Lítið mun þó vanta á, að svo sé. Lárus Bjarnason hafði sitthvað um Einar að segja. Einu sinni spurði hann móður sína, hvort fólkið henn- ar hefði verið vel gefið. Hún svaraði: „Já, svona í meðallagi, nema Einar. Hann var fluggáf- aður.“ Einar gekk til spurn- inga til Páls Pálssonar prófasts í Hörgsdal. Eítir þriðju komu hans þangað sagði prófastur við hann: „Þú þarft ekki að koma til spurninga fremur en þú vilt.“ Guðmundur Guö- mundsson, sem flestir þekktu undir nafninu Guðmundur kík ir, þekkti Einar mæta vel og kveðst aldrei hafa þekkt jafn gáfaðan mann. Af eigin rammleik lærði Ein ar þýzku og dönsku. Nokkuö fékkst hann við skáldskap, en fáar vísur hans munu nú varð- veittar. Um bændur í Mör- tungu gerði hann þessa vísu: Sundur skal greina borgarbúa, Berent vestastur stýrir lóð, Lárus þar næst með lýðagrúa letraður, byggir miðja slóð, austastup býr í sómasal sá nefnist Oddur, firðaval. Anna Oddsdóttir í Mörtungu bað Einar að lýsa sér í vísu og bætti við: „Þú verður að lýsa mér eins og ég er.“ „Þú verður ekki ánægð,“ kvað Einar. „Jú, ég skal verða ánægð,“ sagði Anna. Þá kom vísan: Hakan þín er nógu nett, nef og kinnar fríðar, en öllum þykir ennið grett og augabrýrnar síðar. Einar varð sannspár um við- horf Önnu til vísunnar. Á barnsáldri Einars.var hon- um. og kisu vel til vina. Hann sældist til þess að deila bóli sínu með henni, en heldur var amast við því af heimafólki. Einu sinni átti að hrekja kisú frá honum, en þá keypti hann henni frið með vísu: Einar og kisa eru hjón, eina sæng þau hyggja, ■fara að hátta fyrir nón, fram á dágmál iiggja. Vel gera Skaftfellingar, ef þeir kasta því ekki á glæ, sem þeir eiga enn í pokahófhihu um Einar. Oí fjarri var hann huga mínum, er ég liitti syst- urnar á Heiði og ým?a aðra Skaftfellinsa í sæmilegú tófni sumarið 1954. : ' Halldór JónsSon í Vík Var Lárusi Bjarnasynl hugst.æður, éins og ýmsum. Súnnlendingúm af eldri kynslóðinni. Mörgum reyndis.t Halldór bjargvættur og sannur vinur í raun. Átti hann góðan þátt í að kveða nið ur hið förna viðhorf íslendinga til kaupmannastéttarinnar, sem blasir við í tveim alkunnum hendingum Jónasar Hallgríms sonar og orðtakinu: „Það er fullgott í kaupmanninn.“ Lárus Bjarnason vann Hall- dóri i Vík sumarið 1893. Um vorið stárfaði hann að túna- sléttun ásamt tveim piltum, Jóhannesi Jónssyni frá Bólstað og Guðióni Jónssyni. Vinnu- menn Halldórs höfðu þá sama starfa og voru fleiri en piltarn- ir. Leiti bar á milli þeirra við vínnuna; piltarnir voru sunnan til í túni, austan við bæinn, en vinnumenn nær bænum. Veður var blítt um daginn. Lárus og félagar hans höguðu vínnu sinni svo, að þeir unnu í skorp- um og ihvíldu sig á milli. Skammt var liðið á dag, er þeii félagar sáu Halldór nálgast ti1 að gæta að, hvað verkinu liði. Þá- sagði Jóhannes: „Þarna kemur húsbóndinn. Nú er um að gera að liggja þangað tii hann er farinn.“ Þetta varð aíS ráði. Halldór ávarpaði þá félagÐ með þessum orðum: „Góðan daginn, drengir.“ Síðan leif. hann á verk þeirra, hafði engifc orð um og hélt leiðar sinnar heim. Skömmu eftir hádegi vitjaðl Halldór enn verksins og hitti aftur á hvíldarstund piltanna, sem létu engan asa á sér finnít við komu hans. Þegjandi virtí hann fyrir sér verkið og íét ékki á sér finna, hvort honurrv líkaði betur eða verr. Áfram leið dagurinn og skipt ust á jafn langar skorpur ög hvíldarstundir. Undir kvöM sáu piltar til ferða húsbóndans í þriðja sinn . frá hvíldarstað sínum. Með mestu rósemi virti hann fyrir sér sléttu þeirra og ságði sVö: „E'kki getur það vei?-’ ið, drengir, að þið liggið hremii alltaf. Ég held bara, að þ;# vinnið meira en hinir.“ Eyjólfur á HVoli getur þess», atviks í bók sinni, en svona- myndi Lárus Bjarnason háfa viljað skýra frá því. Gestakomur voru afar miklar í Suður-Vík. Kvöld nokkurt í ófæru veðri varð Halldórí a?3 orði: „Nú ætlar enginn að kcsma í kvöld. Þá ber eitthvað nýrra við, en veðrið er raunar svö vont, að það er engum fært." Skömmu seinna börðu hraktir 'langferðamenn að dyrum, og' báðust gistingar. Þannig var það að kalla allan ársins hring. 'Öllum' var veitt vel í Suðúr- Vík og ekki gert upp á milli hjúa og gesta. Ekki gat hjálpfúsari mann en Halldór. Hverjum, ssm á Framhaid á 8. síðu-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.